föstudagur, júní 29, 2007

fimmtudagur, júní 28, 2007

Lokalokaloka, lokalisti

Núna er betur heldur farið að styttast í gleðina. Reikna má með því að allt sé á lokastigi hvað undirbúning varðar hjá öllum.
Til þess að tefja ekki mikið meira undirbúning hjá ferðalöngum þá skulum við ekkert vera að orðlengja þetta neitt meira. Heldur vinda sér í loka, loka listann sem nú hefur verið lokað.
Hér er lokalokalistinn:


Stebbi Twist
Adólf
Kaffi
Yngri Bróðurinn
Þessi Óli
VJ
Hrönnslan
Jarlaskáldið
Heiður
Danni Djús
Raven
Maggi Brabra
Elín
Andrés Þór

Almenningssamgöngur:


Willy
Framsóknarflokkurinn
Sigurbjörn
Hispi???
Lilli
Litli Kóreustrákurinn
Barbí
Super Trooper


Rétt eins sjá má er þarna vel valin hópur fólk. Er það mál manna sem til þekkja að gleði muni ríkja við völd frá Flöskudegi til sunnudags. Þó er smurningin um hvað mikil gleði verður hjá sumum á messudegi.
Fleira var það ekki að sinni og sjáumst um helgi komandi.

Kv
Undirbúningsnemd

miðvikudagur, júní 27, 2007

Peysur

Nú verða allir svaka fínir í Mörkinni því nýju peysurnar eru komnar úr merkingu. Haffi hefur þær undir höndum og því þarf fólk bara að hringja í hann til að nálgast þær.
Sjáumst svo hress og stíliseruð eftir 2 daga.

Alda

þriðjudagur, júní 26, 2007

4X400 metra hundasund með frjálsri aðferðRétt eins og sjá má á áður auglýstri dagskrá og á færslunni hér fyrir neðan þá var farið fyrr í kveld í sundbað í Reykjadal á Hellisheiði. Svona eins og landslýð ætti að vera ljóst er fyrstahelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð núna um komandi helgi. Líkt og þar kemur fram er þetta árshátíðarferð svo ekki gengur að vera skítugur þar því var skundað upp á heiði og skellt sér í bað, ásamt því að keppa í sundgrein þeirri er nefnist 4X400.metra hundasund með frjálsri aðferð.
Það voru samtals 7.manns er fóru í blíðveðrinu og mun það vera fjöldamet í V.Í.N.-rætinni 2007, a.m.k. það sem af er komið. Eftirfarandi einstaklingar eru baðaðir fyrir helgina:

Jarlaskáldið
Stebbi Twist
VJ
Maggi Brabra

og sá Lilli um koma þeim upp til heiða

Þessi Óli
Yngri Bróðurinn
Erna

á Litla Kóreustráknum , sem hitaði upp fyrir Merkurferð um komandi helgi

Það er ekki annað hægt að segja nema að lækurinn hafi verið ljúfur og ef eitthvað var þá var hann í það heitasta. En ljúft var það hjá oss þó svo engin hafi umferð verið í heimsbikarmótinu í Sprellahlaupi. Nauðsynlegt er að enda góða bað/sundferð á Mullersæfingum. Kveldið endaði svo með sameiginlegri kveldmáltíð á Stælnum.

Sjálfsagt hafa glöggir lesendur áttað sig á því að hirðljósmyndarinn var með í för. Að vanda stóð hann sig með prýði takandi fínar myndir ásamt því að vera búinn að koma þeim á síður alnetsins. Þær má skoða hérna

Kv
Göngudeildin

P.s Munnið svo fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð eftir 3.daga.

mánudagur, júní 25, 2007

Sundferð

Það er þá komin ný vika og það táknar bara eitt. Það er að koma að hinum vikulega þætti í V.Í.N.-ræktinni. Þessa vikuna verður nú ekki mikið um erfiði en þess í stað á að ná úr sér strengunum eftir átök afstaðinar helgar, sem var að sjálfsögðu Fimmvörðuhálsganga, því á að fara upp á Hellisheiði og í Reykjadal þar sem legið verður í Reykjadalslaug og haft það notalegt. Enda eiga alveg nokkrir einstaklingar það skilið eftir að hafa staðið sig ofur vel.
Það er svo hefð fyrir tímasetingu 19:30 fyrir áætlaðan brottfaratíma komandi þriðjudag.

Í síðustu viku hitti sjálfur kvennaréttindadagurinn á sama dag og V.Í.N.-ræktin fór í sína vikulega hreyfingu. Eins og áður var auglýst var skundað á Keili og í tilefni dagsins var það vel við hæfi að 4.karlmenn skyldu hafa þraukað það að komast upp á topp Keilis. En það voru Stebbi Twist, VJ, Maggi á Móti og Jarlaskáldið.
Rétt eins og sjá má þá var hirðljósmyndarinn með í för og hægt er skoða myndir úr ferðinni hérna.

Að lokum var svo gengið fyrir 5-vörðuháls aðfararnótt síðasta laugardag. Það var þá vel við hæfi að fimm fræknir einstaklingar töltu þarna á milli jökla. Líkt og með Keilisferðina voru þetta eingöngu karlahópur göngudeildar sem þarna voru á ferðinni en það voru eftirfarandi: Litli Stebbalingurinn, VJ, Jarlaskáldið, Hrafn og Gaui.
Rétt eins og sjá má var ljósmyndari með og hægt er að líta á afraksturinn hér. Svo er aldrei að vita nema það verði birt ítarleg ferðaskýrzla.

Kv
Göngudeildin hreingerningarsvið

miðvikudagur, júní 20, 2007

Senn líður að því!

Já, það eru ekki nema 9.dagar í veizluna. Sem sagt komið niður fyrir 10.daga og dagafjöldinn komnið niður fyrir 3.ja stafa tölu og m.a.s niður fyrir tveggja stafa tölu. Sem er mjög gott. Við skulum ekki vera að glápa á einhverjar tölur endalaust heldur koma okkur í mál málanna. Listann

Skemmtilega fólkið:


Stebbi Twist
Adólf
Kaffi
Yngri Bróðurinn
Þessi Óli
VJ
Hrönnslan
Jarlaskáldið
Hugsanlega aukafarþegi
Danni Djús
Raven

Tæki er þurfa ökumann sem hlustar á ráð Umferðar-Einars:


Willy
Framsóknarflokkurinn
Sigurbjörn
Hispi???
Lilli

Nú þegar allt þetta nálgast óðum þá bætist aðeins í hópinn og er það vel
Svo verður nú um komandi helgi farið síðustu undirbúnings-og eftirlitsferð innúr þar sem gönguleiðin verður jafnframt könnuð. Það ætti því allt að verða klappað og klárt, vel undirbúið þegar hátíðarhöld hefjast.

Kv
Undirbúningsnemd Eftirlitsdeildar

sunnudagur, júní 17, 2007

Þriðjudagshreyfingin

Nú er komið að næsta lið V.Í.N.-ræktarinnar. Að þessu sinni er ætlunin að reima á sig gönguskóna og akra upp á helsta fjallastolt Suðurnesjamanna sem er auðvitað Keilir. Jafnframt verður þetta síðasta tækifærið til æfinga fyrir fyrirhugaða göngu yfir gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls um næstu helgi. En það vill svo skemmtilega til að sú helgi er einmitt Jónsmessuhelgin. Þá er upplagt að hlusta eftir talandi beljum, já allt er nú til, ásamt að velta sér allsber í dögginni að þjóðlegum og góðum sið.
Rétt eins og venjulega er tímasetningin 19:30 og þá úr bænum. Hvar hittingur verður kemur í ljós þegar það verður ákveðið. Sem sagt Keilir n.k. þriðjudag. Hvar verður þú?

Nú síðasta þriðjudag var farið æði hressandi hjólhestatúr um Heiðmörkina. Það verður að segjast að það var nokkuð góður túr og einn sá all skemmtilegasti hjólatúr sem undirritaður hefur farið amk í lengri tíma. Það var nú frekar fámennt en góðmennt engu að síður og vel gert úr öllu. Það var bara Yngri Bróðurinn sem mætti til hittings á stífluna en þar kom svo aðsvífandi Lilti Stebbalingurinn. Niðurstaða þess var að þetta var góður dagur í V.Í.N.-rætinni í góðviðri.

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, júní 14, 2007

Og það styttist

Það styttist með hverjum deginum í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð, rétt eins og sjá má á teljara hér á síðunni. Tel nú nokkuð víst að ekki þurfi að benda sérstaklega á það hvoru megin teljarinn er. Hvað um það. Bezt að koma sér að efni vikunnar


Álfar og huldufólk:

Stebbi Twist
Adólf
Kaffi
Yngri Bróðurnn
Eldri Bróðurinn
VJ
Hrönnslan
Jarlaskáldið
Heiður
Danni Djús


Automobiles:

Willy
Framsóknarflokkurinn
Sigurbjörn
Hispi???
Lilli

Það eykst aðeins í hópnum og er það vel. Tókum fagnandi á móti öllu góðu fólki. Nú er barasta um gjöra að koma sér í gírinn enda ekki nema rétt rúmar tvær vikur í gleði mikla

Kv
Undirbúnings- og eftirlitsnemd

HoppípollaJæja, fer ekki að koma helgi?

þriðjudagur, júní 12, 2007

Stóra peysumálið

Nú þurfa allir sem ætla að fá nýja hátískupeysu að drífa sig í að borga. Ég ætla að sækja sendinguna á föstudaginn, þannig að greiðslufrestur rennur út á fimmtudagskvöldið. Ef einhverjir ganga ekki frá greiðslu fyrir þann tíma fá þeir einfaldlega ekki peysu á þessu verði.

Verð fyrir fullrenndar kalla- og kvennapeysur er 6.302 kr. - Stebbi, Guðrún, Maggi Andrésar, Elín, Nóri, Dóri, Óli, Alda, Vignir, Erna, Toggi, Snorri, Katý, Hrafn, Maggi Blö, Auður hans Magga, Ragnheiður, Haffi, Kiddi, Reynir, Jónas og Auður hans Eyfa.

Verð fyrir hálfrennda peysu er 5.466 kr. - Dýrleif

Verð fyrir gamaldags kvennapeysu er 9.487 kr. - Oddný

Verð fyrir fyrir barnapeysu er 3.210 kr. - Andrés

Merkingin kostar 1000 krónur til viðbótar.
Ég þarf vonandi ekki að taka það fram að þeir sem ætla að láta merkja peysuna sína þurfa að bæta þessum þúsundkalli við verð peysunnar áður en þeir leggja inn greiðsluna.

Leggja skal inn á eftirfarandi reikning:
Nr. 528-14-604979
Kt. 230579-4079

Þegar það er búið væri tilvalið að senda mér tölvupóst með óskum um hvernig peysan skal vera merkt. Netfangið er haffij(hjá)hive.is

Ég sæki þetta og kem þessu niður í Merkt í samráði við Oddnýju. Reyni að græja það í síðasta lagi á mánudaginn. Þá er kannski séns að fá þetta fyrir Jónsmessuhelgina.

Jæja, upp með blessaða auðkennislyklana og gangið í að borga...

Haffinn

sunnudagur, júní 10, 2007

Helgin er svo lengi að líða...


...hversu lengi má ég bíða? Fram á þriðjudagskvöld.
Var eitt sinn sagt í dægurlaga texta og er það hverju orði sannara.

Eins og alþjóð ætti að nú þegar að vera ljóst er V.Í.N.-ræktin á fullu hvern þriðjudag í viku.
Nú komandi þriðjudag er stefnan tekin á hjólhestaferð í Heiðmörk. Ætli það sé ekki málið að hafa hitting við Elliðaárstífluna og við skulum bara hafa tímasetninguna sígilda eða 19:30. Svo er lítið mál að hitta fólk einhverstaðar á leiðinni ef það hentar betur. Bið bara áhugasama um að tjá sig um það í þar til gerðu athugasemdakerfi.

Þrátt fyrir leiðindaveður síðasta þriðjudag var nú samt haldið til hóla. Þrír hraustirn sveinar fóru í ferð. Reyndar var breytt útaf áður auglýstri dagskrá. Stebbi Twist, Maggi Móses og VJ röltu á Mosfell í háhvaða roki en annars fínn göngutúr. Síðan var aftur tölt á fimmtudag en þá fóru Stebbi Twist og Tuddi Tuð á Stóra-Metill. Nóg um það.

Svo að lokum þá hefur pistlahöfundur breytingatillögu fram að færa, reyndar eru þær tvær.
Þannig er mál með ávexti að búið er setja litla strákinn á vaktir í júlímánuði sem er þess valdandi tveir þriðudagar eru úti fyrir strákinn. Þar sem undirritaður er þekktur fyrir að hugsa nær eingöngu um sitjandann á sjálfum sér. Þá leggur Litli Stebbalingurinn það til þriðjudagsrætin þann 10.júlí n.k, en þá er ætlunin að fara á Hvalfell, annars vegar og síðan tveim vikum síðar eða 24.júlí, sem er Akrafjall, hins vegar. Að þessar tvær verði færðar til um einn dag eða fram á miðvikudag 11.júlí og síðan 25.júlí. Er þetta bara gert svo að það sé moguleiki að sumir komist með og geti hreyft sig aðeins. Hafi fólk eitthvað við þetta að athuga þá vinsamlegast tjái sig í skilaboðakerfinu eða skilji eftir skilaboð á dyrinni.

Kv
Göngudeildin og hjólasvið

fimmtudagur, júní 07, 2007

5-vörðuhálsEf litið er hér til hægri á síðunni má sjá þar liðinn ,,á döfunni´´ og þar um helgina 22-24.júní n.k er ætlunuin að lappa. Rétt eins þar sést er stefnan að tölta yfir hálsinn sem kenndur er við 5 vörður. Fyrir þá sem eru svo óheppnir að vita ekki hvar það er þá er þetta gönguleiðin milli Skóga og Goðalands. Þess má líka geta að þetta verður um leið loka undirbúnings-og eftirlitsferð fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2007. Athugað hvort gönguleiðin sé fær fyrir þá sem eru svo firtir að ætla sér að lappa fyrstuhelgina. En nóg um það.

Það er sem sagt, ef það hefur farið fram hjá einhverjum, stefnan á að ganga þessa helgina, amk skella sér í Bása, líkt og hefur verið gert nokkur síðastu ár. Alla vega verður hlustað eftir talandi beljum og bókað velt sér upp úr dögginni. Rétt eins og lög í þessu landi gera ráð fyrir.
Það verður án efa sama fyrirkomu lag og hefur alltaf verið. Farið innúr með dót á fimmtudeginum og amk einn bíll skilinn eftir.
Síðan gengið yfir á flöskudagskveldinu og aðfararnótt laugardagsins. Síðan létt sprell fram að grilli og varðeldinum. Allt hefðbundið og vanalegt.

Gaman væri að sjá hverjir hafa áhuga á slíkri för. Hvort sem fólki hefur hug á að nota tvo jafnljóta, koma á laugardeginum eða bara eitthvað allt annað og flippaðara.
Gagnlegt er að nota athugasemdakerfið hér fyrir neðan í þeim tilgangi.

Með von um sem flestir láti sjá sig
Kv
Göngudeildin í samstarfi við undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

G-in þrjú

Helgin er fram undan. Veðurfræðingar eiga það víst til að ljúga, en þó verður að teljast líklegt að það verði skítaveður um helgina. Auk þess munu margir innan VÍN vera boðaðir í útskriftir um helgina. Ekki ferðavæn helgi? Við höfum lausnina!

Lausnin er G-in þrjú: Grill, gufa og glasalyftingar. Haffi er búinn að redda Ríkinu aðfaranótt laugardags og er meiningin að keyra þangað eftir vinnu á föstudag og dvelja eina nótt í góðu yfirlæti, grilla, glasalyfta og jafnvel skella sér í gufuna. Ef menn vilja taka umferð í heimsbikarmótinu í sprellahlaupi verður ekki amast við því. Haffi vill meina að það sé Súkkufært í Ríkið og því engum neitt að landbúnaði. Svo koma menn bara heim um miðjan dag daginn eftir og skella sér í útskrift. Hvernig viljið þið hafa það betra?

Svo er ekki úr vegi að minna á tónleika Ljótu hálfvitanna og Hunds í óskilum á Gauknum í kvöld. Þangað mæta allir góðir menn.

miðvikudagur, júní 06, 2007

Miðvikudagsbirtingur

Þá er komið að hinum vikulega lista. Meira svona eiginlega skyldubirting á þessu. En hvað um það, má ekkert láta upphitunar stemninguna fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð detta niður dauða.

Fólkið:

Stebbi Twist
Adólf
Kaffi
Yngri Bróðurinn
Eldri Bróðurinn
VJ
Hrönnslan

Sjálfrennireiðar

Willy
Framsóknarflokkurinn
Sigurbjörn
Hispi???

Engar breytingar frá því í síðustu viku. Þarf svo sem ekkert að koma á óvart en við komum aftur næstu og þá þar næstu líka. Sjáið bara til

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

sunnudagur, júní 03, 2007

Gengið til góðs

Já, kominn er júnímánuður og V.Í.N.-ræktin heldur áfram þrátt fyrir að kominn sé nýr mánuður. Ætli það sé ekki bara bezt að birta hér að neðan dagskrána fyrir þjóðhátíðarmánuðinn. Þetta er þó allt saman gert með fyrirvara um breytingar á dagskrá hvenær sem það hentar hverju sinni. Nóg um það og hér er það sem koma skal næstu vikurnar:

Júní:
5. Juni Gönguferð á Skálafell eystra (Hellisheiði)
12. juni Hjólaferð í Heiðmörk
19. juni Gönguferð á Keili
26. juni Sundferð í Reykjadal

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á er ætlunin að fara á Skálafell á Hellisheiði nú komandi þriðjudag. Og er það vel. Er ekki bara málið að stefna á að hafa brottför úr höfuðborginni á þessum allra venjulegasta tímanaum þ.e 19:30 og verður brottfararstaður nánar auglýstur síðar nú eða bara boð látin ganga um þá staðsetingu. Nú er tækifærið, eða bara læri, læri tækifæri að skella sér með.Upplagt að æfa sig fyrir Fimmvörðuhálsinn um Jónsmessuhelgina nk. Ekki seinna væna að koma sér í form fyrir það.

Ekki klikkaði V.Í.N.-ræktin síðasta þriðjudag, frekar en hina svo sem, þar sem menn skelltu sér í hjólhestatúr út að Gróttu Ekki var nú mjög margt um manninn en góðir einstaklingar engu að síður. Þeir sem þarna stígu sig áfram voru: Stebbi Twist, Maggi Brabrason og Snorri hinn aldni. Farið var sem leið lá úr Grafarvoginum, reyndar úr Grafarholtinu fyrir suma, í gegnum Bryggjuhverfið og niður að rafstöð, þar sem enginn beið okkar. Út á Gróttu þar sem stígnum var fylgt í gegnum Fossvoginn og áfram með sjónum. Kíkt aðeins í bæinn og hjólað meðfram Sæbratinni heim á leið. Góður hjólatúr í fínu veðri.

Þanngað til næzt
Kv
Göngudeildin