miðvikudagur, desember 19, 2007

Hefðar(frúar)réttur

Rétt eins og flestir vita þá er V.Í.N félag mikila hefða. Nú er kominn tími á byrja á nýrri hefð og það er að fara á Esjuna hvern laugardag fyrir jól. Þar sem næsti laugardagur er einmitt laugardagur fyrir jól og þá er alveg kjörið að byrja þessa hefð þá. Að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að veður sé sómasamlegt og ekki stormviðvörun í gangi.

Ekki varð af hellaferð um síðustu helgi. Ekki var nú verra gjört í staðinn því það var haldið sem leið þá í Bása s.l. laugardag. Þar var kannað hvernig Goðaland er fyrir veturinn, allt í góðu og lítur vel út fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðargoðalandsárshátíðarferð. Þar var grillað, sötrað á öli og kjaftað. Svo fyrir þá sem vantrúaðir eru þá er jólasveininn víst til. Hvar annarsstaðar búa þeir en á Þórsmerkursvæðinu Fyrir áhugasama eru myndir hér.
Þeir sem fóru voru:

Hafliði
Stebbi Twist
Danni Djús
Jarlaskáldið

...og sá Sigurbjörn um samgöngur.

Fínasta ferð og nú er barsta kominn tími á að huga að fyrstu undirbúnings-og eftirlitsferð á nýju ári.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!