fimmtudagur, desember 22, 2011

AðventanVið hjónaleysin skruppum norður til Agureyrish um síðustu helgi þar sem megin tilgangur þeirrar ferðar var að komast á skíði, bæði göngu- sem og svigskíði. Skemmst er frá því að segja að hvort tveggja hafðist. Á flöskudagskveldinu var farið upp í fjall með gönguskíðin undir hendinni og rennt sér þar í smátíma. Einn í brautinni undir stjörnunum ekki amalegt þap.
Á laugardeginum og messudag var skundað uppeftir með svigskíðin, þar var ástunduð skíðamennska í nokkra klst hvorn dag. Það var búið að opna upp í Strýtu og var færið á svíðinu alveg prýðilegt en utanbrautarfæri var ekkert sérstakt enda lítil snjór utanbrauta. En fyrir áhugasama eru myndir frá helginni hér

mánudagur, desember 12, 2011

Bláfjöll opna

Eins og rætt var um fyrir helgi þá stóð til að opna í Bláfjöllum um rétt nýliðna helgi. Það tókst á messudag og fór undirritaður uppeftir í tilefni þess að þar var opið, lét líka tilleiðast að fjárfesta í árskorti og er því áhættufjárfestir. Þarna fóru:

Stebbi Twist
Krunka

og uppfrá hittum við

Benfield
Danna Litla

Skemmst er frá því að segja að þarna var príma færi, frekar fátt af fólki en kannski heldur ekkert of mikið af hvíta gullinu en nóg til að skemmta sér. Amk sé ég ekki neitt því til fyrirstöðu fyrir fólk að skella sér í fjöllin þegar opið er. Því miður gleymdist myndavélin svo fólk verður bara að taka orð trúanleg í þetta skiptið.

Kv
Skíðadeilin

fimmtudagur, desember 08, 2011

Helgi komandi

Það er víst stefnan að opna Bláfjöll um helgina (skv áræðlegum heimildum málgagnsins) svo það er spurning um skunda uppeftir á lau og/eða messudag. Ekki væri nú verra að fjölmenna þanngað hafi fólk tók á því. En alla vega þá langar undirrituðum að skella sér á skíði, svona á milli vakta. Taka amk annan daginn í Bláfjöllum og kannski þá hinn á gönguskíði. Annars kom Hvergerðingurinn með þá tillögu síðasta mánudagskveld að skella sér á gönguskíði í Heiðmörk en þá var blessuð vinnan að trufla mann. Kannski er barasta málið og taka hann á orðinu um helgina. En allavega bókað Bláfjöll annað hvorn daginn um helgina

Kv
Skíðadeildin

þriðjudagur, desember 06, 2011

Fyrsti í gönguskíðumEins og sjá má hér, hér fyrir neðan, var kominn örlítil skíðafiðringur í Litla Stebbalinginn í síðustu viku. En nú síðasta messudag var ákveðið að kíkja aðeins upp í Bláfjöll. Kanna þar aðstæður og um leið stíga aðeins á gönguskíði. Það er skemmst frá því að segja að ansi lítill snjór er efst í öllum brekkum í Bláfjöllum og efst í Öxlinni er bókstaflega ekkert nema urð og grjót.
En það kom svo sem ekki að sök með að taka bara norðmanninn á þetta og spretta úr spori á gönguskíðum. En þarna voru á ferðinni

Stebbi Twist
Krunka

Svo hittum við Danna litla uppfrá

Það voru teknir nokkrir hringir í vetrarstillunni og þetta endaði í milli 6-7 km túr. Fínasta hreyfing svona á messudegi. En alla vega þá má sjá myndir hér

Kv
Skíðadeildin

P.s Það heyrðist um þarsíðustu helgi að VJ stefndi á Hlíðarfjall um síðustu helgi. Þar sem Agureyrishingar opnuðu hólinn sinn um síðustu helgi og gaman væri að fá smá skýrzlu um hvernig aðstæður eru norðan heiða hér í skilaboðaskjóðunni fyrir neðan