miðvikudagur, desember 30, 2015

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2016

Já, gott fólk. Nú er senn árið 2015 á enda. Slíkt þýðir auðvitað bara að það styttist í Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2016 og ennþá styttra í að skráning hefjist í áðurnefnda ferð. Eiginlega bara nokkrar klst, Skráning hefst þann 01.jan 2016 kl:00:01. Eða eftir tæpan einn og hálfan sólarhring. Ótal glæsilegra vinninga er í boði fyrir þá fyrstu eins og t.d notaðir plastpokar og fleira í þeim dúr. Aðalvinngur er síðan panflaututónleikar þar sem Magnús B. frá Þverbrekku mun fara hamförum á flautinni. Jæja en hvað um það.

Gleðilegt nýtt ár gott fólk og svo muna að skrá sig

Kv
Skráningardeildin