miðvikudagur, janúar 30, 2013

Sá fimmti þetta árið

Nú er fyrsti mánuður þessa árs senn á enda og þá vel við hæfi að minnast eitthvað aðeins á fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2013. Það hefur nú þegar verið birtir 4 listar og er þetta sá fimmti. En hvað um það. Óhætt að segja að það sé kominn spenningur í Litla Stebbalinginn sem stefnir á að taka einn fastagest með sér þetta árið. Við skulum bara koma okkur að málinu þessa vikuna.

Jötnar:

Stebbi Twist
Krunka
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi


Sleipnir:

Willy
Brútus
Gullvagninn

Enginn vaxtarkippur þessa vikuna en við örvæntum ekkert ennþá. Framundan er febrúar með sína 28 daga og bjartari daga. Nú er barasta að halda áfram andlegum undirbúningi

Kv
Skráningardeildin

mánudagur, janúar 28, 2013

Snjóflóð fallaNú um rétt liðna helgi var FBSR með snjóflóðanámskeið upp í Skálafelli. Rétt eins og margir vita þá hélt Krunka upp á hálf sjötugsammæli sitt síðasta laugardag svo ekki gat Litli Stebbalingurinn farið nema á messudag. Góðkunningi V.Í.N., Húninn Eyþór var svo elskulegur að bjóða fara í sínum Lata Róbert. Þegar í Skálafell var komið voru þar fyrir gildir limir og góðkunningjar V.Í.N. en það voru:

Eldri Bróðurinn
Bergmann (kom aðeins síðar á færibandi)

Góðkunningjar:

Matti Skratti
Brekku Billi
Smási
Björninn

Þarna fékk maður aðeins að aðstoða leiðbeinendur ma Eldri Bróðurinn við kennsluna í snjóflóðafræðum. Fá far með mottum, vera í mottu sem valt. En alla vega fínasti dagur í útiveru með snjókomu, rok og skafrenningur. Því miður klikkaði kubburinn í myndavélinni svo það voru aðeins teknar hugmyndir. Það verður bara að duga sem og þessi stutta frásögn

miðvikudagur, janúar 23, 2013

Sá fjórði þetta árið

Þá er komið að þeim fjórða þetta árið og er það vel. Nú styttist í að fyrsti mánuður þessa árs klárist sem táknar auðvitað að það er mánuði styttra í Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð en var þegar skráning hófst. Sjálfsagt er kominn spenningur í mannskapinn og á einhverjum bæjum hitar fólk upp með að flétta í bókinni Þórsmörk. En hvað um það. Við skulum bara vinda okkur í mál málanna þessa vikuna

Hobbitar:

Eldri Bróðirinn
Stebbi Twist
Krunka         
Brekku Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi


Geimaldartækni:

Willy
Brútus
Gullvagninn


Eins og sjá má þá hefur skráning tekið smá vaxtarkipp og er það bara vel. Nú er bara að bíða og sjá hvað verður í næztu viku sem halda áfram andlegum undirbúningi

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, janúar 22, 2013

opnum skálafell

Smellti mér með Vodafone í fyrstu fjallaskíða ferð þessa árs. Farið var kl 09 á laugardagsmorgni. Við KFC var fullt af roki og smá skvettur af slyddu. En um leið og við vorum mætt í mosfellsdalinn birti til .. og sást þá í Skálafellið. Tók um 30m að ganga upp skíðabrekkuna og 10 mín á uppá topp. Þegar upp var komið tók á móti okkur þessi fína vöfflulykt .. Sem sagt á toppnum vöfflur, rjómi og heitt kakó með rjóma, ekki amalegt það. Svo stutt skoðunarferð um húsið.
Hjálmnum smellt á höfuðið og skíða niður í mismiklum snjó. Þræl fín ferð .. nú bara bíða eftir næstu PS. Hérna eru fleirri myndir .. .

sunnudagur, janúar 20, 2013

Sunnudagshugvekja

Ekki veit ég hvað margir eða öllu heldur fáir lesa þessa mögnuðu síðu. En engu að síður ætla ég að koma nokkrum orðum niður á lýðnetið um vangaveltur með hvað fólki skyldi langa að gjöra fram á sumarið. Ekkert að negla neitt niður en kannski fá að heyra í fólki ef einhver stemning er fyrir að gjöra eitthvað skemmtilegt saman næztu mánuði
En nú hafa eða er að fara að gerast hafa aðstæður hjá flestum V.Í.N.-verjum breyst og fjölskyldan stækkað. Þá er kannski spurning með að fara frekar í dagsferðir en heilar helgarferðir. Það er nú vonandi að maður fari að komast á skíði. Að sjálfsögðu er Þelamerkurhátíðin á Agureyrish 16-17 marz nk en eitthvað virðist stemning fyrir þeim árlega viðburði að dala og ekki er vitað um nein V.Í.N.-verja sem stefnir norður þarna nema kannski okkur hjónaleysin (vonandi).
Fljótlega eftir Þelamerkurhátíðina koma páskar og spurning hvort fólk vilji nota þá daga. Það væri svo þjóðráð að finna góðan laugardag í apríl og skella í dagsferð á Goðaland. Grilla inní Básum og bara eyða þar deginum í fallegu umhverfi og góðum félagsskap. Þar hafði Litla Stebbalingnum líka dottið það í hug að hjólheztast inneftir. Vitað er að Danni Djús deilir líka þeim áhuga svo það væri ekki leiðinlegt að gera úr þessu hjólheztaferð fyrir þá sem það vilja og hitta svo bara liðið innfrá, grilla og allt sem því tilheyrir.
Sumardagurinn fyrsti er líka smurningarmerki og allt opið þar.
Svo kemur maí með sinni hvítasunnuhelgi. En allavega væri gaman að heyra í fólki og sjá hvort það hafi eitthvað í huga og líst eitthvað af þessu að ofanverðu. Sjálfsögðu er svo allar hugmyndir vel þegnar enda er ekkert búið að meitla í stein og reynum nú að blása smá lífi í þennan félagsskap. Skilaboðaskjóðan bítur ekk

miðvikudagur, janúar 16, 2013

Sá þriðji þetta árið

Nú er komin upp þriðja vika á nýju ári og að sjálfsögðu táknar það bara eitt. Við erum að sjálfsögðu að tala um skráningarlistann góða. Já, mikið er Litla Stebbalingnum farið að hlakka til Helgarinnar. En hvað um það. Allt að gerast og má búast við því að meðalaldurinn verði heldur lægri en mörg undanfarin ár. Gaman að því. Það er kannski óhætt að hvetja fólk að fara leggja til svo allir hafi nú efni á ölinu og geta blótað Bakkus.
En eigum við ekki að koma okkur að máli málina? Jú, gerum það

Afkvæmi goðanna:

Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku Billi


Amerísk hestöfl:

Willy
Brútus


Ekki svo sem mikið að gerast enda ekki mikið búið af árinu en það mun nú gjörast. Annars er bara að halda áfram undirbúningi. Líf og fjör, Ósló bíður í ofvæni. Háborg skemmtanalífsins

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, janúar 15, 2013

VetrarríkiUm síðustu helgi skrapp Litli Stebbalingurinn sér upp í Botnsúlur með FBSR þar sem ætlunin var að aðstoða við kennslu hjá fyrsta árs nillum í vetrarfjallamennsku. Eldri Bróðirinn var svo með seinna árs hópinn í vetrarfjallamennsku2. Að sjálfsögðu var gist í tjöldum báðar næturnar þó staðsetningin hafi ekki verið sú sama. En hvað um það. Þarna var sæmilegasti snjór amk í Súlnadal þar sem námskeiðahöld fóru fram og hefði verið ansi skemmtilegt skíðafæri á messudeginum. En ætla nú ekki að gera fólk mjög leitt með endalausu bulli og benda bara á myndirnir frá helginu sem er hér

miðvikudagur, janúar 09, 2013

Sá annar þetta árið

Já, tíminn líður áfram og það styttist í næzta mánudag. Það er nú ekki ætlunin að básúna hér um ágæti mánudaga þó svo að einn mánudagur í júlímánuði verður sérstaklega skemmtilegur. Það vill einmitt svo skemmtilega til að það er einmitt fyrsti mánudagurinn eftir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2013. Talandi um helgina 2013 hvernig væri að birta lista vikunnar.
Já komum okkur í það mál


Ásar:

Eldri Bróðirinn
Stebbi Twist
Brekku Billi

Fjögur hjól:

Willy
Brútus


Án efa hafa glöggir lesendur áttað sig á því að það hefur bæst í hópinn þetta árið og er það bara vel. Lofar vonandi góður fyrir það sem koma skal.
Jæja, nú skal áfram haldið undirbúningi og auka spenningin hjá sjálfum sér

Kv
Skráningardeildin

sunnudagur, janúar 06, 2013

Norsk sveifla

Það ganga um það sögusagnir og sjaldan lýgur almannarómur, að Þelamerkursveifluhátíð hins Íslenska Alpaklúbbsins verði laugardaginn 16.marz n.k.
Nú er bara smurningin hvort einhverjir hafi áhuga á norðurför þessa helgi og þá þarf líka að kanna með húsnæðismál. Skal athuga hvort eitthvað er í boði sem Litli Stebbalingurinn gæti hugsanlega kannski etv reddað. En er satt bezt að segja ekkert alltof bjartsýn á að eitthvað sé í boði. Því væri kannski ágætt einhver hefur áhuga að koma norður kanni kannski líka með íbúðarmál

Kv
Skíðadeildin

miðvikudagur, janúar 02, 2013

Sá fyrsti þetta árið

Jæja, gott fólk.

Þá er komið að því sem flestir hafa beðið eftir alveg síðan í byrjun júlí á síðasta ári. Það er alveg óhætt að segja að það sé kominn góður spenningur a.m.k hjá Litla Stebbalingunum. Nú er bara að fara huga að undirbúnings-og eftirlitsferð innúr. Vitað mál er að Danni Djús er spikspenntur fyrir hjólaferð og er það vel. Kominn tími á að endurtaka leikinn frá 2008. En hvað um það komum okkur bara að því sem máli skiptir þessa vikunna.

Knöll og ýlur:

Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn


Sjúga, þjappa, sprengi, blæs:

Willy


Segjum þetta gott í þessari viku og það er bara hálft ár í GLEÐINA

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, janúar 01, 2013

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2013

Nú er komið árið 2013 og að auki fyrsti dagur þess herrans ár. Slíkt þýðir bara eitt. Nú hvað er það? Kunna einhverjir að spyrja. Hér er auðvitað verið að tala um að í dag hefst skráning fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð þetta árið 2013.
Skráning er svo sem með hefðbundnu móti og fer fram í skilaboðaskjóðunni. Að vanda fara allir sem skrá sig í pott sem dregið verður svo um ótal glæsilegra vinninga

Kv
Skráningardeildin