föstudagur, desember 30, 2005

Ég verða að afgreiða flugelda á morgun (gamlársdag) frá kl 10:00 til 16:00 í húsi BogL. Allir að koma og versla hjá FBSR flugelda.

Kveðja
Maggi

föstudagur, desember 23, 2005

Gestur nr:50000

Gott fólk!

Eins og sjá má á teljara, neðst þeim megin á síðunni sem mér leiðist að nefna, hér til vinstri þá erum við að nálgast gest nr:50000. Eins og (jóla)glögga gesti okkur rekur eflaust minni til þá er slegið á leiki við svona tímamót. Rétt eins og skemmst er að minnast þá var ekki veiit nein sérstök verðlaun fyrir fléttingu nr:45000 heldur átti að bíða fram að þeim 50000 þá áttu að verða glæsilegri verðlaun en nokkru sinni fyrr. Þó það verður erfitt að toppa öll þau fyrri verðlaun. Hvað um það!

Nú er um að gera að koma ótt og títt hér inn og freista gæfunar. Góða skemmtun

Kv
Talninganemdin

E.s. Skráning hefst svo þann 01.01.06 stundvíslega kl:00:07. Fyrstir sem skrá sig eiga þann möguleika að lenda í lukkupolli.

fimmtudagur, desember 22, 2005

Í tilefni dagins vill jeppadeildin ásamt undirbúningisnemd eftirlitsdeidar að ógleymdum sjálfskipuðum miðhóp skemmtinemdar óska hinum, nýbakaða föður, Magga Brabra til hamingju með ammælið. Megi hann njóta síns síðasta árs á þrítugsaldrinum!

Með ammælis kveðja
Jeppadeildin ásamt undirbúningseftirlitsdeildar að ógleymdum sjálfskipuðum miðhóp skemmtinemdar.

föstudagur, desember 16, 2005

Þessi síða hefur verið frekar líflaus síðustu daga, úr því skal bætt hér.

Í fyrsta lagi vill fjárreiðustjórn VÍN enn og aftur þakka Magga og Elínu kærlega fyrir að færa okkur nýjan VÍN verja og óskar þeim um leið til hamingju.
Í annan stað vill framkvæmdanefnd VÍN bjóða alla velunnara VÍN velkomna í aðventufagnað sem fram fer í N41 – 204 annað kvöld (lau. 17. des.). Reiknað er með að ísmaðurinn Ötzi líti við auk þess sem búast má við því að tveir fulltrúar VÍN í háskólum hérlendis rísi frá dauðum. Davíð Oddson verður því miður vant viðlátinn.

Segi þetta gott í bili, þakka þeim er hlýddu, góðar stundir.

mánudagur, desember 12, 2005

Sæl Öll !!

Mér og Elínu langar til nota þessa síðu til að þakka KÆRLEGA fyrir okkur. Þessi gjöf var sérlega glæsileg.

Þið bjallið síðan bara í okkur til að koma í heimsókn, það er oftast heitt á könnunni.

Kv
Elín, Magnús og óskírður