fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Kóngur einn dagNúna síðasta þriðjudag var stunduð V.Í.N.-rækt í næst síðasta skiptið a.m.k þetta sumarið. Rétt eins og kom hérna fram, sem og hér til hægri á síðunni, þá var arkað á Stóra-Kóngsfell. Það voru 2.sómapiltar sem fóru í þessa göngu. Sem hafði allt bezta sem íslensk fjallganga getur boðið upp á: rigningu, rok og þoku. Þrátt fyrir það þá stöðvaði það ekki V.Í.N.-ræktina og reyndar fleira fólk sem þarna var á ferðinni á sama tíma. Sem við kunnum engin nánari deili og skiptir ekki máli. En þeir sem fóru voru:

Stebbi Twist
Jarlaskáldið

og óku þeir Papa-San fram og til baka.

Rétt eins og þarna má sjá þá var sjálfur hirðljósmyndarinn með í för. Rétt eins og hanz er von og vísa þá hefur hann komið myndum sínum, af göngunni, á síðu sína á alnetinu. Svona fyrir forvitna þá má skoða myndir úr túrnum hérna.

Kv
Göngugeiturnar

þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Botnsúlur

Við Staffan, Toggólfur og ég Gölturinn fóru í labbitúr á sunnudaginn og úr varð gott grín.

Tékkit át

sunnudagur, ágúst 26, 2007

FjallafellGott fólk. Þá er komið að næst síðasta dagskráliðnum í V.Í.N.-ræktinni sumarliði 2007 og síðasta fjallinu eða þá fellinu þetta sumarið.
Þrátt fyrir einhvern misskilning um hvaða nafn þessi hól ber þá skal rölt á Stóra-Kóngsfell núna komandi þriðjudagskveld. Sem eru jú bezta kveld vikunnar eins og flestir þekkja. En hvað um það.
Fell þetta er jú á Bláfjallasvæðinu og það verður ekki úr vegi að kanna aðstæður og hvernig Bláfjöllin koma undan sumri
Tímasetning, þar sem birtu er aðeins tekið að bregða þá væri ekki vitlaust að vera aðeins fyrr á ferðinni en í flestum ferðum þetta sumarið. Held barasta að sami tími og í síðustu viku væri sniðugur eða fara úr bænum 18:30. Hafi fólk eitthvað að athuga við þetta er sjálfsagt mál að verða við óskum þess. Bara að tjá sig í athugasemdakerfi hér fyrir neðan.

Nú í síðustu viku var tölt á Búrfell í Grímsnesi. Rétt eins og oft áður í V.Í.N.-ræktinni þá var heldur fámennt en við skulum segja að það hafa engu að síður verið góðmennt. En leiðangursmenn voru:

Stebbi Twist
Stóri Stúfur

Rölt var upp á topp í rigningu og þoku því fór minna fyrir útsýninu en til var ætlast er lagt var af. Toppnum var náð, eða svo er talið amk þanngað til annað kemur í ljós. Svo var Þingvallaleiðin ekin til baka í borg óttans.

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Gestur nr:150000

Góðir lesendur!

Nú styttist heldur betur í undur og stórmerki hér á þessari síðu. Rétt eins og titill færslu þessar ber með sér. Sem og sjá má á teljara, þið vitið hvoru meginn hann er, þá er er stutt í gest nú eða fléttingu nr:150000. Af því tilefni verður efnt til skemmilegs leik. Leikur þessur felur í sér að sá eða sú sem verður nr:150000 á teljaranum vinnur til verðlauna. Þetta er svo ekki í fyrsta skipti sem svona samkeppni á sér stað og margir ættu að þekkja þetta.
Það verður um ótal glæsilegra vinninga þar sem heildarverðmæti vinninga er allt að 300.kr. samtals. Til að gæta alls réttlætis og sanngirnis verður keppt í nokkrum flokkum. M.a í nokkrum aldursflokkum og til að sjá til þess að um engin verði kynbundin mismunun verður keppt í karla og kvennaflokki. Þetta er aðallega gert af kröfu staðalímyndunarhóps femonista. En það er svo sem aukaatriði.
Nú er bara um að gera að taka þátt í skemmtilegum leik hér á alnetinu. Til þess að taka þátt er barasta að tjá sig í athugasemdakerfinu hér að neðan. Einfalt og þægilegt.

Kv
Talningarnemd

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Ef þú ert vinur okkar færðu alltaf farJarlaskáldið lagði til fyrir skömmu að endurtaka vitleysisgang síðan í fyrra og í þetta sinn með Ljótum hálfvitum. Undirtektir voru prýðisgóðar og hyggst nokkur hópur þegar þetta er ritað leggja malbik undir dekk og kíkja á tjaldstæðið hennar Hveragerðar á föstudagskvöldið í viðhafnarklæðum, sækja þar tónleika Ljótra hálfvita um kvöldið og svo er aldrei að vita nema Feðgarnir leiki fyrir dansi einhvers staðar að því loknu. Þetta er uppskrift að góðri kvöldstund fyrir alla fjölskylduna.

Á eftir föstudegi kemur laugardagur og er það skoðun þess er þetta ritar að engin ástæða sé til að gamanið endi þá. Þætti því tilvalið að halda enn lengra frá höfuðborgarsvæðinu og eyða annarri nótt í faðmi fjalla og fagurra hlíða og jafnvel ofan í heitri laug. En svo geta menn náttúrlega líka verið aular og farið heim að horfa á Friðarstillinn með Vin Diesel í hlutverki barnfóstru sem verður á dagskrá Stöðvar 2 þá um kvöldið. Ykkar er valið.

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Grímur í Nesi

Þá er heldur betur farið að styttast í annan endann á V.Í.N.-ræktinni þetta sumarið. En það eru nokkrar eftir og er það vel. Nú komandi þriðjudag á ekkert að slá slökku við í þeim efnum heldur skal halda til fjalla. Rétt eins sjá má þegar litið er hér, á síðunni, til hægri (æi hvað það er nú alltaf gaman að benda fólki á að líta til hægri) má sjá dagskrána og þar má sjá að núna 21.ágúst nk er stefnan að fara á fell eitt sem ber það frumlega nafn Búrfell. Búrfell þetta ku vera víst í Grímsnesi.
Eins og áður kom fram verður gengið í Grímsnesi svo það er kannski ekki úr vegi að hafa brottför í fyrra fallinu að þessu sinni þar sem það verður smá bíltúr til og frá Búrfelli. Þar sem þetta er alveg einstaklega lýðræðislegt félag þá er ætlunin að fylgja í fótspor gaflara og hafa skoðanakönnun með brottfarartíma. Valið er á milli:

18:30
19:00
19:30

Þeir sem vilja taka þátt er bent á athugasemdakerfið hér að neðan. Sem sagt Búrfell á þriðjudaginn

Nú síðasta þriðjudag hófst V.Í.N.-ræktin að nýju eftir 2.vikna frí. Svona eins og hér kom fram var hugsunin að hjóla hringinn í kringum Hafravatn. Rétt eins og hefur verið títt með hjólaræktina í sumar var hún nú ekki fjölmenn en tveir hraustir einstaklingar hófu för. Það voru:

Stebbi Twist
Tiltektar-Toggi

Hist var við Gullinbrú og hjólhestast sem leið lá að Hafravatni þar sem smá breyting var gerð á ferðaætlun. Þar sem meira var hjólað að Hafravatni og minna í kringum það. En hvað um það.
Fundinn var slóði einn og honum fylgt frá Hafravatni að Reykjahverfi í Mosó og síðan bara stígurinn aftur heim. Fínn túr þar sem kári lét aðeins finna fyrir sér en ekkert sem var mönnum ofviða.

Kv
Heilsudeildin

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Á Þjóðhátíð ég fórRétt eins og alþjóð ætti að vera löngu orðið ljóst þá skellti kjölfestan í V.Í.N. sér á Þjóðhátíð enn eitt árið. Til gamans má geta að þetta var óhappaþjóðhátið á Litla Stebbalingnum eða sú 13. og hátíðarþjóðhátíð hjá VJ öllu heldur nr:10 hjá stráknum. En hvað um það. Þetta voru tilgangslausar upplýsingar handa fróðleiksfúsum.
Þar gerðist margt skemmtilegt og m.a. var drengur einn ættlæddur heitir sá B57.
Sjálfsagt eins og flestir vita hefur Skáldið fyrir löngu gjört alheiminum það mögulegt að skoða sínar myndir á alnetinu.
Að vanda var vel tekið á móti okkur á Bröttugötunni. Leyfðu okkur að tjalda í garðinum góða ásamt stórkostlegri kjétsúpu á laugardeginum. Sömuleiðis fær J.P Morthens og Freydís beztu þakkir fyrir grillveizlu.
Einn af gestgjöfum vor í hvítatjaldinu, hún Heiðrún, hefur sett inn myndir frá hátíðinni góðu á lýðnetið. Fyrir þá sem ekki hafa enn skoðað þær er hægt að nálgast þær hér.

Að lokum þakka undirritaður samferðafólki sínu fyrir góða Þjóðhátið.
Takk fyrir mig

mánudagur, ágúst 13, 2007

Komnir úr fríi
Jæja, þá er fríð búið og viðtekur grámyglulegur hversdagsleikiinn. Það er þó einn kostur við það en nú mun V.Í.N.-ræktin halda áfram. Á morgun þriðjudag er ætlunin að stíga á hjólhesta og fara á þeim fákum í kringum Hafravatn eða þeirri ferð sem var frestað í síðustu viku.
Mæting er við Gullinbrú eða öllu heldur Grafarvogs megin við skilti eitt og legubekk. Þaðan verður svo hjólhestast áfram veginn.

Nog í bili og allir velkomnir með
Kv
Hjólasvið

mánudagur, ágúst 06, 2007

Frestur

Jæja, nú ættu allir að vera búnir að skila sér úr Eyjum. Svona fyrir þá sem ekki það vissu þá skellti kjölfestan, í þessum hóp, sér á Þjóðhátíð. Þar var nú ágætis gleði rétt eins og sjá má hérna. Það er auðvitað Skáldið sem heiðurinn að því að vanda.

En hvað um það. Vindum okkur að aðalatriði þessa færslu sem er auðvitað V.Í.N.-ræktin. Rétt eins og fastaáskifingur ættu að vita þá er þessu liður alltaf auglýstur hér á síðum alnetsins og eru flestir örugglega farnir að bíða spikspenntir eftir.
En nú verður smá breyting á. Það var planið að skella sér í hjólatúr annaðkveld, en nú hefur ferðahugur gripið um sig og er stefnan tekin austur á leið á morgun þriðjudag. Þess vegna sýnist sem svo að V.Í.N.-ræktinni verði frestað í þessari viku. Verði svo tekin upp að viku liðinni og þá verður hjólað. Þetta þýðir að öll dagskráin færist aftur um viku og verður því viku lengur.
Sem sagt ekkert á dagskrá þessa vikuna en verður áframhaldið í næztu viku.

Þanngað til
Göngudeild hreyfingagreiningar

E.s Fólki er þó fullkomlega frjálst að hafa sína eigin óformlegu V.Í.N.-rækt í þessari viku kjósi það svo

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Tveir dagarEkki á morgun heldur hinn... og það er spáð boooongóblíðu!

Áfram gakkJíbíí, maður á barasta fyrsta færslupistilinn í ágústmánuði á því herrans ári 2007. En hvað um það, efni þessa pistils snýst ekki um það. Afsakið en þarna missti pisltaritari sig aðeins.

Í gærkveldi, nú eða fyrr í kveld (fer allt eftir því á hvernig málið er litið öllu heldur fer eftir hvenær þetta er lesið), fóru þrír úthverfaprinsar í för eina örlítið út fyrir bæjarmörkin. Tilgangur för þeirra var göfuðlegur eða ganga á Hengilinn sér til heilzubótar og hressingar. Sveinar þessir voru

Stebbi Twist
Jarlaskáldið
VJ

Og um almenningissamgöngur Lilli.

Skemmst er frá því að segja að allir komust upp á topp og það sem meira er líka aftur niður, og meira að segja alla leið að bílnum aftur. Þar sem Lilli beið okkar og skilaði svo öllum aftur í úthverfin í borg óttans.
Án efa hafa glöggir lesendur gert sér grein fyrir þá var hirðljósmyndari vor með í för. Að sjálfsögðu var kauði vopnaður myndavél. Af einstæðum dugnaði hefur kappinn nú komið myndum sínum inná síður alnetsins. Svo hérna er hægt að skoða afreksturinn hjá stráksa. Vonandi fyrir vantrúaða er þetta næg sönnun þess að upp var farið.

Kv
Göngudeildin