miðvikudagur, febrúar 27, 2013

Sá níundi þetta árið

Nú eru tveir mánuðir liðnir af þessu ári og ekkert nema gott eitt um það að segja. Þar sem nú er níundi miðvikudagur á árinu er auðvitað kominn tími á níunda listanum þetta árið. Komum okkur bara að máli málanna þessa vikuna.

Skottur og stúfar:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi


Snúður og Snælda:

Willy
Brútus
Gullvagninn

Ekkert hefur í hópinn og því höfum við þetta ekki lengra í dag.
Takk fyrir

Kv
Skráningardeildin

miðvikudagur, febrúar 20, 2013

Sá áttundi þetta árið

Úff næztum tveir mánuðir liðnir af þessu herrans ári. Auðvitað táknar það að frá því að skráning hófst fyrsta dag þessa herrans ár þá erum við tveim mánuðum nær Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2013. En hvað um það. Nóg um staðreyndir og komum okkur að málinu, sem er auðvitað skráningarlisti vikunnar.


Fólk og firnindi

Eldri Bróðirinn
Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi

Fjallatæki:

Willy
Brútus
Gullvagninn


Þá verður þetta bara ekkert lengra þessa vikuna

Kv
Skráningardeildin

miðvikudagur, febrúar 13, 2013

Sá sjöundi þetta árið

Góðir hálsar þá er komið að hinum fasta dagskrárlið á löngu föstu. Hér er auðvitað verið að tala um skráningarlistan góða fyrir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2013. Eitthvað lítið hefur gerst í skráningarmálum frá síðustu viku, er nýjsti og yngsti V.Í.N.-liðin var skráður, en hef trú á því að það komi kippur með hækkandi sól og fyrstu undirbúnings-og eftirlitsferð innúr.
Við skulum ekkert hafa þetta neitt lengra og koma okkur að máli málsins þessa vikuna.

Fjallafólk:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Eldri Bróðurinn
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi


Fjallafarartæki:

Willy
Brútus
Gullvagninn


Allt gott að frétta af austurvígstöðunum og bara þangað til í næztu viku

Kv
Skráningardeildin

miðvikudagur, febrúar 06, 2013

Sá sexti þetta árið

Jæja þá er komið að fyrsta lista fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2013 þessa mánaðar. Það er vel! Líka þýðir þetta að nú einum mánuði styttra í Gleðina heldur var fyrir mánuði síðan þegar skráning hófst. Allt að gerast og klukkan er. Nú byrjun vikunnar kom nýr V.Í.N.-verji í heiminn og að sjálfsögðu er stutta komin á listann góða.
Það er treyst á það að fólk sé að stunda undirbúning af fullum krafti. Amk gengur sú saga um bæinn að all nokkrir V.Í.N.-liðar ætli að skunda í bústað í apríl mánuði sem hluta af undirbúning. Byggja upp þrek og þol ásamt því að æfa sig í grillmennskunni. Jæja en hvað um það. Bezt að koma sér að máli málanna þessa vikuna:

Ungir og gamlir:

Eldri Bróðirinn
Stebbi Twist
Krunka
Stúlka Twist
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi


Stál og hnífur:

Willy
Brútus
Gullvagninn


Eins og sjá má er að koma myndarhópur sem á bara eftir að fara stækkandi. Tala nú ekki um eftir að það verður búið að fara í fyrstu undirbúnings-og eftirlitsferðina í Bása á Goðalandi þetta árið. Höfum þetta ekkert mikið lengra þessa vikuna og heyrumst að viku liðinni

Kv
Skráningardeildin

sunnudagur, febrúar 03, 2013

Sumarútilegan 2013Þeir sem glöggt muna þá var stungið upp á því hér að halda sumarútileguna 2013 á Steinsstöðum í Skagafirði dagana 14-17.júní n.k svo líka imbrað á því hér. Bara svona rétt til að minna fólk á þennan atburð koma hér nokkur orð niður á lýðnetið. Það væri gaman að fjölmenna þarna þessa helgi og eiga góða V.Í.N.-helgi. Aðstæðan þarna er til fyrirmyndar þar sem hægt væri að borða innanhús ef veðurguðirnir verða okkur hagstæðir. Svo er líka sundlaug á svæðinu með góðu útsýni yfir á Mælifellshnjúk úr heitapottinum. Nú er bara um að gjöra fyrir fólk að leggja höfuðið í bleyti, verzla sér skagfirskan mjöður og finna upp á einhverju sniðugu til að gjöra. Allar hugmyndir eru velþegnar. Hef nú ekki hugmyndaflug til að hafa þetta lengra í þetta skiptið.

Kv
Nemdin