miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Skráningarlisti nr:8

Þar sem það virðist vera sem einhverjir nenni að lesa þessa bölvuðu vitleysu þá er um að gjöra að halda áfram að vera fólki til leiðinda með áframhaldandi birtingu á nöfnum. Nú er um að gjöra að fara að huga að eftirlits-og undirbúningsferð í Bása á Goðalandi og það jafnvel einhverjir á hjólhestum. En komum okkur að nafnakallinu.

Fólkið í blokkinni:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Maggi Blöndahl
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Snorri hinn aldni
Katý
Danni Djús
Huldukonan
VJ
Helga T
Krunka
Adólf
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn

Ökutímar:

Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Patti eða Krúsi
Blondí
Hulk

Allt að gerast og klukkan er. Næstu helgar eru reyndar frekar uppteknar svo það er smurning að huga að undirbúnings-og eftirlitsferð í lok næzta mánaðar eða í byrjun apríls. En þanngað til verður fólk bara að láta hugann reika.

Þanngað til næzt
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

mánudagur, febrúar 23, 2009

Halló þarna Agureyrish
Jæja góðir hálsar. Nú er betur heldur farið að styttast í skíða-og menningarferð til Agureyrish þetta árið. Treyst er á það að Norðurlandssendiherrarnir séu flest alla daga við rannsóknarstörf upp í fjalli að kanna aðstæður til skíðaiðkunar sem og að kanna birgðastöðu í einokunarverzlunar ríkisins í höfuðstað norðurlands.
Vitað er til þess að Team V.Í.N. hefur stundað grimmar æfingar hér sunnan heiða og ekkert annað en sigur á dagskrá og annað sætið er ekki í boði. Við viljum enga aumingja í okkar lið. Eymingjar geta farið eitthvert annað.
Talandi um Festivalið þá hefur sú hugmynd sprottið fram enn eitt árið að taka þátt í lokahófinu og snæða þar kveldverð á laugardagskveldinu. Kannski ekki svo vitlaus hugmynd núna þegar skóinn kreppir að í kreppunni. Ef snæða á á lokahofinu þá þarf víst að skrá mannskapinn. Þvi væri gaman að sjá hverjir hafa hug á því að skella sér norður og verða líklegast svangir á laugardeginum. Bræðurnir ætla að sjá þá um að koma okkur niður á blað, verði það samþykkt að éta á lokahófinu, og þvi verða þeir að vita fjöldann.
Nú er um að gjöra fyrir fólk að láta ljós sitt skína í athugasemdakerfinu hér að neðan.

Kv
Skíðadeildin

laugardagur, febrúar 21, 2009

Leikið sér á laugardegiÞvo svo að veðurguðirnir hafi ekki verið í skapi í dag þá blés engu að síður Eldri Bróðurinn til léttrar hjólaferðar í hádeginu. Það voru svo þrír sem mættir voru voru niður í Flubbahús upp úr hádeginu en það voru

Stebbi Twist
Yngri Bróðurinn
á Gary Fisher

Eldri Bróðurinn
á Giant

Tekinn var léttur hringur út á Nes og til baka þar sem endað var í gufu. Ekki veitti af að endurheimta hita í kroppa.

Síðan hittust nokkrir nillar niðri Klifurhúsi til að leika sér. Þar hittust

Stebbi Twist
Eyþór
VJ
Helga T
Hudson

Þar voru nokkrar leiðir teknar með misjöfnum árangri eins og gengur og gerist en það er bara að halda áfram að mæta og æfa sig. Klára nokkrar leiðir sem ekki náðust að klára í dag.
Langi fólki að sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig má skoða það hérna

fimmtudagur, febrúar 19, 2009

Dettandi á gönguskíðumÞá er loks búið að prufa ferðamáta að ferðast um á tunnustöfum eða eins og sumir kjósa að kalla það, gönguskíði. Það voru sem sagt nillar hjá FBSR sem lögðu af stað í leiðangur síðasta flöskudagskveld og ekki var stefnan tekin á verri stað. Ætlunin var að fara í Landmannalaugar, taka þar eina umferð í heimsbikarmóti í sprettlellahlaupi. Þarf vart að koma á óvart að það voru tjöld með í för og síðan gistu allir í tjaldi upp á hálendi ef undanskildar eru prinsessurnar tvær sem voru á Pjattrollunum okkur vesalingunum til halds og trausts. Líkt og í síðustu tveimur ferðum var aðeins 2/3 hlutar þremenninganna þriggja á ferðinni. Að þessu sinni var Skáldinu skipt inn á fyrir VJ, sem fór ekki vegna heilzubrests.
Leiðin sem valin var á laugardeginum lá um Dómadalinn og sögðu gárungarnir það vera Dómsdagsleið. Aðfararnótt laugardags var gist í skafli rétt við veginn. Skemmst er frá því að segja að allir skiluðu sér inn í Laugar fyrir rest. Þar var tjaldað og slegið upp fjallaeldhúsi. Það verður að teljast viss vonbrigði hve fáir tóku síðan þátt í umferðinni i heimsbikarmótinu en keppendur voru aðeins tveir að þessu sinni og var olympíuandinn allsráðandi þar. Lauginn var með allra bezta móti og náðu þeir sem í laugina fóru mestu strengjum úr sér. Ekki veitti af fyrir átök sunnudagsins.
Á sunnudeginum var gengið áleiðis til Sigöldu og gekk sú för sæmilega hratt fyrir sig enda með kára í bakið. Síðan við Sigöldu ferjuðu jepparnir fólk niður í Hrauneyjar þar sem rútan beið okkar. Það voru síðan þreyttar sálir sem voru í langferðabílnum á heimleiðinni.

Nenni fólk að skoða myndir þá voru teknar nokkrar um helgina. Hér má sjá afrakstur Skáldsins og frá Litla Stebbalingnum má skoða myndir hérna

Kv
Nýliðarnir síkátu

miðvikudagur, febrúar 18, 2009

Skráningarlisti nr:7

Það hefur nú komið í ljós að það eru þó nokkrir sem nenna að lesa þessa vitleysu. Undirbúningsnemdin þakkar stuðningin og er þetta hvatning að halda áfram. En það skiptir svo sem engu.
Nú er farið að halla niður í móti og því kominn tími á að birta nyjan lista. Þess ber að geta að nokkur ný nöfn bættust við og er það vel. Hættum þessu kjaftæði og játum það. Bitrum bara helvítis listann.

Hugsanlegir frambjóðendur til stjórnlagaþings:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Maggi Blöndahl
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Snorri hinn aldni
Katý
Danni Djús
Huldukonan
VJ
Helga T
Krunka
Adólf
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn

Kreppubílar:

Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Patti eða Krúsi
Blondí
Hulk

Já, aðeins fleiri en síðast og er það vel. Sígandi lukka er bezt eða amk segir tjellingin það. Höfum þetta ekki lengra að þessu sinni. Þanngað til í næztu viku

Kv
Undirbúningsnemd Eftirlitsdeildar

miðvikudagur, febrúar 11, 2009

Skráningarlisti nr:6

Jamm þá er komið að sexta af listanum góða. Það allra bezta við þetta allt saman er það að ekki nokkur kjaftur nennir að lesa þessa vitleysu. En það kemur fram ný færsla svo að virðist vera eitthvað líf á þessari síðu þó lítið sé.
En hvað um það. Enginn nýr er þessa vikuna fyrir utan sjálfan Hulk og er hann líka mikill vinur umhverfisins kannski fyrir utan þá sem eiga við lungavandamál að etja. Nú er komið að því að birta listann.

Kjósendur:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Maggi Blöndahl
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Snorri hinn aldni
Katý
Danni Djús
Huldukonan
VJ
Helga T
Krunka
Adólf

Hópatæki:

Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Patti eða Krúsi
Blondí
Hulk

Nú er það bara á ábyrgð hvers og eins að búa sig sem bezt undir Helgina og að skemmta er á sinn hátt þegar Fyrstahelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurárshátíðarþórsmerkurferð brestur á þetta árið. Svo er líka smurning hvort það þurfi ekki þegar líður á vordaga að kanna hvort ekki sé hjólhestafært inn í Bása á Goðalandi

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

mánudagur, febrúar 09, 2009

Af tjellingabrekkuJá, sumarbústaðadeildin blés til sóknar um síðustu helgi og hélt í útrás, þar sem VJ og Helga gengu í málið og redduðu slotti. Stefnan var tekin í Brekkuskóg á kunnulegar slóðir eða í Kvennabrekku. Þar átti fólk náðuga helgi með spilum, bjór, gönguferð, bíltúr, pottalegu og góðum mat. Þeir sem saman voru komnin þar á flöskudagskvelinu voru

VJ
Helga T
Kaffi
Danni Litli
Jarlaskáldið
Heiður
Adólf

Stebbi
Krunka (sem komu seint og um síðir aðfararnótt laugardags)

Alda þurfti svo að yfirgefa samkvæmið eftir síðbúinn brunch á laugardag en hinir heldu í bíltúr á Flúðir með viðkomu í Brúarhlöðum. Síðan var tölt á Miðfell og einu fjalli úr bókinni safnað í safnið. Þegar komið var til baka hófst eldun á kveldverði. Fljótlega bættist síðan í hópinn en þar voru á ferðinni

Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna

Eftir dýrindis kveldverð var fór allt fram skv venju og óþarfi að útlista það.

Á messudag kom í ljós að ekki viðraði til skíðamennsku í Bláfjöllum. Eftir þrif og allt það var lengri leiðin tekin heim með viðkomu í Skálafelli. Þar var margt um manninn en ekkert var að vísu úr skíðaiðkun þann daginn.
Engu að síður var þetta sérdeilis aldeilsi prýðisferð þar sem allt heppnaðist vel og eiga allir sem komu við sögu þakkir skildar.
En það eru líka komnar inn myndir á alnetið og má skoða þær hér.

Kv
Orlofshúsadeildin

miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Skráningarlisti nr:5

Þá er kominn nýr mánuður og sá annar á þessu ári. Það þýðir ekkert að slá neinu slöku við þegar kemur að undirbúningi fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórmerkurferð þetta árið.
Þó svo að engin nýr sé á listanum góða þessa vikuna þá er nemdin ekkert að baki dottinn og meðan listinn er birtur þá mun fólk skrá sig um síðir. En hvað um það. Komum okkur að því sem öllu máli skiptir


Þjóðin:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Þverbrekkingur
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Snorri hinn aldni
Katý
Danni Djús
Huldukonan
VJ
Helga T
Krunka
Adólf


Umhverfisvænir ferðamátar


Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Patti eða Krúsi
Blondí

Rétt eins og sjá má að ofan þá hafa engar breytingar orðið frá síðustu viku. Rétt eins og ríkisstjórnina þá boða breytingar ekki alltaf gott. En hvað um það nú er bara að bíða spenntur og sjá hvað gerist næztu vikuna.
Að lokum þá var horft inn í fyrirheitnalandið um síðustu helgi og var hugur manns við undirbúnings- og eftirlitsferð sem vonandi fer að styttast í.

Kv
Skráningarnemd

mánudagur, febrúar 02, 2009

Snjóhús og ísaxarbremsaRétt eins og fyrir hálfum mánuði síðan þá fór bara 2/3 hluti af vitringunum þremur í Flubbaferð sem að þessu sinni samanstóð af fjallamennsku og snjóflóðanámskeiði. Það þarf vart að koma á óvart að það var haldið í Tindfjöllum. Sem var svo sem ágætt.
Eftir að hafa sporrennt einum KFC í Hnakkaville var gengið sem leið lá úr botni Fljótshlíðar og upp í Tindfjallasel. Er þar var komið var langt liðið á nóttina svo ekki þótti ráð að fara grafa snjóhús. Þess í stað var gist í gamla skálanum fyrri nóttina en í stað fengum við að reisa skjólvegg í skafrenningunum með sumir mokuðu úr skálanaum.
Á laugardeginum var skipt upp í hópa þar sem annar hópurinn fór í ísaxarbremsu og fleira í kringum vetrarfjallamennsku á meðan hinn hópurinn var í snjóflóðaleit og æfingum með snjóflóðastöng ásamt því að grafa helling. Er tók að kvelda var hafist handa við snjóhúsagerð. Var það bara stuð þó svo misjafnlega hafi gengið. Ekki er vitað betur en flestir hafi átt góða nótt hver í sínu snjóskýli. Enda veðurblíðan slík og þá sérstaklega á laugardeginum.
Eftir messu, sem var ekki af verri endanum enda klerkur með oss, morgunmat og mullersæfingar heldu hóparnir áfram æfingum. Síðan var bara rölt niður í rútu og það æft að ganga í línu á niðurleiðinni. Allir eins og leikskólakrakkar í bandi á leið í field trip. Ekki veitti af enda gerði snjókomu á okkur og ekki á annað að treysta á annað en áttavitann. Síðan var komið við í Pizzagallery á Hvolsvelli og flestir fóru mettir heim og sáttir eftir góða helgi
Fyrir þá sem hafa áhuga og hafa ekki en skoðað myndir frá helginni þá má nálgast þær hérna