sunnudagur, júlí 29, 2007

Hellisheiðarvirkjun


Jæja, gott fólk þá er komið að næsta áfanga í V.Í.N.-ræktinni. Nú á ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur heldur skal skundað á yfirráðasvæði Orkuveitu Reykjavíkur og tölta á sjálfann Hengilinn. Þá bara að vona að ekki komi til eldgos á stærðinni Laki rétt á meðan göngu stendur. Þá er ansi hætt við að maður yrði að hlaupa og það hratt. En hvað um það. Kjörið tækifæri að koma sér í form fyrir verzlunarmannahelgina sem er nú rétt handan við hornið.
Tímasetning, ekki kom það vel út að breyta til um tíma á brottför í síðustu viku svo nemdin hefur komist að þeirri niðurstöðu að halda óbreytum tíma og það er þessi sígildi 19:30. Brottfararstaður verður auglýstur síðar ef hann verður þá auglýstur. Fer allt eftir fjölda gönguhrólfa.


Rétt eins og tilkynnt var um í síðustu viku var arkað á Akrafjall síðasta miðvikudag. Ekki voru nú margir sem lögðu leið sína undir Hvalfjörðinn til að reima á sig gönguskó. En það voru einungis tveir einstaklingar sem það gjörðu. Það voru eftirfarandi kempur:
Og sá Hispi um að koma okkur, örugglega, fram og til baka.

Þetta var fínasta ganga í hæglætis veðri og möguðu útsýni af toppnum. Synd hvað margir misstu af þessu. En hvað um það.


Kv

mánudagur, júlí 23, 2007

Skagamenn, Skagamenn skoruðu mörkin

Nú er ný vika rétt svo nýhafin sem táknar líka að framundan er V.Í.N.-rækt þessarar viku. Það verður gerð smábreyting á því sem oftast er en hún verður færð fram um ein dag. Sem sagt gengið verður í miðri viku eða á miðvikudaginn 25.07.07 nk sem ætti bara að vera ágætt því þá verður farið að halla í rétta átt. Annað verður óbreytt og það verður gengið á Akrafjall á Skipaskaga. Brottför úr bænum verður aðeins í fyrra fallinu að þessu sinni eða kl:19:00. Staður verður auglýstur seinna ef þá yfir höfuð.

Í síðustu viku var bankað upp hjá forsetanum en hann var þá ekki heima til að taka á móti gestum. En það var hjólað út á Álftanes og það voru 3.sveinar sem stigu á sveif þarna. En það voru:

Stebbi Twist
Maggi Móses
Danni Djús

Hressandi túr í góðu veðri þó svo að það hafi verið viss vonbrigði að grísabóndinn var ekki heima og gat því ekki fært okkur kaffi og kleinu.

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, júlí 19, 2007

Víst er fagur Vestmannaeyjabær

Svona eins og alþjóð ætti nú að vera farin að gera sér grein fyrir er ekki nema rétt svo rúmlega 2.vikur í frídag verzlunnarmanna og þá er þjóðin á fyllerí. Sú hefð hefur skapast hjá þessum hóp í gegnum tíðina að skreppa á eyju eina litla sem er staðsett suður af landinu og nefnist Heimaey. Innfæddir halda þá hátíð eina er þeir nefna Þjóðhátíð og þanngað er víst stefnan sett.
Svona fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér dagskrána enn þá er óþarfi að örvænta því nú verður gerða bragarbót á því.


FÖSTUDAGUR
14.30 Setning þjóðhátíðar

Þjóðhátíðin sett: Jóhann Pétursson
Hátíðarræða: Erna Jóhannesdóttir
Hugvekja: séra Kristján Björnsson
Kór Landakirkju,
Lúðrasveit Vestmannaeyja

15.00 Barnadagskrá á brekkusviði

Frjálsar íþróttir, ungmennafélagið Óðinn
Fimleikafélagið Rán
Brúðubíllinn

Söngvakeppni barna, Dans á rósum

21.00 Kvöldvaka

Frumflutningur þjóðhátíðarlags
Hálft í hvoru ásamt Guðrúnu Gunnars
Söngvakeppni barna. Verðlaunaafhending
Þorsteinn Guðmundsson
Sigurvegarar í búningakeppni
Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson
Í svörtum fötum
Á móti sól

00.00 Brenna á Fjósakletti

00.15 Dansleikir á báðum pöllum

Brekkusvið: XXX Rottweiler, Á móti sól og Í svörtum fötum
Tjarnarsvið: Hálft í hvoru og Dans á rósumLAUGARDAGUR
10.00 Létt lög í dalnum

14.30 Barnadagskrá á Tjarnarsviði

Brúðubíllinn
Barnaball
Leikfélag Vestmanneyja.
Barnaball heldur áfram

16.30 Tónleikar á Brekkusviði
Barcode plötusnúðar

21.00 Tónleikar á Brekkusviði.

Laylow
Hreimur og Vignir
Stefán Hilmars ásamt hljómsveit

00.00 Flugeldasýning.

00.15-01.30 Sprengjuhöllin

00.15-05.00 Dansleikir á báðum pöllum

Brekkusvið: Í svörtum fötum, Á móti sól
Tjarnarsvið: Hálft í hvoru, Dans á rósum


SUNNUDAGUR
10.00 Létt lög í dalnum

16.00 Barnadagskrá á Tjarnarsviði

Barnaball
Fimleikafélagið Rán
Karíus og Baktus
Leikfélag Vestmanneyja.
Barnaball heldur áfram

16.00 Tónleikar á Brekkusviði

Barcode plötusnúðar

20.30 Kvöldvaka á Brekkusviði

Í svörtum fötum
Hálft í hvoru ásamt Stefáni Hilmarssyni
Logar
Á móti sól
Bubbi Morthens

23.00 Brekkusöngur
Árni Johnsen

24.00 Dansleikir á báðum pöllum.

Brekkusvið: Í svörtum fötum, Á móti sól,
Wulfgang, Foreign monkeys
Tjarnarsvið: Dans á rósum, Hálft í hvoru og Logar

Eins og gefur að líta er þetta stórglæsileg dagskrá. Þarna eru nokkrir fastir liðir eins og venjulega. Þar með talið Brúðubíllinn og má telja það næsta víst að Litli Stebbalingurinn ætli sko ekki að missa af honum verði hann á staðnum.
Það er greinilegt hvað fjörið verður. Hvar verður þú??

Svona í lokin er vel við hæfi að birta frumsamið ljóð. Það er eftir stórskáldið og margþjóðhátíðarfarann sjálfann Áfengisálfinn. Sá hefur nú gert ófáar Mullersæfingar á eyjunni fögru á Þjóðhátíð. En hvað um það, hér er skáldskapurinn:

Ég ætla mikið að djamma og djúsa
í dalnum fjörið er.
Drekk minn bjór úr STÓRUM brúsa
að lokum í dauða gáminn fer.
-Áfengisálfurinn 2001

...og þar var dýrt kveðið

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Labbilabb

Í tilefni þess að við Steppó vorum í fríi í gær og þurftum "að gera eitthvað við fríið", fórum við í lítinn og sætan labbitúr.

Fyrir valinu varð eitt stykki Esjan endilöng og úr varð nokkuð gott grín.

Þið sem ekki komust með vegna vinnu, leti eða annarrar ómennsku kíkið endilega í heimsókn

kv
Blöndahl

mánudagur, júlí 16, 2007

Forseti vorNú er enn ein vinnuvikan framundan. Það þarf ekki að vera svo slæmt því þegar ný vinnuvika hefst þá styttist sömuleiðis í V.Í.N-rækt þeirrar viku.
Að þessu sinni er ætlunin að stíga á hjólhestafáka og stýra þeim sem leið liggur út á Álftanes. Kannski verður grísabóndinn á Bessastöðum heim og mun þá færa hjólreiðgörpum rjúkandi heit kaffi og kleinur með. En hvað um það.
Hittingur komandi þriðjudag skal vera við ,,nýja´´ rafveituhúsið í Elliðadalnum amk fyrir þá sem búsetir eru í úthverfum höfuðborgar Íslands. Það ætti varla að þurfa að taka fram tímasetninguna en látum hana nú samt fylgja með. Að sjálfsöðu verður brottför kl:19:30 stundvíslega. Hinir sem ætla að koma með og búa ekki í úthverfum held ég að væri sniðugt að hafa hitting við þá á brúninni yfir Kringlumýrarbraut við Fossvoginn ca 10 mín síðar eða 19:40 sem gæti dregist til 19:45. Slíkt væri alveg kjörið og síðan yrði stígið á sveif sem leið liggur uns á Álftanes verður komið
Síðustu viku hafa verið gerð skil en það var gjört hér eða bara lesa færsluna hér að neðan.

Kv
Hjólastrumparnir

fimmtudagur, júlí 12, 2007

Geita(osta)fell

Rétt eins og sjá má hér á færslunni fyrir neðan þá var breytt tímasetning eða öllu heldur dagsetning á V.Í.N.-ræktinni. Fyrst að menn voru farnir að hræra í áður auglýstri dagskrá var alveg eins gott að halda því áfram. Því var ekki farið á Hvalfell heldur annað fell er kallast Geitafell eða Geitaostafell eins og gárungarnir nefna það.
Hvað um það. Það voru fjögur hraustmenni sem lögðu í þessa svaðilför þar sem óhætt er að segja að skyggni hafi verið sjaldséð á köflum. En sveinar þessir sem leiðangur prýddu voru:

Stebbi Twist
Maggi á móti
VJ
Jarlaskáldið

og sá Barbí um að koma okkur til fjalla og aftur til byggða.
Fínn göngutúr þvo svo að skyggni hafi verið fágætt og við teljum okkur hafa náð toppnum. Amk þanngað til annað kemur í ljós.
Eins og má sjá þá var hirðljósmyndari vor með í för. Hann hefur sýnd af sér þann dugnað að vera búinn að koma myndum sínum, á stafrænuformi, á síður alnetsins. Afraksturinn gefur að líta hérna.

Góðar stundir
Göngudeildin

mánudagur, júlí 09, 2007

Ekki á morgun, heldur hinn
Þá er komið að V.Í.N.-ræktinni þessa vikuna. Það var lögð til breytingatillaga fyrir ekki svo löngu síðan um tvær breytingar á dagsetningum. Var sú breytingatillaga samþykkt einróma með einu greittu atkvæði. Þá er málið að ekki verður farið á morgun þriðjudaginn 10.07.07 heldur miðvikudaginn 11.07.07.
Skv. auglýstri dagskrá hér til hægri á síðunni var ætlunin að fara á Hvalfell. En þegar undirritaður kom til byggða frétti hann að þangað hefði verið farið síðustu helgi. Smurning hvað menn vilja gjöra. Halda þessu óbreyttu eða fara annað. Legg til að fólk tjái sig í athugasemdakerfinu annars verður dagskrá óbreytt.

Síðasta þriðjudag var farið í góðan hjólatúr að húsi Skáldsins, þó svo að Jarlaskáldið hafi ekki verið með í för. En 4.vaskir sveinar fóru í sveitina og það voru:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Danni Djús
Raven.

Hjólhestast var frá Snorra hinum aldna Akureyrishing í Mosfellsdal bakvið Úlfarsfell og Helgafell. Síðan stíginn til baka. Góður hjólatúr í frábæru veðri

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, júlí 08, 2007

Gran Túrismó 2007 - drög að ferðaáætlun

Hér verða lögð undir dóm VÍN-verja drög að ferðaáætlun vegna Gran Túrismó 2007. Gert ráð fyrir að lagt verði í hann þriðjudaginn 7. ágúst og komið í bæinn sunnudaginn 12. ágúst.

Þriðjudagur: Reykjavík - Kirkjubæjarklaustur.
Miðvikudagur: Kirkjubæjarklaustur - Bakkagerði við Borgarfjörð eystri.
Fimmtudagur: Bakkagerði - Breiðavík - Húsavík - Loðmundarfjörður.
Föstudagur: Loðmundarfjörður - Kárahnjúkar - Laugavalladalur.
Laugardagur: Laugavalladalur - Askja - Laugafell.
Sunnudagur: Laugafell - Reykjavík (um Sprengisand eða Skagafjörð).


Endilega látið heyra í ykkur sem hafið áhuga á að vera með og komið með athugasemdir um drögin.

föstudagur, júlí 06, 2007

Frægð

Hróður VÍN-verja berst víða. Jarlaskáldið rakst á þetta á brimreið sinni um veraldarvefinn. Það er greinilegt að hér er einvígi í uppsiglingu.
Einn fyrir alla, allir fyrir einn!

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Brúðbúnir Bryggjubúar á Bjarteyjarsandi

Heil og sæl

Eins og alþjóð er kunnugt um hafa Þorvaldur og Dýrleif kosið að ganga í hnapphelduna. Af því tilefni hafa þau ákveðið að bjóða kunningjum sínum og þar á meðal yður í útileguveizlu sér til heiðurs. Mun veizlan fara fram næstkomandi helgi að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Sandur sá mun vera norðanmegin í firðinum, ekki langt frá Ferstiklu.

Ætlunin er að hópurinn komi saman að föstudagskveldi, kveðist á og gangi síðar til svefns. Á laugardegi er gert ráð fyrir gönguferð um Botnsdal að Glymsgljúfrum og sundferð í Ferstiklu. Um kvöldmatarleytið verður grillað og er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi með sér þartilgert ket en mjöður verður hins vegar á boðstólum! Taki himnarnir á það ráð að gráta um getum við leitað skjóls fyrir regni og vindum í nærliggjandi hlöðu.

Vonast bryggjubúar til að sjá sem flesta á sandinum, lifið heil.

sunnudagur, júlí 01, 2007

MenningarferðNú er senn liðin helgin og grámyglulegur hversdagsleikinn bíður manns og heil vinnuvika framundan. En það þýðir þá bara líka eitt, það styttist í þriðjudag og eins alþjóð veit þá er V.Í.N.-ræktin stunduð. Rétt eins og sjá má á dagskráninni hér til hliðar er hjólhestatúr næst á döfunni. Nú skal vera menningarlegur og hjóla að Gljúfrasteini í Mosfellsdal. Já, við verðum á slóðum Nóbelskáldsins og spurning um hvort Skáldið láti sjá sig. Kjörið að ná úr sér timburmönnum eftir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðina.
Þá er komið að hittingi. Snorri hinn aldni hefur víst boðað menn til sín í flutninga á þriðjudag. Þar sem kauði er í Grafarholti þá er kannski bara málið að hafa hitting þar ef ekki þá er það bara við Gullinbrúna þar sem skiltið og hjólastæðið er Grafarvogs megin. Tímasetning er þessi venjulega eða 19:30 nema fólk hafi eitthvað við það að athuga. Orðið er frjálst.

Síðasta þriðjudag var farið í Reykjadalslaug til að ná úr sér strengjunum eftir Fimmvörðuhálsinn. Þeirri ferð voru gerð skil hér, eins og glöggir lesendur höfðu sjálsagt tekið eftir

Kv
Hjólasvið