mánudagur, ágúst 31, 2015

Í brúðhlaupi: FlöskudagurNú einn flöskudag í júlímánúði giftu tveir Flubba sig. Einhverjir hjerna kannast nú við Lambadrenginn hann Sleða-Stebba sem var brúðguminn í þessu tilfelli og gekk hann að eiga Ásdísi eina. Þar sem þau voru með athöfnina á flöskudegi var ákveðið að nýta helgina til ferðalags á suðurlandinu þ.e nýta ferðina austur fyrir fjall.
Eldri Bróðirinn hafði ákveðið að slágst í för með oss í tjaldferðalag og var kauða að sjálfsögðu tekið fagnandi.

En giftingin og veizlan voru haldin á bæ einum í Gnúpverjahrepp og var þetta alvöru sveitabrúðkaup og veizlan í skemmu/hlöðu. En veður var þarna gott og alltaf gaman að komast í útilegu sama svo hvurt tilefnið er.

Nú þar sem brúðhjónin höfðu óskað eftir aurum í gjöf var ákveðið að endurtaka leikinn frá í brúðkaupi Jarlaskáldsins og Tóta nema nú gengum við alla leið og var allt í eins krónu mynd fyrir utan nokkra þúsundkalla sem voru í stærri mynt. Gaman að því og sjerstaklega þegar oss frétti það að það hefði verið vesen að skipta þessu og komið þeim næztum því í vandræði. Tvöfalt grín það.

Jæja ætla svo ekkert að vera tala um fólk sem flestir hjerna þekkja lítið sem ekkert svo bezt er bara að vísa á myndir frá deginum sem má skoða hjer

fimmtudagur, ágúst 27, 2015

JaðarsportNú um ca akkúrat nákvæmlega miðjan júlí mánuð var einn góðviðrisdag ákveðið að skella oss í hjólheztatúr. Ekki var nú leiðin sem ákveðin var frumleg en skemmtileg engu að síður. Nú hjer er auðvitað verið að tala um jaðarinn. Þeir sem þarna stígu á sveif voru:


Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
Bergmann á Merida One Sixty 7.900
VJ á Merida One Twenty 7.800

100% Merida M.O.R.E bike

Oss var skutlað uppeftir og hófum bara að hjóla sem leið lá í ve(r)stur átt. Þetta gekk allt saman og stóð Bergmann sig prýðilega þrátt fyrir að vera nýstíginn af meiðzlalistanum. Vjer urðum svo varir mannaferða er tveir menn komu aftan að okkur og stungu síðan oss af. Gaman að segja frá því. Nú svo er komið var í malarbrekkuna fór Stebbalingurinn fyrstur þar sem átti að taka myndir af hinum. Ekki vildi betur til en svo kauði sprengdi þar sem farið var svo hratt að það spark. Nú á meðan dekkjaviðgerðum stóð renndu svo aftur tvær sálir framhjá oss. Aldrei hefur áður orðið svo mikið vart mannaferða. En svo var bara haldið sem leið í lá í Heiðmörkina og svo endað í Apres í skúrnum hjá Bergmann. Bara rétt eins og það á vera eftir góðan sumarhjólatúr

Það má svo alveg skoða myndir frá kveldinu hjer

Kv
Hjólheztadeildin

miðvikudagur, ágúst 26, 2015

Kippt úr SnörunniÞegar flestir voru svona við það að ná úr sjer draugum Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð ákvað hjóladeildin að hjóla úr sjer þynnkuna í Snörunni. Hittingur var við gasstöðina við Rauðavatn. En þar voru saman komnir:

Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
Maggi á Móti á Merida One Twenty 7.800
Matti Skratti á Specialized Enduro Expert Carbon
Gunni Sig á Trek GF Superfly 100
Bubbi Flubbi á Specialized Fat Boy

Síðan sáu Breska Heimsveldið og Japanska Keizaradæmið um að koma oss á réttar slóðir.

Veður var þetta kveld með ágætum og ætíð gaman að hjólast Snöruna. Er vjer vorum á bakaleiðinni þ.e eftir að hafa gjört stuttan stanz við Okruveituskálann hittum við á hóp frá Tind m.a þar var Emil í Kríu með í förum. Þau buðu oss að slást með í för sem og við gjörðum. Varð úr hið sérdeilis aldeilis prýðilegasta kveld og góður hjólatúr.

Sé vilji fyrir hendi má skoða lélegar símamyndir frá kveldinu hjer


Kv
Hjólaheztadeildin

þriðjudagur, ágúst 25, 2015

Helgin: MessudagurFysti dagur nýrrar viku rann upp og fólk skreið á fætur eins og gengur og gjörist. Svona eðli málsins skv var þetta brottfarardagur og því fór fólk að tína saman föggur sínar svona hist og her. Þetta var reyndar ágætur dagur og veður helst fínt en alltaf var einhver rigning í loftinu sem aldrei kom þó amk ekki áður en fólk náði að pakka. Þegar allt var komið niður og inní bíl. okkar tilfelli Konung jeppana, var haldið að indjánatjaldinu þar sem Bubbi Flubbi bauð upp á grill og pulzur. Var slíkt vel þegið svona rétt áður en vjer yfirgáfum Goðaland. Heimför gekk vel og eftir að komið var yfir Steinsholtá tók húsfreyjan á H38 við stýrinu og ók sem leið lá á Hvolsvöll. Fátt svo sem markvert var í gangi þennan dag enda allir orðnir svo stilltir og dannaðir

En alla vega þá má skoða myndir frá deginum hjer

mánudagur, ágúst 24, 2015

Helgin: LaugardagurLaugardagurinn rann upp og eins og málin hafa þróast þegar kemur að fystuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð þá eru flestir komnir á ról fyrir hádegi og það jafnvel vel fyrir hádegi.
En þennan veðurdag var veður með ágætum og enn og aftur sannast það að veðurfræðingar ljúga öllum stundum. En það var ýmislegt sem fólk gjörði sjer til dundurs. Eldri Bróðirinn ásamt Steina í Everest og Dísu skelltu sjer í hjólheztatúr á meðan aðrir létu sjer göngutúr duga.
Vjer litla fjölskyldan á H38 skelltum oss í rölt ásamt Hólmvaðsklaninu, Bubba Flubba&Co og Brekku-Billi. Við örkuðum sem leið lá upp á Réttarfell og þar upp nutum vjer útsýnis ásamt leiðsögn Bubba á jarðfræði svæðisins. Ekki amalegt það. Svo var bara rölt niður og má segja að Réttarfell hafi verið eins konar útúr dúr af Básahringnum.
Þegar niður á flötina góðu var komið var barasta farið að gjöra kveldmatinn klárann og auðvitað var svona árshátíðargúmmulaði eða þannig. Síðan tók bara brennan við og eitthvað eftir það.

En amk þá eru myndir til frá deginum og eru þær komnar á lýðnetið. Það má skoða afraksturinn hjer

föstudagur, ágúst 21, 2015

Helgin: FlöskudagurÞó að það sé nokkuð um liðið þá er það auðvitað ekkert of seint að ætla sjer að segja aðeins frá Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurammæliferð þetta árið.
Rétt eins og kom nokkrum sinnum fram við birtingu skráningarlistum hjer á vormánuðum þá var þetta 20 ára ammælisferð V.Í.N. fyrstu helgina í júlí. Sum sje Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð V.Í.N. er eldri en (drykkju)menningarnótt R-listans. Það er Guðmundur Magni Ásgeirsson. En hvað um það

Það voru Twist fjölskyldan á Konungi jeppanna ásamt Yngri Bróðirnum og fjölskyldu sem komu fyrst á staðinn. Vjer komum oss bara fyrir á flötinni í góðu og veður með ágætum. Eftir að hafa komið sjer fyrir var farið að huga að kveldmat. Svo tóku hinir ýmsu gildu limir að týnast inn svona eftir því sem leið á kveld og líka viðhengi. En á eftir oss komu

Bergmann með fullt af fylgdarliði
Brabrasonurinn en sleppti tjaldvagninum þetta árið
Eldri Bróðirinn og Brekku-Billi
Bubbi Flubbi&Co
síðan að lokum Steini í Everst ásamt spúzzu sinni Dísu

Fólk kom sjer bara fyrir og síðan var bara spjallað og sötrað öl fram eftir kveldi allt svona frekað dannað. Amk var engu skilti stolið þetta flöskudagskveld.

En alla vega þá má skoða myndir frá deginum hjer

þriðjudagur, ágúst 18, 2015

Fréttir

Svona til að taka af allan vafa, afa, þá eru fréttir af andláti fréttaritara stórlega ýktar, um sinn amk. Nú þegar sumar er að ljúka fromlega og drykkjumenningarnótt framundan má fara að búast við auknum tíðindum og jafnvel gömlum frásögnum og hetjusögum frá liðandi sumri

Kv
Fréttadeildin