miðvikudagur, maí 26, 2010

Skráningarlisti nr:21

Sól fer víst hækkandi á lofti og góðar fréttir eftir því. Fyrsta lagi þá virðist vera hætt að gjósa í Eyjafjallajökli, amk um stund, og vegargerðarmenn ríkisins eru víst farnir að huga að vegbótum innúr. Svo það er enginn afsökun lengur til þarna úti fyrir kjúklingina sem ekki enn hafa óskað eftir nafni sínu á listann góða. Því er bara tilvalið að birta lista þessa vikuna

Úrvalsdeildin:

Eldri Bróðurinn
Stebbi Twist
Krunka
Hafliði
HT
VJ
Raven
Arna
Yngri Bróðurinn
Erna
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hvergerðingurinn
Plástradrottningin
Bergmann
Eldri Erfðaprinsinn
Björninn
Gamle
Danni Djús
Huldukonan
Babý-Djús

Eðalvagnar

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Barbí
Aftaníhaldið Ken
Gullvagninn
Græna hættan
Stríðsvagninn

Jæja, lítið títt af austur-vígstöðunum en allt lítur út fyrir bjarta tíð með blóm í haga svo það er bara að bíða spikspenntur eftir næztu fréttum

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, maí 25, 2010

Egg og eggNúna um hvítasunnuhelgina skunduðu við núbbarnir í einskonar útskriftarferð. Ætlunin var að ganga á fjall og það ekki af verri endanum eða Þverártindsegg. Þar sem Litli Stebbalingurinn átti kveldvaktarviku í síðustu viku þá var honum gerður þann greiði að bíða eftir kauða og ekki lagt í´ann fyrr en rétt eftir miðnætti og það á Lata Róbert. Þarna voru tveir V.Í.N.-liðar og það voru:

Stebbi Twist
Krunka

En fyrr um daginn höfðu fjórir aðrir V.Í.N.-liðar farið austur í Suðursveit og V.Í.N.-línuna fylltu:

Jarlaskáldið
Maggi Móses
VJ
HT

Þar sem ekki var lagt af stað úr bænum fyrr en eftir að laugardagur hafði runnið upp sótti okkur þreytta á leiðinni og við Svínafell í Öræfum var farið út í kant og bívakað þar við þjóðveginn í tæpa þrjá tíma.

Þegar klukkan var svo vel farin að ganga eitt á laugardeginum hófst loks fjallgangan. Óhætt er að segja að ganga þessi sé æði mögnuð og brött en skemmtileg eftir því. Því síður var veðrið að skemma fyrir. Þar sem bongóblíða var þá var að sjálfsögðu fækkað klæðum og skokkað upp á sjálfan toppinn.
V.Í.N.-línan var ca klst á undan okkur og toppuðu því aðeins á undan en við vorum síðasta línan amk þennan daginn og þvílík silld
Eftir niðurkomu renndum við í bústaðnum hjá VJ og til að henda á grillið. Slegið var svo upp tjöldum á Hnappavöllum. Hér kemur svo skemmtileg saga því Edda Björk hringdi aðfararnótt sunnudags og spurði hvort við ættum nokkuð ólabrodda sem við gætum séð af eins og einn dag. Það vildi svo skemmtilega til að við gátum séð af broddum og eftirlét Hrabbla sínum til vinkonu Eddu, svo broddarnir hennar Hröbbu toppuðu tvisvar.
Sunnudeginum var svo eytt á Hnappavöllum í rólegheitum með klifri öðruhverju í nokkrum leiðum. Það var svo um kveldmatarleytið sem farið var í bæinn en með stutti kaffistoppi hjá Einari Ísfeld og Glacier Guides

Eftir alla þessa lesningu og ef einhver er ennþá að lesa þetta má benda þeim einstaklingi á að nálgast má myndir úr túrnum hér

miðvikudagur, maí 19, 2010

Skráningarlisti nr:20

Þá er komið þeim nr:tugur, tugur. Svo sem ekki mikið nýtt undir sólinni en í síðustu viku var aðeins kíkt í áttina að Þórsmörkinni. Úr fjarlægð leit allt nú ágættlega út. En hvað um það nafnalistinn er það sem gildir og hér kemur hann

Sögupersónur:

Eldri Bróðurinn
Stebbi Twist
Krunka
Hafliði
HT
VJ
Raven
Arna
Yngri Bróðurinn
Erna
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hvergerðingurinn
Plástradrottningin
Bergmann
Eldri Erfðaprinsinn
Björninn
Gamle
Danni Djús
Huldukonan
Babý-Djús

Leikmunir:

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Barbí
Aftaníhaldið Ken
Gullvagninn
Græna hættan
Stríðsvagninn

Höfum þetta ekki lengra í dag og líkt margar undanfarnar vikur hefur ekkert nýtt gerst og ekki kjaftur bæst í hópinn í alltof langan tíma

Kv
Skráningardeildin

sunnudagur, maí 16, 2010

Sexti tindurinnRétt eins og fram kom hér var ætlunin að tölta upp á Eyrarfjall í gæluverkefni mínu. Skemmst er frá því að segja að svo var gjört í sól, logni, roki og skýjuðu. Fengum allt það bezta sem íslenkst veðurfar hefur upp á að bjóða. En hvað um það. Líkt og í öll hinn fimm skiptin þá voru bara tveir einstaklingar sem fóru og alltaf eru þetta þeir tveir sömu en þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Krunka

Sá svo Pollý um almenningssamgöngur og þá báðar leiðir.
Þetta var tæplega tveggja tíma rólegheita ganga sem reyndist hálf erfitt að finna toppinn en telja má örugg að hægsti bletturinn hafi fundist. En hvað um það.
Nenni einhver að skoða þá eru myndir hérna
Kv
Stebbi Twist

P.s Skrapp svo í Valshamar með Steina Spil í dag og föðmuðum við aðeins klettana þar. Myndir frá deginum í dag eru hér.

föstudagur, maí 14, 2010

Jafnarma trekanturNú síðasta kirkjufrídag var göngudeildin heldur betur í stuði og á farandsfæti. Hluti fór austur í Öræfi á Hnjúkinn, aðrir í golf og síðan var Litli Stebbalingurinn upptekinn við gæluverkefni sitt þ.e 35.tinda. Rétt eins og auglýst var hérna var haldið með tjaldið austur í Fljótshlíð og ætlunin var að toppa Þríhyrning. Sem mikill áhugamaður um Njálu var nauðsyn að skunda á hól þennan. Ekki var fjölmennt en hópinn fylltu sömu tveir einstaklingar og í hinn fjögur skiptin en það voru

Stebbi Twist
Krunka

Fyrst var brunað á tjaldstæðið á Langbrók (Njáluáhuginn) og slegið þar upp tjaldi. Þrátt fyrir að tjaldið hafi orðið fyrir smá hnjaski þá tókst nú að koma því upp og það sem meira er að sofa í því. Fimmtudagsmorguninn rann svo upp bjartur og fagur með gosmökkinn í bakgrunni. Eftir morgunmat, mullersæfingar og messu var pakkað niður og komið sér að Þríhyrning. Einhverntíma fyrir hádegi hófst röltið, tæpum þremur tímum síðar og þremur tindum komum við niður eftir fremur auðvelda, rólega og þægilega göngu þar sem Eyjafjallajökull lék sína tóna fyrir okkur.
Svo eftir sund á Hellu var komið við í kaffi hjá Eyja-Dísu í Hnakkaville og kunnum við henni hinar beztu þakkir fyrir höfðinglegar móttökur og kræsingar. Tumi var líka hress
Nenni einhver að skoða myndir má gjöra það hérna

Kv
Stebbi Twist

fimmtudagur, maí 13, 2010

Gvendur á Eyrinni

Fyrst drengurinn er kominn upp þann áfanga að hafa náð í dag fimmta tindinum og því bara 30 eftir. Því er um að gjöra að halda verkefninu áfram og er stefnan sett á að halda á næzta koll núna komandi laugardag. Þar sem stefnan er að stunda verðmætasköpun á laugardag er ætlunin að hafa það bara rólegt og auðvelt. Ætlunin er að skunda á Eyrarfjall í Hvalfirði og eru áhugasamir velkomnir með. Tímasetning verður auglýst síðar verði áhugi á því.

Kv
Stebbi Twist

miðvikudagur, maí 12, 2010

mánudagur, maí 10, 2010

1, 2, 3Eftir að 35.tinda verkefnið hafi legið í dvala nú um nokkra vikna skeið er kominn tími að blása smá lífi í blessað verkefnið. Þeir tindar sem rölt hefur verið á hafa flestir skyndiákvörðun og ekki gefist tími til að auglýsa það en nú er gjörð bragarbót á því. Verður svo vonandi í framtíðinni amk á þeim flestum.
Því hefur undirritaður ákveðið að notfæra sér næzta jesúfrídag, sem ku vera uppstillingardagur, og rölta á Þríhyrning. Ef maður er heppinn þá ætti maður að fá ágætis sýn á gosmökkinn. En hvað um það. Ekki nóg með þá er maður líka farinn að sakna þess að sofa í tjaldi svo löngunin er að fara á miðvikudagskveldið og finna sér hentugan gististað og slá þar uppi tjaldi.
Hver sem er er velkomin með, hvort sem það bara í gönguna sjálfa eða allann pakkann

Kv
Stebbi Twist

sunnudagur, maí 09, 2010

KeðjuslitAnnað árið í röð þá klikkaði Vésæll svo ekkert varð af slöngubátanámskeiði hjá okkur kjúllunum á seinna árinu hjá FBSR. Þess í stað var hjólað sér til yndisauka sem og geta sagt það að hafa gert eitthvað á slöngum þessa helgina. Hist var niðri í húsi og þaðan var stígið á sveif umhverfis höfuðborgina. Loks lét maður verða af því að skella sér í fótabað í Kviku. En hvað um það. Það voru einungis þrír núbbar sem mættu og það vildi svo skemmtilega til að það voru allt V.Í.N.-liðar. Sem er Guðmundur Magni Ásgeirsson. En þarna voru eftirfarandi

Stebbi Twist
VJ
Krunka

Hjólað var í kringum Reykjavík með viðkomu í Gróttu og þaðan haldið í Heiðmörk. Fínn dagur og alveg prímahjólaveður. Auðvitað var myndagræja með í för og það má sjá hérna

Kv
Hjóladeildin