mánudagur, maí 30, 2011

Múlinn hanz GrímzaUm síðustu helgi var haldið hið árlega Kótmót hjá föðurfjölskyldu Krunku. Vegna þess og svo átti sá sem þetta ritar reyndar líka áunnið yfirvinnufrí var það tekið út síðasta flöskudag. Svona svo maður kæmist nú í smá útilegu. Eftir stífan undirbúningsfund var skundað úr bænum ca kl 22:30 á fimmtudagskveldið og stefnan tekin eitthvert á vesturland með tjaldið í skottinu. Eftir að hafa komist að því að flest ef ekki öll tjaldsvæðin voru lokuð var endað við Krosslaug það kveldið. Þegar þangað var komið þá blés bæði mikið sem og rigndi svo lendingin var bara að sofa í Pollý.
10 klst síðar var ræs og haldið sem leið lá í kaupstaðinn til verzla þar nauðsynjavörur áður en verkefni dagsins skyldi leyst. En það var að rölta upp á Grímsstaðamúla á Mýrum. Skemmst er frá því að segja að 12 km síðar og eftir ca 3 klst var búið að toppa hólinn og skila sér aftur niður í Pollý. Nú var bara að koma sér í Dalina. Þegar þanngað var komið var gerð tilraun til að skola af sér svitann í Grafarlaug en sökum skorts á vatni þar var það ógjörlegt og í sárabætur var bara skellt sér í Guðrúnarlaug. Svo er ekkert mikið meira að segja því rennt var svo bara í Þrándarkot, grillað þar, sötrað öl og farið svo að sofa. Undirritaður fór svo aftur í bæinn frekar snemma á laugardeginum vegna annara gleðihalda.
En hafi einhver hinn minnsta áhuga má sjá myndir hérna

sunnudagur, maí 29, 2011

Ertu algjört fífl?Eins og sjá má hér á færslunni fyrir neðan er búið að skipuleggja V.Í.N.-ræktina út í eitt. Þar má líka sjá að fyrsti liðurinn er bara ekki á morgun heldur hinn eða á komandi Týsdag þann 31.maí nk.
Líkt og oft áður ætlum við okkur að byrja rólega og fyrsti liðurinn á þessu ári lítill hól á Reykjanesi sem ber heitið Fíflavallafjall. Nú eins og vikið var að hér rétt á undan er þetta á Reykjanesi svo hittingur er við Esso í Hafnarfirði kl:18:30 þanning að heimkoma ætti ekki að vera um miðja nótt. En allavega Fíflavallafjall á þriðjudag

Kv
Göngudeildin

föstudagur, maí 27, 2011

Sumarið stundatafla.

Hæhæ

Líkamsræktarförmuðirnir hittust í gær heima hjá Foldargreifunum. Þar var sumarið skipulagt alveg í spað.

Allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi, hvort sem það er sund, klifur, hjól, léttar eða erfiðar göngur. Sem sagt geggjað gott prógram.

Dagskráin er:
Fíflavallafjall, Reykjanes
scheduled 31. maí 2011 from 18:30

Hjólatúr í kringum Reykjavík
scheduled 8. júní 2011 from 18:30 - Miðvikudagur

Hellaferð, Leiðarendi
scheduled 14. júní 2011 from 18:30
Location: Hafnarfjarðarvegur að Bláfjöllum

Lambafell
scheduled 21. júní 2011 from 19:00

Árshátíðarbaðið
scheduled 28. júní 2011 from 18:30
Location: Reykjadalur

Hjólaferð, hjólað til Skáldsins
scheduled 5. júlí 2011 from 18:30
Location: Fjallahjól

Kerhólakambur
scheduled 12. júlí 2011 from 18:30

Hellaferð, Tintron
scheduled 19. júlí 2011 from 18:30

Hjólaferð um Heiðmörk
scheduled 26. júlí 2011 from 18:30

Grænavatnseggjar, Reykjanes
scheduled 2. ágúst 2011 from 18:30

Hjólatúr í Álftaneslaug, sund
scheduled 9. ágúst 2011 from 18:30

Klifur, Valshamar
scheduled 16. ágúst 2011 from 18:30

Hellaferð, Búri - spottar
scheduled 23. ágúst 2011 from 18:30

Útigrill í Heiðmörk
scheduled 30. ágúst 2011 from 18:30

Kveðja

miðvikudagur, maí 25, 2011

Sá átjándi

Nú tala af listan góða kominn í lögríðaaldur og er það vel. Já en lítið hefur gerst síðan síðan fyrir utan eitt stykki eldgos en við látum það ekkert aftra okkur frá undirbúningi fyrir Helgina. En hvað svo sem um það komum okkur að máli vikunnar.

Mál vikunnar:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna
Plástradrottningin
Hvergerðingurinn
Billi

Farartæki framtíðarinnar:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn

Já ef maður bókar þá mun fólk koma

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, maí 24, 2011

Undirbúningur fyrir sumariðRétt eins og allir hafa tekið eftir síðustu daga þá er sumarið gengið í garð. Nú einn af föstu liðunum þegar sumar er tíminn er að sjálfsögðu hinn sívinsæla og síkáta V.Í.N.-ræktin sem hefur svo sannarlega slegið í gegn síðustu árin.
Nú ekki á morgun heldur hinn langar Litla Stebbalingnum að blása til undirbúnings-og skipulagsfundar þ.e á fimmtudag. Verður fundur þessi í Frostafoldinni og hefst á slaginu 20:00. Sjáumst vonandi sem flest þá

Kv
Líkamsræktarförmuðirnir

fimmtudagur, maí 19, 2011

Fyrsta útilega sumarsins
Gleðilegt sumar öll sömul.

Þrátt fyrir að sumarið sé eitthvað aðeins að láta bíða eftir sér og sé að seinka sér aðeins þá er hugurinn á Litla Stebbalingnum kominn í tjaldið sem og út fyrir bæjarmörkin.
Það er nú þegar orðið alltof langt síðan að það var haldin almennileg V.Í.N.-útilega þar sem meirihlutinn var samankominn með tjald og grill. Ef ég heyrt þann almannaróm að kominn sé tími á eina slíka og því er ég algjörlega sammála. Því hefur það skotið upp í kolli mínum að blása til einnar nú fyrstu helgina í júní. Já, gott fólk þið lásuð rétt JÚNÍ en ekki júlí (hún kemur seinna). Þetta ku vera dagana 3-5.júní. Mér datt í hug að skella sér bara á Þingvelli því mér m.a langar að hjóla í kringum Þingvallavatn en mikið fleira má svo sem gera af sér. Svo líka er þetta ekkert oflangt frá borg óttans og ætti fólk að geta komið á laugardegi og skiptir þá litlu hvort það tjaldar eina nótt eða mætir bara með fjölskylduna í grillið.
Gaman væri að heyra hvort einhver áhugi sé á þessu og fá að heyra í fólki. Endilega komið með aðrar staðsetningar og allar hugmyndir eru vel þegnar. Þetta væri líka kjörið tækifæri fyrir þá sem sjá sér ekki oft fært að koma að láta sjá sig og sína

Kv
Útilegufólkið

miðvikudagur, maí 18, 2011

Sá sautjándi

Gott fólk þá er komið að því þessa vikuna. Það virðist vera að með vorinu komi kippur í skráningar. Í síðustu viku bættust Hvergerðingurinn og Plástradrottningin í hóp hina viljugu og staðföstu. Svo í þessari viku er einn svo búinn að bætast við og er það vel.
Þetta er nú betur heldur farið að styttast og án efa komninn fiðringur í mannskapinn. Höfum þetta ekkert lengra að sinni og komum okkur að málinu.

Ég og þú:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna
Plástradrottningin
Hvergerðingurinn
Billi

Dýr er dropinn:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn


Jáha, allt að gerast og klukkan er nú fyrir helgina. Billi kominn á listann og hann boðinn hér með velkominn. Nú er bara að sjá hvað gerist næztu vikuna

Kv
Skráningardeildin

sunnudagur, maí 15, 2011

Hátíð í bæ

Sælt veri fólkið.

Bara svona rétt til að minna á það að nú komandi þriðjudag og miðvikudag verður Íslenski alpaklúbburinn með sitt árlegu bíókveld (þarna má líka sjá dagskrána). Þar sem fjalla-og útivistarmyndir af ýmsum toga verða til sýningar. Þetta verður sýnt í Bíóparadís á Hverfisgötu og hefjast sýningar kl:20:00 bæði kveldin.

Kv
Lágmenningardeildin

miðvikudagur, maí 11, 2011

Sá sextandi

Jæja gott fólk þá er komið að nafnalista vikunnar og komum okkur bara beint að efninu:

Þursarnir:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna
Plástradrottningin
Hvergerðingurinn


Eðalfákar

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn

Já undur og stórmerki hafa gerst og tveir nýir einstaklingar eru komnir á listann góða. Er það vel. Sjáum til hvað gerist næztu viku

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, maí 10, 2011

Hnúkurinn gnæfirNú um nýliðna helgi var haldið í Skaftafell með það fyrir stafni að koms nillunum upp á hæðsta punkt landsins. Þar sem Litli Stebbalingurinn var svo heppinn að eiga kveldvakt á flöskudag var því ekki lagt af stað fyrr að vinnu lokinni sem var á miðnætti. Það kom að sjálfu sér ekki að sök því vegna veðurs var uppgöngu frestað fram að síðdegi laugardags og stóð það. En tveir V.Í.N.-liðar fóru og fyrir var einn á svæðinu, sem ætlaði á Hrútfjallstinda, ásamt einum góðkunningja. En þetta voru

Stebbi Twist
Krunka (sem ætlaði ekki með á toppinn)
Benfield
Matti SkrattiLagt var í´ann frá Sandfelli kl:18:45. Því er óhætt að segja að þetta hafi verið aðeins öðruvísi en síðast, þegar Stebbalingurinn toppaði (þá í fyrsta og eina skiptið), fyrir 2.árum. Það var síðan toppað kl:02:45 aðfararnótt messudags og var maður þar í ljósaskiptunum. Það er svolítið magnað að koma að Hnúknum á þessum tíma og birtuskilyrðum svo ekki sé talað um að fylgjast með sólarupprásinni þar. En hvað um það ef einhver nennir og vill skoða myndir má gjöra það hér

Kv
Göngudeildin

þriðjudagur, maí 03, 2011

ViðreynslaÁ verkalýðsdaginn var gerð heiðarleg tilraun til að fagna kommadeginum með að rölta á Botnsúlur nánar tiltekið á Syðstu-Súlu. Í þessari viðreynslu voru:

Stebbi Twist
Krunka
Eldri Bróðurinn
Sveinborg

Þess má geta að Sveinborg var svo bjartsýn og hafði skíði sín meðferðis.
En skemmst er frá því að segja að það náði ekki að toppa og má segja að við hafi skítið aðeins í rjóman. En hvað um það. Eftir samráðsfund var ákveðið að snúa við í tæpum 900m þar sem við bókstaflega sáum ekki framfyrir buxnaklaufina á okkur. Meðan við þremenningarnir þrír röltum renndi Sveinborg sér alveg þanngað til að snjórinn kláraðist. Þrátt fyrir að við komum með skottið á milli lappanna í bæinn þá var þetta prýðis æfing í vetrarfjallamennsku þar sem ma við ,,klifum" eina snjóbrekku sem var ca 45-55°. En allavega þá er fyrir forvitna hægt að skoða myndir hér

Kv
Göngudeildin