fimmtudagur, júní 29, 2006

Stúlkur athugið!Þeir eru komnir aftur, Pelle og Hasse, bræðurnir síkátu úr innstu myrkviðum Svíþjóðar, og munu skemmta alla helgina í Þórsmörkinni með leik, söng og dansi. Þeir hafa sem kunnugt er ekki skemmt síðan þeir bleyttu allar kvenmannsbrækur í Mörkinni 2003, og biðin því orðin löng. Sætaferðir frá öllum helstu þéttbýliskjörnum, og sérstakt tilboðsverð, 52.000 kr., en 74.000 með "full release".

AÐEINS ÞETTA EINA SKIPTI!

Skemmtinemdin

Læri, læri, tækifæri...

Matseðill laugardagskvöldsins komandi er ekki af verri endanum. Holugrillað úrbeinað lambalæri með heitri og kaldri sósu kartöflum og salati.
Matreiðslumeistari: Kjartan kokkur (þrjár Michelin stjörnur)

Eftirtaldir eru skráðir í gourmet veisluna:
Maggi Bra. og Elín
Stebbi Twist og Guðrún
Nórurnar
Haffi
Toggi
Gústi og Oddný
Oddnýjarvinkona
2xBlöndahl
& VJ
+ gestir

Þeir sem eru skráðir eru vinsamlegast beðnir að millifæra veislugjöld kr. 1300 á reikning VÍN.
bnr. 528-14-604066
kt. 3007765079

Að lokum: gleðilegan fyllibyttudag

miðvikudagur, júní 28, 2006

Sá allra síðasti

Þá er komið að stóru stundinni. Nú skal sá allra, allra síðasti listinn birtur. Hér eftir verður það of seint að gera nokkuð við listann góða. Dveljum ekki lengur við það.

Fallega og skemmtilega fólkið:


Stebbi Twist
VJ
Jarlaskáldið
Haffi
Adólf
Maggi Brabra
Frú Andrésson
Andrés Þór
Stóri Stúfur
(S)Auður
Svenson
Hrönnsla
Hubner
Óli Explorer
Guðrún
Óli Flubbabróðir
Halldór Flubbabróðir
Runi og fjölskylda
Justa
Frænkan
Einhleypt vinkona Frænkunnar


Bílar:


Willy
Hispi
Lilli
Sigurbjörn
Barbí
Svartfellingur
Bronson
Framsóknarflokkurinn
Jeepinn
Explorer
Litli Kóreustrákurinn

Magnaður listi. Mikið á eftir að vera gaman hjá okkur og leiðinlegt hjá hinum sem ekki verða með okkur og ætla bara að hanga heima og helluleggja. Þeirra missir ekki okkar. Það er greinilega allt að gerast og klukkan er.
Svo svona rétt í lokin er rétt að geta þess að farið var í síðustu undirbúnings- og eftirlistferð fyrir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð núna um síðustu helgi. Allt lítur vel út og allir vegir eru færir. Ekkert sem á að koma í veg fyrir mikla gleði

Annars þá sjáumst við bara á flöskudaginn, eigum þá gleðilegan fyllibyttudag og drekkum okkur í drazl.

Kv
Undirbúnings- og eftirlitsnemd

Í fréttum er þetta helst

Nú er gleðin barasta alveg að bresta á, og líkt og oft vill verða þegar margir koma saman fer Gróa á Leiti á flakk og hafði hún frá ýmsu að segja í stuttu spjalli við undirbúningsnemdina.

En heyrst hefur...

...að Stebbi Twist hafi sést á bílasölum undanfarna daga að leita sér að Toyotu, í ljósi "breyttra einkahaga"...

...að Maggi Blö hafi leitað bæði til Einars Vilhjálmssonar, Atla Eðvaldssonar og alls íslenska skíðagöngulandsliðsins í leit að afsökunum til að mæta ekki í Mörkina, en án árangurs, svo hann ku vera væntanlegur...

...að Jarlaskáldið hafi birgt sig upp af svefnlyfjum og eyrnatöppum til þess að ná loksins að festa svefn í Mörkinni...

...að vaselín sé einnig að verða uppselt á höfuðborgarsvæðinu, og mun það tengt væntanlegri glímu...

...að Herra og Frú Andrésson séu í stökustu vandræðum þar sem hústjaldafriðunarnefnd hafi bannað þeim að fara með "nýja" tjaldið sitt í Mörkina, og vísi til sögulegs mikilvægis...

...að Alda hafi fengið vinkonu sína til að mæta, svo fremi að vinkonan nái í leigubíl...

...að viðbúnaður hjá Björgunarsveitum á Suðurlandi sé í hámarki, einu stigi hærra en yrði við Kötlugos...

...að engir hestar verði sjáanlegir í Mörkinni, en þó ekki loku fyrir það skotið að þar sjáist hinar ýmsu gangtegundir, jafnvel með hraðabreytingum...

...að ríkisstjórnin hafi ákveðið að nota væntanlegan gróða af sölu fyrir ferðina í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins til að fjórfalda hringveginn...

...að þeim sem skrifaði þennan pistil verði fleygt í Krossá af þeim sem voru dissaðir í honum...

þriðjudagur, júní 27, 2006

3 dagarÞrír er töfratalan eins og segir í kvæðinu, þrír voru vitringarnir, þrír bjórar eru í hálfri kippu og þrír væru fingur á hvorri hendi ef maður missti tvo af hvorri, en það eru einmitt þrír dagar í FyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferð, og þrír dagar síðan VÍN-verjar sátu síðast þar að sumbli. Fyrir þá sem af því misstu eða vilja rifja gleðina upp er bent á þetta.
Annars er það helst að frétta að hinar ýmsu undirbúningsnemdir funda stíft þessa dagana, svo að allt verði sem best úr garði gjört þegar hátíð gengur í garð, og heiti ég þó ekki Garðar. Þá hefur Gróa á Leiti verið á fullu um allan bæ að safna sögum í sarpinn og má búast við einhverjum uppljóstrunum þar að lútandi á næstu dögum. Látum þetta duga í bili, góðar stundir.

föstudagur, júní 23, 2006

Fimm, Fimm, Fimmvörðuháls!Nú er þetta aldeilis alveg að bresta á, brottför innan seilingar og endalaus gleðin skammt þar á eftir. Í kveld hélt galvaskur hópur undanfara inn í Mörk, þrír VÍN-verjar auk sérlegs aðstoðarmanns, og slógu niður tjöldum á hreint prýðilegum stað. Fer því hver að verða síðastur að bregða sér með, en eins og allir vita er miði möguleiki og aðeins dregið úr seldum miðum. Sumsé, lokaundirbúningsferðin fram undan, mætið eða verið ferhyrningar. Góðar stundir.

PS. Og til að koma sér í stemningu fyrir helgina, hlustið á þetta

fimmtudagur, júní 22, 2006

Mörkin

Þetta er alveg einstaklega góð mynd hjá Nóra núna. Gríðarlega lýsandi hvernig næstu tvær helgar verða í Þórsmörk.

Bongó bongó blíða.

Það á að fara ýmsar leiðir í mörkina núna helgina. Einhverjir ætla að fara yfir Eyjafjallajökul, aðrir fara Fimmvörðuhálsinn og enn aðrir ætla bara að keyra inneftir.

Þetta verður svo bestað og fundin besta leiðin til að komast inn í Mörk fyrstu helgina í júli.

Kveðja
Undirbúningsnemd.

miðvikudagur, júní 21, 2006

Næst síðasti

Jæja, góðir hálsar þá er komið að þeim næst síðasta í þessari æsispennandi þáttaröð. Sem stundum hefur jaðrað við að vera skyldari sápuóperu en öðru. Hvað um það.

Mannfólk:


Stebbi Twist
VJ
Jarlaskáldið
Haffi
Adólf
Maggi Brabra
Frú Andrésson
Andrés Þór
Stóri Stúfur
(S)Auður
Svenson
Hrönnsla
Hubner
Guðrún


Bílatæki:


Willy
Hispi
Lilli
Sigurbjörn
Barbí
MonteNegro
Bronson
Framsóknarflokkurinn
Jeepinn

Hér hafið þið það.
Framundan er svo síðasta undirbúnings- og eftirlitsferð fyrir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð.

Góðar stundir
Undurbúningsnemd eftirlitsdeildar.

sunnudagur, júní 18, 2006

Á skíðum...

...skemmti ég mér!!!

Svona rétt áður en lengsti dagur ársins brestur er kominn tími að fara að huga að skíðaferð næsta veturs.
Iceland Express var núna um helgina að auglýsa flug til Friedrichshafen í vetur. Það er bara silld. Stutt í alla helstu skíðastaði austurríska/ungverskakeisaradæmisins og ekkert tengiflug, því miður þá bara eitt takeoff, og ódýrt að koma sér á staðinn. Nú þurfa menn, og jafnvel konur líka, að leggja höfuðið í bleyti og koma með tillögur um áfangastað og tíma. Svo er bara að negla þetta niður og af stað...

Kv
Skíðadeildin

föstudagur, júní 16, 2006

Fimmvörðuháls

Göngudeildin setti sig í samband við hinn aldna perra núna í vikunni. Ástæðan er sú að gamli skarfurinn er víst gildur limur í ferðafélagi einu er nefnist Útivist. Það vill nefnlega svo skemmtilega til að Útivist er aðstöðu í Básum og selur þar tjaldstæði. En það kemur sér vel fyrir áætlaða gönguferð yfir Fimmvörðuhálsinn n.k. helgi eða Jónsmessunna.
Hugmyndin var að Öldungurinn myndi reyna að notfæra sér klíkustarfsemi sína og fá meðlima afstátt fyrir okkur hina líka.Hann stóð sig í stykkinu og talaði við þá.
Það þarf víst ekkert að panta en fyrstir koma, fyrstir fá. Svo nú er bara smurningin þarf að fara innúr á fimmtudeginum eða ætla einhverjir innúr á flöskudeginum með dótið og skutlast svo á Skóga á laugardeginum.
Svo á ekkert að láta veðurótta stjórna lífi sínu eða öræfaótta. Bara drífa sig yfir hálsinn. Það væri nefnilega ágætt að fá að sjá hve margir hafa hugsað sér að fara svo hægt sé að gera viðeignadi ráðstafarnir.

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, júní 15, 2006

Hvað á að gera um helgina

Hvað á að gera um helgina ??

Er það brúðubílinn í bænum eða vatnaskíðun i kerlingarfjöllum ??

miðvikudagur, júní 14, 2006

Nú fer hver að verða síðastur!!!

Já, það eru orð að sönnu því nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig í hina sívinsælu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Því eftir þessum lista eru bara 2.eftir svo tíminn er að hlaupa frá ykkur þarna úti. Ekki það að litli Stebbalingurinn hafi nokkurn tíma séð þennan tíma hlaupa. Eða séð tíma svona yfir höfuð ekki frekar en rafmagn, sem er ekki til. Né heldur veit ég um nokkurn mann sem hefur séð tíma. Eða hvað um það. Um að gera að koma sér á listann o það strax. Já núna strax. Hættum nú að bulla um það og birtum dýrðina

Manneskjur:


Stebbi Twist
VJ
Jarlaskáldið
Haffi
Adólf
Maggi Brabra
Frú Andrésson
Andrés Þór
Stóri Stúfur
(S)Auður
Svenson
Hrönnsla
Hubner
Óli Explorer
Guðrún

Fjórhjóladrifstækin:


Willy
Hispi
Lilli
Sigurbjörn
Barbí
MonteNegro
Bronson
Framsóknarflokkurinn
Jeepinn
Explorer

Óbreyttur listi frá því síðast. Sem þarf svo sem ekki að vera neitt slæmt. Nú er bara um að gera að fara að safna brennivíni og öðrum göróttum drykkjum.

Nú að allt öðru. Eins og lofað var, fyrir ekki svo margtlöngu, veglegum verðlaunum fyrir gest nr:75.000. Og er er að koma að því. Nú verður gaman.
Eins og sjá má á teljara hér til hægri, mikið er gaman að benda fólki á til hægri, er ekki svo margir í það að þessari tölu verður náð. Eins og í mörg hinn fyrri skiptin verða vegleg verðlaun í boði. Til að gæta jafnréttis þá verður að sjálfsögðu verðlaun í karlaflokki og stúlknaflokki og hinum ýmsu aldursflokkum. Svo má ekki gleyma jákvæðri mismununinni.
Þá er bara fyrir þann heppna/heppnu að gefa sig fram í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan. Jafnvel má nota tækifærið og skrá sig í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð.

Kv
Undirbúningsnemd Eftirlitsdeildar

mánudagur, júní 12, 2006

laugardagur, júní 10, 2006

Þó, Þór, Þórs, Þórsmerkurlisti

Jæja, þá er komið að því að birta skráningarlistann fyrir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð fyrir árið 2006. Rétt eins og glöggir lesendur hafa eflaust gert sér grein fyrir þá er listinn þessa vikuna frekar svona í seinna fallinu. Á því eru ýmsar skýringar s.l. miðvikudag, en er ætíð reynt að birta nyjustu tölur, var tæknin að stríða manni og ekkert hægt að gera þá. Fimmtudag almenn leti og svo í gær, flöskudag, skrapp undirritaður í eftirlits- og undirbúningsferð til Ve(r)stmannaeyja. Var verið að kanna jarðveginn fyrir Þjóðhátíð 2006. Sem er mjög góður og munu niðurstaða ferðarinar birtast hér á alnetinu á næstu dögum eða fljótlega eftir að skýrzlu hefur verið skilað til stjórnar.
Nóg um Eyjar og Þjóðhátíð í bili því þetta snýzt allt saman um fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Komum okkur loks að því

FÓLKIÐ:


Stebbi Twist
VJ
Jarlaskáldið
Kaffi
Adólf
Maggi Brabra
Frú Andrésson
Andrés Þór
Tuddi Tuð
(S)Auður
Svenson
Hrönnsla
Hubner
Óli Explorer
Guðrún

Samgöngur:


Willy
Hispi
Lilli
Sigurbjörn
Barbí
MonteNegro
Bronson
Framsóknarflokkurinn
Jeepinn
Explorer

Eins og sjá má þá haa ekki miklar breytingar frá síðast. Eiginlega bara engar og því er vert að minna á að bara verður dregið úr seldum miðum. Ótal glæsilegra vinninga í boði þar sem heldar verðmæti vinninga er allt að 300.ísl.kr og sérstök aukaverðlaun er Panflauta.

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

föstudagur, júní 09, 2006

fimmtudagur, júní 08, 2006

BörsungarÍ gærkvöld var haldinn úrslitafundur um þrítugsammilisferð á hausti komanda líkt og flestir lesendur ættu að vita þar sem fundurinn var einkar fjölmennur. Sýndist sitt hverjum eins og gengur og gerist en að lokum var sú ákvörðun tekin að fela sérlegum millilandaferðafulltrúa VÍN að falast eftir tilboðum í för til Barcelona-borgar í kringum septemberlok, og voru það 10 manns sem kváðust tilbúnir í slíkt ævintýri.
Hlutirnir eru stundum fljótir að gerast þegar fólk í fæðingarorlofi tekur sig til: Pöntuð hefur verið ferð fyrir tíu manns og einn að auki til Barcelona-borgar þann 28. september og er heimkoma áætluð 2. október. Hið eina sem væntanlegir ferðalangar þurfa að gera er að reiða fram staðfestingargjald að upphæð 14.000 kr á allra næstu dögum og geta svo eytt næstu mánuðum í að láta sig dreyma um að teyga ölið á Römblunni í léttu bongói. Þeir sem ekki eru svo heppnir að vera meðal hinna 11 útvöldu eru beðnir um að hugsa ráð sitt, en ekki of lengi, því það er víst ekkert of mikið af sætum eftir í relluna. Sem fyrr minnum við á að miði er möguleiki og aðeins er dregið úr seldum miðum. Takk fyrir.

Tillagan um sólarlandaferð til Búlgaríu var felld.

miðvikudagur, júní 07, 2006

Myndir

Sælt veri fólkið!

Fyrir þær fáu sálir ekki vissu þá fór V.Í.N. í sína hvítasunnuferð um síðustu helgi. Það vill einmitt svo skemmtilega til að síðasta helgi var nefnilega hvítasunnuhelgin 2006. Ótrúleg tilviljnum það.
Ferðinni var heitið í Skaftafell eða Skaptafell og næsta nágrenni. Fínasta ferð alveg það, og þótt ótrúlegt sé þá var sjálfur öræfaóttinn með í för og það í öræfasveitinni. Magnað! Vonandi að hann láti nú sjá sig meira það sem eftir er af sumri.
Hirðljósmyndarinn, sjálft Jarlaskáldið, var að sjálfsögðu með myndavélina og er hægt að sjá afraksturinn af því á myndasíðu Skáldsins. Myndir úr hvítasunnuferðinni er hægt að nálgast hér. Njótið vel

Að lokum þakka ég samferðafólki mínu frá um síðustu helgi fyrir góða ferð. Takk fyrir mig

Góðar stundir

föstudagur, júní 02, 2006

BrottförJæja góðir hálsar, þá er loks komið að fyrstu "alvöru" útilegu sumarsins, allir komnir í gírinn, tilbúnir að skella pottunum á grillið og gulrót upp í... ja, látum það liggja milli hluta. Að höfðu samráði við sérlegan ferðafulltrúa í Suðurlandsdeild samgönguráðuneytisins hefir verið ákveðið að brottför verði úr borg óttans kl. 19.00 stundvíslega (sem yrðu mikil nýmæli í sögu VÍN ef tækist). Fregnir herma að sjálfur Öræfaóttinn muni mæta og því um að gera að grípa tækifærið til að sjá þessa goðsagnaveru sem flestir hafa heyrt um en fáir séð. Og svo allir saman:

Við kjósum Framsókn, bjartsýn við kjósum Framsókn, bjartsýn við kjósum...

fimmtudagur, júní 01, 2006

Barcelona

Ákvað að hringja í Heimsferðir og kanna með laus sæti til Barcelona fyrir 15 manns ( þá er miðað við að allir mæti) og það er nú ekki orðið mikið í boði.
Það sem heillaði mig mest er ferð 21-26 sept. Flogið er út um 7 á fimmtudagskvöldi og komið heim um 9 á þriðjudagsmorgni. Þessi ferð er mun fyrr en hinar og verður hitinn þá væntanlega meiri eftir því, svo eru þetta líka fleiri dagar :)
Aðrar ferðir sem eru í boði eru allar í 3 nætur, 27 okt og svo allar helgar í nóvember. Verðið á þessum ferðum er mjög svipað en veltur að sjálfsögðu líka á hótelinu sem við veljum.
Þá er bara málið að drífa í að ákveða þetta svo það verði nú ekki uppselt.
Endilega látið álit ykkar í ljós annars fæst aldrei niðurstaða í þetta mál

Skaftafell eða Skaptafell

Jæja þá heldur hópurinn af stað í Skaftafell eða Skaptafell á morgun.

Það er 7 kallar sem vitað er um núna sem ætla fara.

Menn þurfa að taka eiginlega allt það dót með sér sem þeir eiga. Klifurtúttur, belti, gönguskó, ísaxir, brodda og bara allt mögulegt því ekki er búið að ákveða dagskrá helgarinnar.

Kveðja
Undirbúningsnefnd.