mánudagur, desember 28, 2009

ársKorT á Skíðasvæðin

Hæ hæ

og gleðilega hátíð.

Eru einhverjir sem stefna á að kaupa árskort á Skíðasvæðin ???
Fresturinn til að kaupa kortið á 16þ rennur út 5 janúar.

Kveðja
Skíðanemdin.

laugardagur, desember 26, 2009

Hann blés að norðanLaugardaginn fyrir viku síðan var farin ganga á Þverfellshorn á Esju. Ferð þessi var hefðbundin af því leyti að þetta var þriðja árið í röð sem tölt var upp á Þverfellshorn síðasta laugardag í aðventunni. Líkt og hin tvö skiptin var ekki fjölmennt en samt 100% aukning frá því í fyrra. Núna fóru:

Stebbi Twist
Krunka

Þrátt fyrir norðan garra þá gekk förin að óskum og báðir tveir leiðangursmanna náðu að toppa. Óhætt að segja að það hafi verið kalt á toppnum enda blés þokkalega að norðan en samt tæpast til að kvarta undan. Það furðulegast er, en samt ekki, að það var meira rok í sundlauginni á Akranesi. En hvað um það.
Þótt það hafi tekið tæpa viku þá hafðist það að lokum og komnar eru myndir á lýðnetið. Þær má nálgast hér

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, desember 24, 2009

fimmtudagur, desember 17, 2009

Mörkin?Einhvern tíma um daginn (sjálfsagt yfir bjórglasi) kom upp sú hugmynd að heilsa nýju ári með því að bregða sér út fyrir bæjarmörkin um eins og næturbil, gista eina nótt, grilla soldið ket og drekka soldinn bjór. Gríðarlega frumleg hugmynd og allt það, og til að toppa frumlegheitin var blessuð Þórsmörkin valin sem áfangastaður. Ojæja, if it ain't broke, why fix it? Spakir menn hafa unnið eilitla forvinnu og komist að því að fullt er í Básum umrædda helgi (2.-3. janúar) en hins vegar laust í Langadal. Vissara er þó að hafa snör handtök ef við viljum láta skjóta yfir okkur skjólshúsi þar, aldrei að vita hvenær fyllist...

Semsagt, bjór, grill og gaman í Mörkinni á nýju ári, viltu vera með? Svör óskast í athugasemdakerfi, eða eftir öðrum viðurkenndum leiðum.

Nemdin.

miðvikudagur, desember 16, 2009

Esjan laugardag fyrir jólJæja, þá er komið að enn einum árlegum hlut innan þessa félags þó svo það hafi nú aldrei náð að vera fjölmennar. Allt frá einmennt upp í að verða tvímennt. Fækkað um einn ár frá ári og vonum að þróunin verði ekki sú sama þetta árið.
Einhverjir kunna sjálfsagt að smyrja sig um hvað er verið að tala en hér er að sjálfsögðu um að ræða Esjuna laugardaginn fyrir jól. En hvað um það. Nenni ekki að hafa þetta lengra að sinni fyrir utan að auðvitað tímasetningu en sú hugmynd er að hittast á N1 í Mosó kl:10:30 á laugardagsmorgun. Sé það svo ólíklegt að einhver ætli með þá eru allar tímasetningar í boði séu óskir um það. Svo bara að drífa sig af stað

Kv
Göngudeildin

mánudagur, desember 14, 2009

ÍbúðalánasjóðurSjálfsagt hafa glöggir lesendur tekið eftir því að Telemarkfestival Íslenska Apaklúbbsins verður haldið hátíðlegt dagana 12-14.marz á nýju ári. Þá kemur hópur fólks til með að gera sjálfan sig að fíflum með asnalegum norskum skíðastíl en um leið skemmta öðrum þar með talið V.Í.N.
Húsnæðisnemd fór á stúfana í síðustu viku með fyrirspurnir um þak yfir höfuðið þessa helgi og viti menn í dag barst svar um að íbúð Flugfélagsins væri laus 11-14.marz nk. Var hún bókuð á nafni Litla Stebbalingsins hið snarasta. Sum sé amk einn svefnstaður kominn og það gamla góða gildir frystir panta, frystir fá. Bara að skrá sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan.
En hér fylgja smá upplýsingar um slotiðHAFNARSTRÆTI 100 - 600 AKUREYRI

Á neðri hæð eru tvö svefnherbergi (annað herbergið með útgang út á svalir) og baðherbergi með þvottavél. Á efri hæðinni eru tvö svefnherbergi, stofa, baðherbergi, eldhús (útgengt út að stórar svalir). Í eldhúsinu er borðbúnaður fyrir 12 manns og er það búið helstu eldhúsáhöldum, eldavél með ofni, örbylgjuofn og öllum helstu raftækjum.

Íbúðin er leigð með húsgögnum, eldhúsbúnaði og öðrum lausamunum.

Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði íbúðarinnar meðan á leigutíma stendur og skuldbinur sig til þess að bæta tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dveljast á hans vegum í húsinu á leigutíma.

Leigjandi skal ganga vel um íbúðina og umhverfi og ræsta íbúðina við brottför og sjá um að hver hlutur sé á sínum stað.

Leigjandi þarf að koma til dvalar í íbúðina á skiptidegi.

Leigjandi þarf að hafa með sér handklæði, sápu, viskastykki, sængurver, lök og koddaver.

Ekki er leyfilegt að hafa með sér gæludýr í íbúðina.

Leigjandi skal ganga vel um íbúðina og innanstokksmuni. Ræsta skal íbúðina við brottför, ryksuga (líka bakvið og undir húsgögn) og þvo gólf, þurrka af borðum og úr gluggum og ræsta baðherbergi. Gangið frá íbúðinni eins og þið viljið taka við henni.

Lesið vel leiðbeiningar sem festar eru upp í íbúðinni og skylt er að fara eftir.


Takið með ykkur:

Lín, utan um sængur og kodda og á rúmin, handklæði, diskaþurrkur og tuskur.Svo er bara að fjölmenna til Agureyrish og rústa búningakeppninni þetta árið (öllu heldur það næzta) og ekkert bölvað bull.
Kannski líka í lagi að stíga snjódanzinn og biðja til veðurguðina, þá er Ingó með öllu undanskilinn, um meiri snjó og ennþá meiri snjó

Kv
Húsnæðisnemd

sunnudagur, desember 13, 2009

Aðventuferðin 2009Vart þarf að koma á óvart að haldið var í gamlar venjur nú um síðustu helgi og skundað norður til Agureyrish til að ástunda dýrkun á skíðagyðjunni. Ekki var nú fjölmennt enda varla við því að búast en þarna voru

VJ og HT á Blondí og komu þau á fimmtudeginum
Kaffi og Jarlaskáldið renndu í hlað á flöskudeginum á Sibba
Restina ráku svo á laugardagsmorgningum Stebbi Twist og Krunka á Fokker 50

Færi var með ágætum en skyggni var ansi takmarkað nema rétt svo í lok dags en þá var bara silld, aumingja þeir sem misstu af því. Eftir skíðaiðkun og pottalegu var snætt á Greifanum áður en menningunni var sint með tónleikum Baggalúts á Græna hattinum.
Sunnudagurinn fór svo bara í heimsókn í jólahúsið til að reyna að koma sér aðeins í jólaskapið svona í vorblíðunni
Annars hafi fólk áhuga ná nálgast myndir úr túrnum hérna

Kv
Skíðadeildin

mánudagur, desember 07, 2009

EymingjaferðÞar er mál með ávexti að undiritaður ásamt 3 öðrum úr FBSR og B2 brugðum okkur í Tindfjöll um þar síðustu helgi. Ætlunin var að ganga þar á Ýmir og Ýmu. Eftir að hafa bívakað aðfararnótt laugardag þá er skemmst er frá því að segja að Litli Stebbalingurinn varð eftir inn inn í Tindfjallaseli, eins og aumingi vegna meints slappleika sem enginn var svo, meðan hinir toppuðu og það í logni. Sem gerist nokkrum sinnum á öld puðu og það í logni. Sem gerist nokkrum sinnum á öld á þessum slóðum. En hvað um. Myndavélin var auðvitað með í för og voru örfáar myndir teknar sem nálgast má hér

Kv
Auminginn

fimmtudagur, desember 03, 2009

Mynd vikunnarEin svona tilefni þess að um komandi helgi er Aðventuferð V.Í.N. til Agureyrish

Svona til að hita aðeins upp og um leið að fá hafsjó minningina til að flæða þá er ekki úr vegi að benda á þetta:

Aðventuferð 2006 og hérna líka
Aðventuferð 2007 sem og hér
Aðventuferð 2008

Kv
Skíðadeildin

miðvikudagur, desember 02, 2009

Það var mikiðÞað var þá löngu kominn tími að maður skutlaði inn myndunum frá Matarveizlunni miklu þetta árið. Höfum svo sem ekki fleiri orð um það en það sem kom upp úr myndavélinni eftir helgina má sjá hérna