föstudagur, ágúst 29, 2003

Var að eitthvað að hugsa um aumingjaskapinn í honum Magnúsi í dag. Að hætta við Ítalíuferð er alveg stórskrítið. Ekki mjög langt síðan hann brást okkur Vínverjum og kom ekki með í Kellingarfjöll til að fara á Gay pride og svo nú þetta. Þar sem þessi hugsun rann í gegnum hugann rann upp fyrir mér ljós. Það er auðvitað nýji kærastinn sem er að banna honum að fara til Ítalíu. Þetta er náttúrulega alveg augljóst.

sunnudagur, ágúst 17, 2003

Fyrir ykkur sem ekki sáuð fréttir á Stöð 2 í kvöld þá verð ég nú að láta ykkur vita hvern ég sá þar á skjánum. Það var að sjálfsögðu verið að fjalla um menningarnóttina. Það var farið í bæinn í dag og fólk spurt út í gærkvöldið og eitthvað svona skemmtilegt. Enda þeir svo fréttina á því að segja eitthvað í þá áttina að eflaust væru margir enn að jafna sig eftir kvöldið. Sýna þeir þá um leið mynd af manni sofandi á bekk niðri í bæ í sólinni í dag. Já ykkur dettur örugglega einn félagi okkar strax í hug þegar þið lesið þetta. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þið hafið hitt naglann á höfuðið enda er það ansi kunnugleg sjón að sjá hann Styrmi sofandi á hinum ýmsu stöðum. Var hann að sjálfsögðu kominn úr skónum svona til að ná betra jarðtengingu.

föstudagur, ágúst 01, 2003

Eins og allir vita verður VÍN með úrvalssveit sína á Þjóðhátíðinni þessa helgina. Nú þegar er þjálfi kominn út með 2 gríslinga með sér. Munu það vera Stebbarnir sem eru að gera úttekt á landsins gæðum. Nýjustu fregnir herma að þeir seu orðnir drukknir (ekki telst það nú til tíðinda) og að popptíví hafi tekið þá tali (gæti orðið fróðlegt að sjá hvernig það kemur út). Ekki liggja fyrir upplýsingar fyrir um afdrif Arnórs en heimildir telja þó að hann sé ennþá á lífi. Næsta mál á dagskrá hjá undanfarahópnum er að koma upp tjaldbúðum sem samanstendur af tveimur tjöldum hjá Jóa Listó. Síðari hluti úrvalssveitar (vinnandi menn) fara í loftið kl. 16 í dag en fregnir herma að helmingur hennar sé þegar farin að vinna í því að ná svipuðu rakastigi og undanfarasveitin.