miðvikudagur, maí 29, 2013

Tuttugasti og annar þetta árið

Þá er enn ein vikan hálfnuð og því er komið að lista þessarar viku ekkert nema gott eitt um það að segja. Við skulum bara ekkert hafa þetta neitt lengra og koma okkur að málinu þessa vikuna.


Persónur:

Eldri Bróðirinn
Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi


Stál og olía:

Willy
Brútus
Gullvagninn


Verum bara stuttorð þessa vikuna enda sumarið að bresta á með sínum útilegum

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, maí 28, 2013

miðvikudagur, maí 22, 2013

Sá tuttgasti og fyrsti þetta árið

Þá er ný ríkisstjórn tekin við og það stendur víst í nýja stjórnarsáttmálanum, já og gamla sáttmála líka, að næztu fjögur ár komi til með að verða alltaf gott veður í Goðalandi og Þórsmörk Fyrstuhelgina í júlí. Ekki amalegt það
Allur annar venjubundin undirbúningur gengur fyrir sig þessa dagana og vikurnar. Þrátt fyrir misheppnaðar tilraunir til undirbúnings-og eftirlitsferða. En það var alla vega reynt og slíkt verður ekki tekið af fólki.
En hvað um það. Komum okkur bara að málinu.


Málið:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi


Málanna:

Willy
Brútus
Gullvagninn


Það þýðir ekki að láta smá öræfaótta aftra sér frá því að halda í Bása Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2013 og munið bara að miði er möguleiki


Kv
Skráningardeildin

sunnudagur, maí 19, 2013

Fall er fararheilLoksins, loksins í dag var ætlunin að halda í undirbúnings-og eftirlitsferð í Goðaland. Staðfestir voru tveir bílar og var hittingur á Gasstöðinni kl:10;00 og síðan var lagt í´ann allir fullir eftirvætingar en það voru:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist

á Rex


Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi

á Gullvagninum


Það var haldið sem leið lá austur á boginn og þrátt fyrir mikla rigningu og þoku á heiðinni þá höfðum við öruggar heimildir fyrir því að þurrt væri á Merkurslóðum og fínasta veður. Allir voru því spikspenntir að komast innúr og grilla þar hammara í jómfrúarferð Skottu inní Goðaland
Þegar við vorum rétt komin austur fyrir Hnakkaville fór að bera á gangtruflunum í Gullvagninum og byrjaði hann að reykja óeðlilega mikið, meira að segja mv grútarbrennara. Það var aðeins haldið áfram í von um að Gullvagninn myndi lækna sig sjálfur en svo gjörðist ekki. Þá var bara ákveðið að snúa við og fá sér ís í Carlsberg. Það gat nú verið að einhver bölvuð Togaýtan kæmi í veg fyrir að maður kæmi Skottu í sína fyrstu Merkurferð. En það styttist í að maður komi sér á heimaslóðir.
Þegar fólk hafði kvatt hvert annað var símað í Dísu og reynist hnátan vera heima og skipaði okkur að koma í heimsókn. Það var því lán í óláni að komast ekki í Bása var bara að heimsækja hana Dísu okkar og Hjalta. Þau voru bara kátt að vanda og höfðingar heim að sækja eins og alltaf
En við skulum nú bara samt segja að fall sé fararheil og næztu ferðir heim munu verða hver öðrum goðsagnarkenndari.
Alla vega þá má skoða myndir frá ísbíltúrnum hér

Kv
Undirbúnings-og eftirlitsnemd

föstudagur, maí 17, 2013

Laugardagsrölt

Ef einhver skyldi hafa áhuga erum við litla fjölskyldan að spá í léttri fjallgöngu á morgun, laugardag, upp á einhvern smá hólinn í nágrenni borg óttans. Allir velkomnir með

fimmtudagur, maí 16, 2013

Sunnan hvíta

Þá er að renna upp hvítasunnuhelgi þessa árs. Rétt eins og allir vita þá er frí hjá flestum launamönnum á mánudeginm og því upplagt að gjöra eitthvert uppbyggilegt. Reyndar er mér það til efs að stemning sé fyrir helgarferð þetta árið. Það er í góðu enda kemur ár eftir þetta ár, vonandi, og þá munu kirkjunnarmenn sjá til þess að þessi helgi verði líka löng svo útilega má bíða
En margt annað er svo sem hægt að gjöra.
Það væri td ráð að skottast upp á einhvern l ekki langt frá borginni og leyfa ungviðnum að njóta sín aðeins á fjöllum. Gefa þeim smjörþefinn af fjöllum
Það má svo teljast líklegra en ekki að haldið verði í dagsferð amk í Bása á Goðalandi á messudag og þar almennum undirbúnings-og eftirlitsskyldum félagsmanna sinnt.
Svo færi kannski ráð að skreppa á skíði þe fjallaskíði bara upp í Bláfjöllum, hjólheztaferð í Heiðmörk. Eða bara í ísbíltúr nú eða það sem fólki dettur í hug. Fer þó sjálfsagt mezt eftir því hvað spámenn ríkzins segja

miðvikudagur, maí 15, 2013

Sá tuttugasti þetta árið

Já, það er barasta komið fram í tugurtugur í vikum á þessu ári. Time is fun when you´re having flies. En hvað um það. Nú er miðvik og slíkt táknar bara eitt eða auðvitað skráningarlisti fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2013. og hér er hann þessa vikuna:

Eldri Bróðirinn
Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi


Willy
Brútus
Gullvagninn


Allt enn við sama gamla heygarðshornið en það hlýtur barasta að skána úr þessu. Enda svo til komið sumar
En þar sem um komandi helgi er hvít sunna er kominn upp sú hugmynd að kíkja innúr í undirbúnings-og eftirlitsferð. Ekki er enn vitað hvenær verður farið eða hve lengi verður stanzað. Slíkt ræðst bara þegar það ræðst. Ekki er reiknað með miklum undirtektum við þessu þar sem annaðhvort er ekki kjaftur sem les helsta fréttatiðindi V.Í.N. eða þá allir eru illa haldnir af öræfaótta. Ritstjórn hallar þó frekar að hinu fyrr nefna og ekki kemur til greina að breyta til á ritstjórn

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, maí 14, 2013

Tilraun með eftirliti með eftirlitinu

Því miður varð minna úr undirbúnings-og eftirlitsferð en vonir stóðu til um síðustu helgi. Nú er löng Jésúhelgi framundan og því ráð að reyna aftur. Bezt að fylgjast vel með veðurspámönnum ríkzins en laugardagur, messudagur og mánudagur koma allir til greina. Fylgist því spikspennt með

Kv
Nemdin

laugardagur, maí 11, 2013

Sá nítjándi þetta árið

Betra er seint en aldrei sagði einhver tjélling einhverntíma. En beðist er velvirðingar á seinkun þessa vikuna sem var vegna tæknilegra erfiðleika, eða þannig

En amk þá er bara að vinda sér í málið

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Eldri Bróðurinn
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi


Willy
Brútus
Gullvagninn

Þrátt fyrir hugmyndir um að kíkja innúr á morgun, messudag, þá virðist ætla verða minna úr þeim plönum en vonir stóðu til
En næzta helgi er löng svo þá skal stefnt á undirbúnings-og eftirlitsferð

Kv
Skráningardeildin

sunnudagur, maí 05, 2013

Eftirlit með eftirlitinu

Jæja, góðir hálsar. Er ekki kominn tími á að hætta að tala og fara að framkvæma. Já gott fólk nú er svo sannarlega kominn tími á að skella sér í undirbúnings-og eftirlitsferð inní Bása og kanna þar ástand fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2013.
Spurning hvort næztkomandi messudagur henti ekki ágætlega til þess að skella sér í bíltúr og grilla pulsur ásamt því að sinna eftirlitsskyldum og almennum undirbúning. Amk er því þá með þessu komið fram sum sé næzta messudag. Nú er bara smurning hvort fólk er áhugsamt um slíkt eður ei. Endilega tjá sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan

Kv
Undirbúningsnemdin

fimmtudagur, maí 02, 2013

Þreföldun kvikmyndasjóðs

Það var prýðilegasta afþreying og skemmtun á Bnaff í gærkveldi. Í kveld verður síðara sýningakveldið og að sjálfsögðu eru V.Í.N.-liðar hvatir til að fjölmenna og hafa gaman að. Að sjálfsögðu af gömlum og góðum sið þá birtum við dagskrá kveldsins. • plusIndustrial Revolutions

  Danny MacAskill hefur fundið nýjan leikvöll á hjólinu sínu en að þessu sinni leggur hann brautir á yfirgefnu iðnaðarsvæði þar sem nóg af járni er til staðar.
  • Tegund:
  • Hjól
  • Lengd:
  • 5 mín
 • plusBeing there

  Fjallaskíðun og stökk hjá frændum okkar í Noregi. Lofoten og nágrenni koma m.a. við sögu.
  • Tegund:
  • Skíði
  • Lengd:
  • 14 mín
 • plusReel rock 7: Wide Boyz

  Off-width klifur er þegar sprungur eru of breiðar til að geta notað eina hendi í einu og eru sumir búnir að þróa með sér tækni til að takast á við slík verkefni.
  • Tegund:
  • Klifur
  • Lengd:
  • 12 min
 • plusOn thin sea ice 2

  Sumir leika sér að eldinum, aðrir leika sér að ísnum.
  • Tegund:
  • Skautar
  • Lengd:
  • 2 min
 • plusThe Dream factory

  Teton Gravity Research (TGR) hafa um árabil búið til skemmtilegar og flottar extreme skíðamyndir.
  • Tegund:
  • Skíði
  • Lengd:
  • 27 min
 • Hlé

 • plusFow hunters

  Nokkrir kayakræðarar fara saman til Nýja Sjálands að róa niður fossa og straumvatn.
  • Tegund:
  • Kayak
  • Lengd:
  • 9 mín
 • plusThe Rollerman

  Danny Strasser er mættur aftur til leiks og er að þessu sinni búinn að útbúa sinn eigin "hjólagalla".
  • Tegund:
  • Ísklifur
  • Lengd:
  • 3 mín
 • plusOn the road - Skiing the void

  Frásögn um fjallaskíðun í suður Ameríku.
  • Tegund:
  • Skíði/saga
  • Lengd:
  • 7 mín
 • plusLily shreds trailside

  Suma vini er einfaldlega ekki hægt að skilja eftir þegar farið er í hjólatúr.
  • Tegund:
  • Hjól
  • Lengd:
  • 3 mín
 • plusReel rock 7: Honnold 3.0

  Alex Honnold þarf vart að kynna Klifrurum en hann þarf alltaf að toppa sjálfan sig af og til.

miðvikudagur, maí 01, 2013

Sá átjándi þetta árið

Nú á degi verkalýðsins er vel við hæfi að birta enn einn skráningarlista fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2013. Skulum ekkert hafa þetta neitt lengra og vindum okkur í málið

Fólk:


Firnindi:Jæja, hvernig er hugur fólks fyrir undirbúnings-og eftirlitsferð fljótlega. Eins og einn laugardag eða sunnudag?


Kv
Skráningardeildin