Já, kominn er júnímánuður og V.Í.N.-ræktin heldur áfram þrátt fyrir að kominn sé nýr mánuður. Ætli það sé ekki bara bezt að birta hér að neðan dagskrána fyrir þjóðhátíðarmánuðinn. Þetta er þó allt saman gert með fyrirvara um breytingar á dagskrá hvenær sem það hentar hverju sinni. Nóg um það og hér er það sem koma skal næstu vikurnar:
Júní:
5. Juni Gönguferð á Skálafell eystra (Hellisheiði)
12. juni Hjólaferð í Heiðmörk
19. juni Gönguferð á Keili
26. juni Sundferð í Reykjadal
Eins og glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á er ætlunin að fara á Skálafell á Hellisheiði nú komandi þriðjudag. Og er það vel. Er ekki bara málið að stefna á að hafa brottför úr höfuðborginni á þessum allra venjulegasta tímanaum þ.e 19:30 og verður brottfararstaður nánar auglýstur síðar nú eða bara boð látin ganga um þá staðsetingu. Nú er tækifærið, eða bara læri, læri tækifæri að skella sér með.Upplagt að æfa sig fyrir Fimmvörðuhálsinn um Jónsmessuhelgina nk. Ekki seinna væna að koma sér í form fyrir það.
Ekki klikkaði V.Í.N.-ræktin síðasta þriðjudag, frekar en hina svo sem, þar sem menn skelltu sér í hjólhestatúr út að Gróttu Ekki var nú mjög margt um manninn en góðir einstaklingar engu að síður. Þeir sem þarna stígu sig áfram voru: Stebbi Twist, Maggi Brabrason og Snorri hinn aldni. Farið var sem leið lá úr Grafarvoginum, reyndar úr Grafarholtinu fyrir suma, í gegnum Bryggjuhverfið og niður að rafstöð, þar sem enginn beið okkar. Út á Gróttu þar sem stígnum var fylgt í gegnum Fossvoginn og áfram með sjónum. Kíkt aðeins í bæinn og hjólað meðfram Sæbratinni heim á leið. Góður hjólatúr í fínu veðri.
Þanngað til næzt
Kv
Göngudeildin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!