föstudagur, desember 14, 2007

Býrðu í helli?



Þó svo að langt sé liðið að helginni er alveg kominn tími á viðra uppi hugmyndir hvað skal gjöra á laugardag. Reyndar eru uppi hugmyndir um utanbæjarför en það kann að skýrast síðar. Kemur í ljós
Djúsinn var búinn að krydda upp á því að skella sér í hellaleiðangur. Tel að það sé líklegast til árangurs ef kauði útlisti það bara nánar hér í athugasemdakerfinu hér að neðan. Annars er allt opið og ef einhver þarna úti langar að tjá sig þá er bara um gjöra að opna sig. Micinn er opinn.

Nú um síðustu helgi var smá útivera stunduð á laugardeginum, eftir nokk góða tónleika á flöskudagkveldinu, að þessu sinni var hvorki rölt né hjólað. Þá kann margur að smyrja sig hvað var gert. Svona fyrir forvitna þá var haldið í Bláfjöll og skíðað þar fríkeypis í Suðurgili. Fínasta byrjun á skíðavetrinum í góðu utanbrautarfæri og þokkalegu veðri. Það voru 4.stk sem gerðu sér ferð uppeftir og það voru:

Stebbi Twist
Þessi Óli
Yngri Bróðurinn
Erna

Að loknu skíðamennsku var haldið í Breiðholtslaug til að ná úr strengunum og síðan á American Style til að næra sig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!