miðvikudagur, mars 25, 2015

Tugur+tveir í skráningu 2015 AD

Nú þegar sjálf páskakanínan er farin að brýna tennurnar fyrir páskaeggið góða sem auðvitað táknar bara eitt að nú þarf að fara að huga að undirbúnings-og eftirlitsferð. En hvað um það. Listinn góði hefur auðvitað sinn forgang og hjer kemur hann

Ammælisgeztir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Bergmann


Ammælirjeppar:

Willy (af gömlum vana)


Heyrumst svo aftur rétt fyrir páska


Kv
Skráningardeildin

sunnudagur, mars 22, 2015

Þar sem hjól og snjór mætastEins og var staðfest hér í gær var ákveðið að hjólheztast um Heiðmörk í dag.
Það voru 4 hjólakappar sem hittust hjá Magga á móti í Norðlingaholti og rúmlega 10:30 á messudagsmorgni var lagt í´ann með stefnuna á Heiðmörk.
Þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist á Cube LTD SL
Eldri Bróðirinn á Wheeler Pro 69
Maggi Móses á Gary Fisher Cobia
Bubbi Flubbi á Specialized Awol

Sum sé við hittumst heima hjá Magga og heldum þar sem leið lá í bakgarðinn hjá kauða þ.e Heiðmörk. Við byrjuðum á því að hjóla stíginn þarna en það var eiginlega ekki alveg að gjöra sig. Bæði snjór og drulla gjörðu oss lífið leitt. Við fórum því bara yfir á veginn og tókum smá hring á honum. Fengum þar bæði skafla og drullu, þó ekki eins mikla og brúðkaupsveizluhjólatúrnum í fyrra sumar. En alla vega þá var þetta amk hinn allra fínasti hjólheztatúr og allir bara vel sáttir er við reyndum aftur í Hólmvaðið þar sem við smúlluðum fákana áður en menn heldur aftur hver sína leið heim.

En það þarf varla að koma nokkrum á óvart að myndvél var með í för og sé nenna hjá lesendum má skoða myndir frá förinni hjer


Kv
Hjóladeildin

laugardagur, mars 21, 2015

Vor í loftiSvona í tilefni þess að dagurinn sé orðinn lengri en nóttin. Reyndar skelfileg tíðindi fyrir okkur B-fólkið en hvað um það. Þar sem sumarið er bara rétt handan við hornið enda rétt rúmlega mánuður í Sumardaginn frysta og vonandi Snæfellsjökulsferð þá er vel við hæfi að draga hjólheztafáka gildra lima út úr hjólageymzlum landsins og skella sér í stutta messudagsreið.
Litli Stebbalingurinn og Maggi Móses heldu stuttan símafund rétt í þessu og ákváðu þar að viðra hjólhezta sína á morgun, messudag, og kanna aðeins Heiðmörkina.
Stefnan er að yfirgefa Norðlingaholtið á bilinu frá ca 10:03 til ca 10:27. Auðvitað allir áhugasamir velkomnir með

Kv
Hjólheztadeildin

miðvikudagur, mars 18, 2015

Tugureinn í skráningu 2015 AD

Já komið þið sæl og blessuð

Enn eina vikuna þá eruð lesendur þessar þriðju vinsælustu netsíðu landans angraðir með lista hina viljugu og staðföstu. Þar sem það er kominn miðvikudagur, og farið að halla í rétta átt, hverjum hefði þá dottið í hug að listinn mynda birtast í dag. Amk ekki mér. En hvað um það. Nú styttist í vorjafndægur og sólmyrkva sem og í fyrstuhelgarárshátíðarþórsmerkurammælisferð og því ekki úr vegi að birta nöfn þeirra ammælisgezta sem hafa boðað komu sína


Ammælisgeztir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Bergmann


Ammælisjeppar:

Willy (af gömlum vana)


Þá er mál að linni að hafa þetta ekki lengra þessa vikuna og svo bara minna fólk á að auðvelt er að smella á skilaboðaskjóðuna hér að neðan og rita nafn sitt og sinna

Ekki fleira í bili

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, mars 17, 2015

Komdu út að leikaJæja gott fólk. Nú er Litli Stebbalingurinn farinn að verða örlítið viðþolslaus og langar að fara út að leika. Svona ef Veðurstofa ríksins kemur ekki með eftir farandi skilaboð ,,Gert er ráð fyrir stormi" annað hvort á laugardag eða messudag hvernig er stemningin fyrir því að virkja skíðadeildina og fara út að renna sér. Skiptir þá litlu hvort ætlunin sé að skinna eða bara láta lyftur fjallanna sá um að koma sér upp. Sömuleiðis skiptir litlu hvor dagurinn yrði fyrir valinu en amk á laugardag er Litli Stebbalingurinn ekki laus fyrr en kl:11:00 fyrir hádegi þann sama dag.
Sjáum hvað þessi tilkynning um hugmynd gjörir en miði er möguleiki


Kv
Skíðadeildin

miðvikudagur, mars 11, 2015

Tugur í skráningu 2015 AD

Nú er stund milli stríða og í augnablikinu er ekki gert ráð fyrir stormi. Slíkt hlýtur að tákna að sumarið sé í nánd...eða hvað??
Alla er það næzta víst að ammælisfyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð er 10 vikum nær en hún var á fyrsta degi ársins. Það er vel
En vér skulum ekki dvelja lengur við það heldur bara koma okkur að efninu sem er auðvitað listi hina viljugu og staðföstu


Ammælisgeztir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Bergmann


Ammælisjeppar:

Willy (af gömlum vana)


Höfum þetta ekkert lengra þessa vikuna en þangað til næzt

Kv
Skráningardeildin

miðvikudagur, mars 04, 2015

Níundi í skráningu 2015 AD

Já, komið þið sæl. Þá er komið að því þessa vikuna. Við erum að sjálfsögðu að tala um listann góða þessa vikuna. Já allt að gjörast og er það vel. Eitthvað virðist fólk vera rólegt í þessu en við skulum ekki gleyma því að góðir hlutir gjörast hægt. Segum bara að slíkt sé sannleikurinn og ljósið. En komum okkur bara að nöfnum þessarar viku.

Ammælisgeztir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Bergmann


Ammælisjeppar:

Willy (af gömlum vana)


Látum þetta bara gott heita þessa vikuna


Kv
Skráningardeildin

mánudagur, mars 02, 2015

EldborgarsalurinnUm þar síðustu helgi skrapp Litli Stebbalingurinn ásamt tveimur öðrum höfðingjum upp í Bláfjöll. En þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Stoney

Sá síðan Litli Kóreustrákurinn um að koma oss fram og til baka

Eins og kom fram hér að ofan var skroppið upp í Bláfjöll til að skíða en ekki var ætlunin að láta lyftur ferja sig upp heldur skyldi skinnað. Fyrir valinu var að skottast upp Eldborgargil. Á leiðinni urðum oss vitni af snjófljóði falla og var í fyrsta skipti sem allir af oss sá slíkt náttúrufyrirbæri gjörast.

Er við komum á staðinn voru skinnunum skellt undir og síðan bara arkað af stað og fórum við bara upp með toglyftunni. Alls staðar í kringum oss sáum við ummerki eftir snjófljóð og greinilegt að aðstæður voru þarna ekkert alltof tryggar en upp á topp fórum vér og síðan niður aftur en ekki sömu leið.
Það er óhætt að mæla með þessu, tekur stuttan tíma og maður fær fína brekku, enda er þetta eitt skemmtilegasta svæðið í Bláfjöllum. Er rennsli var lokið var jafnvel pælingin að kæta aðeins en Stoney var með slík verkfæri með sér. En vindur var helst til mikill til slíkra athafna amk fyrir viðvaninga eins og sá sem þetta ritar. Var því bara ekið aftur í kaupstaðinn en engu að síður fín dagur og alltaf gaman að komast aðeins út

Fyrir þá sem nenna má skoða myndir frá deginum hjer

Kv
Skíðadeildin