fimmtudagur, mars 31, 2011

Agureyrsh 2011Núna 11-13.marz sl var hin árlega skíða-og menningarferð til Agureyrish farinn. Það sem helst ber til tíðinda er að Team V.Í.N. kom heim með bikar einn en Krunka var valin kona mótsins á Telemarkfestivalinu en hvað um það. Þarna voru:

Eldri Bróðurinn
Krunka
Tiltektar-Toggi
Kaffi
Sunna
Erna
Yngri Bróðurinn
Stebbi Twist
Maggi á Móti
Elín Rita
VJ
Danni Lilti
Jökla Jolli
Auður

Þar sem letin er bókstaflega að drepa mann þessi misserinn þá er nennan ekki til staðar fyrir einhvern texta, sem ekki kjaftur les hvors sem er, þá látum við bara myndir tala sínu máli hér

Kv
Skíðadeildin

miðvikudagur, mars 30, 2011

Tíund

Jæja þá er loks komið að tveggja stafa tölu í upptalningunni fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2011. Þrátt fyrir smá lægð í nokkrar vikur vegna tæknilegra erfiðleika þá er allt komið á fullt skrið og verður það vonandi alveg fram að Helginni. En komum okkur að málinu þessa vikuna

Furðulegir fýrar:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna

Gróðurhúsavaldar:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn

Eins og margar hinar síðustu vikur er þetta alveg sami eðalmannskapurinn. Kannski rétt að geta þess hvernig á að skrá sig. En það er einfaldlega gjört í skilaboðaskjóðunni hér að neðan. Bara nafn og ökutæki ber svo undir. Málið dautt.
Annars bara þá heyrumst við eftir viku

Kv
Skráningardeildin

mánudagur, mars 28, 2011

VÍN Í GEGNUM ÁRIN

SteamscaleNú dagana 2-6.marz s.l. skundaði Litli Stebbalingurinn og Magga Móses, ásamt tveimur öðrum Flubbum, á fagnámskeið í fjallamennsku hjá Björgunarskólanum sem haldið var á Gufuskálum. Þar var ýmislegt gjört sem tengist fjallamennsku og félagabjörgun. Svo var líka Lóndrangi klifinn og skíðað á Snæfellsjökli á laugardeginum í ca 20-25m/s. Svo sem ekkert meira um það að segja og læt bara myndir tala sýnu máli hafi einhver áhuga að skoða. En þær eru hér

Kv
Fjallageiturnar

fimmtudagur, mars 24, 2011

Sá síðasti og þetta hafðistÞann 26.feb síðast liðin var haldið á síðasta tindinn í 35.tinda verkefninu. Upphaflega ætlunin var að skunda á Norðursúlu en vegna lélegs skyggnis og mikils élagangs var ákveðið að bíða með Botnsúlur til betri tíma og haldið þess í stað austur á veg og tölt á Miðfell fyrir ofan Úthlíð. Lágt fell og löðurmannlegt en það fullnægði öllum settum skilyrðum. En skemmst er frá því að segja að allir toppuðu og fengu skúffuköku í verðlaun. En þrímennt var á toppnum og það voru:

Stebbi Twist
Krunka
Mæja Jæja

Eins og áður sagði náðu allir settu takmarki og fengu ekkert útsýni í verðlaun en bara köku. En aðalmálið var samt það að Litla Stebbalingnum tókst að ná settu marki og það vel innan tímamarka. Svo er spurning hvað verður næzt en allt slíkt er óákveðið. Allaveg myndir eru hérna

Kv
Stebbi Twist

miðvikudagur, mars 23, 2011

Sá níundi

Já, loksins, loksins. Tæknin var eitthvað stríða skráningardeildinni svo ekki hefur birst skráningarlisti í alltof langan tíma. En nú er kominn tími á breytingar á því og skal nýr listi birtur þessa vikuna og vonandi alveg fram að Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2011.
Þrátt fyrir tæknilega erfiðleika þá virðist það tæpast hafa komið að sök því ekki hefur skráningardeildin verið að drukkna í auknum verkefnum á meðan. En hvað um það nú er kominn tími á að telja upp hverjir ætla:

Uppvakningar:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna

Búr úr gleri og stáli:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn

Ekkert nýtt af vesturvígstöðunum og við bíðum bara þanngað til í næztu viku. Sjáum hvað gerist þá

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, mars 08, 2011

Telemark festival

jæja allt að gerast fyrir telemarkfestivalið.

Dagskráin er ..
Kæru félagar

Telemark festivalið verður haldið næstu helgi. Norðanmenn hafa pantað nýsnævi í miklu magni til að gera festivalið hið veglegasta. Vegna gríðarlegrar snjókomuspár stefnir allt í að Telemarkfestivalið verði með örlítið breyttu sniði í ár, ef spár ganga eftir verður lögð sérstök áhersla á utanbrautarskíðun í nýsnævi. Skráning fer fram hér á Ísalp vefnum en þeir sem eru ekki með aðgang að vefnum geta skráð sig á 6914480@gmail.comÞetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Það er mikilvægt að skrá sig svo skipuleggjendur viti hvað margir mæta í matinn.

Dagskrá:

11. mars - föstudagur

Skíðað í púðrinu fram að lokun

12. mars - laugardagur

KL: 11:00 keppt í samhliðasvigi í karla- og kvennaflokki í Hjallabrautinni

KL: 16:00 Apres Ski Aldarinnar

KL: 20:00 Telemarkhóf á Vélsmiðjunni

13. mars – sunnudagur

Gengið upp á brún og skíðað nýjar línur í púðrinu

Í matinn á Telemarkhófinu verður Lambalæri úr sveitinni með öllu tilheyrandi.

- Verð 2850 kr.

- Tilboð á barnum

- Gildir líka sem aðgangsmiði á Kaffi Akureyri