Nú er ný vika rétt svo nýhafin sem táknar líka að framundan er V.Í.N.-rækt þessarar viku. Það verður gerð smábreyting á því sem oftast er en hún verður færð fram um ein dag. Sem sagt gengið verður í miðri viku eða á miðvikudaginn 25.07.07 nk sem ætti bara að vera ágætt því þá verður farið að halla í rétta átt. Annað verður óbreytt og það verður gengið á Akrafjall á Skipaskaga. Brottför úr bænum verður aðeins í fyrra fallinu að þessu sinni eða kl:19:00. Staður verður auglýstur seinna ef þá yfir höfuð.
Í síðustu viku var bankað upp hjá forsetanum en hann var þá ekki heima til að taka á móti gestum. En það var hjólað út á Álftanes og það voru 3.sveinar sem stigu á sveif þarna. En það voru:
Stebbi Twist
Maggi Móses
Danni Djús
Hressandi túr í góðu veðri þó svo að það hafi verið viss vonbrigði að grísabóndinn var ekki heima og gat því ekki fært okkur kaffi og kleinu.
Kv
Göngudeildin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!