fimmtudagur, október 31, 2013

Í útjaðri bæjarinnsLaugardagur til lukku. Dagurinn byrjaði á því að gjöra sér ferð í nýlenduvöruverzlun þar sem ma verzlað var í kveldmatinn og fyrir valinu varð Bessastaðasteik. Auk þess fékk Jóhann laugardagsnammið sitt. Næzt tókum við út sænskan róluvöll. Spurning þar hvort börnin eða hinir fullorðnu skemmtu sér betur þar. Nú við höfðum hug á því að kíkja í búð þennan dag sem staðsett var og er væntanlega í útjaðri Uppsala. Þau heiðurshjón buðust til þess að lána okkur hjólhezta sína sem og hjólakittið fyrir torfærukerruna.
Enn og aftur komst maður að því hvað hjól eru mikil snilldarferðamáti. Þarna hjóluðum við meðfram ánni og gat fylgst með og skoðað það sem var í kring. Þetta er jú gamal og flottur bær. Ekki tókst okkur að rata beint á XXL en það hafðist. Þar fékk Skotta sína fyrstu alvöru útiskó. Svo var bara komið að því að hjóla til baka. Við fórum ekki alveg sömuleið en í sömu átt. Þá fórum við framhjá flestum bílaumboðum bæjarins og svo þegar í bæjarkjarnann var komið hjóluðum við hinum megin við ána m.v hina leiðina. En samt nokkuð ljóst að þegar maður heimsækir sendiherrahjónin næzt verður það að vorlagi eða síðla sumars. Flottir almenningsgarðar þarna sem gaman væri að skoða betur þegar það viðrar til þess.
Kveldið var bara eins og hin fyrri. Góður matur og gott spjall

Myndir frá deginum má skoða hér

miðvikudagur, október 30, 2013

Upp og niðurFlöskudagur og kallinn kominn í gírinn. Dagurinn fór bara að meztu í að rölta um miðbæinn, skoða mannlífið ásamt þvi að vera dreginn í hinar ýmsu sjoppur. En hvað um það. Við kíktum líka í sænska ríkið til að taka aðeins út sænska bruggmenningu. Þessir fjórir voru misgóðir en reynt var að kaupa bæði góða og vondan öl.
Kveldið fór svo líka bara í afslöppun, fékk rauðvín í boði Tiltektar-Togga (kemur á óvart), smökkun á local öli og sjónvarpið hjá þeim hjónum tekið út. En Tiltektar-Toggi átti svo móment kveldsins þegar kauði kveikti upp í arninum. Ekki vildi betur til en svo að íbúðið fór að fyllast af reyk, skorsteininn þarf greinilega á sótara að halda. En prýðilegur dagur

Það má skoða myndir frá deginum hér

þriðjudagur, október 29, 2013

Í annað póstnúmer


Fimmtudaginn var kominn tími að yfirgefa Gavle og halda suður á boginn þar sem megin tilgangurinn var að heimsækja sendiherrahjón V.Í.N. í Svíþjóð. Þar er auðvitað verið að tala um heiðurshjónin Tiltektar-Togga og Dr. Dillu. En fram eftir degi tókum við því rólega í Gavle, áður en haldið var að lestarstöðinni síðla dags.
Eftir ca 1 klst hang í lest komum við til Uppsala þar sem við skunduðum út úr lestinni. Ekki vildi svo vel til að við tókum vitlausa beygju en áttuðum okkur fljótlega á því. Þökk sé google map þá komumst við loks á Freygsvej öll heil á höldnu þrátt fyrir rigningu. Þar tóku þau höfðinglega á móti oss og beið okkar kveldmatur. Megi þau hafa þakkir fyrir það. Kvöldið fór svo bara í spjall og segja kjaftasögur.

Reyndar voru ekki margar myndir teknar þennan daginn en einhverjar þó og þær má skoða hér

mánudagur, október 28, 2013

Hangið ,,heima´´


Miðvikudaginn tók letin völdin og við litla fjölskyldan tókum því bara rólega. Við héldum okkur bara heima við meztan hluta dagsins enda tók Skotta góðan lúr og svaf í tæplega 4 klst. En svo þegar húsráðendur komu aftur heim eftir vinnu og skóla fengum við þau í smá barnapíuleik til þess að við hjónaleysin kæmust í smá göngutúr þar sem við enduðum óvart í miðbænum. En hvað um það. Kærkomin hvíld þennan dag.
Sé áhugi fyrir hendi má þá skoða myndir frá deginum hér

föstudagur, október 25, 2013

(H)LandsæfingÁ laugardag fyrir tveim vikum var haldin Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Borgarfirði. Þangað skundaði Litli Stebbalingurinn ásamt Eldri Bróðirnum. Þar voru menn í spottaverkefnum og milli þess að dáðast af gömlum amerískum björgunarsveitabílum. En hvað um það. Nenni ekkert að fara út í einhver smáatriði heldur bara benda strax á myndir sem má skoða hér

fimmtudagur, október 24, 2013

Skundað um bæHelgin er svo lengi að líða og loks kom þriðjudagur. Við byrjuðum á því að rölta yfir til langaömmu Skottu til að snæða þar brunch. Eftir að hafa nært sig var haldið í bæjarferð þar sem Lindex og H&M biðu manns, ekki gaman. En um auðvitað nýtum við tækifærið og skoðuðum miðbæinn og Gavlegeiturnar sem þarna eru útum allt. Svo var náttúrulega nördinn í manni að virða fyrir sér hjólheztamenninguna þarna. Það kom skemmtilega á óvart hvað bærinn þarna er flottur og maður gat líka rölt skemmtilega leið þó svo maður hafi kannski ekki verið á skemmtilegasta tímanaum en samt er haustið skemmtilegur tími með sínum litum og föllnu laufum. Svo rakst maður líka á furðulega bíla en það er bara gaman.
Síðan um kveldið bauð langaamman aftur til matar. Restin fór bara í létt spjall, smakk á sænskum bjór og afslöppun.

Sé áhugi fyrir hendi má skoða myndir hér

miðvikudagur, október 23, 2013

Fyrirmyndarríkið SvíþjóðVikuna 14-20. október s.l skrapp litla Twist fjölskyldan í Svíareisu. Þar sem megin tilgangurinn var tvíþættur annars vegar að heimsækja skyldfólk Krunku og Skottu sem og að heilza upp á sendaherrahjónin í Svíþjóð þau Tiltektar-Togga og dr.Dillu.
Það var sum sé mánudaginn (bezta dag vikunnar) sem við rifum okkur á fætur fyrir allar aldir og heldum sem leið lá í Sandgerðishrepp. Sveitakráin þar klikkar aldrei. Allt var svo sem klassíkst og Skotta stóð sig vel í sínu fyrsta millilandaflugi og ekki var verra að við fengum heila sætaröð fyrir okkur. Þegar til draumaríkisins va komið tók við rúmlega klst. lestarferð til Gavle, (mikið eru lestir leiðinlegur ferðamáti amk mv króna per km). Í Gavle tók ömmusystir Skottu á móti okkur og við röltum svo í ca 10 min til dvalarstað okkar næztu daga. Við tók svo bara afslöppun enda flestir syfjaðir eftir ferðalagir.

En alla vega þá má skoða myndir frá deginum hér

miðvikudagur, október 09, 2013

Agureyrish haustVið hjónaleysin ásamt Skottu skruppum nú um síðustu helgi norður til Agureyrish. Fátt svo sem um það að segja. Áttum stuttan fund með sendiherrahjónunum, kíkti upp í Hlíðarfjall og síðan bara haft það notalegt þarna. En það er farið að hausta þarna og rúmlega það. Eitthvað lítið snjóaði þarna aðfararnótt laugardags og er það vel. Smá föl komin í Hlíðarfjall ásamt sköflunum sem aldrei hafa horfið þar síðan síðasta vetur. En það er vonandi stutt í opnun þar ásamt því að snjór fari að safnast þarna í fjöllunum og kannski að maður komist þar á fjallaskíði. En hvað um það

Nenni einhver að skoða myndir frá helginni má gjöra það hjer