þriðjudagur, júní 30, 2009

POTTÞÉTT ÞÓRSMÖRK 2009Út er komið hið magnaða meistaraverk POTTÞÉTT ÞÓRSMÖRK 2009, tvöföld geislaplata af annars vegar innlendum og hins vegar erlendum vettvangi, stútfull af skemmtilegri músík fyrir alla fjölskylduna. Reyndar er rangnefni að tala um geislaplötu því þessi plata verður aðeins gefin út á tölvutæku formi. Geislaplötur eru líka svo 2002. Hafi einhverjir áhuga á að ná sér í eintak og koma því á tónhlöður sínar til að stytta sér stundir við á leið í Mörkina, í Mörkinni eða á leið heim úr Mörkinni, geta farið hingað og sótt sér. Góðar stundir.

Kv.
Nemdin.

mánudagur, júní 29, 2009

Dans, dans, dansÍ tilefni ótímabærs fráfalls meistara Michaels Jackson mun Jarlaskáldið verða með námskeið í dansmenntum í Mörkinni um helgina. En þeir sem vilja taka forskot á sæluna geta litið á þetta myndband og kynnt sér helstu sporin.

Kv.
Nemdin.

sunnudagur, júní 28, 2009

Allir verða jú að baða sigLíkt og allir ættu að vera farin að vita þá er Helgin bara um næztu helgi. Sú hefð hefur skapast að skella sér í bað síðasta þriðjudag fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð og þetta árið verður engin undantekning gerð þar á og haldið í Reykjadalsá. Allt saman er þetta gjört að tilmælum frá heilbrigðiseftirlitinu og mælst er til þess að fólk fari eftir þvottaleiðbeiningum við þvott.
Eigum við að segja að hittingur sé við Gasstöðina við Rauðavatn kl:19:30 á þriðjudag og munið að hafa sundfötin með, nú eða ekki.

Kv
Heilbrigðisvið

Ps
Í næztu viku er hjólað skal í kaffi hjá forsetaf... en vegna vinnuskyldu þá er þess óskað að fresta V.Í.N.-rækt næztu viku um sólarhring. Fara á miðvikudeginum í stað þriðjudags

föstudagur, júní 26, 2009

Skráningarlisti nr:25

Það er réttast að byrja á því að biðjast velvirðingar á þeim töfum sem átt hafa sér stað þetta vikuna. Sumir þurftu frá að hverfa norður til Agureyrish til vinnu. Rétt eins og flestir vita er rafmagnið frekar nýlega komið á Eyjafjarðarsvæðið og tölvur lítt þekktar og ekkert alnet er á svæðinu. En hvað um það.
En nú er ekki nema slétt vika í GLEÐINA miklu og spennan orðin gíðarleg. Höfum þetta ekki lengra og nógu langt er um liðið og vindum okkur í málið

Hold og Blóð


Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Maggi Blöndahl
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Danni Djús
VJ
Helga T
Krunka
Adólf
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Svenni Sjöþúsund
Gauinn
Tóti
Björninn
Guðni Bílabróður
Brynjólfur Bílabróður

Sjálfrennireiðar

Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Blondí
Hulk
Skriðdrekinn
Gamli Gráni
Græna hættan

Ekki mikið að gerast síðan síðast en það hlýtur að taka kipp núna síðuðstu dagana fyrir HELGINA

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar


E.s Biðist er afsökunar á því að engir tenglar fylgi með núna en úr því verður bætt í lok helgarinnar eða strax í byrjun næstu vinnuviku

þriðjudagur, júní 23, 2009

Laugarvegurinn

Hæbb

Ég og Brynjar félagi minn ætlum að rölta Laugarveginn um helgina.

Stefnt er að því að taka rútuskrattann á föstudag og labba á
í Hvanngil þann daginn.

Labba svo í Þórsmörk (í Bása) á laugardegi, grilla og þamba bjór.

Menn og meyjar sem hafa áhuga á rölti hafi samband.

kveðja
Blöndahl

10 dagar...Nú eru bara 10 dagar í gleðina og ekki seinna vænna að hefja undirbúning fyrir alvöru, finna sparifötin, strauja sokkana, og jafnvel bregða sér í Ríkið áður en helvítis brennivínið verður hækkað enn meira! Heyrst hefur að sett verði nýtt þátttökumet í sumar og því skiptir öllu máli að vera snemma í því svo maður þurfi ekki að tjalda uppi á Bólfelli eða á þaðan af verri stöðum. Erþaggi?

Og fá sér!

Kv.
Nemdin.

sunnudagur, júní 21, 2009

Brekkuskambus

Þrátt fyrir að engin formlega dagskrá hafi verið síðustu víku í V.Í.N.-ræktinni þá er komið að formlegri dagskrá fyrir þessa vikuna,skal halda á kunnulegar slóðir og
aftur haldið á slóðir hvalveiðimanna í sjálfum Hvalfirði. Nánast beint fyrir ofan hvalstöðina er fjall einn er kallast Brekkukambur og kannski ef við verðum heppin þá er verið að draga eins og eina Langreyðu á land og verka. En það er þá bara happadrættisvinningur.
Fyrst það skal halda á Vesturlandsveg þá er auðvitað hittingur á N1-stöðinni í Mosó (hvar annarsstaðar) og skal mæting vera kl:18:30 og sameina þar í bíla og halda í Hvalfjörðinn.

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, júní 17, 2009

Skráningarlisti nr:23

Já, dömur mínar og herrrar. Nú er betur heldur farið að styttast í gleðina miklu um Helgina eða Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð þetta árið. Reyndar verður brugið að venjunni þetta árið og ekki gengið 5vörðuháls þetta árið svo ekki verður vitað hvort gönguleiðin sé fær. Svona fyrir þá sem eru það veruleikaskertir að ætla sér að ganga yfir Fimmvörðuhálsinn fyrstuhelgina. En hvað um það. Við treystum á að Bergmann komi með skýrslu frá undirbúnings-og eftirlitsför sinni um komandi helgi.
En þrátt fyrir það þá er spenningur kominn í mannskapinn enda ekki nema rúmlega tvær vikur í herleg heitin. Bezt að hætta þessu blaðri og koma sér að aðalefninu eða sjálfum listanum

Brennivínssugur

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Tuddi Tuð
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Danni Djús
VJ
HelgaT
Krunka
Adólf
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Svenni Sjöundkall
Gauinn
Toti
Björninn
Guðni Bílabróður
Brynjólfur Bílabróður

Benzínsvelgir

Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Blondí
Hulk
Skriðdrekinn
Gamli Gráni
Græna Hættan

Jáha, rétt eins og sjá má hefur aðeins bæst í hópinn bæði menn og bílar. Slíkt er vel. Nú er bara fyrir fólk að taka loka undirbúningin með trukki. Fara að safna birgðum bæði af brennivíni og benzíni. Það er sum sé allt að gerast og klukkan er. Allt að verða vitlaust. Höfum þetta ekki lengra í bili. Þangað til í næztu viku

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

þriðjudagur, júní 16, 2009

RíkishjólhestatúrAð tilstuðlan þeirra Kaffa og Eldri Bróðursins þá var hjólhestast frá Sandkluftavatni inn að Ríki um þar síðustu helgi. Þar voru á ferðinni

Stebbi Twist
Kaffi
Eldri Bróðurinn

og sá Sigurbjörn um að koma mönnum og hjólum á staðinn

Sem fyrr segir var hjólað frá Sandkluftavatni inn á línuveginn á Haukadalsheiði uns komið var í Ríkið. Samtals mun þetta vera um 30 km leið. Veður var hið prýðilegasta á laugardeginum en aðeins síðra á messudag. Rétt eftir að komið var inn á línuveginn urðu á vegi okkar erlendir túrhestar með sprungið dekk sem gátu ekki skipt um. Að sjálfsögðu brugðu við okkur í hlutverk hins gestrisna Íslendings og leikjum miskunsama samverja og skiptum um dekk fyrir þá. Er í Ríkið var komið eftir rúmlega 2klst ásetu á hnakknum var farið fljótlega í pottinn síðan var það miðnætursteik.
Á sunnudag eftir tiltekt, messu og mulleræfingar var haldið til baka. Gekk niðurförin ágættlega þó svo að aðeins hafi rignd á okkur þá. En allir skiluðu sér og voru þokkalega sáttir með árangurinn. Myndavél var auðvitað með í för og er búið að skila afrakstrinum á lýðnetið. Hafi áhugasamir ekki enn skoðað myndirnir má gjöra það hér.

Kv
Hjólahestadeildin

mánudagur, júní 15, 2009

Lýðveldið Ísland á ammæli

Sjálfsagt hafa nú glöggir lesendur fyrir löngu tekið eftir því að enginn formlegur dagskrárliður hjá V.Í.N.-ræktinni þessa vikuna. Aðallega vegna stórammælis. En daginn eftir þá er sjálfur þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga. Á þeim degi ef hefð fyrir því að landinn fjölmenni í miðbæinn þar sem hann fær sér risasleikjó og kandýfloss. Eins og á öðrum mannfögnuðum þá fer bílaþjóðin á stálfákum sínum og leggur upp á túnum og gangstéttum. Þar sem V.Í.N. er nú umhugsað að landið standi nú við sitt í Kyotobókunni þá væri það upplagt að fara niður í bæ á hjólhestum og sýna sig sem og sjá aðra um leið. Að sjálfsögu verður ekki misst af Brúðubílnum frekar en fyrri daginn.
Hittingur, sé áhugi fyrir hendi, verður við brúnu viðbjóðslegu rafstöðina í Elliðaárdal amk fyrir úthverfinga. Ætli það sé ekki ágætis brotfarartími svona 13:30.
Þess má svo geta til gamans að það var hjólað niður í bæ á síðasta ári og tókst það alveg bærilega. Hér má rifja það aðeins upp

Svo að lokum má kannski minnast aðeins á það að myndir frá síðustu tveimur liðum í V.Í.N-ræktinni eru aðgengilegar á netinu hérna frá Skáldinu, síðan hér og hér frá Litla Stebbalingnum

sunnudagur, júní 14, 2009

19 dagar...Hér má sjá Óla eftir að hann fann upp nýja íþróttagrein í Mörkinni um helgina, hið svokallaða andstökk. Íslandsmótið verður haldið í Mörkinni dagana 3.-5. júlí. Ætlar þú ekki að vera þar?

miðvikudagur, júní 10, 2009

Skráningarlisti nr:22

Jamm og jæja þá er komið að þeim nr tverogtuttugu i röðinni. Af ýmsum ástæðum þá er bara bezt að koma sér beint í efnið enda allir orðnir spikspenntir af spenningi fyrir helginni 2009

Súrefni og köfnunarefni

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Magnús frá Þverbrekku
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Danni Djús
Huldukonan
VJ
HelgaT
Krunka
Adólf
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Svenni sjöþúsund
Gauinn
Toti
Björninn


Gírar og brotin drifsköft

Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Blondí
Hulk
Skriðdrekinn


Vissulega gott fólk þá er ekki seinna væna en að fara að huga að birgðastöðunni og afla sér veig áður en Skattmann hækkar það úr öllu valdi og gerir að luxusvöru fyrir hina efnameiri. En hvað um það látum ekki mótlæti buga okkur og svvooooofásérrrrrrr.

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

þriðjudagur, júní 09, 2009

Krummi krúnkar úti II

Sæl,

Brottför fyrir Krumma Krunkar úti, verður kl 19:00 frá N1 í mosó.

Sjáumst.

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, júní 07, 2009

Krummi krúnkar útiV.Í.N.-ræktin heldur göngu sinni áfram þessa vikuna þrátt fyrir mjög dræma mætingu í þá síðustu. Þar sem var bara einmennt en hvað um það.
Þessa viku er stefnan sett á söguslóðir Alþingi hins forna og skundum við þá á sjálfa Þingvelli. Þar á svæðinu er hóll einn í Þingvallahrauni sem nefndur er Hrafnabjörg og á hann er stefnan að ganga á.
Enn og aftur er hittingur á Esso/Subway í Mosó þar sem sameinast verður um bifreiðar og er sjálfsagt betra að hafa þá fjórhjóladrifna sem sá um skutlið. Tel að það væri ráð að hittast kl 18:30 í Hraðbúðinni. Annars má koma með tillögur að tíma í athugasemdakerfinu sé annar tími betri fyrir fólk. Ef ekki þá bara kl 18:30 á N1 í Mosó

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, júní 03, 2009

Skráningarlisti nr:21

Nú er þessi stutta vinnuviku hálfnuð og ekkert nema gott um það að segja. Þar sem það er nóg að gjöra hjá nemdinni þessa stundina þá verður þetta bara stutt og laggott í dag.

Sáðfrumur og egg

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Maggi Blöndahl
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Danni Djús
Huldukonan
VJ
Helga T
Krunka
Adólf
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Svenni Sjöþúsund
Gauinn
Tóti
Björninn


Benzín v/s grútarolía

Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Blondí
Hulk
Skriðdrekinn

Yes, jíbíí. Það kom að því að loks einn nýr bætist á listan góða. Óskum honum til hamingju með það. Vonandi að fleiri bætist nú í hópinn á næztu vikum enda ekki nema nokkrar vikur í helgina. Jæja, segjum þetta gott í bili og þanngað til næzt

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

þriðjudagur, júní 02, 2009

ÞyrilvængjaflugÁ mánudag í síðustu viku heldu þrjár sálir sem leið lá úr Mosó í Hvalfjörðinn með það fyrir stefnu að ganga á Þyrill. En þetta voru eftirfarandi aðilar:

Stebbi Twist
Hrabbla
Maggi Móses

og var skrölt á Pola.
Ekki er annað hægt að segja en þetta hafi verið létt ganga á fremur auðvelt fjall. En útsýnið var skemmtilegt er á toppinn var komið við Hvalfjörðinn nánast beint fyrir ofan hvalstöðina og ekki var veðrið heldur til að skemma fyrir.
Einu sem oftar þá er bezt að láta myndir tala sínu máli, hafi fólk ekki en skoðað afraksturinn frá um daginn. En það má hér.

Kv
Göngudeildin

Ó borg mín borgRétt eins og kom fram á sínum tíma, þegar dagskra V.Í.N.-ræktarinnar var birt á sínum tíma, þá er hjólhestatúr á morgun. Ætlunin er að hjóla hring um borg vor. Eitthvað sem engum ætti að vera ofviða. Það borgar sig ekkert að hafa þetta of langt þá er bezt að koma sér að efninu.
Hittingur á þriðjudagskveld kl:20:00 við brúna, ljóta, rafstöðvarhúsið niður í Elliðaárdal. Þar hittast úthverfingarnir og hinir sem vilja geta hitt á okkur ættu að geta slíkt í Fossvogsdalnum, Nauthólsvík eða bara eftir nánara samkomulagi

Kv
Hjólahestadeildin