miðvikudagur, apríl 30, 2014

Sjötjándi í skráningu 2014

Gott kveld gott fólk.

Þá er komið að enn einum af listann góða þetta árið. Ekki mikið svo sem að gjörast en það er ekkert til æsa mann upp. Nú er komið sumar og ætíð verður styttra og styttra í helgina. Dveljum ekki lengur við það og komum okkur að listanum þessa vikuna.

Sumarálfar:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi

Sumarjeppar:

Willy
Litli Kóreustrákurinn
Willhjálmur.


Eigið þið svo sem flest góða kröfugöngu á morgun

Kv
Skráningardeildin

mánudagur, apríl 28, 2014

Háskólabrú KeilisSökum blíðviðris sem var í gær messudag og vegna hve Skotta vaknaði á frekar ókristnilegum tíma á þessum messudag var kýlt á það að skella oss á Keilir á Reykjanesskaga. Líka að nýta það að vera burðarstólinn þeirra Magga og Elínar í láni.Þökkum við þeim kærlega fyrir það lán En hvað um það. Það var svo bara litla fjölskyldan á H38 sem fór í heilzubótargöngu þennan morguninn en hún samanstendur af:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist.

Skemmst er frá því að segja að allir toppuðu og var Skotta hin glaðasta alla leið upp og niður á bakinu á þeirri gömlu. Þrátt fyrir að gangan að Keili sé ekki sú skemmtilegasta þá er gangan upp á sjálfan Keili prýðileg og útsýnið þaðan stórfínt þegar á toppinn er komið í góðu skyggni. En eftir að hafa kvittað fyrir sig og smellt af nokkrum myndum var bara tölt sama leið til baka að bílnum. En alla vega hin prýðilegasta messudagsganga í sérdeilis prýðilegu vorblíðu.
Sé áhugi fyrir hendi má skoða myndir frá röltinu hér

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, apríl 27, 2014

Komdu fagnandi sumarNú síðasta fimmtudag var víst sumardagurinn fyrsti, amk skv gamali íslensku tímatali. Sá forni siður var endurvakin hjá V.Í.N-liðum að skunda á Snæfellsjökull til að taka á móti sumri. Amk var það ætlunin og hér kemur sagan að því

Fimmtudagkveld eitt í aprílmánuði ákváðu 6 sálir að reyna komast á Snæfellsjökull á sumardeginum fyrsta og það voru:

Stebbi Twist
Stoney
Eldri Bróðirinn
VJ
Maggi Móses
Jarlaskáldið

Sáu svo Svaka-Súkkí og Litli Kóreustrákurinn um að koma oss á staðinn. Fyrsta stopp var í Borgarnesi á Stöðinni þar til næra bæði menn og bíla. Eftir að allir voru orðnir mettir var haldið á Snæfellsnes. Fyrsta stopp var gjört við Lýsuhóll til að kanna þar laugar sem voru bara kaldar og því engin ástæða til að dvelja þar mikið lengur. Næzt voru aðstæður við Arnarstapa kannaðar en þar blasti bara við okkur keðja sem lokaði tjaldstæðinu svo það svæði var bara yfirgefið. Haldið var því sem leið lá að Dagverðará, þar sem ætlunin var labba upp frá. Þar fundum ansi prýðilega flöt þar sem við skelltum upp 3, já 3, tjöldum. Sum sé tvímenntum í hvert tjald. Heimur verznandi fer. Þar sem við tjölduðum innan þjóðgarðsins og það er víst bannað þá bið ég fólk um að hafa ekkert hátt um það. Bara svona okkar á milli. Eftir að menn luku við að reisa seglskýli sín settumst við inní fortjaldið hjá Eldri Bróðirnum með öl í hönd og spjölluðum þar um heima og geyma meðan við hlustuðum á rigninguna lenda á tjaldinu. Svo var bara farið að sofa.

Þegar vaknað var að morgni sumardagsins fyrsta var bara rigning úti. Eða eins og Eldri Bróðirinn orðaði það svo skemmtilega ,,Afhverju er 17.júní veður á sumardaginn fyrsta???". Ekki voru menn spenntir fyrir því að halda á jökulinn með þessa rigningu og því afráðið að pakka saman og kíkja á aðstæður á norðanverðu nesinu. Steinar benti okkur á það að örugglega gætum við fundið brekkur í Kolgrafarfirði eða Bjarnarhafnarfjalli. Við enduðum svo í botni Kolgrafarfjarðar þar sem við fundum hina prýðilegustu brekku til að skinna upp. Er við komum á stall einn í tæplega 430m hæð, svona rétt fyrir neðan þokuna. Rifum þar skinin undan og rendum oss niður. Færið var reyndar ekkert til hrópa húrra fyrir en gaman engu að síður.
Eftir skíðun gjörðum við heiðalega tilraun til að komst í sund í Grundarfirði en bæjarbúar vildu ekki viðskipti okkar með því að hafa lokað. Því var ekið til Borgarnes þar sem sundlaugin var heimsótt og skíðasvitinn þvegin þar af. Sundlaugin i Borgarnesi er ætíð sérdeilis aldeilis prýðileg og rennibrautin þar fínasta skemmtun. Eftir sundið kvöddust menn og þökkuðu þar fyrir góðan dag.

Sé vilji fyrir hendi má skoða myndir frá deginum hérna

Kv
Skíðadeildin

miðvikudagur, apríl 23, 2014

Sextándi í skráningu 2014

Þá ætti súkkulaðið u.þ.b. að vera hætt að flæða úr eyrunum á fólki eftir allt páskaeggjaátið og er það vel. Já nú eru víst páskarnir búnir og sumardagurinn frysti á morgun, sumarið er sum sé bara rétt handan við hornið. Með hverri vikunni styttist í Helgina og stuðinu sem henni fylgir. En alla vega þá er bara að koma sér að máli málanna þessa vikuna sem er auðvitað listinn góði. Komum okkur bara einfaldlega að honum


Garðálfar:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku Billi


Sumarvagnar:

Willy
Litli Kóreustrákurinn
Willhjálmur


Fleira var það ekki vikuna en svo er bara spurningin hvort það komi ekki til með bókstaflega að rigna inn skráningum nú þegar sumarið verður formlega gengið í garð.

Kv
Skráningardeildin

sunnudagur, apríl 20, 2014

PáskadagsmorgunNú í dag var víst páskadagur og til að friða samvizkuna fyrir páskaeggjaátið var skundað upp á bæjarfjall þeirra Gaflaramanna. Svona á milli élja. Ekki var nú fjölmenni í þessari upprisugöngu eða bara tvímennt enda svo sem ekkert auglýst sérstaklega. Ágætis rölt svo sem þó svo að ekkert nýtt hafi verið á ferðinni eða frumlegt svo sem.
Kannski kemur ekkert á óvart að myndavél var með í för og geta áhugasamir skoðað myndir dagsins hjer

Kv
Göngudeildin

föstudagur, apríl 18, 2014

Sumardagurinn fyrstiNú vill það svo skemmtilega til að sumardagurinn fyrsti ber upp á fimmtudag þetta árið. Það er líka skemmtileg tilviljun að sá dagur er einmitt núna n.k fimmtudag. Sú umræða hefur aðeins skotið upp kollinum innan hópsins að vekja upp þá hefð að taka á móti sumri á sjálfum Snæfellsjökli. Skinna þar upp á skíðum og renna sér síðan aftur niður (jafn tilgangslaust og það er þá mikið fjandi er það skemmtilegt).
Nú er þeirri hugmynd hér með varpað fram að halda ve(r)stur á Snæfellsnes komandi Þórsdag, nú eða Óðinsdag og þá tjalda, síðan halda á Jökulinn á fimmtudag. Gaman væri að heyra hvort stemning sé fyrir þessari gömlu hefð hjá mannskapnum

Kv
Skíðadeildin

miðvikudagur, apríl 16, 2014

Fimmtandi í skráningu 2014

Nú þegar allir eru farnir að hugsa um það eitt að belgja sig út af páskabjór og gúffa í sig páskaeggjum þá höfum þetta bara stutt í dymbilvikunni. Vindum okkur bara í málið


Páskakanínur:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi


Krossfarar:

Willy
Litli Kóreustrákurinn
Willhjálmur


Þá er bara eitt að segja.
Gleðilega páska öll þarna úti

Kv
Skráningardeildin

mánudagur, apríl 14, 2014

Senn koma páskarÞað segja víst spekingar að nú sé runninn upp dymbilvika. Sem táknar bara að páskarnir 2014 er rétt handan við hornið. Litli Stebbalingurinn er bara forvitinn hvort fólk hafi einhver plön en amk er kauði að vinna kveldvaktir miðvikudag sem og skírdag því varla til mikilla stórræðna en þó til í eitthvað á skírdag. T.d skinna upp Skálafell, skíði í Bláfjöllum eða bara hjólheztatúr t.d um Heiðmörk eða bara hringur um borgina. Svo má skoða eitthvað annað og meira flöskudaginn langa og laugardag. En alla vega þá væri gaman að heyra frá fólki um hvort það ætli að leggja land undir fót eða bara halda sig í borg óttans.

miðvikudagur, apríl 09, 2014

Fjórtandi í skráningu 2014

Nú senn styttist í það að Jarlaskáldið opni framsóknarpáskaeggið sitt, spikspenntur eftir því hvaða málsháttur Sigmundur Davíð muni færa honum. En það er utan efnis.
Þetta er víst vikan fyrir dymbilviku, hvað svo sem það þýðir. En auðvitað aftrar slíkt ekkert oss fyrir því að halda áfram undirbúningi og eftirliti fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Þeirri tuttugustu í röðinni og nítjánda árið í röð. Sæmilegt það. Nennum ekkert að teygja lopann meira og komum okkur að máli málanna þessa vikuna

Merkurstrumpar:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi


Merkurkerrur:

Willy
Litli Kóreustrákurinn
Willhjálmur


Svo sem ekki mikið að gjörast en við öndum ennþá með nefinu. Með auknu sólarljósi og fuglasöngi þá kemur þetta

Kv
Skráningardeildin

mánudagur, apríl 07, 2014

Í TindafjöllumNú um rétt liðna helgi var FBSR í Tindfjöllum með kjúklingana í B1. Þar voru á ferðinni líka V.Í.N.-verjar bæði gildir limir og síðan nokkrir góðkunningjar. En það voru:

Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Benfield
Björninn
Brekku-Billi

Svo var þarna líka kauði einn sem heitir Birgir og okkur að góðu kunnur frá fyrstu Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð á því herrans ári 1995. Líka var þarna Norður Þingeyingur og það meira að segja Keldhverfingur. Toppmaður þar á ferðinni. Svo einn inngenginn til viðbótar. Kannski rétt að geta þess að svo fylgdu með 10 kjúklingar úr B1

Tilgangur ferðar þessar var tvíþættur. Annars sem nillaferð og þar sem Ýmir og Ýma voru okkur æðsta takmark. Svo var líka að prufa nýja Fjarkann þ.e Togaýta Hrælúx fiskkassabíll sem Flubbarnir voru að taka í notkun. Þess má nú líka geta að sá stóð sig með prýði alveg stóðst væntingar held að megi segja

Þetta var allt svo sem frekar sígild. Nillunum hent út í Fljótshlíð og sagt að lappa upp í Tindfjallasel á flöskudagskveldinu. Við fórum síðan á bifreiðum uppeftir og gekk það prýðilega þrátt fyrir smá krapa á leiðinni en það herðir mann bara. Síðan var bara tjaldað fyrir utan skálann og beðið eftir að hóparnir skiliðu sér á punktinn

Á laugardag var stefnan tekinn á jökulinn, Litli Stebbalingurinn og Eldri Bróðirinn (ásamt norður þingeyingnum) voru á fjallaskíðum. Skemmst er frá því að segja að ekki tókst að toppa, ekki einu sinni nálægt því, bæði vegna veðurs og annara þátta.
En það var bara gjört gott úr því og farið á Haka með hluta af hópnum og síðan renndu við skíðamennirnir okkur frá Haka að Ísalpaskálanum. Þar létum við hópinn búa um einn í börur og koma honum niður í Sel.
Þegar við komum þangað, á skíðum, var ekki fögur sjón sem blasti við. Eða öllu heldur ekki við. Það hafði bráðnað það mikið af snjó að tjaldið hjá Eldri Bróðirnum var fokið út á hafsauga. Þrátt fyrir leit á bólaði ekkert á því né svefnpokunum okkar, dýnunum og bakpokanum hjá Litla Stebbalingnum. Góð ráð dýr og ekki gott mót. En þá var bara að gjöra plan b. Með í för var Ford Econoline V10 með fýringu og bauðst eigandi þessa bíls að hýsa þá seinheppnu. Eftir eðal nautalundir frá Skrattanum tóku menn aðeins að hressast. Síðan þegar kjúllarnir voru lagðir til rekkju fórum við hinum megin við hæðina og grófum þar tvo poka fyrir snjóflóðaæfingu sem var síðan næzta morgun. Svo var bara farið um borð í Henrý og haldið í draumaheima.

Ræs var svo fyrir 0600 á messudagsmorgni og liðið rifið á fætur í snjóflóðaæfingu. Það hafist allt saman og báðir skíðamennirnir fundust þrátt fyrir að annar þeirra hafi ekki verið með ýli. Eftir morgunmat, messu og mullersæfingar átti bara að halda niður á við. Nillarnir fengu það verkefni að koma okkur niður án þess að blotna í fæturnar en það táknaði að ekki var hægt að fara styðstu leið heldur þurfti að fylgja landslaginu og halda sér á melum og forðast lægðir. Óhætt er að segja að þetta hafi tekist aldeilis prýðilega. Þegar komið var niður að Fljótsdal var blásið til keppni. Auðvitað hin klassíska tjaldkeppni ásamt því að sjóða líter af vatni. En þetta er alltaf jafn gaman að efna til og fylgjast með. Björgunarfélag Hafnarfjarðar heilzaði aðeins upp á okkur en þeir Gaflarar voru að koma úr Þórsmörk með viðkomu í Landmannalaugum. Eftir að hafa kvatt þau var bara haldið heima á leið. En þá vildi ekki betur til en að síðasti bíl þeirra Hafnfirðingu ,,lenti" í því að keyra út af og þurfti að sinna þeim sjúklingum sem voru í bílnum. Sum sé létt fyrstu hjálparæfing. Eftir þetta lá leiðin bara í borg óttans með loftstoppi á Hlíðarenda.

En þá er komið að rúsninunni í pulsuendanum. Ef einhver nennir að skoða myndir frá helginni má gjöra það hjer


miðvikudagur, apríl 02, 2014

Þrettandi í skráningu 2014

Börnin góð þá er komið að lista nr:13. Þá góðu tölu og þá er líka biðin hálfnuð í Helgina. En hvað um það. En er rólegt yfir skráningunum en við bíðum og sjáum hvað verða vill. Ætli það sé ekki óþarfi að teygja lopann nokkuð meira og koma sér bara að máli málanna.

Fólk og firnindi:Frumkvöðlar:Svona kannski rétt að minna fólk á hvernig það á að bera sig við skráningar en það er ofur einfalt. Bara skilja eftir skilaboð á dyrinni í skilaboðaskjóðunni hér að neðan með nafni og farartæki eigi það við

Kv
Skráningardeildin