þriðjudagur, júní 30, 2015

BláalónsþrautinNú einn dag í aprílmánuði kom Bergmann með þá hugmynd á fjesbókarsíðu V.Í.N. hvort það væri ekki upplagt að V.Í.N. kæmi með lið í Bláalónsþrautina í ár. Viðbrögðin ljetu ekki á sjer standa og þegar uppi var staðið voru komin tvo 5 manna lið undir merkjum V.Í.N. Það er vel og eigum við skilið hrós fyrir það og klapp á bakið. Svo var ekki nóg með það heldur komu tveir nýjir gildir limir svo síðar inn sem voru á biðlista en að vísu datt Björninn út svo þetta endaði með því að 11 sálir úr V.Í.N. mættu á ráspól á keppnisdag. Ansi gott það.

Þarna voru á ferðinni:

Team V.Í.N. 1

Bergmann á Merida Big nine 500
VJ á Merida One Twenty 700
Magnús frá Þverbrekki á Scott Yecora
Eldri Bróðirinn á Wheeler Pro69
Kruna á Cube Nature


Team V.Í.N. 2

Jarlaskáldið á Mongoose Tyax
Yngri Bróðirinn á Gary Fisher Big Sur
Maggi Móses á Gary Fisher Cobia
Björninn sem var svo skipt út fyrir Áslaugu á Trek GF Marlin
Stebbi Twist á Cube LTD SL

Síðan var það einn sem var svona örlítið útangáttar og ekki skráður í neitt lið en var samt með oss og keppti sem V.Í.N.-verji eða hann

Viktor á Cube Aim SL 29

Ekki má svo gleyma Brekku-Billa sem sá um Litla Kóreustrákinn. Fær hann hinar beztu þakkir fyrir sem bílstjóri kveldsins


Óhætt er að fullyrða að þetta hafi verið gott framtak hjá Bergmann að plata oss í þessa vitleysu. Þetta var gott hópefli fyrir keppni og ekki veitti af. Svo kom kauði líka með keppnistreyjur, eða bara liðstreyjur sem eru ekkert annað en hjólapeysa með nafni og V.Í.N.-logói. En er náttúrulega bara snilld þar sem við þurfum jú að vera sýnileg. Að auki voru alls konar skipulagning sem fór í gang eins og t.d að koma öllum frá Bláalóninu og með samstilltu átaki tókst þessi skipulagning óaðfinnanlega rétt eins og von er þegar V.Í.N.-verjar taka höndum saman

Fyrir ræsingu héldum vjer oss við Merida tjaldið þar sem við fengum svona loka tuning fyrir keppni og er oss stilltum upp fyrir hópmyndatöku í liðstreyjunum með fánann á lofti er óhætt að segja að við höfum fengið þó nokkra athygli og hefur liðsmynd birst víðsvegar á lýðnetinu sem er auðvitað hið beztasta mál. Allir voru þarna í sólskinskapi enda skein sól í heiði og kannski bara fyrsti sumardagurinn þetta haustið. En hvað um það.

Síðan var hjólað í rólegheitum frá Ásvallalaug að startinu við hesthúsin á Kaldárselsvegi. Eftir það var hjólað sem leið lá um Djúpavatnsleið að Bláalóninu og hjóluðu allir V.Í.N.-verjar á síðum hraða. Ekkert er ætlunin hjer að nefna einhverja tíma en óhætt er að fullyrða að allir koma illa sáttir í mark flestir vel á undan sínum markmiðum enda kjör aðstæður og allir í sínu fyrsta móti. En að öllum öðrum ólöstuðum þá held ég að Áslaug sé nagli hópsins en hún tók góða byltu á leiðinni og fékk gott sár á annan handlegginn en auðvitað lét hún það ekkert á sig fá og kláraði þrautina.

Það voru svo þreyttir en sáttir og ánægðir V.Í.N.verjar sem skunduðu í bjór og bað í Bláalónið, enda ódýrrara að taka þátt en fara staka ferð í lónið, Frábær dagur í snilldar félagsskap og svo næzta ár þá fyllir V.Í.N.amk þrjú keppnislið.

Myndavélin var með og má sjá myndir frá undirbúning og því við Ásvallalaug hjer


Kv
Hjóladeildin

mánudagur, júní 29, 2015

ÁrshátíðarbaðNú er runninn upp síðasta vikan fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Sú hefð hefur skapst á síðustu árum að fólk skelli sér í Reykjadal og taki þar sitt árshátíðarbað. Jú allir þurfa að vera fínir og nýbaðaðir þegar helgargleðin tekur öll völd. Reyndar hefur allra síðustu ár ferðamátinn breyst en fyrst var eingöngu treyst á tvö jafnljóta en nú upp á síðkastið hafa menn skellt hjólhezt undirklofið á sér og stígið á sveif.

Það vill einmitt svo skemmtilega til að nú komandi miðvikudag er ætlunin að fjölmenna í bað í Reykjadal og nefnilega hjóla. Stefnan er að leggja í´ann kl:2000 á miðvikudag og hittast bara í Hólmvaðinu eða á Gasstöðinni. Síðan verður farið á bílum að Ölkelduháls og amk ein sjálfrennireið geymd í Verahvergi. Að sjálfsögðu er allir velkomnir með sem áhuga og líka þá fótgangandi

Kv
Hjóladeildin í samvinnu við undirbúnings-og eftirlitsnemd

þriðjudagur, júní 23, 2015

á jaðri þess að vera...Laugardaginn fyrir eða bara einfaldlega sléttri viku fyrir Bláalónsþrautina þá var ákveðið að skella sér í Jaðarinn og taka svo Aprés í skúrnum hjá Bergmann.
Það voru æði mörg hjól sem hittumst hjá Bergmann þarna á laugardeginum og sjálfsagt einhverjar kúlur þar á ferðinni annaðhvort ofan á eða aftan á sjálfrennireiðunum. En þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist á Merida 7.800 One Twenty
Eldri Bróðirinn á Merida 7.800 One Twenty
VJ á Merida 7.800 One-Twenty
Yngri Bróðinn á Wheeler Pro69 eða á hjólhezti Eldri Bróðirsins
Viktor á Cube Aim 29

Litli Kóreustrákurinn um að ferja oss uppeftir

Matti Skratti á Specialized Enduro Expert Carbon 29
Brekku-Billi á Merida 7.800 One-Twenty

Og sá Óli sundnörd um að skutla kauðunum uppeftir á Afa

Bergmann á Merida One Sixty 7.900
Maggi á móti á Merida One Twenty 7.800
Bubbi Flubbi á Specialized Fat Boy

Var það svo Silfurrefurinn sem kom þeim uppeftir


Við byrjuðum bara að hjóla fljótlega eftir að fákar voru komnir af sjálfrennireiðum og ekki leið á löngu uns vjer komum að fyrsta skaflinum af nokkrum. Rétt eins og fleztir ættu að vera vissir um þá er ennþá ótrúlega mikið af hvíta gullinu hjer og þar.
Þetta gekk bara vel hjá oss og allir höfðu gaman að nema hvað fleztir bölvuðu Bubba í sand og ösku fyrir hvað hann komst auðveldlega yfir flesta skafla á leiðinni. En óhætt er að fullyrða að Jaðarinn var skemmtilegri nú en í fyrra enda talsvert búið að hjóla á honum síðan þá. En alla vega eftir að niður á láglendið var komið rúlluðum vjer í Lubbann og höfðum gaman af, sjerstaklega að horfa á Eldri Bróðirinn fara á stökkpallana. En við skiptum svo liði Fjórir fóru til að sækja bílana og einn fór heim til sín til að undirbúa Aprés í skúrnum hjá sér. En þar enduðum vjer annars frábært hjólakveld og hjólaði svo hver og einn til síns heima

En það má skoða myndir frá kveldinu hjer


Kv
Hjólheztadeildin

föstudagur, júní 19, 2015

Hvalur á eyrinni var gamall skútukallStrangar æfingar fyrir Bláalónsþrautina heldu áfram og enginn afsláttur gefin af því. Þetta miðvikudagskveldið var hist í Garðabæ sem er betur þekktur sem partýbærinn sem aldrei sefur og þaðan var haldið að Hvaleyrarvatni með stuttri viðkomu í Heiðmörk.
En þarna voru á ferðinni:

Magnús frá Þverbrekku á Scott sem jafnframt var gestgafi oss

Eins og áður kom fram hjer að ofan í leiðarlýsingu þá hjóluðum vjer í kringum Hvaleyrarvatn. Kannski þær leiðir sem vjer völdum þar voru ekki alltaf hentugustu hjólaleiðirnar en góðar og skemmtilegar engu að síður. Svo til að gjöra þetta skemmtilegra þá leituðum vjer að vísbendingum að peningum í skjalatösku sem áttu víst að vera þarna einhversstaðar nærri en urðum ei neins vísari. Á bakaleiðinni hjólum vjer upp á Ásfjall þar sem Litla Stebbalingnum tókst að punktera en því hvar kippt í lag fjótt og örugglega. Síðan komum vjer aftur niður beint í hezthúsahverfið ofan Kaldárselsveg. Er komið var aftur í bláa bæinn þurfti aðeins að huga að meiðzlum hjá Eldri Bróðirnum ásamt því að skola niður eins og einni dós af recovery drykk af guðaveigum.

Annars meiga áhugasamir sem og áhugalausir skoða myndir frá kveldinu hjer 

miðvikudagur, júní 17, 2015

Tugur +tugur einn í skráningu 2015 AD

Já nú eru ekki nema rétt svo rúmlega tvær vikur í ammælis fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2015. Þar sem heldur er nú dauft yfir skráningum þetta árið amk það sem af er þá borgar sig ekkert að hafa neitt langan texta í kveld.
Vindum oss bara beint í skráninguna

Ammælisgeztir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Bergmann
Brekku-Billi


Ammælisjeppar:

Willy (af gömlum vana)
Mí Só Bissý
Pæja

Komið gott þessa vikuna

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, júní 16, 2015

Í mörkinni hennar HeiðuÞað var einn miðvikudag í lok maí sem blásið var til Heiðmerkurferðar á hjólheztum í liðnum æfing fyrir Bláalónsþrautina.
Þarna var á ferðinni annars ágætlega vel mannaður hópur, reyndar eins og er oftast vaninn þegar V.Í.N. er á ferðinni annars vegar. En við Helluvatn söfnuðust eftirfarandi saman:

Stebbi Twist á Cube LTD SL
Magnús frá Þverbrekku á Scott
Bubbi Flubbi á Specialized Fat Boy
Maggi á móti á Merida One Twenty eða One Sixty
Virgill á Merida One Twenty
Bergmann á Merida One Twenty eða One Sixty
Danni Litli á Scott Scale 
Vinnufélagi Danna Litla á Specialized Stumpjumper

Við tókum reyndar ,,bara" stutta hringinn með smá viðkomu í Lubba en samt ekki. Amk einhverjum parti af honum. En allavega var þetta fjári gaman. Bara rétt eins og þegar maður fer svo sem út að hjóla.

Áhugasamir mega og geta skoðað myndir frá kveldinu hjer

Kv
Hjóladeildin

mánudagur, júní 15, 2015

SnaraSú hugmynd kom síðasta laugardag að mig minnir, var ákveðið að skella sér Snöruna annað kveld. Svona nýta það að frí er á miðvikudag. Fyrir þá sem ekki vita þá er Snaran í Henglinum eða nánar í Marardal. Svo var hugmynd að setjast niður með recovery drykk í skúrnum hjá Bergmann eða Magga á móti. Allir áhugasamir velkomnir með

Kv
Hjóladeildin

sunnudagur, júní 14, 2015

Fellið hanz ÚllaNú einn dag í maí smalaði Bergmann oss saman til hittings í Úlfarárdalshverfi þar sem safnast saman var hjá Guðmundi nokkrum Arnari og voru allir vopnaðir fjallahjólum þar sem ætlunin var að skottast upp á Úlfarsfell og síðan niður aftur en þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist á Merida 
Bergmann á Merida
Eldri Bróðirinn á Merida
Matti Skratti á Specialized
Bubbi flubbi á Specialized Fat Boy
Sigurgeir Gunnars á Giant
G.Arnar á Trek Fuel


Heimamaðurinn leiddi oss upp og niður sitt heimafjall, ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar. Það er alveg óhætt að segja það að þessar leiðir sem við fórum niður voru hver annari skemmtilegri og án efa á maður eftir að kíkja þarna upp aftur áður en of langt um líður. Þetta var alla vega massa gaman og ekki skemmdi svo fyrir að enda hjólatúrinn á pönnukökum og kaffi hjá geztgjafanu G.Arnari.

En til að gjöra langa sögu stuttu þá má skoða myndir frá messudeginum hjer og já meðan ég man þá sprengdi Bergmann


Kv
Hjólheztadeildin

föstudagur, júní 12, 2015

Djúpt vatnFyrir einhverju síðan bauð Jarlaskáldið okkur V.Í.N.-ar drengjunum heim til sín í grill og bjór. En áður en til þess kom var ákveðið að gjöra eitthvað af sér um daginn. Lending var sú að taka hjólaæfingu og hjólheztast Djúpavatnsleið og síðan meðfram Kleifarvatni á bakaleiðinni. En þeir sem mættu í hjólin voru:

Stebbi Twist á Cube LTD SL
Eldri Bróðirinn á Wheeler Pro69
Maggi á móti á Gary Fisher Cobia 29
Bergmann á Merida Big Nine 500
Jarlaskáldið á Mongoose Tyax
Jökla-Jolli á Cube LTD

Held að söguritari sé ekki að gleyma neinum

Það var hist hjá Skáldinu í Lækjarsmára og haldið þaðan inn á Djúpavatnsveg sáu Silfurrefurinn og sendó frá Gunna um að koma mannskap og hjólum á upphafspunkt.
Það var lagt í´ann rétt eftir afleggjarann inn á Djúpavatnsveg og hjólað sem leið lá að Vigdísarvöllum. Það verður barasta að segjast að þetta er hin prýðilegasta leið að hjóla. Ef ferðin gekk ágætlega fyrir sig enda var félagsskapurinn sérdeilis aldeilis prýðilegur. Við komum svo að gatnamótunu að suðurstrandarveg og beygðum þar til vinstri. Við tók grófasti parturinn en svo komum við inn á malbikið við Krísuvík þá var nú betur heldur sprett úr spori. Ekki gekk nú ferðin alveg áfallalaust fyrir sig en Eldri Bróðirinn sleit keðju skömmu áður en komið var aftur að bílunum. En þess má til gamans geta að gömlu kallarnir þ.e 76 árgangurinn komu fyrstir að bílunum og dró þar Jökla-Jolli bjór úr bakpoka sínum. En flestir nema bílstjórar skáluðu svo í öli áður en haldið var í sund í Salalaug. Eftir sundið beið svo oss grill og bjór en látum það liggja milli hluta,

En fyrir þá sem hafa áhuga má skoða myndir hjer

Kv
Hjólheztadeildin

fimmtudagur, júní 11, 2015

HeiðurmörkinNú dag einn þegar rétt rúmlega 1/3 var liðinn af maímánuði fór B2 í ófromlega hjólheztaferð um Heiðmörk eitt þriðjudagskveld. Nokkrir fulltrúar hjóladeildar V.Í.N. skelltu sér með og litu á það sem óbeina æfingu fyrir Bláalónsþrautina. En þar voru á ferðinni:

Stebbi Twist á Cube LTD SL
Eldri Bróðirnn á Wheller Pro 69
Viktor á Cube AIM SL 29"

Svo var fararstjórinn Haukur nokkur Eggertsson sem ætti að geta kallast góðkunningji.

En allavega sagnaritari ásamt Viktori slógust í hópinn við Svartaskóg og Eldri Bróðirinn neðan við Víkingsheimilið.

Leiðin lá frekar hefðbundið um eyjuna í Elliðaárdal, upp hlíðarnar neðan Hólahverfis í Breiðholti, yfir Elliðaár hjá brúnni við Breiðholtsbrautina og þaðan inn í Heiðmörk. Þar tókum við hringinn til vinstri og síðan heiðina og komum niður hjá Elliðavatnsbænum. Sum sé prýðilegasti kveldtúr en þrátt fyrir dagatalið þá voru slatti af sköflum á leiðinni enda var lofthitinn þetta kveld ekki hár.

En alla vega þá skulum vér ekki drepa þá sem nenna að lesa þetta með texta heldur má skoða myndir frá kveldinu hjer


Kv
Hjólheztadeildin

miðvikudagur, júní 10, 2015

Tugur+tugur í skráningu 2015 AD

Jáhá gott fólk. Það er vonandi nú að tæknin hætti að stríða skráningardeildinni svo hægt sé að sinna lögbundum verkefnum sem er jú að birta lista og taka á móti skráningum.

En hvað um það. Það er nú betur heldur farið að styttast í ammælisgleðina. Ekki nema þrjár vikur í herlegheitin. Hverjum hafði grunað það. Höfum þetta svo sem ekkert lengra að sinni og komum oss bara að listanum góða


Ammælisgeztir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Bergmann
Brekku-Billi


Ammælisjeppar:

Willy (af gömlum vana)
Mí-Só-Bissý
Pæja

Fleira verður það ekki í þessari viku, verðum aftur hjer að viku liðinni og með nýja vitleysu þá


Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, júní 09, 2015

Öskjuhlíð í ReykjavíkNú mánudagskveld eitt í byrjun maímánaðar var kannað stemningin fyrir því að skella sér í Öskjuhlíðina. Reyndar voru Eldri Bróðirinn og Maggi á móti ekki komnir með hjólin sín undir iljarnar svo þær fengu ekki að vera með. En við enduðum þrjár sálir í hlíðinni en þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Bergmann
Brekku-Billi

Allir þessir drengir voru gríðarlega frumlegir og mættu á sínum Merida One-Twenty7.800 fákum.

Reyndar byrjaði túrinn ekki of vel en Litli Stebbalingurinn sprengi afturdekk nánast í byrjun en fall er faraheill sagði tjéllingin einu sinni. En við skruppum bara í FBSR HQ og nýtum oss þar nýju hjólheztaviðgjörðaraðstöðu. Svo var bara haldið áfram að hjóla.

Oss förum ca þrjár ferðir upp og niður, reyndum að finna oss hinar ýmsu skemmtulegu leiðir niður. Ekki svo að vér tókst að klára allt þetta kveldið síður en svo. Þá er barasta að mæta aftur við tækirfæri.

Nenni einhver þá má skoða myndir frá kveldinu hjer.


Kv
Hjólheztadeildin