sunnudagur, ágúst 26, 2012

Skafti og SkaptiNú um síðustu helgi skruppum við hjónaleysin austur í Skaptafell þar sem við hittum foreldra Krunku þar og notuðum við Polly til að koma okkur fram og til baka.  Þar gerðist svo ekki mikið merkilegt en engu að síður er ætíð ljúft að koma í Skaftafell.
Á laugardeginum tókum við rólegheita 10 km göngutúr, fínn rúntur fyrir væntanlega fjölskylduferð í Skaftafell eftir einhver ár, upp að sjónarnípu og Svartafoss. Kannski það sem helst telst til tíðinda eftir þessa ferð er að sundlaugin í Svínafelli hefur lokað.  Á messudag var svo skundað heim með einhverjum nokkrum stuttum stoppum. En hafi einhver áhuga má skoða myndir frá túrnum hér


föstudagur, ágúst 24, 2012

Skreppitúr til AgureyrishFyrir rétt rúmum mánuði síðan skutumst við hjónaleysin eina kveldstund til Agureyrish. Megin tilgangur ferðarinnar var að sníkja kveldmat og svona í leiðinni að færa smá fréttir. Svona í óspurðum fréttum.  Að sjálfsögðu var myndavél með í för og auðvitað var lágskýjað og hvergi sól að sjá í höfuðstað norðurlands, né heldur yfir landinu eins og sjá má hér.

sunnudagur, ágúst 19, 2012

Skáldað við skálið

Þá er komið að næztum því árlegum viðburði í hinni margfrægu V.Í.N.-rækt þetta árið. Það er að sjálfsögðu verið að tala um hina altöluðu hjólheztaferðHúsi Skáldsins undir Grínmannsfelli í Mosfellsdal.
Það skal hittast á hjólheztum vorum við Gullinbrúna komandi Týsdag á hinum klassíska tíma kl:1900 árdegis og stíga svo á sveif sem leið liggur um vegi, slóða, stíga og vegleysur uns hringurinn er kláraður. Þetta skal ekki haft lengra að sinni

Kv
Hjólheztadeildin

mánudagur, ágúst 13, 2012

Læstur í búri

Þá er komið að því að halda áfram með V.Í.N.-ræktina þetta sumarið. Nú er komið að hellaferð og það ekki af verri endanum. Að þessu sinni skal haldið ofan í jörðina í hellinn Búra sem er nokkuð magnaður eins og sjá má hér.
Þar sem haldið er í austurátt þá er auðvitað hittingur við Gasstöðina kl:19:00 komandi Týsdag og haldið sem leið liggur austur á boginn. Muna bara að koma með ljós og hjálm.

Kv
Jarðálfarnir

fimmtudagur, ágúst 02, 2012

Á fellinu hanz ViffaÞað bezta við að gera plön er að þeim er alltaf hægt að breyta henti það manni.
Nú síðasta þriðjudag var ætlunin að Hvergerðingurinn myndi leiðsegja okkur uppá sitt heimafjall sem ku vera Reykjafjall ofan Hveragerðis. En þar sem fararstjórinn skyndilega forfallaðist þar sem kauði var bara í vinnuferð upp við Sultartangalón þegar áttu að leggja í´ann. Þegar þetta kom upp á daginn var ákveðið að slá  þessu í kæruleysi og skella sér bara á Vífilsfell. En þarna voru:

Stebbi Twist
Krunka

á Polly


Vífilsfellið stóð alveg fyrir sínu í blíðviðrinu og varð á endanum ágætis hreyfing í bongóblíðu og útsýnið var alveg eftir því. Það þarf svo sem ekkert að hafa neitt fleiri orð um það og barasta láta myndir tala sínu máli hér

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, ágúst 01, 2012

Fram í Dalanna róEins og sjá má hér var stefnan hjá okkur hjónaleysum að skella okkur veztur í Dali til að vera við jarðsetningu afa Krunku á messudag. Þar sem athöfnin átti að vera síðla dags messudags var óhætt að segja að maður hafi haft alla helgina til þess að gjöra eitthvað. Góðkunningi okkar V.Í.N.-verja var svo hugulsamur að bjóða okkur þak yfir höfuð vort á ættarsetri sínum á Skarðsströnd. En þau sem þarna voru á ferðinni voru:

Stebbi Twist
Krunka

á Polly


og síðan

Billi Stórhöfðingi
á Framsókn


Við byrjuðum á því að skella okkur í Grafarlaug sem nýkomin úr yfirhalningu og er betur heldur glæsilegri heldur hún var árið 2008 þegar undirritaður og VJ skelltum okkur í hana. Að því loknu var heimsókn í Laxárdalinn áður en brunað var á Skarðsströnd í bústaðinn til Billa.

Laugardagurinn rann upp bjartur en það blés aðeins. Eftir morgunmat, messu og mullersæfingar var farið í Saurbæjarkirkjugarð til að hjálpa til við að gera gröfina klára fyrir kerið. Þegar því var lokið skiptum við á bílum við tengdó og fórum sem leið lá í næztu sýzlu til að rölta á Vaðalfjöll. Skemmst er frá því að segja að það tókst með eindæmum vel að toppa. Eftir að hafa dvalið skamma stund á toppnum var ákveðið að þvo af sér ferðarykið í Grettislaug á Reykhólum. En þar komumst við í feitt og fengum sannkallaða vinninga því þar var sýning á forndráttarvélum og fékk Litli Stebbalingurinn að sitja í einum árgerð 55 af Deutz gerð og líka taka í. Þar sem þetta lengdist aðeins þá var hætt að hleypa ofan í er komið var á svæðið. Þá var ætlunin að fara í laugina á Laugum í Sælingsdal en þangað náuð við heldur ekki í tæka tíð svo það var látið duga að skella sér ofan í Guðrúnarlaug. Eftir hressandi bað var okkur boðið í grillveizlu að Svarfhóli. Þegar allir voru orðnir mettir var Fellsströndin ekin að bústaðinum og hlustað á útsendingu frá Bræðslunni á meðan. Það tók svo við videokveld þegar ,,heim" var komið.

Á messudag var svo sem ekki mikið gert nema auðvitað jarðsetningin en við skellum okkur að vísu í sund á Laugum í Sælingsdal og kíkjum á jörðina sem afi Krunku og móðir bjuggu eitt sinn á.
Annars fyrir áhugasama má skoða myndir hér