mánudagur, ágúst 06, 2007

Frestur

Jæja, nú ættu allir að vera búnir að skila sér úr Eyjum. Svona fyrir þá sem ekki það vissu þá skellti kjölfestan, í þessum hóp, sér á Þjóðhátíð. Þar var nú ágætis gleði rétt eins og sjá má hérna. Það er auðvitað Skáldið sem heiðurinn að því að vanda.

En hvað um það. Vindum okkur að aðalatriði þessa færslu sem er auðvitað V.Í.N.-ræktin. Rétt eins og fastaáskifingur ættu að vita þá er þessu liður alltaf auglýstur hér á síðum alnetsins og eru flestir örugglega farnir að bíða spikspenntir eftir.
En nú verður smá breyting á. Það var planið að skella sér í hjólatúr annaðkveld, en nú hefur ferðahugur gripið um sig og er stefnan tekin austur á leið á morgun þriðjudag. Þess vegna sýnist sem svo að V.Í.N.-ræktinni verði frestað í þessari viku. Verði svo tekin upp að viku liðinni og þá verður hjólað. Þetta þýðir að öll dagskráin færist aftur um viku og verður því viku lengur.
Sem sagt ekkert á dagskrá þessa vikuna en verður áframhaldið í næztu viku.

Þanngað til
Göngudeild hreyfingagreiningar

E.s Fólki er þó fullkomlega frjálst að hafa sína eigin óformlegu V.Í.N.-rækt í þessari viku kjósi það svo

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!