fimmtudagur, ágúst 24, 2006

La Grande bouffe - Kafli 1

Daginn,
Nú styttist dagur sem óð fluga og allir vita hvaða gleðitíðindi það boðar. Jú, senn styttist í La Grande bouffe. Eins og allir vita þá er tilgangur með stórveislunni sá að fara út í sveit með frillum og reyna að éta sig til dauða. En nóg um það...
Nú eru góð ráð dýr því komið er að því að velja dag- og staðsetningu. Eftir að hafa ráðfært mig við nokkra þaulvana LGB-fara komumst við að því að dagsetningin 27.-29. okt. henti vel til stórveislna en myndum við gjarnan vilja ykkar skoðun á því.
Jafnframt væri gott að fá hugmynd um hversu margir stefna á að fara því eins og fjöldinn hefur verið undanfarin ár þá er sennilega bezt að reyna að krækja í tvö hús eða hús í stærri kantinum. Þetta hús gæti verið upplagt en það er í viðgerð og verður ekki í leigu fyrr en í nóvember. Þá er spurning hvort við ættum að fresta för fram til 2. eða 3. helgar nóv. mánaðar. Endilega brúkið skilaboðaskjóðuna, segið ykkar skoðun og látið vita hvort þið hyggist fara eður ei.

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Friedrichshafen og helgin fram undan

Nú rétt í þessu var úrvalssveit skíðadeildar VÍN að punga út á þriðja tug þúsunda hver einstaklingur og festa með því kaup á flugi til og frá Friedrichshafen, brottför þann 27. janúar á ári komanda og heimkoma 7. febrúar sama ár. Sveit þessa skipa þegar hér er komið sögu Jarlaskáldið, VJ og Alda, auk þess sem óstaðfestar fregnir herma að Twisturinn hafi jafnvel bæst í hópinn og gott ef ekki með laumufarþega með sér. Eru allir áhugasamir hvattir til að festa kaup á slíkum miða og slást með í för hið fyrsta, enda er miði möguleiki og þú vinnur ekki ef þú spilar ekki með, og aðeins dregið úr seldum miðum. Þá er bara eftir að ákveða ákvörðunarstað (Kitzbühel?), og ganga frá smáatriðum eins og hóteli og svoleiðis. Jawohl!

Þá er rétt að vekja athygli á dagskrá næstu helgar, Baggalútsball í Verahvergi á föstudaginn, og er krafa gerð um snyrtilegan klæðnað. Daginn eftir er stefnan svo tekin í Mörkina. Það er alltaf gaman í Mörkinni...

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Á skíðum

Gott fólk!

Jamms, nú senn líður að hausti. Degi er betur heldur farinn að styttast í annann endann. Við svo telur undirritaðurtími sé kominn að huga að skíðaferð til Austurríska/ungverskakeisaradæmisins alla vega byrja á því að verzla inn flugmiða svo hann verði á sem beztum kjörum.
Það eina sem er alveg ákveðið er hvert fljúga skal eða Friedrichshafen við Bodensee. Ekki hefur tímasetning verið negld niður en mokkrum hefur verið fleygt fram, t.d. eins og fara út laugardaginn 27.jan og koma heim miðvikudaginn 07.feb 2007 sem og 31.jan til 10.feb.
Hvar skíðað verður svo, hefur ekki verðið ákveðið en ýmislegt komið í umræðuna. Nú er bara tækifærið til að ræða málið á lýðræðislegum grundvelli og gaman væri að heyra hugmyndir um staði og tíma. Líka væri áhugavert að sjá hverjir hefðu áhuga að skella sér og jafnvel líka hverjir sjá sér ömuglega fært um að mæta.

Kv
Skíðaferðanemdin

laugardagur, ágúst 05, 2006

Eyjar!

Við erum komnir til Eyja, eitthvað að hitta peyja! Og hér sé stuð! Orðinn pabbi og svona. Gaman gaman. Annars er bara bongóblíða, og enginn gert neitt af sér, sem til tíðinda telst. Ja, fyrir utan Skáldið. Hvurnig er það annars, er það nokkuð framhjáhald ef það er í annarri sýslu? Hélt ekki. Svo koma myndir fljótlega. Eða ekki. Djamm!

föstudagur, ágúst 04, 2006

11 vinir óskast!

Mig gæti vantað 11 vini til að hjálpa mér að skipta um dekk á bíl. Ég er búinn að skrá okkur til leiks, spurning hvort fleiri geri það til að eiga meiri líkur á útdrætti. Nánar hér.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Á Þjóðhátíð ég fer...

Víst er fagur Vestmannaeyjabær... söng skáldið eitt sinn, þó ekki Jarlaskáldið, og þangað skal halda á komandi Þjóðhátíð. Án efa rétt eins og meirihluti þjóðarinnar hefur sjálfsagt gert sér grein fyrir og það fyrir löngu síðan.

Líkt og nokkur hin fyrri ár mun undanfararhópur fara á undan hinum. Undanfararnir að þessu sinni eru auk þess sem þetta ritar þ.e. Stebbi Twist eða bara litli Stebbalingurinn, Jarlaskáldið og Kaffi. Munu kappar þessir fara á fimmtudaginn til eyjunnar fögru í suðri.

Komandi fimmtudag 03.gústa n.k mun sagnaritarinn stimpla sig út úr vinnunni og skunda úr skýlinu og yfir í flugstöð. Mun samt örugglega fá einhvern úr hlaðdeildinni til að skulta sér eða bara fá línuna til að redda sér. Kemur allt í ljós. Bara að fylgjast með.
Þegar í flugstöðina verður komið mun allur undanfararhópurinn koma saman. Áætluð brottför er kl:16:45. Fararskjótinn mun víst vera Dornier 328 frá City Star (Landsflugi), bara spurning hvort það verði þessi eða þessi. Kannski að við endum bara á einni svona??? En fyrir þá sem vilja vita meira um þessar vélar þá er það hér. Um 20 mín síðar lendum við á Heimaey og förum beinustu leið í sérvöruverzlun ríkzins er úr tollinum er komið.
Hinir koma svo 23.klst síðar í gleðina miklu. En það eru víst þeir VJ og Svenson

Síðan er stefnan að koma heim á mánudeginum og vonandi að við komumst í loftið á áætluðum tíma eða 15:15 og um 30 mín síðar verðum við í flugstöðinni í Reykjavík að bíða eftir dótinu okkar. Á bakaleiðinni mun víst farið vera Dornier 228 og hér eru nördaupplýsingar um hana.

Nóg í bili og brúðubílinn bíður

kv
Undanfararnemd