Nú er komið að næsta lið V.Í.N.-ræktarinnar. Að þessu sinni er ætlunin að reima á sig gönguskóna og akra upp á helsta fjallastolt Suðurnesjamanna sem er auðvitað Keilir. Jafnframt verður þetta síðasta tækifærið til æfinga fyrir fyrirhugaða göngu yfir gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls um næstu helgi. En það vill svo skemmtilega til að sú helgi er einmitt Jónsmessuhelgin. Þá er upplagt að hlusta eftir talandi beljum, já allt er nú til, ásamt að velta sér allsber í dögginni að þjóðlegum og góðum sið.
Rétt eins og venjulega er tímasetningin 19:30 og þá úr bænum. Hvar hittingur verður kemur í ljós þegar það verður ákveðið. Sem sagt Keilir n.k. þriðjudag. Hvar verður þú?
Nú síðasta þriðjudag var farið æði hressandi hjólhestatúr um Heiðmörkina. Það verður að segjast að það var nokkuð góður túr og einn sá all skemmtilegasti hjólatúr sem undirritaður hefur farið amk í lengri tíma. Það var nú frekar fámennt en góðmennt engu að síður og vel gert úr öllu. Það var bara Yngri Bróðurinn sem mætti til hittings á stífluna en þar kom svo aðsvífandi Lilti Stebbalingurinn. Niðurstaða þess var að þetta var góður dagur í V.Í.N.-rætinni í góðviðri.
Kv
Göngudeildin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!