miðvikudagur, júlí 30, 2014

What to do on VerzlóÞað er orðið alltof langt síðan eitthvað hefur heyrst á þessum vettvangi. Þá er bara að bæta úr því hið snarasta.
Verzlunnarmannahelgin er framundan líkt og mörg fyrri ár þegar fyrsti mánudagurinn í gústa lendir mánudegi eins og nú í ár.
Ekki það að búast megi við miklum viðbrögðum en einhverstaðar segir að miði sé möguleiki svo þá er bara að taka þátt. En stóra smurningin er sú hvað gildir limir hafa hug á að gjöra um komandi helgi. Amk stefna Litla fjölskyldan á H38 og stórfjölskyldan í Hólmvaðinu að leggja dekk undir fót. Eftir því sem spámenn ríksins halda fram þá er líklegast að vesturhlutinn verði fyrir barðinu en þó gæti maður allt eins endað á Suðurlandinu.
Alla vega þá væri gaman að heyra frá fólki hvað það hefur hug hvort sem það er ættarmót, bústaðaferð eða bara eitthvað allt annað.

fimmtudagur, júlí 03, 2014

Hjólað í Reykjadal


Eins og sjá má hér var ætlunin að hjólheztast í Reykjadal og skella sér þar í hið árlega árshátíðarbað í gærkveldi.
Það voru fimm einstaklingar sem lögðu af stað upp á heiði frá Norðlingaholtinu en þar voru á ferðinni

Stebbi Twist á Cube
Danni Djús á Scott

Gráni gamli um að ferja oss

Bergmann á Merida
Maggi á móti á Gary Fisher
Sigurgeir á móti á Trek GS

og sá Silfurrefurinn um að koma þeim á áfangastað

Sum sé Danna Djús var skipt inná fyrir VJ frá Jaðrinum.

Við komum upp á heiði og er búið var að koma einum bíl til Hvergigerði var hægt að hjóla afstað. Það gekk bara með ágætum og er beygt var útaf veginum og út í árfarveginn var minni drulla og þurrara en menn höfðu reiknað með. Þegar komið var í Reykjadal hófst leitin að hentugum baðstað. Lækurinn neðan við var bara skítkaldur svo það var bara skellt sér í ,,heita" lækinn og skíturinn þar skolaður burt. Allir sem það á við orðnir hreinir og fínir fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2014.
Er menn voru komnir uppúr og farnir að koma sér niður á við tók Djúsinn góða byltu, setti framdekkið á kaf í drullu, fór fram fyrir sig okkur öllum til mikillar skemmtunnar. En svo gekk nú niðurferðin í Hvergigerði bara eins bezt verður á kosið. Allir komust niður og náðu að smúlla hjólheztana sína þrátt fyrir að bara ein slanga á öllu þvottastæðinu hafi verið í nothæfu ástandi. En þrátt fyrir fyrir það voru allir sáttir með gott kveld og góðan hjólatúr.
Séu einhverjir áhugasamir þá má skoða myndir frá kveldinu hér

Kv
Hjóladeildin

miðvikudagur, júlí 02, 2014

Tuttugasti og sjötti í skráningu 2014

Þá er komið að síðasta skráningalistanum þetta árið. Auðvitað þýðir það bara eitt, Helgin er um helgina. Gaman að því. Jæja höfum þetta ekki lengra og vindum oss i listann.


Skemmtilega fólkið:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Íris Anna
Maggi á móti
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Magnea Marta


Flottu jepparnir:

Willy
Litli Kóreustrákurinn
Willhjálmur
Cindý

Við sjáumst svo bara um helgina í Básum á Goðalandi

Kv
Skráningardeildin