Rétt eins og sjá má hér á færslunni fyrir neðan þá var breytt tímasetning eða öllu heldur dagsetning á V.Í.N.-ræktinni. Fyrst að menn voru farnir að hræra í áður auglýstri dagskrá var alveg eins gott að halda því áfram. Því var ekki farið á Hvalfell heldur annað fell er kallast Geitafell eða Geitaostafell eins og gárungarnir nefna það.
Hvað um það. Það voru fjögur hraustmenni sem lögðu í þessa svaðilför þar sem óhætt er að segja að skyggni hafi verið sjaldséð á köflum. En sveinar þessir sem leiðangur prýddu voru:
Stebbi Twist
Maggi á móti
VJ
Jarlaskáldið
og sá Barbí um að koma okkur til fjalla og aftur til byggða.
Fínn göngutúr þvo svo að skyggni hafi verið fágætt og við teljum okkur hafa náð toppnum. Amk þanngað til annað kemur í ljós.
Eins og má sjá þá var hirðljósmyndari vor með í för. Hann hefur sýnd af sér þann dugnað að vera búinn að koma myndum sínum, á stafrænuformi, á síður alnetsins. Afraksturinn gefur að líta hérna.
Góðar stundir
Göngudeildin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!