miðvikudagur, febrúar 26, 2003

þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Rétt eins og glöggir lesendur hafa orðið varir við þá fór jeppadeild V.Í.N. í jeppa ferð um síðustu helgi. Jeppadeildin vil þakka Öldu fréttastjóra fyrir að koma fréttum af för okkar félaga áfram. Nóg um það. Við skulum byrja á byrjuninni.

Ég og Vignir höfðum verið alla síðustu viku að pæla að fara eitthvað þó var eitt vandamál. Við vorum bara tveir á einum bíl. Svo á fimmtudaginn var bænum okkur svarað. Á leið okkar í Bláfjöll tjáði Magnús Blöndahl mér að Svenni Ítalíufari væri að leita af mér í sambandi við jeppaferð og eftirlét Maggi mér símanum hjá Svenna. Þess má til gamans geta að Svenni er maður með viti og hefur átt alvöru jeppa þ.e. Willy´s. Þegar ég var kominn heim eftir ágætan skíðadag í Bláfjöllum var hafist við að hafa samband við Svenna. Ekki var drengurinn á því að svara mér og eftir þrjár tilraunir þá hringdi kappi til baka. Ekki var hann alveg að að kveikja á perunni hver þessi Stebbi væri en eftir smá útskýringar kom ljósið. Þarna tjáði hann mér að hann og fleiri væru að fara á Hveravelli yfir Langjökull. Þetta var samþykkt á staðnum og ekkert annað að gera nema skrúfa 38´´ undir og af stað. Maður var nýbúinn að bóna gripinn og síðan þá hafði hann staðið að mestu inni í skúr svo ekki þótti ástæða að bóna fyrir ferðina. Svo var bara að hafa samband við Vigni og hann var til svo það var ekkert til fyrirstöðu að fara í ferð.

Eftir að hafa haft samband við Sveinbjörn á föstudeginum og hann sagði mér brottfararstað og tíma var farið til Togga að sækja símann og láta strákinn kíkja aðeins á GPS-tækið. Eftir að hafa verið hjá Togga var haldið í Árbæinn að sækja Vigni. Þegar ég kem til hans var hann að pakka á fullu ásamt því að tala við Gvandala-Gústala, hann er hæfileikum búinn að geta pakkað og talað í símann á sama tíma, það virðist vera að eftir þetta samtal Gvandala-Gústala og Vignis þar sem Vignir sagðist vera á leiðinni á fjöll með mér að Gvandala-Gústala fór og setti Bronson inn í skúr og fara að gera við. Hið besta mál. Eftir að hafa sótt Vigni og bjórinn sem var allur heima hjá Vigni eða einn kassi af Viking. Nú lá leiðin í Tíkina í túninu að versla mat, það tók fljót af enda frekar staðlað allt saman. Þarna var líka notað tækifærið og talað við Svenna og var hann ekki kominn á brottfararstað sem var Esso Ártúnsholti. Þegar við Vignir komum á Esso var þar kominn floti af jeppum og bara einn amerískur, það átti eftir að breytast, þarna var tankað og einn Subway snæddur. Biggi kom fljótlega eftir að við mætum á svæðið. Svo hófst biðin eftir Svenna sem var ágætt það gaf okkur tíma til að njóta Subway í rólegheitum. Nú var loks lagt af stað út úr bænum og þá var kl:18:30 lá leið okkar á slóðir forna fullra kappa eða í Reykholt þar sem átti að hittast og tanka. Þegar við komum og fylltum Willy´s. Þarna var allur flotinn mættur. Þetta voru samtals 11 bílar og þeir saman stóðu af 1.stk Willy´s, 1.stk Econoline, 1.stk Ford Ranger, 2.stk Blazer S10 var þetta Ameríska-deildin eða Major League. Svo var það Austur-deildin eða little league það voru 3.stk Barbí, 1.stk Musso, 1.stk Toy X-Cap og svo 1.stk Toy double cap. Það var því glæsilegur floti sem yfirgaf Reykholt með stefnuna á Húsafell. Þegar við vorum kominn í Húsafell og í gegnum fellið var hafist handa við að hleypa úr og fór undirritaður niður í 5PSI til að byrja með a.m.k svo var farið að jeppast. Þess má til gamans geta að Svenni var mjög sáttur þegar ég gaf honum afnot að samkvæmisljósinu þegar hann var að hleypa úr hægra megin. svo gat hann notað ljósið og gangbrettið þegar hann var að klæða sig í betri brækur. Niðurstaðan er sú að Willy´s er heillegur og notadrjúgur. Þarna var veður hið ágætasta. Þarna á veginum, á leiðinni á Kaldadal og Geitlandsjökull, var slap en ekkert til að væla yfir. Fljótlega fór að bera á festum. Það var einn Barbí á undan mér og hann missti afturendann í krapa. Það var fallist á það að láta Willy´s kippa í hann. Ekki gekk nú að draga hann aftur á bak svo það var látið á það reyna að fara fyrir framan hann og kippa þannig í Barbí. Það gekk aðeins og hálfa bíllengd. Ég hugsa að bílstjórinn á Barbí hafi ekki viljað að Willy´s, sem nær ekki afföllunum á Barbí í verði, myndi ná sér upp með ekta amerískum hestöflum með nælon á milli og hann hafi staðið á bremsunni meðan við reyndum enda var bakpokinn hans Vignis kominn framí.. Þetta var ekkert að ganga neitt alltof vel og þá var líka Svenni búinn að stinga framendanum á Ranger niður. Siggi Gylfa kom svo á sínum Barbí og náði hinum Barbí lausum. Þegar hann var búinn að ná honum lausum gaf hann okkur nammi og var það vel þegið. Biggi kom svo og náði Svenna lausum úr viðjum krapanns. Við komumst svo ca 600 metra og þá var aðeins meira af festum. Við Vignir notuðum tækifærið og klæddum okkur betur, hleyptum meira úr og svo létum við fréttadeild vita af stöðu mála sem birtist svo skömmu síðar á netið. Þarna áttum við eftir 7,74 km að skála við jökulrætur. Ferð gekk nú ágætlega að afleggjara, yfir brúna og eitthvað lengra. Þarna fór að hvessa og skyggni að minnka. Eftir smá fund var ákveðið að halda áfram á Hveravelli og sjá hvernig gengi. Það gekk svona frekar hægt og með einhverjum festum öðru hverju. Er við áttum 1.8km ófarna var ákveðið að snúa við. Þarna sem við snerum við var Mussoinn fastur einhver Barbí var fyrir framan og snéri hann við og stakk af svo það var ekkert annað gera nema að kippa í Musso á Willy´s. Vignir var sendur út vopnaður kaðli og hann krækti á milli og Mussoinn losnaði. Þá kom upp á daginn að ekki var hægt að opna hurðina hægra megin þannig að Vignir varð að fara inn vinstra megin og yfir undirritaðann. Ekki reyndist þessi ,,bilun´´ vera alvarleg því Vignir hafði óvart læst hurðinni þegar hann fór út. Rétt eftir þetta á kom að því Willy´s var fastur. Tryggvi fór framúr og Vignir kom nælon á milli. Það varla strekktist varla á spottanum og Willy´s varð laus. Fær Tryggvi okkar þakkir fyrir þetta. Topmaður. Svenni kom svo aðeins eftir festuna hlaupandi til okkur og krafði okkur um bjór vorum við ekki lengi að bjarga því. Þrátt fyrir fögur orð þá er hann ekki búinn að borga okkur hann. Farið hefur fé betra. Svo var bara skörlt til baka. Á svipuðum slóðum og menn voru í basli á uppleiðinni var Musso vel fastur. Við reyndum okkur við hliðina á honum og meðan það var beðið eftir að 44´´ bíll kæmi að draga Mussoinn þá fór Vignir í bókasafnið í Willy´s og dró þar upp hið virta herratímarit Hustler. Þeim Musso mönnum leist afar vel á þetta hjá okkur þó fannst þeim þar til gert lesljós snilld og sagði við þetta tækifæri að slíkur útbúnaður og herratímarit yrði komið fyrir næstu ferð. Annars gekk nú niður ferð að mestu tíðindalaust fyrir sig. Alltaf er jafngaman að keyra í svona förum eins þarna voru. Nóg um það. Þegar við komum svo í Húsafell kom það á daginn að hvorugur okkar hafði hugmynd um hvar næturstaður okkar væri. Það vildi enginn svara kalli okkar á CB svo við höfðum símasamband við Bigga og biðum svo eftir þeim köppum og vorum við í samfloti að Brúarás. Þegar við komum þangað og eftir að hafa komið dótinu okkar inn setumst við niður með bjór og dorritos. Svo bauð Fríða okkur að koma yfir á þeirra borð og var það boð þegið með þökkum. Er við komum þangað yfir, var okkur boðið af þeim heiðurshjónum upp á kjúkling sem var hinn ágætasti. Þarna stóðu yfir miklar umræður um það hvort virkaði betur Barbí eða amerískt. Þó ótrúlegt megi virðast þá tók undirritaður ekki þátt í þessum kappræðum enda e.t.v eins gott. Ég er ekki frá því að þetta hafi enfdað með því að menn komust að þeirri vísindalegu niðurstöðu að Barbí og Toyota eru eins og bjúga á bikkjuleigu. Um leið og þær sjá að þær eru á heimleið þá flýta þær sér eins og þær geta þeim hlakkar nefnilega svo til að fá að bíta hey. Eitthvað virðist það vera erfitt að keyra þessa Barbí og Toy því þeir allir voru sofnaðir frekar snemma. En við í amerísku deildinni vorum sko ekki á þeim buxunum að hætta, enda nóg af bjór til og óþarfi að fara heim með og mikið. Við færðum okkur um set og fórum í Econoline eða ,,West rost´´ eins hann er víst nefndur. Þarna þurfti VIP-kort til að komast inn eða bíllykill að einum í Major League. Þarna vorum við til kl:06:30 með smá viðkomu í Bigga bíl. Þarna um nóttina gerðist svoldið sem skafl einn kemur við sögu. Það er best að hafa sem fæst orð um þetta því sumt sem við gerðum varðar lög annað var bara siðlaust.

Það var svo ræst kl:09:00 á laugardagsmorgninum. Voru menn mishressir svo ekki fastar að orði kveðið. Svo held ég að Svenni eigi súrleika þennan morguninn. Þó voru allir endurnærðir enda er það nánast frí að aka um á einum amerískum. Eftir morgunmat, morgunæfingar og morgunbæn var lagt í aðra tilraun á Langjökull. Það var rennt úr hlaði á Brúarás upp úr 10:00 á laugardagsmorgni. Gekk ferðin upp að jökli aðeins hraðar þarna heldur enn kvöldið áður. Þó var síðasti spölurinn seinfarin en gekk þó að maður hafi verið að hluta í förunum á eftir Econoline á 44´´. Upp jökulinn var farið hægt og í förum. Alltaf bætist í jeppaflóruna og voru örugglega hátt í 30 jeppar þarna. Gekk mönnum misvel enn allir fóru þó hægt yfir. Þó var gaman að hlusta á Einar skjóta á Barbí. Sagði ég svo eina sögu sem Barbí og Atcion force kemur við sögu. Þar sem börn lesa þetta og annað siðprút fólk þá ætla ég ekki að hafa þessa sögu eftir. Á einum staðnum reyndu þó menn að fara að gera sín eigin för og fór þvers og krus þarna um og gerðu stundum illt verra. Ekki fórum við langt upp jökulinn þennan daginn við snerum við þegar við vorum komnir 2,24 km upp og það á rúmum tveimur tímum. Það var meira að segja erfitt að fara niður og nokkrum tókst að festa sig. Á leiðinni niður skiptust svo förinn í tvennt og við fórum önnur þeirra svo í förunum við hliðina var einn Barbí búinn að festa sig. Hann veifaði okkur enn því miður gatum við ekki bjargað honum við við vorum fastir í förunum og ekki möguleiki að beygja úr þeim. Svo þegar ég ætlaði að bakka aðeins þá spólaði ég bara og gróf mig niður, ekki tókst mer að festa mig þarna. Gingi kom svo á Linernum og náði Barbí upp lausum. Eftir að niður var komið dældum við einhverju lofti í dekkin og sumir notuðu tækifærið og fengu sér bjór, sem er mjög gott. Eftir þetta var nú allt frekar tíðindalaust enda nánast búið að malbika niður í Húsafell. Þegar við komum niður að gatnamótunum Húsafell-Kaldidalur var stoppað dælt í dekkin og beðið eftir amerísku deildinni. Þegar þeir komu fórum við í Húsafell þar sem tæknin var eitthvað að stríða Bigga þar sem hann kom ekki loftpressunni í gang. Svo þeir þurftu að setja dekkin með 12V bensínstöðvadælu. Eftir að búið var að lofta var tekið orkuvökvi enda búið að brenna aðeins af því og ekkert að því. Eftir að Húsafell sleppti lá leiðin í Reykholt. Þar fengum við okkur pylsu og lásum fréttablaðið. Þarna kvaddist hópurinn og ég og Vignir vorum aðeins lengur því við vorum ekki búnir að fá okkar pylsu. Þegar ég var að dæla lofti í hjá mér er kallað á mig. Þar var á ferðinni Höddi spraut, sá sami og sprautaði Willy´s Thruster, var hann á leiðinni á Langjökull og til að toppa allt þá er hann kominn á Barbí. Maður hefur nú fleiri til að skjóta á, sem er mjög gott. Það er eftir var ferðar var mjög rólegt og tíðindalaust enda bara þjóðvegakeyrsla heim. Við komum svo í bæinn rúmlega 17:00 og þá var gott að taka kríu. Maður var jú að fara í ókeypis bjór um kvöldið.

P.s Hægt er að sjá myndir frá Tryggva, sem var í sama hóp og við, og hjá Björgunarsveitaherdeild Reykjavíkur en þeir voru þarna á ferðinni á sama tíma og sama stað

laugardagur, febrúar 22, 2003

Hádegisfréttir eru heldur seint á ferð en hér koma þær þó. Jeppadeildin mætti í Hvítársíðu (um 9 km frá Húsafelli) um 1.30 í nótt og var þá tekið til við drykkju. Stóðu þeir sig mjög vel í þeim bransanum eins og alltaf og hættu ekki að drekka fyrr en klukkan 6.30 í morgun. Vignir hringdi einmitt í mig rétt fyrir 6 og ætlaðist til að ég færi þá að blogga. Sökum þess að ég var nú ekki alveg með meðvitund varð ekkert úr því. Þeir félagar voru svo vaktir klukkan 9 í morgun. Menn voru mjög súrir svona snemma dags sökum drykkjunnar en komu sér þó á lappir. Sérstaklega var tekið fram að hann Svenni hefði líka verið mjög súr. Upp úr 10 var svo haldið af stað og stefnt á Langjökul. Þar voru félagarnir einmitt þegar þeir hringdu. Sól og blíða er á jöklinum og margt um bílinn, Stefán líkti þessu við Laugaveginn. Á rúmum klukkutíma eru þeir nú búnir að aka um 2,2 km sökum þungs færis. Í kvöld ætla þeir sér að vera komnir í rétt kjördæmi og fagna nýju starfi með honum Einari.
Ekki gengur ferðalag þeirra félaga mjög vel. Ákveðið var að snúa frá Geitlandsjökli þegar 1,8 km voru eftir í skálann sökum leiðinlegs færis. Þegar þeir hringdu voru þeir í 2,74 km fjarlægð frá fyrr nefndum skála og var stefnan tekin á Húsafell. Ætla þeir að gista í félagsheimilinu á staðnum. Aldrei hefur Vignir nú tekið eftir þessu félagsheimili en hann beið spenntur eftir að sjá höllina. Skyggni er ansi slæmt þarna uppi við jökul sökum snjóbils og myrkurs og er heldur búið að bæta í vindinn en Vignir taldi að það væru um 20 - 22 m/s. Þar sem vindur er ansi hagstæður þarna voru þeir að láta sig dreyma um að skella á sig skíðunum og fallhlíf og svífa á Sjallann. Þar sem fallhlífarnar gleymdust heima þá urðu þeir að láta draumana duga og skella sér í staðinn í félagsheimilið. Áætluð koma í félagsheimilið er á milli 1.30 og 2. Er þá planið að reyna að ganga eitthvað á bjórinn. Það hafði nú ekki gengið vel hjá honum Vigni frá síðasta símtali og var hann einungis búinn að bæta hálfum bjór í belginn. Stefnt er á að vakna snemma í fyrramálið, athuga þá hvernig landið liggur og hugsanlega reyna við Hveravelli. Að lokum vildu þeir svo óska honum Einari til hamingju með nýja starfið og sögðust mæta í partý ef þeir yrðu í réttu kjördæmi. Sökum margra óvissuþátta gátu þeir ekkert sagt til um hvar þeir yrðu staddir þegar partýið færi fram.

föstudagur, febrúar 21, 2003

Jeppadeild VÍN getur greinilega ekki beðið með að láta í sér heyra. Var í þessu að fá símtal frá þeim þar sem ég var beðin um að gerast fréttaritari þeirra félaga. Þar sem ég hef nú ekki mikið að gera þetta föstudagskvöldið gat ég ekki neitað þeim um þetta og koma hér helstu fréttir af þeim. Þeir lögðu af stað úr bænum um 18.30 í góðra manna hópi á 12 bílum. Eru þeir nú búnir að aka í þessum fína krapa og ná nokkrum góðum festum og átti Svenni þá bestu hingað til. Nokkur snjór er víst ofan á krapanum. Þeir voru staddir um 5 1/2 km frá skálanum við Geitlandsjökul í suðvestan 18 - 20 m/s og skafrenningi. Hljóðið í þeim var ansi gott en þeir voru í biðstöðu þar sem bílar voru víst að rembast við einhverja brekku þarna á leiðinni. Vignir var búinn að klára 3 dollur. Ekki var það nú fleirra í bili en þeir ætluðu að hringja aftur síðar í kvöld með framhald af þessari miklu ferðasögu.
Jeppadeild VÍN (sem samanstendur einungis af mér og Stebba þessa stundina) hefur sett stefnuna á Húsafell í kvöld ásamt Svenna Ítalíufara, Bigga frænda og fleiri fræknum. Áætluð brottför er um 17 núna síðdegis og farið inn í Húsafell í kvöld. Ætlunin á morgun er svo að kíkja á aðstæður við Langjökul. Það hefur heyrst af miklum krapa á svæðinu þannig að við erum ekki allt of vongóðir um að komast á jökul en við lifum í voninni. Framhald ferðarinnar ræðst svo af því hvernig aðstæðurnar á jökli verða á morgun en ef allt verður eins og best verður á kosið verður líklega tekin umferð í SL-hlaupi 2003 á Hveravöllum annaðkvöld, og ef svo fer verður það fyrsta umferð ársins. Ferðasaga er væntanleg eftir helgi.
Var rétt í þessu að hafa samband við okkar aðila varðandi fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð og því miður gat ég ekki pantað tjaldsvæði í gilinu okkar góða. Ástæðan er einföld: "ekki er enn farið að taka við pöntunum, en hringdu aftur eftir mánuð". Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að okkar aðilar sjá ekkert því til fyrirstöðu að við höldum áfram venju okkar undanfarin ár og leggjum gilið góða undir okkur.

þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Djöfulsins veður, þetta verður nú að fara að batna. Eruð þið búnir að sjá þetta

mánudagur, febrúar 17, 2003

Hvað er í gangi með þetta veður???? Svar óskast!!!!!!!!
Fuss og svei!!!!

fimmtudagur, febrúar 13, 2003

Dappparapp ...... jæja þá er hér ferðasagan sem ég veit að allir eru búnir að vera að bíða eftir.

Föstudagskvöld 7 feb kl 19:00 hittist hópurinn niðri á Flugvallarvegi. Þar var hafist handa við að græja vélsleðana í kerruna og snjóbílinn upp á vörubíl. Efitr það er farið og tankað á tækin. Síðan er haldið áleiðis að Hrauneyjum í fljúandi hálku.......sem endar með því þegar að við erum að beygja inn á planið hjá Hrauneyjum þá hendir kerran Econaline út af veginum þannig að festist svona ansi skemmtilega og það kom fallegt gat á hlið hans. Eftir það er sleðarnir teknir úr kerrunni og snjóbíllinn af vörubílnum til að leysa Linerinn......sem tókst allt mjög vel...Eftir það er keyrt áleiðis inn í Laugar í erfiðu skyggni og slæmu færi fyrir jeppa því við mættum 2 jeppahópum sem höfðu snúið við undir Frostastaðhálsi....Komið var inn í Laugar um 06-leytið.

Vaknað var frekar seint á laugardeginum eða um hádegi, var fengið sér að borða og græjurnar ræstar og haldið á æfingar dagsins......sem tókust bara með eindæmum vel. En um 17 leytið fór beltið af einu dekkinu á snjóbílnum og hófst þá að koma því á ...................................................................... sem tókst svo 4 tímum seinna. :-) Þegar við vorum á leiðinni til baka mættum við fullt af jeppum sem voru að skríða inn á sléttuna fyrir framan Laugarnar sem höfðu verið allan daginn að koma sér inneftir. Þeir þurftu að skilja 2 bíla eftir 1 patrol 38" og 1 Trooper svo var 44" Trooperin með brotinn öxul að framan eftir að draga Patrol á 38" inn í Laugar.
Þegar við komum inn í skála var hafist handa við að koma grillinu í gang, grilla lærið, baka kartöflurnar, búa til sósuna, taka til salatið og hræra ROYAL búðinginn sem var í desert....Svo ég segi ykkur það þá var þetta snilldar matur. Eftir það var tekiði 200m lella hlaup í laugina í Teva og dúnúlpu í rúmmlega hnédjúpum snjó.....Laugin SNILLD.

Sunnudagurinn byrjaði kl 09:00 fólk tók til í skálanum og kom sér út og af stað áleiðis til Rvk city.....sem var erfitt fyrir jeppana en létt fyrir snjóbíl og vorum við því í að kippa í þá og hjálpa þeim. Færið var þó betra en daginn áður...þegar við vorum komnir yfir hraunið og jepparnir héldum við bara áfram.........áleiðis að Sigöldu þar sem vörubíllinn beið okkar. Snjóbílnum hent upp á hann og af stað til Reykjavíkur.

Þetta var alveg snilldarferð í fullt af snjó, smá bilanir, góður matur og frábær laug.

Og auðvitað fylgja nokkrar myndir með þessari ferð.....Slóðinn á þær er: http://www.pbase.com/vinvinvin/fbsr__laugum

Kv. Maggi

þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Einu sem blaðasnápurinn gleymdi áðan. Svona rétt til að menn, konur, hundar, kettir og önnur húsdýr seti ekki geðheilsuna upp í pant útaf spenningi og fari ekki að meiða fólk eða dælda bíla, þá skal þess getið að tímasetning gæti breyst, þar sem stefnt er á að sem flestir sjái sér fært að mæta í mannfögnuðinn og þetta kom nokkuð óvænt upp. Fylgist með frá byrjun en haldið ykkur í þegar paparazzi VÍN lætur aftur á sér kræla með gott skúbb.

Góðar stundir
Jæja sperrið eyrun, skafið skítinn út, nuddið stírur úr augum og smellið á ykkur brillum aðdáendur Vinafélags íslenskrar náttúru til sjávar og sveita, í nálægð og fjarlægð, fortíð, nútíð og framtíð......jæja best að romsa þessu útúr sér.
Eftir nokkuð snarpar samningaumleitanir góðs félaga í VÍN við yfirmenn Osta-og smjörsölunnar auk lofgjarðar og messu guði til dýrðar (sá guð er að náttúrulega Bakkus eða Dýonísos, fer allt eftir því hvort þú fílar gríska eða rómverska goðafræði betur) er það komið á koppinn, að okkur félagsmönnum (sem að sjálfsögðu hafa greitt iðgjöld og þungaskatta (ekki nema einn sem borgar þá og það er sá sem þetta talar)) stendur til boða að njóta fallegrar náttúru, heilbrigðs fjallalofts auk dágóðs slatta af brennivíni í þar til gerðu sumarslotti örskammt frá Bifröst.
Þessi góði félagi gerir það ekki endasleppt sem endranær þegar brennivín og skemmtanir eru annars vegar og var ekkert að tvínóna við hlutinaþ Kastalanum var reddað fljótt og örugglega, svo fljótt að helgin sem um ræðir er síðasta helgin í feb. hvorki meira né minna!!! Þetta er m.ö.o. að detta í hausinn á okkur.
Nú til að gera þessa skemmtun enn bitastæðari og kynda enn meir undir slefmyndun þá er þessi 357 hektar jörð sem um ræðir, spölkorn frá honum Langjökli og eru þeir menn innan raða VÍN sem aðhyllast jeppabras og vélsleðafútt beðnir um að fara gera klára sína tilbúna fyrir misnotkun. Nú fyrir þá sem aðhyllast eigi fáksnotkun (og vilja þess í stað liggja í leti og nudda á sér belginn) er bent ám, að á staðnum er pottur, auk þess stutt í krummaskuðið sem hýsir Hyrnuna (auk snotrar sundlaugar). Þar að auki ku Hreðavatnsskáli (sem hver einasti maður með snefil af aulahúmor hefur velt fyrir sér af hverju heiti ekki HREÐJAVATNSSKÁLI) vera skammt þar frá en fréttaritari telur það ekki fýsilegan kost nema sá hinn sami vilji láta lemja sig hressilega og missa svo sem eins og eina tönn.
Sem sagt svo við tökum þetta saman hér í lokin: óvænt hátíð er í kortunum (hljómar eins og veðurstofan) og spáin er sú að þetta gæti alveg orðið fjandi gaman

Góðar stundir

p.s. Arnór hann lengi lifi húrra, húrra, húrraaaaaaaaaaaaa

mánudagur, febrúar 10, 2003

Fjórir Ítalíu hrokkagikkir brugðu undir sig betri fætinum um liðna helgi. Ásamt þeim sem þetta skrifar voru með í för þeir Magnús frá Þverbrekku, Arnór Jarlaskáld og Vignir Heiðaráskóngurinn. Í þetta skiptið var farið norður yfir heiðar og höfuðstaður norðurlands sóttur heim. Tilefni okkar var að sjálfsögðu að skella okkur á skíði í Hlíðarfjalli. Helga frænka Magnúsar frá Þverbrekku er búsett á Akureyri þessa dagana og var að sjálfsögðu herjað á hana. Það var lagt af stað úr Reykjavík um sjöleytið og eftir að hafa hitt þá Vignir og Magnús í Mósó var ekkert til fyrirstöðu að fjósa sem leið lá til Agureyris. Ferðin norður gekk að mestu tíðindalaust það var nokkur hálka og tók að nálgast Bifröst var skautað vel í einni beygunni tókst samt Jarlaskáldinu að koma í veg fyrir harmleik með réttum viðbrögðum. Það var svo stoppað í Staðarskála og menn fengu sér eitthvað í kökuopið á meðan aðrir þurftu að losa sig við bjórinn sem innbirgður hafði verið á leiðinni. Þarna tók við mikil bið eftir skíthopparabitum og í kaupbæti fyrir biðina fékk Arnór einn aukabita sem ég át svo. Maður er alltaf að græða. Er tók að nálgast Varmaland hófst leitin að útvarp Kántrýbæ sem ekki bar árangur. Til að bæta okkur upp sáran missi þá skelltum við gömlum Radíusflugum í hjóðsnælduspilarann. Var þetta tær silld og ekkert annað. Við Arnór báðum þess ekki bætur alla helgina að hafa hlustað á þetta, öllum öðrum til leiðinda og ama. Þegar í Varmahlíð var komið þá biðu þeir Vignir og Magnús eftir okkur því ákveðið hafði verið að vera í samfloti yfir Öxnadalsheiðina. Þó ekki hafi verið mikið um ís á veginum eftir að Staðarskála sleppt var ekki sömu sögu að segja um Öxnadalsheiði. Yfir heiðina komumst við svona þokkalega heilir á húfi og óskaddaðir á sál. Við renndum svo inn í Akureyrarbæ um kl:00:30 aðfararnótt laugardagsins. Eitthvað var Vignir ekki með á hreinu hvar átti að beygja og skellti sér inn á einhvern göngustíg. Hann áttaði sig þó fljótt á mistökunum og skellt í bak húsið reyndist svo vera við næsta horn. Við komum okkur svo fyrir og bílstjórar opnuðu bjóra. Ekki var mikið drukkið þetta kvöldið heldur farið snemma til rekkju enda átti að skíða eins og óðir menn næsta dag. Um klukkan 09:00 á laugardagsmorgninum fóru símar ferðalanga að góla hver á fætur öðrum. Það var hringt upp í fjall og þar var okku tjáð að vegna hvassviðris væri ekki hægt að opna nýjar upplýsingar kæmu um 09:30 því var barasta kúrað til 09:42 og tékkað aftur á fjallinu og þá átti að opna kl:10:00. Menn fóru nú á lappir og í Bakaríið við Brúna, fínasta bakarí það. Eftir morgunmat og morgunæfingar var ekkert til fyrirstöðu að koma sér í fjallið, eða hvað. Þar sem Helga frænka er bíllaus þá þurfti að fara á nokkra staði áður en hægt var að koma sér í fjallið. Þetta kom sér reyndar ágætlega fyrir okkur hina líka. Magnús hafði gleymt sokkum í Þverbrekkunni og því gat hann notað tækifærið, þegar Helga frænka sótti skíðin sín og brettið sitt, til að versla sokka. Eftir þetta lá leið okkar í ríkið. Þarna var undirritaður að koma í fyrsta skiptið. Ekki gerðist vaður svo frægur að versla neitt þarna, í þetta skiptið a.m.k., sömu sögu verður ekki sagt um Arnór, Magnús og Helgu frænku öll keyptu þau bjór. Nú loks var hægt að koma sér upp í fjall. Við renndum á planið í Hlíðarfjalli um kl:11:23. Það var hafist handa við að koma sér í skóna og allt sem því tilheyrir. Eftir að hafa verslað sér dagskort fyrir heilar 1400 ísl.kr var komið sér í Fjarkann og upp. Þegar við vorum komnir upp var búið að loka Strompinum eða Strýtunni. Þá var ekkert annað í stöðunni nema renna sér í flatanum við Fjarkann. Það var líka prufað að fara vinstra meginn við Fjarkann og renna sér þar í einhverju gili. Var það ágætt þó var alveg skelfilegt færi ef maður fór ekki alveg á réttum stöðum. Þarna var hægt að hoppa aðeins og hafa gaman. Það kom svo að því að hungur fór að sækja að okkur þá var brugðið á það ráð að fara í veitingaskálann sem er upp við Strýtuna. Þar var boðið upp á heita samloku á 90sek og fyrir þetta þurfti að reiða fram 400 ísl.kr. Okkur til gríðarlegar skelfingar þá hafa þeir ekki á boðstólnum Grappa. Þó kom einhver sposkur svipur á afgreiðslustelpuna þegar ég spurði um Grappa. Eftir þetta vorum við endurnærðir og renndum okkur beint niður í bílanna því þar beið okkur bjór. Eftir bjórinn vorum við komnir í kunnulegan fíling og orðnir hæfilega mjúkir. Fljótlega eftir matinn þá var opnað upp í Strýtu og var farið hið snarasta upp. Fyrsta ferðin var frekar hart í brekkunni og kögglar, þetta var ekki ósvipað eins og fara gróft þvottabretta með 30psi í dekkjunum. Þetta breytist þó eftir því sem fleiri fóru Strýtuna. Svo fórum við vinstra megin við T-lyftuna þar var ótroðið og skel yfir sem átti það til að brotna. Þar tók ég byltu dagsins og þó ég segji sjálfur frá nokkuð góða missi bæði skíðin og annað stengur upp úr. Það verður þó að teljast gleðiefni að ég týndi ekki öðru skíðinu þarna. Þegar niður var komið þá gekk drengur einn upp að mér og heilsaði með nafni. ekki var ég alveg að kveikja á perunni hver þetta væri. Þarna var á ferðinni enginn annar heldur enn Jónas Páll gamall félagi sem maður skíðaði mikið með á æsku og unglingsárum m.a í Austurríki. Við heldum svo áfram að skíða og vorum að til 16:44 þó hafði Arnór farið hálftíma fyrr úr fjallinu til þess að verða sér úti um sundskýlu. Við fórum svo beint úr fjallinu í sund. Undirritaður þurfti að fara í skíðaklossunum niður því Arnór hafði tekið skóna með sér til byggða. Þetta bjargaðist þó, hann hitti okkur svo á bílastæðinu fyrir utan sundhöllina þar sem maður gat haft skóskipti. Þarna í sundi var aðallega verið í heitu pottunum þó var eimbaðið heimsótt. Að sjálfsögðu gerðum við okkur svo ferð í rennibrautina og var það hin prýðisgóða skemmtun. Eftir sundið var farið ,,heim´´ og nú var byrjað að teiga bjór í miklum vís. Það var ákveðið að fara á Greifann að borða og svo beint niður í bæ. Við pöntuðum borð fyrir 5 á Greifanum kl:20:45 undir nafni mínu sem er á svona stundum að sjálfsögðu Stebbi Twist. Við komum svo á Greifann ekki nema korteri of seint, sem verður að teljast þokkalegur tímaárangur. Þar var étið og drukkið. Er við höfðum lokið við að borða og allt sem því tilheyrir var ekkert til fyrirstöðu að arka niður í bæ. Er við komum á Sjallann þá fór Helga í miklar samningaviðræður við einhvern sem endaði með því að Pálmi Gunnarsson var kominn í málið enda vorum við að kaupa miða í forsölu á Mannakorn. Þetta var frekar spaugilegt þegar Helga var þarna að bulla í símann og veður lengi í minnum haft. Næst lá leið okkar á Kaffi Agureyris ekki var þar mikið um manninn þegar við komum á svæðið það átti þó eftir að breytast. Fólk fór að koma inn um og eftir miðnætti. Þarna kom og settist á borðið hjá sjálfur heilbrigðisráðherra Jón Kristjáns og hann þáði hjá okkur President snuff. Já, sjálfur ráðherra heilbrigðismála tók hjá okkur ólöglegt tóbak í nösina. Þarna var líka á Kaffi Agureyris eyfirskar blómarósir og ég komst að því að þær eru ekki illa haldnar af öræfaótta sem verður að teljast kostur. Eftir Kaffi Agureyris fórum við á Sjallann og þar vorum við V.Í.N og framsóknarflokkurinn. Ekki góð blanda það. Ekki tókst mér að finna framara þarna sem tókst að sannfæra mig að kjósa X-B þann 10.maí n.k. Þarna var ennþá meiri bjór innbirgður og þegar leið á kvöldið förum við aftur á Kaffi Agureyris. Maður skellti sér beint á dansgólfið og tjúttaði sem óður maður alveg þanngað til að einhver kveikti ljósin og sagði ,,Partýið er búið´´. Eftir snæðing og að Vignir hafði tilkynnt um glatað kort var haldið heim á leið. Við komust að því að enginn var með lykill og ekki tókst okkur að ná sambandi við Helgu. Þá höfust miklar pælingar hvernig væri hægt að klifra inn og Arnór reyndi að koma sér inn um glugga sem var á 20 cm rifa. Þess má til gamans geta að honum tókst það ekki. Magnús reddaði málunum með að hringja í einhver í blokkinni og vekja sem opnaði fyrir okkur og það sem meira er opnaði fyrir okkur íbúðina. Þegar við vöknuðum svo á sunnudagsmorgninum þá komust við því að lokað var í Hlíðarfjalli og ekki stæði til að opna því var bara hladið áfram að sofa. Eftir að hafa horft á Man Utd og Man City var farið að pakka niður, eftir að hafa sporrennt djúpsteiktri pylsu með osti var rúllað í bæinn. Ferðin suður gekk vel og engin var nú ófærðin. Við komum svo í bæinn um 20:08. Þar lauk upphitunarferð okkar fyrir menningarferðina til Agureyris 13-16. mars n.k

föstudagur, febrúar 07, 2003

Jæja þá er minn aftur mættur í BLOGG heima,

Ferðasaga eftir helgi og myndir frá beltaferð FBSR sem verður öllum líkindum farin inn á Landmannalaugasvæðið......

Fylgist spennt með.

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Ég ásamt völdum hópi manna og kvenna brá mér á skíði í gær. Þeir sem voru með í för í þessa fræknu skíðaferð með undirritiðum voru Magnús frá Þverbrekku, Arnór Jarlaskáld og Alda, sem fulltrúi veikara kynsins. Nóg um það. Leið okkar lá upp í Bláfjöll. Sem er varla frá sögu færandi, enda ekki um marga aðra staði að velja um hér á höfuðborgarsvæðinu. Stólinn lokaður í Skálafelli og ekki mikið að skækja þangað svo sem. Þegar við komum í fjöllin um kl:18:35 var hafist handa að gera sig klárann og um leið rifjað upp þegar maður var að gera sig tilbúinn fyrir skíðaátök dagsins á Hotel Shandrani þegar við vorum stödd í Pampeago á Ítalíu fyrir skemmstu. Nú var ,,bara´´ málið að versla sér miða áður skyldi haldið í brekkurnar. Það verður að segjast það að kaupa miða reyndi mikið á þolinmæðina því það tók ,,aðeins´´ 45.min að versla eitt stk miða. Ekki veit ég hvar R-listinn fann þetta lið sem var að vinna þarna. Eins og allt annað sem úrskeiðis fer á vegum Borgarinnar þá var þetta R-listanum að kenna. Eftir að hafa greitt heilar 900 ísl.kr með bros á vör enda sá maður fyrir rennsli í brekkum Bláfjalla. Nú var ekkert annað að gera í stöðunni nema renna sér í stólinn. Stólinn var að sjálfsögðu stop þegar við komum að honum. Eftir dúk og disk komst stólinn loks í gang eftir að starfsmenn Bláfjalla komu úr kaffi. Til að stytta okkur aldur í röðinni þá veltum við því fyrir okkur afhverju í öskupunum enginn væri að renna í Kóngsgilinu. Það átti seinna eftir að útskýrast. Á leiðinni upp á þá heyrðum við einhvern ókennileg hljóð og þegar betur var að gáð kom í ljós að einhverjir brettakappar sem kunnu ekkert alltof mikið fyrir sér voru að staulast niður gilið á köntunum. Enda kom það í ljós að þarna var frekar hart enda búið að skafa snjóinn í burtu. Þegar á toppinn var komið var ekkert til fyrirstöðu að skella sér niður gilið og var það gert. Það var rennt sér af stað og svo var maður kominn í röðina aftur. Mikið hélvíti fannst manni þetta vera stutt ferð. Bara strax búinn. Þarna sá maður fyrir að ná allt að heilum þremur ferðum. Í röðinni var tekin sú örlaga ákvörðun að fara næstu ferð niður Öxlina. Við hefðum betur mátt sleppa því. Þar var ekkert nema brettalið sem kunni ekki neitt og gat ekki neitt nema renna sér á rassinum. Manni fannst margir þurfa litla brekku til þess að fljúga á rassinn. Annað var nú upp á teningnum hjá fulltrúa brettamanna hjá V.Í.N. honum Arnóri hann gat þó farið niður án þess að skera brekkuna og vera stöðugt á rassinum. Eftir að hafa brunað framúr og svigað framhjá nokkuð mörgum kappanum í brekkunni var aftur komið að röðinni í stólinn. Þarna komst Alda að þeirri niðurstöðu, er okkur var tíðrætt um getu margra í Öxlinni, að helmingurinn þarna væri unglingar sem höfðu fengið brettið í jólagjöf og voru að prufa í fyrsta skiptið. Það er kannski von eftir allt saman. Þarna sáum við jafnvel möguleika á því að fara tvær ferðir í viðbót. Við fórum gilið og svo kom að síðustu ferð þar sem við fórum líka gilið. Þar sem þetta var síðasta ferð og leið okkar lá núna í bílanna þá förum við gilið til hálfs og svo undir gillyftuna og brekkuna milli gil-og borgarlyftunar. Þarna var mjög hart eiginlega gler og það var treyst á kanntana. Þegar í borgarbrekkuna var komið var rennt sér og svo brunað niður á skála. Þegar við röltum að bílunum þá komumst við að þeirri niðurstöðu að fara í ,,after-skiing´´ á Champions. Sú hugmynd kom líka upp að kíkja á rúntinn á Hafravatn enn okkur fannst betri hugmynd að fara beint á Champions í ,,after-skiing´´. Þegar þangað var komið var að ljúka leik og pöntuðum við okkur bjór hið fyrsta og svo fengum við okkur burger, sem var hinn besti, Alda sló þar öll met og var á undan Magnúsi frá Þverbrekku að klára hamborgarann. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sé einhvern og það kvennmann klára matinn á undan Magnúsi. Þar lauk okkar fyrstu skíðaferð eftir sögulega Ítalíuferð. Sem sagt þegar öllu er á botninn hvolt þá sæmilegasta skíðaferð, það er jú alltaf gaman á skíðum.