laugardagur, október 24, 2009

Matur er manns megin...

...og því langar mig til að rifja upp að La Grande Buffet er á næsta leiti. Matseðill hefur borist í tal og hefur í því sambandi m.a. verið rætt að hafa hrefnukjöt eða langreyð í forrétt, nautakjöt í aðalrétt og súkkulaðiköku til að toppa fjörið! Öræfaóttinn á glæsilegan feril í gerð forréttra og þykist hann luma á gómsætri hrefnucarpaccio uppskrift, spurning að taka hann á orðinu. Athugasemdir, tillögur eða hugmyndir? Orðið er laust!

fimmtudagur, október 22, 2009

Mynd vikunnarBara svona rétt til að reyna að hressa aðeins upp á síðuna og hrista þetta aðeins upp á er Mynd vikunnar. Sem að þessu sinni er tekin við Þumal í Kjós og kallast ,,thumbs up við Þumall''.
Svo er bara smurning hversu lengi þessu verður haldið úti. thumbs up Fer allt eftir nennu og kemur bara í ljós í óráðinni framtíð

Kv
skemmtinemdin

laugardagur, október 17, 2009

Jólahlaðborð

Í ljósi þess að okkur hefur aldrei leiðst að djamma í Hveragerði hefur sú hugmynd komið upp að halda á jólahlaðborð á Hótel Örk.

Um er að ræða mat, skemmtun og gistingu eina nótt. Okkur datt í hug að gera eitthvað meir út þessu og til að höfða til beggja kynja er dagskráin eftir farandi:

- Strákar skreppa eitthvað til fjalla í jeppum á meðan stelpur gera eitthvað annað til dæmis í fara spa á Heilsuhælinu.
- Allir í hittast í heitu pottunum á hótelinu.
- Mannskapurinn dressar sig upp í sitt fínasta púss og mætir svo í mat.

Jólahlaðborðin eru í boði á föstu- og laugardögum fram til 19 des. Hvað segið þið um 12. des?

Það ku vera eitthvurt tilboð í gangi þarna, 11.900 krónur (á mann í tveggja manna herbergi) fyrir jólamat, skemmtun og svo herbergi eina nótt.

Hvað segiði? Orðið er laust í kommentakerfinu.

föstudagur, október 02, 2009

ReykjadalslaugRétt eins og sjá má á færslunni hér að neðan voru uppi hugmyndir um að leika sér aðeins um komandi helgi. Eftir að lýðræðisleg umræða átti sér stað og kom þar þjóðin að sjálfsögu að máli var ákveðið að hafa þetta öruggt og kíkja í Reykjadalslaug á morgun. Er það bara vel
Þar sem sem þetta ritar verður við verðmætasköpun í kveld þá er lagt til að menn verði ekkert að missa sig í morgunhresslega, en kannski ekki vera ætlast til einhvers morgunógleði heldur. Fara einhvern tíma eftir hádegi og hittast bara við Gasstöðina etv milli 13:30 og 14:00. Annars eru allar tímasetningar í boði bara láta í sér heyrast og allir velkomnir með

Kv
Laugadeildin

fimmtudagur, október 01, 2009

Hristum þetta aðeins uppJæja gott fólk. Það hefur verið eins og það hafi ríkt smá lægð yfir mannskapnum hér aðeins síðustu vikurnar. Ekkert þýðir svo sem að væla yfir því heldur skal bara núna láta hendur standa framúr ermum og fara gjöra eitthvað.
sem þetta ritar er með nokkar ófrumlegar hugmyndir í kollinum um að koma einhverjum mannskap saman og brjóta aðeins upp hversdagsleikann. Varla þarf það að koma neinum á óvart að þetta allt tengist laugum á beinan eða óbeinan hátt.
Fyrsta er að skella sér í ökuferð upp á Hellisheiði, þar sem gönguskórnir yrðu síðan aðeins brúkaðir er tölt væri í Reykjadalslaug, baðað sig og síðan rölt aftur í bílinn.
Annað er bara bíltúr austur á Flúðir og þar skellt sér í Hrunalaug. Kannski síðan ís á eftir ef menn eru stillir og prúðir.
Sú þriðja er hjólhestaferð í kringum Reykjavík var sem farið yrði í fjöruna við Seltjarnarnes, nærri Gróttu, þar sem farið væri í fótabað í lítili skál sem þar á víst að leynast.
Fróðlegt væri að sjá hvort einhver sála þarna úti hefði einhvern áhuga að einhverju annaðhvort þá laugardag nú eða sunnudag. Skiptir þá engu þó fólk hafi aðrar hugmyndir því allt má skoða. Verið svo ófeimin við tja ykkur í skilaboðaskjóðunni hér að neðan