mánudagur, september 03, 2007

Fyrningafrestur

Af óviðráðanlegum orsökum ætlar hjólasvið að fara fram á það að fyrirhuguðum hjólatúr, núna komandi þríðjudagskveld, verði frestað um viku.
Þar sem þetta er nú eitt það allýðræðislegasta félag sem um getur í Íslandssögunni þá mun einfaldur meirihluti ráða. Hægt er neyta atkvæðisréttar sinns hér í athugasemdakerfinu að neðan. Þó er mælst til þess að fólk samþykki þetta. Það er samt engin pressa

En í óspurðum fréttum þá fór undirritaður til móts við annan mann í fjallgöngu í gær, messudag. úr varð að fara á Skálafell á Hellisheiði.
Sjálfsagt hafa flestir áttað sig á því að þarna var Jarlaskáldið með í för og útvegaði það líka fararskjótan Lilla til að koma okkur að fjallsrótum og til baka. Ekki þarf að spyrja að því að Skáldið var vopnað myndavél og má afraksturinn skoða hér.

Góðar stundir
Heilzuráð

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!