fimmtudagur, nóvember 26, 2009

miðvikudagur, nóvember 11, 2009

Hvað gjöra skal

Það ætti vart að hafa farið framhjá einum einasta kjafti að nú um komandi helgi er einn af föstum árlegum viðburðum V.Í.N. en það er auðvitað verið að spjalla um Matarveizluna miklu 2009. Rétt eins og nafnið bendir til kynna er oft það étið á sig gat og menn liggja jafnvel búffaðir á eftir.
Einn af föstu liðunum er eitthvert skrepp á laugardeginum og nú er kominn tími á að leggja hausinn í bleyti fyrir þetta árið. Það sem er klassískt er jeppó og það er alltaf stuð. Svo væri hægt að prufa einhverja nýja laug, nú eða bara fara í einhverja gamla, rölta á hól nú eða grípa í hjólhestana. Að sjálfsögðu er svo öllum óhætt að koma með eigin uppástungur hafi það áhuga einhverri afþreyingu. Allar ábendingar eru vel þegnar.
Svo þeir sem ætla á flöskudaginn úr bænum eða verða komnir snemma á laugardeginum endilega tjái sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan hafi það áhuga.

mánudagur, nóvember 09, 2009

Fundargjörð

Án efa þá hafa glöggir lesendur áttað sig á því að í kveld var auglýstur yfirbúningsfundur fyrir Matarveizluna miklu þetta árið. Þrátt fyrir smá töf á áður áuglýstum tíma þá voru sæmilega margir mættir. En það voru:

Stebbi Twist
Krúnka
Kaffi
Yngri Bróðurinn
Maggi á móti
VJ
HT
Eldri Bróðurinn

Mikið var skeggrætt, spáð, pælt, hringd og jafnvel komist að einhverri niðurstöðu en samt ekki viss. Það var talið saman hverjir ætla að mæta og skipt niður verkum. Niðurstaðan var eftirfarandi


F: Stebbi og Krunka = Salat/Morgunmatur
F: HT og VJ = Glös á fæti, servettur, hnífar/diskar. Snakk og nammi.
L: Maggi A og Elín = Kol og lögur
L: Eldri = Aðalréttur
L: Yngri
L: Haffi = Fordrykkur
L: Oddný og Gústi = Forréttur
L: Nóri og Tóti
L: Agnes og Hvergerðingurinn = Eftirréttur
L: Toggi og Dilla
L: Hrafn og Arna

Forréttur: Hrefnu carpacio
Aðalréttur: Nautakjöt/Lambakjöt. 2x sósa. Bakaðar kartöflur x 1 ½.
Eftirréttur: Agnes og Guðjón
Morgunmatur: Lummur og ... taka pönnu með.
Fordrykkur: Acopulco
Salat:
4 potta af Lambhaga
paprikur
rauðlaukur/tómatar
gulrætur
ávöxtur
gúrka
hnetur
Fetaostur

Sé einhver þarna inni sem telur sig ekki eiga að vera þar vinsamlegast látið vita sem og hafi einhver gleymst í óðagotinu.
Annars er svo ætlunin að hittast í Krónunni á fimmtudag og klára þar innkaupin.

Kv
Matarnemdin

sunnudagur, nóvember 08, 2009

Matarveizlan mikla 2009

Nú ætti fólki það vera nokkuð ljóst að ekki eru mjög margir vinnudagar í Matarveizluna miklu þetta árið. Það á eftir að leysa nokkra hnúta og leggja lokahnykkinn á undirbúning og verkaskiptingu. Þar sem þetta er nú ekki alveg í fyrsta skipti sem svona veizla er haldin þá á svona fundur ekki að taka langan tíma. Sömuleiðis væri ágætt að hafa einhverja tölu á mannskap ef einhverjir hafa ákveðið að bætast í hópinn frá síðustu talningu.
Því er það tillaga mín að mánudagskveldið 09.nóv. n.k. verði hittingur um þessi mál. Tímasetning er, held ég, æði klassísk eða kl 20:00 og býður undirritaður pláss í sinni litlu íbúð undir þjóðfund þennan.

Kv
Matarnemdin

sunnudagur, nóvember 01, 2009

Gamlar syndir

Já komið öll sæl og blessuð!
Það er gaman frá því að segja að nú um helgina tókst loks að vinna upp nokkrar gamlar syndir er varða myndamál hjá undirrituðum. Þannig var mál með ávexti að ekki hafði verið uppfært í dágóðan tíma. Er þar bæði um að kenna almennri leti og hugsskap sem líka tæknilegra erfiðleika þá á erlendri grundu. En hvað um það ári kennir illur ræðari.
Komum okkur að því sem máli skiptir,ef einhver nennir að skoða þessar blessuðu myndir. Þó nokkur ný albúm hafa litið dagsins ljós frá því er hjólað var hringinn í kringum Skorradalsvatn hér snemma á haustdögum. Þar má telja,frá Þverun straumvatna með FBSR, 3tugs ammæli litla Húnans, haustferð FBSR, sundferð þriggja ofurmenna í Reykjadal, fjallabjörgunarnámskeiði, Agureyrishferðar og nú síðast námskeið í Leitartækni hjá FBSR. Vonandi einhverjir hafi gaman og jafnvel gagn af þessari stafrænnu tækni sem gerir fólki kleift að skoða svona lagað.

Fleira var það ekki að sinni