Þá er heldur betur farið að styttast í annan endann á V.Í.N.-ræktinni þetta sumarið. En það eru nokkrar eftir og er það vel. Nú komandi þriðjudag á ekkert að slá slökku við í þeim efnum heldur skal halda til fjalla. Rétt eins sjá má þegar litið er hér, á síðunni, til hægri (æi hvað það er nú alltaf gaman að benda fólki á að líta til hægri) má sjá dagskrána og þar má sjá að núna 21.ágúst nk er stefnan að fara á fell eitt sem ber það frumlega nafn Búrfell. Búrfell þetta ku vera víst í Grímsnesi.
Eins og áður kom fram verður gengið í Grímsnesi svo það er kannski ekki úr vegi að hafa brottför í fyrra fallinu að þessu sinni þar sem það verður smá bíltúr til og frá Búrfelli. Þar sem þetta er alveg einstaklega lýðræðislegt félag þá er ætlunin að fylgja í fótspor gaflara og hafa skoðanakönnun með brottfarartíma. Valið er á milli:
18:30
19:00
19:30
Þeir sem vilja taka þátt er bent á athugasemdakerfið hér að neðan. Sem sagt Búrfell á þriðjudaginn
Nú síðasta þriðjudag hófst V.Í.N.-ræktin að nýju eftir 2.vikna frí. Svona eins og hér kom fram var hugsunin að hjóla hringinn í kringum Hafravatn. Rétt eins og hefur verið títt með hjólaræktina í sumar var hún nú ekki fjölmenn en tveir hraustir einstaklingar hófu för. Það voru:
Stebbi Twist
Tiltektar-Toggi
Hist var við Gullinbrú og hjólhestast sem leið lá að Hafravatni þar sem smá breyting var gerð á ferðaætlun. Þar sem meira var hjólað að Hafravatni og minna í kringum það. En hvað um það.
Fundinn var slóði einn og honum fylgt frá Hafravatni að Reykjahverfi í Mosó og síðan bara stígurinn aftur heim. Fínn túr þar sem kári lét aðeins finna fyrir sér en ekkert sem var mönnum ofviða.
Kv
Heilsudeildin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!