sunnudagur, september 16, 2007

V.Í.N.-ræktin´07

Rétt eins og fastalesendur V.Í.N.-síðunnar hafa vafalaust höggið eftir hefur V.Í.N.-ræktin verið auglýst hérna nær hvern messudag, með þó nokkrum undantekningu, síðustu mánuði.
Nú verður á því breyting því ekki verður auglýstur dagskrárliður í V.Í.N.-ræktinni komandi þriðudag. Ég endurtek ekki. Jú, ég endurtek víst það verður ekkert á döfunni komandi þriðjudagskveld. Þrátt fyrir að það sé bezta kveld vikunnar rétt eins og allir ættu að vita. Nú hefur hinn formlega og skipulaga V.Í.N.-rækt á þriðjudögum runnið sitt skeið á enda amk þetta árið. Þar sem þetta tókst með afbrigðum ágætlega má telja það næsta víst að endurtekið framhald verði næsta vor. Þá vonandi með einhverjum nýungum jafnvel farið á ný og áður óklifin fjöll sem nýjar hjólaleiðir farnar. Nánar að því þegar þar að því kemur. Það verður líka vonandi betri mæting á næsta ári, ný andlit og ekki væri verra ef kvenþjóðin myndi fara að senda sinn eða sína fulltrúa. Skiptir ekki öllu.
Vill nemdin þakka fyrir sig og þetta sumarið. Um leið benda á það að það verður ekki undan því lokum skotið að einhverjir laugar-og/eða sunnudagar verði nýttir í vétur til þess að rækta líkama og sál. Slíkt verður þá auglýst á þessum vettvangi síðar og þegar þar að því kemur. Allar hugmyndir og ábendingar eru vel þegnar.

Rétt eins og hér kom fram fór síðasti liðurinn í V.Í.N.-rætinni fram núna síðastliðinn þriðjudag. En það var einmitt hjólatúr um Elliðárdal og nágrenni.
Það var ekki margmenni í þessum hjólalið heldur mætti aðeins einn einstaklingur og það var Litli Stebbalingurinn. Það var hjólað allann Elliðaárdalinn og svo í kringum Rauðavatn. Túrinn þurfti að enda í fyrra falli vegna þess að birta var farin að verða af skornum skammti. Endu að síður fínn túr og góður endir á V.Í.N.-ræktinni.

Þanngað til síðar
Heilzudeildin hjólasvið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!