þriðjudagur, júlí 26, 2011

Skíðað á Snjófelli



Núna þriðju helgina í júlí gerði Litli Stebbalingurinn hlut sem hann hafði ekki gjört þá í 12 ár. En það var að skella sér á skíði í miðjum júlí. Ekki amalegt það. Eftir að hafa reynt að komast að því hvað fólk ætliaði sér að gera eða hefði áhuga á einhverju, líkt og oft áður voru svörin engin, en eftir að hafa hringt upp á Arnarstapa, spurst þar fyrir um skíðafæri og fengið jákvæð svör var valið ekki flókið. Spáin var líka góð svo lítið var annað gjöra en að skella skíðunum á toppinn á Polly og svo bara afstað. En þarna voru á ferðalagi:

Stebbi Twist
Krunka

á Polly

Í blíðviðrinu var nú ekki hægt að bruna beint á Nesið heldur var komið við í Borgarfirði og rölt þar í rólegheitunum á stórfjallið Hestfjall, alveg heilir 220 mys. En eins og oft er með hóla og hæðir var prýðilegast útsýni af toppnum og m.a sáum við takmark helgarinnar. Eftir að hafa toppað var upplagt að skola af sér svitann í sundlauginni í Varmalandi síðan var bara ekið sem leið lá upp á Arnarstapa þar sem ársmiðinn kom að góðum notum. Reyndar leist okkur ekkert á hvað það var skýjað yfir nesinu og jöklinum en það átti eftir að breytast til betri vegar. Eftir að hafa komið okkur fyrir og skellt burger á grillið var bara komið sér fyrir ofan í poka og Óli Lokbrá heimsóttur fljótlega.
Laugardagurinn rann upp bjartur og fagur. Eftir morgunmat, messu og Mullersæfingar var gjörsamlega spólað upp Jökulhálsinn þangað þar sem sleðaleigan var með byrjunarpunkt. Þar voru skinin sett undir skíðið, spennt á sig nýju skóna, skíðin öxluð og arkað af stað. Fljótlega settum við skíðin undir okkur og gengum bara upp á topp. Reyndar var skýjað á toppnum þegar við hófum gönguna en eftir því sem ofar dró þynntist alltaf skýjabakkinn. Eftir tæpa 2,5 klst göngu toppuðum við og viti menn nánast um leið létti til. Eftir einhverja stund á toppinum þar sem hittum fullt af fólki sem kom upp á sleðum, með tróðara og svo líka gangandi í línu voru skíðin gerð klár fyrir niðurför. Já, takk allir saman fyrir afmælisgjöfina. Skinin virkuðu vel.
Það tók okkur svo ekki nema tæpa klst að komast aftur niður að bíl enda lá okkur svo sem ekkert á heldur nutum útsýnisins og veðurblíðunnar. Dagurinn endaði svo sem pottalegu í Lýsuhólslaug, grilli og bjór.
Sunnudagurinn fór að mestu í að safna Tevufari og afslappelsi. Eftir að hafa fellt tjaldið og komið öllu inní bíl var farið sem leið lá fyrir Nesið og á heimleiðinni gengum við upp á einn útsýnishól sem kallst víst Klakkur og er við Kolgrafarfjörð. Reyndum svo að kæla okkur niður á Vegamótum með ís. En allavega algjör snilld að komast svona aftur í sumarskíðun og vonandi verður það aftur hægt næzta ár. En myndir frá helginni má skoða hér

Kv
Skíðadeildin

sunnudagur, júlí 24, 2011

Heiðmörk verður það heilin



Þá er komið að hinum sívinsæla og árlega hjólaviðburði í V.Í.N.-ræktinni sem hjólheztatúr um Heiðmörk. Botnlaust stuð. Höfum þetta bara stutt og hnittmiðað í dag. Hittingur bara við Elliðaárstífluna kl:19:30 n.k Týsdag.

Kv
Hjóladeildin

laugardagur, júlí 23, 2011

Snorklað og gengið



Þann 12.júlí síðast liðin var á dagskrá V.Í.N.-ræktarinnar að herja á borgarfjallið og tölta á Kerhólakamb. En ætlunin var líka að gera sér ferð á Þingvelli og snorkla þar til styrktar heimsleikaferð HT. Var það líka gjört og er alveg hin prýðilegasta skemmtun og að sjálfsögðu óskum við HT góðs gengins í LA. En á heimleiðinni sáum við að skýjað var yfir allri Esjunni og þar sem við vorum nú bara tvo var lítið mál að breyta plönum og í stað Kerhólakambs var haldið á heimaslóðir Bubba og tölt á Meðalfell í Kjós. Eins og áður kom fram voru bara tveir einstaklingar sem þarna voru á ferðinni en vart þarf að koma á óvart að það voru eftirfarandi:

Stebbi Twist
Krúnka

Það er svo lítið um þetta að segja en hér eru myndir

föstudagur, júlí 22, 2011

Menningararfur



Þá eru það áframhaldandi fréttir gærdagsins og nú er komið að gamalli V.Í.N.-rækt eða þeirri fyrstu í þessum mánuði. Þegar flestir voru enn í þynnkukasti eftir Helgina var blásið til hjólheztareiðar yfir á Gljúfrasteinn. Rétt eins og eldra nær var mætingin ekki til hrópa húrra fyrir en engu að síður var afar ánægjulegt að sjá þau andlit sem mættu upp í Nóatún í Grafarholti en það voru:

Stebbi Twist
Hübner
Stebbi Geir

Það var svo hjólað sem leið lá bakvið Úlfarsfell, gegnum skógræktina við Hafravatn, Skammadalur og yfir á Gljúfrasteinn. Síðan á bakaleiðinni fórum við bara stíga heim enda kjörið þannig að ná hringleið. Sum sé prýðilegasti hjólatúr og fyrir áhugasama eru myndir hér

Kv
Hjóladeildin

miðvikudagur, júlí 20, 2011

Helgin árlega



Þar sem það er farið að síga á seinni hluta júlí mánaðar er ekki seinna væna að minnast aðeins á Helgina sem var nú fyrstu helgina í júlí þá síðustu.
Nú það fór allt saman hæfilega siðsamlega fram en sumt er bezt að minnast ekkert á. Bara láta það vera í Básum áfram
En allavega þá má skoða myndir frá Helginni hér
Kv
Skemmtinemd

P.s Skráning fyrir næztu Helgi hefst svo þann 1.janúar nk

mánudagur, júlí 18, 2011

Í miðri viku

Spámenn ríksins hafa víst póstað því hér á lýðnetinu að á komandi óðinsdag eigi að vera hið prýðilegasta veður. Þá vill svo skemmtilega til að Litli Stebbalingurinn á einmitt vaktafrí og er því að pæla að nýta daginn til ganga til fjalla. Svona eins og hugmyndin er í dag þá er ætlunin að skreppa í smá dagstúr á hálendið sunnan Langaskafls og takast þar á við annaðhvort Hlöðufell nú eða Högnhöfða. Safna í 1000 metra+ safnið. Sé einhver þarna úti í sumarfríi og viðkomandi langar að skella sér með þá er það velkomið bara að tjá sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan. Sum sé létt jeppó og fjall á miðvikudag

Kv
Stebbi Twist

sunnudagur, júlí 17, 2011

Hellisbúar

Jæja, nú komandi þriðjudag heldur þessi blessaða V.Í.N.-rækt áfram sinni dagskrá. En þá er ætlunin að fara í iður jarðar þ.e ofan í Tintron. Reyndar ef það verður áframhaldandi svona veðurblíða legg ég til að það verði haldið upp á við og kemur þar Hátindur sterklega til greina. Sömuleiðis ef Tintron klikkar er varaplan hellaferð, svona ef það verður rigning, en þá ofan í Leiðarenda sem ekki var farið í á sínum tíma.
Hittingur fyrir Tintron er N1 í Mosó kl:19:30 ef eitthvað breytist verður það auglýst bara í skilaboðaskjóðunni hér að neðan

þriðjudagur, júlí 12, 2011

Hugað að helginni

Nú er þriðjudagur senn á enda og án efa er fjöldi fólks á öldurhúsum bæjarins að skemmta sér enda þriðjudagskveld. Það þýðir líka að styttist í helgina og það kominn ferðahugur í Litla Stebbaling.
Svona undarfarna viku hefur mikil skíðalosti verið að gera við sig vart og ekki var þetta myndband til að minnka löngunina að renna sér um snæviþakktar brekkur. Haft var samband við Kelló en þær mældu ekki beint með því að renna sér af Snækoll. Spurning um Snæfellsjökull eða einhver fjöll norðan heiða.
Svo líka kitlar það að fara upp á hálendið, en að vísu ekki Fjallabak nyðra, jafnvel að jeppast eitthvað þar ásamt því að koma sér upp á einhverja hóla. Hrútfell togar í mann eða bara Stóra-Jarlhetta (Tröllhetta), grilla síðan uppá Hveravöllum og afsleppi í pottinum með öl í hönd. Þess má líka geta að Eiríksjökull er svo hinum megin við Langjökull og gaman væri að toppa hann líka ef vel viðrar.
Alltaf er maður líka til í hjólheztabrúk ef áhugi er fyrir slíkum iðkunum
En að endinu eru það spámenn ríksins sem ákveða hvurt skal halda. En einhverjir þarna úti huga að utanbæjarför væri gaman að heyra af því og jafnvel hitta á lið einhverstaðar sé því komið við. Svo er allar hugmyndir vel þegnar og að sjálfsögðu eru allir velkomnir með skiptir þá engu hvað fólk vill gera.

mánudagur, júlí 11, 2011

Næzt á dagskrá

Þar sem á morgun er Týsdagur þá er sem oftar ætlunin að hafa V.Í.N.-rækt og nú skal stefnt á borgarfjallið sjálft þ.e Esjuna. Auðvitað ætlum við ekki á Þverfellshorn heldur er stefnan sett á Kerhólakamp. En ef engin sála lætur sjá sig, nú eða sé vilji til þess við hitting, er aldrei að vtia nema breytt verði út af áður auglýstri dagskrá, en haldið sig við Esjuna, og skellt sér á Hátind í staðinn. Hvur veit.
En allavega hittingur á N1 í Mosó, á morgun þriðjudag, kl:1900

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, júlí 07, 2011

Þrifdagur



Þá er komið að því að segja frá því er síðast var farið í hið árlega árshátíðarbað.
Líkt og vel flestir eru kunnugir um þá hefur sú hefð skapast að skella sér í Reykjadal vikunni fyrir Helgina og taka þar sitt árlega árshátíðarbað. Þetta árið var að sjálfsögðu var engin undantekning. Þetta árið var að vísu frekar fámennt en fimm sálir tóku afslöppun í Reykjadalslaug. En það voru:

Stebbi Twist
Krunka
Eldri Bróðirinn
Jarlaskáldið
Maggi á Móti

Og sá Rex um ferja mannskapinn

Aðeins þessir fimm komu því með hreina samvizku til hátíðahalda en hvar var Hvergerðingurinn???
Fyrir áhugasama má skoða myndir hér

Kv
Sunddeildin

þriðjudagur, júlí 05, 2011

V.Í.N.-fimman



Áfram er haldið við vinna upp gamlar syndir. Nú er komið að 5vörðuhálsinum sem að sjálfsögðu var tölt yfir um Jónsmessuhelgina. Þetta árið var metþátttaka svona alveg frá 2003 en tuttugu lappir lögðu af stað frá Skógum. Reyndar voru þetta nú ekki alveg allt saman gildir limir en flestir amk ansi góðir kunningjar V.Í.N. enda alltaf allir velkomnir með sem áhuga hafa. En þarna á ferðinni voru:

Stebbi Twist
Krunka
Eldri Bróðurinn
Maggi Móses
Elín Rita
Arna
Tommi
Finndís
Mæja Jæja
Unnur

Sæmilegasti hópur það.
En í ár var byrjað á því að fara inní Bása til að tjalda og tók Eldri Bróðurinn það að sér. Þar var líka Litli Kóreustrákurinn skilinn eftir en svo var fólki hrúað inn í Rex og ekið sem leið lá á Skóga með mjög stuttu stoppi er við mættum Barbí.
Þegar allir voru búnir að græja sig á Skógum var loks lagt ´ann um kl:2300. Gangan gekk alveg ágætlega og gaman að sjá hvernig Skógaheiðin hefur tekið breytingum frá í fyrra. Gróðurinn að komast upp úr öskunni og auðvitað talsvert minni aska enn í fyrra. Allar aðstæður til göngu voru hinar ákjósanlegustu veður hið prýðilegasta sem mikill snjór á Hálsinum sjálfum sem var svo beinfrosinn að það markaði ekki einu sinni í hann. Svo var auðvitað magnað að ganga upp á Magna og anda að sér brennisteinsilminum. Heljarkamburinn var greiðfær með sínum skafli og einstígi í honum.
Að vísu var breytt af einni venju og skálað í bjór yfir ofan Kattahryggina en ekki á sjálfum Kattahryggjunum eins og vanalega. En allir nutu sólar á meðan. Það var svo eftir einhverja 8-1/2klst göngu er allir skiluðu sér niður í Bása.
Svo til að gera langa sögu stutta þá er bezt barasta að skoða myndir hér.

Kv
Göngudeildin

E.s svona til fróðleiks þá má sjá munninn frá því í fyrra hér

mánudagur, júlí 04, 2011

Lambakjöt á lágmarksverði



Svo maður nú byrji þetta með afsökunum þá hefur vegna mikila anna, ekki veit ég samt hvað Anna kemur þessu máli við, þá hefur ekki tekist sem skyldi að uppfæra það sem hefur verið á döfunni hjá V.Í.N. síðustu tvær vikur eða svo. En nú skal bætt úr því.
Á þriðjudag fyrir rétt tæpum tveim vikum síðan var skundað á Lambafell sem hluta af V.Í.N.-ræktinni og líka upphitun fyrir 5vörðuhálsinn sem var farinn helgina eftir. Það sem telst til tíðinda með Lambafell er að metfjöldi í góðan tíma mætti á Gasstöðina með hug á því að fara í léttan göngutúr en þar voru:

Stebbi Twist
Krunka
Maggi Brabrason
Elín Rita
VJ
Jarlaskáldið
Eldri Bróðurinn

Skemmst er frá því að segja að allir skiluðu sér á toppinn þó svo að brattasti hluti á fjallinu hafði verið valin og niður aftur heilir á húfi, hvaða húfa er þetta sem er verið að tala um???.
En alla vega þá má sjá myndir hér

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, júlí 03, 2011

Skáldatímar



Þá ættu flestir að vera hressir og kátir eftir ansi vel heppnaða árshátíð. En það er ætlunin að dvelja neitt sérstaklega við það en lífið heldur víst áfram og næzt á dagskráninni er V.Í.N.-ræktin. Líkt og fyrir nokkrum árum síðum er ætlunin að vera menningarleg og um leið að stíga á sveif.
Komandi miðvikudag, já miðvikudag en EKKI þriðjudag eins og oftast, er á planinu hjólheztatúr að húsi Skáldsins í Mosfellsdal. Hittingur við Nóatún í Grafarholti kl:19:30 á miðvikudag

Kv
Hjóladeildin