mánudagur, ágúst 30, 2004

Eins fram kom hér á síðunni þá stefndi V.Í.N. í bústaðaferð um s.l. helgi og úr varð að fara í Svignaskarð. Hér á eftir kemur sagan af þeirri reisu.

Líkt og oft áður þá gerði einhver öræfaótti vart við sig meðal V.Í.N. og úr var að fjórir lögðu af stað úr bænum á föstudagskvöldið. Eftir að hafa gert sér ferð í Kópavogssveit til að sækja Stóra-Stúf var hægt að koma sér úr bænum með smá við komu á Select. Undirritaður þ.e. Stebbalingurinn og Tuddi Tuð höfðum við Willy sem fararskjóta að þessu sinni enda stóð til að gera smá jeppó á laugardeginum. Við komum svo í Svignaskarð á tíundatímanum eftir frekar tíðindalausan þjóðvega akstur þar sem hápunktur ferðar þeirrar voru Hvalfjarðargöngin, reyndar var gert stutt stopp í Borgarnesi til að tanka. Þegar við höfðum svo fundið bústaðinn þá voru þar Adólf og Jarlaskáldið sem höfðu komið fyrr á Woffa þeirra fyrrnefndu. Tók við bjórdrykkja á bílstjóranum. Þegar að fyrsti bjórinn hafði verið opnaður kom Alda með útprentaða ferðasögu(dagbók) úr hálendisreisu V.Í.N. um norðausturhálendið í ágúst 2002. Þótti mönnum þetta vera kærkominn upprifjun á frábæri ferð nema þá e.t.v. einum sem þarna var staddur og ekki var með í reisu þessari. Nóg um það. Eftir lestur og upprifjarnir var ákveðið að taka í spil og för voru Gettu betur og partýspilið. Þess má geta að GB-nördinn í hópnum sigraði með naumindum og dómaskandal. Sökum ölvunar þá gekk Skáldinu ekki ekki eins vel í Partýspilinu, meðspilara hans ekki til mikilar gleði, enda fer þar á ferðinni keppnismaður. Eftir alla þessa spilamennsku var kominn tími á pottinn. Þar var drukkinn bjór og eitthvað fleira gert sér til skemmtunnar. Þegar komið var upp úr pottinum var kominn háttatími hjá sumum meðan hinir sátu, spjölluðu og drukku öl aðeins frameftir. Fólk fór svo missnemma eða seint í bólið.


Það var svo ræsing um 11:30 á laugardagsmorguninnog eftir morgunmat, mogunbæn og Mullersæfingar var glápt á ,,æsispennandi´´ tímatökur á nærbuxunum. Eftir það var svo smá rekistefna með hvað ætti að gera og úr varð að halda nokkurnvegin í fyrirhugað plan og kíkja aðeins upp að Langavatni. Þrátt fyrir nokkra þynnku hjá sumum þá höfðu það allir af uppeftir og vel fór um alla 4 í Willy, þá sérstaklega þá sem voru afturí. Nóg um það. Við komum upp að Langavatni og við skálan Torfhvalastaði var stoppað og til að sanna komu okkur þá var að sjálfsögðu kvittað i gestabókina. Svo bara einfaldlega farið til baka sömu leið. Þó voru nokkur stopp gerð þá ýmist til myndatöku eða vatnsöflunar. Þegar við komum svo til baka í Svignaskarð var sú ákvörðun tekin að fara í menningarferð í Borgarnes. Fyrst var skipt um bíla, enda er Willy jeppi og ekki ætlaður í einhvern þjóðvegapjátursakstur, vegna slappleika eiganda Woffa var Stebbalingurinn fengin til akstur. Þegar við komum í nesið var það fyrsta sem við gerðum var að athuga hvort ríkið væri opið og komust við að því að búið var að loka því, okkur til mikilar skelfingar. Næsta mál var að finna stað til að éta og kom Hyrnan ekki til greina í þeim efnum. Höfðu sumir heyrt Dr.Gunna dásama matsölustað einn þar í bæ og úr varð að finna hann. Viti menn hann fannst, enda ekki um margar götur að þræða þarna í Nesinu eiginlega bara ein. Það verður barasta að segja að staður þessi ölli engum vonbrigðum og var allt frekar heimilslegt og allir sammála um að réttirnir hafi smakkastprýðilega. Þegar við komum svo til baka í bústaðinn var það fyrsta að athuga með grillið og kom þá í ljós að kol vantaði. Varð úr að síma í Brabrasoninn og bjargaði hann málunum. Við skelltum okkur svo í pottinn á meðan við biðum hinna á meðan aðrir tóku sér stutta kraftkríu. Svo þegar tími var kominn til að fara uppúr þá birtist meirihlutinn af liðinu sem ætlaði að koma á laugardeginum. Þarna voru á ferðinni Maggi Brabra og frú hans, ásamt Gvandala-Gústala og komu þau á Barbí þeirra fyrrnefndu. Í kjölfarið á þeim fylgdu svo Snorri Pervert og Katý á einhverju farartæki. Svo um 19:30 birtust Jolli og Ríkey og var þá orðið fullmannað í góða gleði. Fljótlega eftir að síðustu gestirnir birtust var hafist handa við að fíra upp í grillinu og skella á það sauðlauka og sveppi í forrétt. Fólk tók nú hraustleg til matar og drykkju. Eftir því sem áleið á kvöldið varð drykkja og ölvun almenn meðal leiðangursmanna. Að sjálfsögðu var skellt sér í pottinn og að hætti V.Í.N. var tekin ein umferð og jafnframt sú fyrsta á þessu keppnistímabili í léttsprellahlaupi. Var það hlaup æsispennandi og beittu menn ýmsum ráðum til að verja línuna ámeðan aðrir enduðu með bakið úti í skógi. Menn endust þó mislengi rétt eins sumum er von og vísa, aðrir fóru bara snemma að sofa sem er ekki nýtt.

Fólk skreið á lappir rétt eftir hádegi á sunnudeginum og til að fullkomna þynnkuna þá var kveikt á formúlu og gónað á hana. Fljótlega eftir að ökumenn höfðu lokið sér af fór fólk að koma sér af stað meðan Jolli og Ríkey voru aðeins rólegri og gláptu á handbolta áður en Ríkey sópaði svo. Hreingerningardeildin að sinna störfum sínum samviskusamlega. Þau skjötuhjú yfirgáfu svo svæðið um kl:17:00. Við hin sem eftir vorum og undanfarnir komum okkur svo út úr húsi rétt fyrir 18:00 með stefnuna á höfuðborgina.

Þar lauk fyrstu bústaðaferð vetrarins hjá V.Í.N. og vil ég þakka þeim sem þarna voru fyrir frábæra helgi og gott partý.

Kv
Gleði og bústaðanemd V.Í.N. í samstarfi við Jeppadeild.

föstudagur, ágúst 27, 2004

Útivera var að opna nýja heimasíðu í dag.

Massa flott síða hjá þeim sem á eftir að verða ein öflugasta útivistarsíða landsins.

Allir að kíkja á síðuna og ekki kíkja bara í dag, heldur alla daga.

VÍN óskar þeim til lykke með síðuna.miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Djö. Var að kanna með bústað og því miður er ekkert laust í Miðhúsaskógi um helgina. Á morgun kemur svo í ljós hvort það sé eitthvað laust í Svignaskarði. Allir að krossa fingur.

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Skúbb helgarinnar. Þær óstaðfestu fréttir hafa heyrst að Alda geti hugsanlega orðið úti um bústað um næstu helgi. Almannarómur segir að annað hvort séu þessar byggingar staðsettar við Miðhúsaskóg eða Svignaskarð. Þetta er þó ekki alveg á hreinu og verður að koma betur í ljós þegar líða tekur á vikuna. Samt sem áður þá tók jeppahjartað í manni kipp við þetta og jeppadeildin fór að ráða ráðum sínum. Hugmyndin er að gera smá jeppó á laugardag, þó ekki fyrr en eftir að tímatökur í formúlunni hafa farið fram.

Þær hugmyndir sem komu upp eru að farið verður í Miðhúsaskóg að aka sem leið liggur að Úthlíð og taka þar beygju. Keyra í gegnum Úthlíð og eitthvað lengra og svo virða fyrir okkur Brúarskörð, sem kuð vera víst ansi mögnuð sjón. Ef veður verður leiðinlegt þá er gott að vera með varaáætlun. Hún er á þann veginn að fara frá Miðhúsaskógi og koma sér aðeins nær Laugarvatni uns við komum að Miðdal, aka þar í gegnum bæjarhlaðið og upp brekku eina bratta. Vegur þessi leiðir víst leiðina að skálanum við Hlöðuvelli og þar er hægt að taka nokkrar leiðir til baka. Fara Þjófahraunið til baka, niður að vörðu og inn á Gjábakkaveg (Lynddalsheiði). Svo er líka hægt að koma sér á línuveginn og halda í vestur og niður á Kaldadalsveg eða í austur átt, t.d er hægt að skoða Hagavatn frá veginum þar eða bara einfaldlega kíkja á Hagavatn eftir að Kjalvegi er náð.

Ef haldið verður hinsvegar í Svignaskarð þá er það hugmynd að fara upp að Langavatni og annaðhvort fara hringin í kringum vatnið eða fylgja slóðanum sem liggur áfram alla leið í Hvammsfjörð. Gæti orðið svolítið löng dagleið, verður samt bara að koma í ljós

Hafa skal það í huga að þessi bústaðaferð er ekki enn staðfest svo það verður bara að koma í ljós hvað verður. En ef fólk þarna úti hefur eitthvað við þetta að bætta eða er með hugmyndir þá endilega tjáið ykkur.

Kveðja
Jepppa og bústaðadeild V.Í.N. í samvinnu við Gleðinemd.mánudagur, ágúst 16, 2004

Nú um s.l. helgi brá jeppa- og gleðideild V.Í.N. sér í smá jeppaferð. Förinni var heitið á þann frumlega stað Landmannalaugar, þar sem ætlunin var að hitta fyrir göngudeildina og liggja í lauginni með öl í höndinni.

Það var svo um kvöldmatarleytið á laugardag sem undirritaður þ.e. Stebbalingurinn og Jarlaskáldið gátu komið sér úr bænum og var fararskjóti þeirra Willy að þessu sinn. Lilli er víst með einhvern Öræfaótta þessa dagana en það stendur víst til bóta. Fyrst var Skáldið sótt til síns heima og eftir að hafa fermað um borð í Willy var Krónan heimsótt og nokkrar nýlenduvörur verzlaðar eftir að því lauk var komið sér úr bænum. Það var gert stutt stopp í Hnakkaville þar sem Willy fékk að drekka og svo haldið sem leið lá upp í Hrauneyjar í bongó blíðu. Við renndum svo í Hrauneyjar rúmlega 21:00 og þar var fengið sér snæðningur sem var eitt stykki næðingur. Eftir að hafa nært sig var för haldið áfram, strax eftir að við beygðum út af malbikinu var nauðsynlegt að frelsa loft úr hjólbörðum sökum mikila þvottabretta. Við brú eina urðu á vegi okkar puttaferðalangar ogvar ekki hægt að veita þeim far vegna þess að tveir voru í bílnum. Ferðin inn í Laugar var nú frekar tíðindalítil nema hvað vegurinn inn eftir er hundleiðinlegur og ekkert annað að gera í stöðini nema drífa sig afram. Við renndum svo í hlað í Landmannalaugar rúmlega 22:00 þar sem Maggi Brabra og Halli Kristins sátu inn í Barbí og voru að hlusta á VVOB. Eftir að hafa lagt í næsta nágrenni við Barbí gat maður loks opnað bjór og var hann ljúfur. Fljótlegt var að koma upp tjöldunum og á meðan hlustaði maður á raunasögur Magga og Halla um Þjóðverja og laugina. Eftir að komið upp tjöldunum var lítið annað í stöðunni nema koma sér í laugina til að lauga sig. Þangað var skundað með nokkra öl með í för. Það verður bara að segjast að laugin var hin fínasta og ekki var ölið verra. Þarna kenndi ýmisa þjóða kvikindi og eftir að hafa spjallað við útlendinga sem innlendinga endaði með því að þarna hittum við kana af vellinum, þyrluflugmann, kom í ljós á spjalli við hann að þessi kappi hafði drekkt Land Rovernum sínum þarna. Ekki var maður lengi að bjóða fram aðstoð sína, enda með flugvirkjaverkfærin með í för, sem var vel þegið af þeim. Eftir að hafa legið nokkuð lengi í lauginni og 4.bjórum síðar var kominn tími á að koma sér upp úr enda orðinn bjórlaus. Ekki kann slíkt að veita á gott á þessum stað. Það var svo 2. bjórum seinna sem maður kom sér ofan í poka og skrapp í heimsókn til Óla Lokbrá eftir að náin við Þjóðverja höfðu átt sér stað. Það var góð kynning á landi og þjóð


Það var svo á hádegi á sunnudeginum sem maður vakandi við umhverfishljóð í þeim Magga og Halla. Voru þeir þá búnir að aftjalda. Eftir morgunmat, morgunbæn ogMullersæfingar var pakkað niður tjaldi og farangri. Þegar því lauk var kominn til að efna gefin loforð þ.e. að hjálpa þessum Kana og konu hans frá Tadsjikistan. Eftir að hafa skrúfað kertin úr, startað og séð gosbrunn koma út úr einum cylindrinum. Kertin skrúfuð í og Barbí gaf rafmagn eftir smá tíma fór svo Landinn í gang og það sem meira er þá virtist hann ganga ágætlega. Ekki er svo vitað hvernig heimferðin gekk hjá þeim en maður vonarhið besta. Við komum okkur svo af stað einhverntíma milli 13:00 og 14:00. Það var svo tekin vinstri beygja út á Dómadalsleið og var hún rölluð út á þjóðveg, með tilþrifum. Það var þó einn galli á gjöf Njödda en það var rykið sem var á veginum enda ekki yrjað úr lofti þarna í góðan tíma. Þegar við vorum svo komnir niður á Landveg og vorum að fanga loft í dekkin var ákveðið að stoppa á Pizza67 í Hnakkaville og horfa þar á einn knattspyrnuleik og jafnvel snæða örlítið. Slíkt var gert og flatbaka étin og skollað niður með öli eða gosi, fór eftir hvort bílstjórar áttu hlut að máli eða kóarar. Eftir leik var svo ferð slúttað.
Takk fyrir

Þar með lauk eiginlega sumrinu hjá V.Í.N. og eftir er bara Drykkjumenningarnæturgleði V.Í.N. sem lýkur sumrinu líkt og júróvísion er oft upphafið á sumri V.Í.N.fimmtudagur, ágúst 12, 2004

En að fara inn í Landmannalaugar á laugardeginum, eyða svo deginum í rólegheitum þar. Liggja í lauginni, liggja í sólbaði, eta ket og hafa það náðugt.

Líka temmilega stutt að fara.... Hvernig lýst fólki á þá hugmynd ?


mánudagur, ágúst 09, 2004

Jæja þá er næstum því heil vinnu vika í næstu helgi, þá fer maður að hugsa hvert skuli halda um einmitt næstu helgi.

Kíkja á Suðurlandið, t.d Þakgil og fleiri staði þar í nágrenninu ....

Tjáið ykkur um hvert mönnum langar að fara.

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Eins og alþjóð veit er V.Í.N. félag mikila hefða ein þessara hefða er að fara á Þjóðhátíð um Verzlunarmannahelgina. Líkt og undanfarin ár var þetta ár engin undantekning þó sumt nýtt hafi verið gert.

Menn fóru missnemma til Eyja þetta árið og þeir fyrstu voru mættir á svæðið 17:15 miðvikudaginn 28.júlí s.l. eftir ljúfa ferð með Dorniernum. Þarna á ferðinni voru undirritaður þ.e Stebbalingurinn undir öruggi leiðsögn Þjálfa. Eins Kidda hinum rauða er von og vísa þurftum við aðeins að bíða eftir kauða. Eftir hálft andarblik birtist kappinn á svæðið. Að sjálfsögðu var varla pláss fyrir dótið okkar í bílnum vegna þess að skottið var hálft fullt af bjór, það átti svo heldur betur eftir að bættast á birgðirnar, það reddaðist þó. Eftir að hafa komið við í verzlun þar sem við urðum okkur uti um kvöldmat og coca-pops sem á eftir að koma við sögu seinna. Næst var að koma sér í rauðu blokkina í íbúðina hans Kidda. Þar voru tveir kassar af bjór í ísskápnum sem Kiddi bauð upp á og fær hann bestu þakkir fyrir. Næst var að koma sér í húsmóðurgírinn og byrja að elda, aldrei var ölið langt undan, eftir að hafa snædd ljúfan kvöldmat var rölt niður á Hásteinsvöll og gónað á fótbolta í roki og rigningu. Eftir leik lögðum við Þjálfi leið okkar upp á Bröttugötu í heimsókn til Jóa Listó og Guggu. Eftir að hafa þegið þar kaffi, kleinur og kökur, alltaf tekið jafn höfðinglega á móti manni þar á Þjóðhátíð, var haft samband við Kidda þar sem hann var staddur á Lundanum. Okkur tókst loks að finna Lundann og þar sáttu Kiddi og Jói í sófanum góða, eftir að hafa fengið sér einn úr krana var haldið í rauðu blokkina til að drekka meiri bjór. Tók nú við ágætis ölvun á miðvikudagskvöldi fyrir þjóðhátíð þar sem við fórum aftur á Lundann. Þá hitti maður nokkur kunnug andlit m.a nokkra heimamenn sem eru farnir að þekkja mann sem traustan Þjóðhátíðargest og líka Áfengisálfinn og Bjöggann. Svo um 03:00 datt manni það snilldarræði í hug að láta liðið vita að maður væri drukkinn. Það endaði svo með því að við Þjálfi vorum fyrir utan íbúðina að rífast um hver ætti að borga leigubílinn heim. Þegar við komum inn þótti það þjóðráð að fá sér snæðing og auðvitað var coca-pops fyrir valinu í því ástandi sem við vorum þá fundum við ekki undirskálar og því urðu salatskálar að duga. Það verður bara að segjast alveg eins og er að ekki bragðist coca-popsið verra úr þessu leirtaugi. Nóg um miðvikudaginn.

Við þremenningarnir þrír tóku svo daginn missnemma á fimmtudeginum 29.júlí. Skáldið hafði svo samband við okkur og lét okkur vita að ekki liti vel út með flug hjá sér og hann væri að spá koma með Gubbólfi. Eftir að hafa ráðið ráðum okkar eftir mat var haldið í sund. Þar barst okkur sú frétt að liðið sem væri væntanlegt með Gubbólfi yrði hrúað beint í íþróttahúsið, ekki er hægt að neita því að manni var hugsað til Þjóðhátíðar 2002. Eftir sundferð var farið í heimsókn til Guðrúnar og Mörtu í kaffi og líka til að fá lykla af Mussojeppa Guðrúnar til ríkisferðar. Það veitti sko ekki af öllu plássinu því við félagarnir fórum úr Mjólkurbúðar Höskuldar eftir að hafa verzlað fyrir tæplega 70.000 ísl.kr. Þegar við komum aftur heim sáum við búið var að aflýsa flugi til Eyja og Skáldið væri á því að koma með Dallinum ef hann fengi flugmiðan endurgreiddan og hann kæmist til baka með flugi á mánudeginum. Þjálfi tók þá til óspilltra mála og eftir nokkur símtöl var Skáldið komið um borð í Lilla með stefnuna á Þorlákshöfn til að komast um borð í Gubbólf. Við hinir pöntuðum pizzu og heldum áfram ótrauðir við aðalfundarstörf. Um 23:00 var svo haldið niður á höfn til að taka á móti Skáldinu. Tók það lengri tíma en við kærðum okkur um. Vegna þess að Skáldið var komið snemma til Þorlákshafnar endaði dótið hans innst í gámnum og fékk hann því sitt frekar seint. Að sjálfsögðu byrjaði að rigna á meðan Skáldið beið þess að fá sitt dót. Við hinir komum okkur fyrir í hjá Alla á meðan. Loks birtist Skáldið og hægt var að koma sér upp í Áshamra með viðkomu í Ísjakanum. Þegar við komum svo aftur heim sátu tvær kvenverur inní stofu. Þetta voru Ásgerður, vinkona Kidda frá Laugarvatni, og Sigga. Aftur tók við venjuleg aðalfundar störf fram eftir nóttu. Það var svo kíkt aðeins fyrir utan Húkkaraballið en það var stuttur stanz og komið aftur upp í íbúð. Þar var setið lengur við drykkju svo var hugsað sér til hreyfings og aftur farið niður í Týrsheimili og svo á Lundann. Þarna var nú óminnisnegrinn eitthvað farinn að gera vart við sig. Við vorum niður á Lunda þar til okkur datt það í hug að fara niður á höfn og taka á móti ólukkulýðnum sem var að koma með Gubbólfi 06:00 á flöskudagsmorgninum. Í þeim hóp voru m.a vinir Kidda sem við kunnum ekki deili á þarna á þessum tíma punkti. Eftir að hafa staðið niðri á höfn í smá tíma í kulda, vosbúð og trekki fannst okkur þetta ekki eins góður brandari og í fyrstu og komum okkur upp í íbúð. Menn voru samt ekki á þeim buxunum að hætta og fengum við okkur bjór þegar heim var komið. Það endaði svo með að menn komu sér í bælið með misjöfnum árangri þó. Einn komst ekki einu sinni úr buxunum og svaf með þær á hælunum meðan áðrir lágu þverir. Þar með lauk fimmtudeginum.

Flöskudagurinn rann upp bjartur og fagur, eða svo minnir mig, við spruttum svo á fætur þegar Skáldið komst að því að 25.mín væru í lokun á Ríkinu og þar þurftum við að komast til að bæta á birgirnar og verzla þakklætisvott handa Jóa Listó. Í ríkisreknu verzluna komst við á mettíma og þrátt fyrir biðröð þá tókst okkur það sem við ætluðum okkur. Á leiðinni til baka var komið við í Ísjakanum og snæddur þar einn Hlölli sem var ljúfur í þynnkunni. Eftir að við komum aftur í Rauðu blokkina voru afréttara teigaðir og málin rædd. Þá hafði fjölgað gestum hjá Kidda og þar voru á ferðinni Sammi og Rakel en þau höfðu komið með Gubbólfi kl:06:00 um morguninn. Höfðu þau mikið gaman af því að kíkja í herbergið um morguninn og sjá okkur félaga misdauða þar inni. Klukkan fór nú að nálgast 15:00 svo ég og Skáldið gerðum ferð í Dalinn til að vera viðstaddir setningu og að sjálfsögðu var Brúðubíllinn á dagskrá og af honum skyldum við ekki missa. Fastir liðir eins og venjulega. Þegar við komum í Dalinn var fyrsta mál á dagskrá að verða okkur úti um armband. Eftir skunduðum við og urðum vitni af setningunni. Svo tók söngkeppni barna við á meðan við biðum eftir Brúðubílnum. Þarna hittum við fullt af fólki bæði fullu og forvitnilegu. Nokkur skyldmenni og frænku Skáldsins sem er víst árgerð 82 eða jafnaldri Willy, sem verður að teljast góður kostur af kvenmanni. Þar sem við sötruðum ölið í langri bið okkar eftir Lilla apa hafði Heiðrún Jóhannsdóttir samband og bauð okkur í kökuveislu inní Hvítatjaldinu. Þegar þar var komið og fengum við höfðinglegar mótókur að vanda. Þá var mér tilkynnt að mynd væri kominn af undirritiðum á heiðursmyndavegg Hvítatjaldsins, sannur heiður það. Þarna voru nokkrir gestir auk míns og Skáldsins og var ástand sumra skrautlegra en á okkur. Einn þeirra var t.d lagstur til rekkju rúmlega 16:00. Eftir að vera farnir að nálgast sykursjókk var skundað af stað til að missa ekki af Brúðubílnum, eftir fengina reynslu hef ég komist að því að Brúðubílinn bíður ekki eftir neinum, olli Lilli api og refurinn engum vonbrigðum. Eftir Brúðubíllinn var tölt upp í Áshamra og bankað var upp á Steina frænda og Guðrúnu þar sem okkur var boðið í lundaveislu og kjötsúpu. Ég þakka fyrir mig og eiga þau heiður skilið fyrir slíkan höfðingskap. Svo var bara komið til Kidda og haldið áfram að drekka sig í drasl. VJ, Tiltektar-Toggi og Gvandala-Gústala bættust svo í hópinn og tjölduðu þeir fyrir neðan svalirnar. Svo var haldið ógnar teiti fram eftir kvöldi þar sem m.a komu Njöddi, félagi vor úr MS, Skúli og Geiri. Án efa voru þeir fleiri en ekki man ég svo gladd eftir þeim og biðst ég hér með velvirðingar á því. Eftir að við komum við í Dal gerði líka þessi hellidembu en við vorum við öllu búnir og skelltum okkur bara í pollagallanna. Flöskudagskvöldið var svo mjög hefðbundið, Mullersæfingar við brennuna, heimsóknir í hvítu tjöldin og almenn skemmtun. Óminnisnegrinn var ekki langt undan svo ekki fer mikið af sögum af afrekum.

Það var svo frekar lágskýjað hjá sumum er komið var fram úr á laugardaginn m.a lá VJ á nærbuxunum upp í sofa frekar slappur. Annars var opnaður bjór og snæddur einhver matur. Leið lá svo í sund og þaðan niður á Prófastinn var sem Skáldið var tannburstað. Svo var kíkt í kjötsúpu um kvöldmat og haldið áfram að drekka sig í drasl, það ítrekað. Leiðin í Dalinn var svo til að sjá Egó og voru þeir nettir á kantinum. Það besta við það var að um leið og þeir slógu lokatón í ,,Fjöllin hafa vakað´´ hófst mögnuð flugeldasýning. Svo hófst venjubundin dagskrá hjá undirritiðum almennt djamm og heimsóknir í hvítu tjöldið. M.a hitti maður Hödda frænda og vinkonu hans. Annað er frekar þokukennt.

Sunnudagur, uff, uff. Þarna voru 4.dagar búnir og bara einn eftir. Svekkelsi og ekkert annað. Um daginn var drukkinn bjór, farið að éta sem var skrautlegt, farið í sund og heilsað upp á Frosta sem ekki var við. Haldið áfram að sötra. Kíkt í heimsókn í Tindastóll þar sem föngulegur hópur kvenna tók á móti sér. Farið heim og drukkið meira. Komið sér niður í Dal, verzlað bland í bláa Smirnoffinn, upp í brekku, drukkið, tekið í nefið, drukkið meira, tekið undir með Nonnsen. Eftir það tók almenn dagskrá við sem er óþarfi að endurtaka enda var óminnisnegrinn aldrei langt undan. Maður endaði svo skemmtuna einhvern tíma milli 09:00 og 10:00 á mánudagsmorguninn. Mikið var maður tjónaður þegar maður skreið upp í íbúð.

Mánudagurinn var furðulegur enda maður í hálfgerðu tjóni. Þó svo að aðrir virtust vera í meira tjóna, það er of löng saga. Þegar Skáldið skilaði sér var hlegið og skal sú saga ekki sögð hér. Þegar við skriðum á lappir var greinilegt að ekki væri verið að fljúga og ekki yrði flogið alveg á næstunni. Við styttum okkur svo aldur með að glápa á DVD. Við vorum svo mættir upp á flugvöll um 21:00 og við tók aðeins 1,5 klst bið. Aðeins segji ég vegna þess að við hittum þarna fólk sem var búið að bíða síðan 14:00 og komst ekki upp á land því öllu flugi upp á Bakka var aflýst. Alla vega þá tókst Fokkerinum okkar að lenda og við fórum í loftið og áttum annars ljúft flug til Reykjavíkur. Í menninguna vorum við komnir rétt eftir 23:00.

Mikið var maður súr á þriðjudeginum.

V.Í.N vill þakka öllum þeim sem fulltrúar þess hittu á Þjóðhátíð 2004 fyrir góða skemmtun. Hvort sem þeir, þau eða þær voru nefndar í frásögninni hér á undan.

Takk fyrir frábæra Þjóðhátíð
Skemmtinemd Þjóðhátíðardeildar V.Í.N. undanfararsviðmiðvikudagur, ágúst 04, 2004

Nú er magnaðri Þjóðhátíð nýlokið og menn eru allir að koma til eftir átökin. Spurt er bara: Hvert skal halda um komandi helgi? V.Í.N. er nú einu sinni þekkt fyrir hefðir og það er hefð að fara e-ð úr bænum þessa helgi. Hvort sem það er til að ná úr sér verzlunarmannarhelgarþynnkunni eða flýja hátíð eina. Endilega tjáið ykkur hvaða hugmyndir fólk hefur um hvert skal halda.