sunnudagur, desember 31, 2006

(Áramóta)Upphitunarmyndnr:14 frá Austurríska/Ungverskakeizaradæminu
Um leið sendum við lesendum V.Í.N.-síðunar og velunnurum sem og landsmönnum öllum, hugheilar áramóta- og nýárskveðjur.
Gleðilegt ár öllsömul og þökkum allt hið gamla og góða á líðandi ári.


Kær áramóta og nýárskveðja


P.s Skráning hefst svo í Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2007 stundvíslega þann 01.01.07 kl:00:01.
Í gegnum klíkuskap á að nota tækifærið og skrá eins og einn lítinn Stebbaling og líka Willy

fimmtudagur, desember 28, 2006

Upphitunarmyndnr:11 frá Austurríska/Ungverskakeizaradæminu

Í Sandgerðishrepp

Var að spá hvort einhver stemning væri fyrir því að fara á komandi laugardag í Hafnarfjörð en að sjálfsögðu myndum við fara út úr honum við fyrsta tækifæri og taka stefnuna á Sandgerðishrepp.
Að vísu ekki í þeim tilgangi, í þetta skiptið alla vega, til þess að kíkja á sveitakrána á Miðnesheiði heldur athuga með hvort ekki sé hægt að finna eitthvað strandgoss. Fyrst að indverska prinsessan er flutt þaðan burt. Svo væri etv hægt sé vilji fyrir hendi að taka smá rúnt um Reykjanesið í leiðinni.
Bara svona smá hugmynd með afþreyingu á laugardag.

miðvikudagur, desember 27, 2006

Upphitunarmyndnr:10 frá Austurríska/Ungverskakeizaradæminu

Nýtt lúkk á nýju ári

Eins og sjá má er verið að gera tilraun til að taka þessa síðu í Extreme Makeover enn einu sinni. Þrautþjálfaðir gibbonapar hafa unnið nótt sem nýtan dag yfir hátíðarnar að þessu verkefni og ná vonandi að klára það áður en árið verður flautað af. Myndin fyrir ofan er allavega komin, og svo bætist kannski eitthvað við á næstunni. Það má búast við einhverjum hnökrum á þessu svona fyrst um sinn, þessir apar eru ansi drykkfelldir og ekkert sérlega vandvirkir stundum. En jæja, best að fara að gera eitthvað...

sunnudagur, desember 24, 2006

mánudagur, desember 18, 2006

Jamm jammJamm, eins og sjá má á teljara hér til, æji þið vitið hvar, má sjá að í dag eru sléttir 40.dagar í að úrvalslið skíðadeildar mun halda til Austurríska/Ungverskakeisaradæmisins. Sem er magnað
40 er svolítið ógnar tala. Það vill svo skemmtilega til að mörg okkar, innan þessa hóps, eru komnin á fertugsaldurinn og hinir nálgast hann óðum. Sama var þegar það rigndi eitt sinn í 40 daga og Nói og Síríus björguðu dýrunum frá drukknum. Móses, þó ekki Maggi Móses, var í 40 daga í eyðimörkinni eða var það 40 ár. Skiptir ekki öllu enda innan skekkjumarka. Síðan að lokum þá steig Jésús Kr. Jósepsson, sem er kallur Sússi meðal vina sinna, til himna eftir 40 daga. Þetta er því ofurtala.
Það er því vel við hæfi að birta eins og eina mynd frá Austurríska/Ungverskakeisaradæminu. Það er svo aldrei að vita nema þetta verði daglegt en þó með nokkrum undantekningum, Jafnvel þó nokkrum. En sjáum til hvernig gengur. Þetta er sú fyrsta og vonandi ekki sú síðasta

föstudagur, desember 15, 2006

Tilboð í peysur

Tilboð í peysur

Hef fengið tilboð í peysur frá 66° norður ásamt merkingu. Tilboð miðast við uþb 15 peysur:

Vík rennd peysa: dömu og herra: 8250 kr.

Vík hálfrennd peysa: dömu og herra: 7350 kr.

Silkiprent merking:
1 litur: stofnkostnaður: 7350 kr, lógó: 400 kr./stk.
2 litir: stofnkostnaður: 14320 kr, lógó: 580 kr./stk.

Miðað við 15 seldar peysur væri rennd peysa með einlita merkingu á uþb. 9130

Endilega brúkið tjáningakerfið hér að neðan og tjáið tilfinningar ykkar.

fimmtudagur, desember 14, 2006SunnudagsgöngutúrinnN.k. sunnudag eða 17.des, viku fyrir jól og ammæli Stóra Stúfs, stefnir Göngudeildin á að halda til fjalla. Hugsanlega verður farið á Skálafell í Mosfellsdal, Stóra-Kóngsfell eða bara eitthvað allt annað fjall, fell eða hóll það kemur allt í ljós.
Brottför er áætluð um hádegisleytið eða strax eftir messu. Um að gjöra að nýta þessa litlu dagsbirtu sem er núna í svartasta skammdeginu.

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, desember 13, 2006

Nýheit

Ekki hefur borið mikið á nýliðun síðan auglýsingin var sett upp en hins vegar eru nokkur nýheit hér á síðunni. Sé litið hér til vinstri (sem allir nema Stebbi ættu að ráða við) má sjá nýjan dálk, vefmyndavélar. Restin ætti að skýra sig sjálf, vilji menn svo bæta við dálk þennan er upplagt að nota kommentin og webmaster kannar málin.

Góðar stundir.

þriðjudagur, desember 12, 2006

Nýliðun óskast!

Nýliðun óskast!
Sökum ört vaxandi ellimerkja óskar VÍN eftir nýliðun til starfa hið fyrsta. Æskilegt er að nýliðun hafi náð VÍN-aldri og beri með sér nokkurt lífsmark en að öðru leyti eru ekki gerðar frekari kröfur.

Áhugasöm nýliðun er beðin um að hafa samband við hipp og kúl lið VÍN.

föstudagur, desember 08, 2006

Nr:100000

Þá er komið að stóru stundinni eða hver verður gestur nr:100000 ske teljara hér neðst til vinstri.
Eins og áður verða glæsilegir vinningar fyrir 1,2 og 3ja sætið. Þar sem samtals heildarverðmæti vinninga er allt að 300 ísl.kr, sem afhendir verða við fyrsta besta tækifæri.
Hver verður sá heppni eða sú heppna. Það kemur í ljós spilið til að vinna og fylgist spennt með. Hver verður nr:100000, hver skyldi ná 100 kúlunum og hver nær 100 gröndunum. Þetta verður allt saman gaman að sjá.

Kv
Stemmtinemd

sunnudagur, desember 03, 2006

Á fellumGöngudeildin fór í dag í afar hressandi sunnudagsgöngutúr og að þessu sinni voru alveg tvo heil fell sem lágu í valnum. Ekki slæmt það.
Sem sagt að var farið á Úlfarsfell og síðan var líka skundað á Hafrafell. Það voru þrír ungir sveinar sem lögðu í þessa ferð og það voru eftirfarandi aðilar:

Stebbi Twist
Stóri Stúfur
Jarlaskáldið

Eins og sjá má þá var hirðljósmyndarinn með í för og hefur hann nú komið þeim myndum sem teknar voru á sína myndasíðu svo að allur heimurinn geti séð afrekin hér.

Kv
Göndudeildin

E.s
Minni á fata- og tízkufundin annaðkveld þ.e. mánudagskveldið hjá Grænlendingunum

laugardagur, desember 02, 2006

FellGöngudeildin, hólasvið, var rétt í þessu að negla það niður að halda upp á fjall,fell eða hól á morgun. Fellið sem var fyrir valinu er fellið hanz Úlfars,þá er verið að tala um sjálfan Úlfar Eysteins sem er bróður Helga Eysteins og koma undan Eysteins Eysteins. Nóg komið að ættfræði.
Fara á eftir hádegi á morgun sunnudag 3.des um leið og messuhaldi lykur eða fljótlega eftir hádegisbil. Já, svo ca þá. Rétt eins og fyrr eru allir velkomnir með

Kv
Göngudeildin

föstudagur, desember 01, 2006

Terrorismi

Þessi síða varð fyrir hryðjuverkum fyrir nokkrum dögum. Þess vegna lítur hún svona út núna. Unnið er að viðgerðum.

Kv.
Tækninemd.