mánudagur, júní 30, 2008

ÞvermóðskufellÞað þarf vart að koma fáum á óvart með því að hluti af V.Í.N. lagði leið sína úr bænum um helgina. En vegna menningarviðburða þá var förin í styttri kantinum.
Bogi og Logi lögðu leið sína á Blondí upp á Uxahryggi þar sem gengið var á Þverfell. Var það létt verk en aftur sannaðist að það er hvasst á toppnum. Ójá. Síðan hófst leitin af tjaldsvæði sem endaði með því að slegið var upp tjöldum í Hvammsvík. Síðan var smá bíltúr á laugardeginum um Meðalfellsdal og endað í sundi í Mosó. Síðan var grillað í Bryggjuhverfinum og hjólað á tónleika um kveldið. Höfum ekki fleiri orð um það og látum myndir um afganginn. Þær er hægt að skoða hér.

sunnudagur, júní 29, 2008

ReykusdalurÞá er runninn upp ný vika og hjá flestum byrjar ný vinnuvika á morgun. En það blæs ekki bara á móti það er smá sólargeisli því V.Í.N.-ræktin á sinn fasta sess í tilverunni á þriðjudögum. Svo er kannski vert að minnast á það að ekki er heldur langt í Helgina. Hún er bara rétt handan við hornið. Þá breytast menn í varúlfa og verða hauslausir. Afsakið, þarna missti greinarhöfundur sig aðeins.
Komum okkur að máli málanna þ.e. V.Í.N.-ræktinni. Nú í þessari viku er ætlunin að taka bað og ekki veitir af fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðina þetta árið. Sum sé er stefnan tekin á Reykjadalslaug upp á Heiði. Hittingur já eigum við ekki bara að segja 19:30 við Olísstöðina upp á Rauðavatni aka Gasstöðin. Vera þar með uppþot áður en haldið er til fjalla. En allir verða að muna að fara eftir ráðum Umferðar-Einars þegar ferðast er með gas í ferðalögum.
Þessi ferð ætti að vera öllum við hæfi og vonumst við til að sjá sem flesta og flestar. Ekki verra ef það væri stúlkur á kjöraldri og sænska bikínilandsliðið.

Þar sem nýr mánuður er rétt handan við hornið er ekki úr vegi að birta dagskrá júlímánuðar.


Júlí

1. júlí Reykjadalslaug
8. júlí Hjólatúr um Heiðmörk
15. júlí Hvalfell
22. júlí Ármannsfell
29. júlí Hjólatúr um Álftanes


Kv
Hreinsunardeildin

fimmtudagur, júní 26, 2008

Gestur nr:200000

Já, gott fólk. Hlutirnir gerast hratt þessar vikurnar, allt að gerast og klukkan er. Það er ekki langt síðan að við fórum síðast í skemmtilegan leik eða hver yrði gestur nr:150000 ca 3 mánuðir síðan. Jamm og nú er barasta komið að stóru smurningunni um hver hreppir hnossið um að verða 200000 gesturinn. Líkt og oft áður þá verða heildarverðmæti vinninga allt að 300.ísl.kr, það þrátt fyrir fallandi gengi og auknar kröfur um inngöngu í ESB. En hvað um það. Verðlaun verða veitt svo við hátíðlega athöfn á Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð eftir nokkra daga.

Sjálfsögðu verða nokkrir flokkar og verðlaun verða fyrir fyrstu 3.sætin. Enn flokkarnir verða nýliða, karla og kvenna til að sæta alls jafnréttis og verða við kröfum karlahóps femínistafélags íslands. Dveljum ekki lengur við það. Komum okkur í stellingar og tókum þátt í æsispennandi leik. Allir að fylgjast vel með teljara hér til hægri á síðunni (það er svo gaman að benda fólki til hægri). Svo bara vera ekki feimin við að tjá í sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan

Kv
Talningarnemd

miðvikudagur, júní 25, 2008

Tugur, tugur, fimm í skráningu

Gott fólk. Spennan er betur heldur að magnast þessa dagana. Tala nú ekki um þegar búið er að fara í síðustu undirbúnings- og eftirlitsferðina. Það var nú gaman. En hvað um það.
Þrátt fyrir að bara séu 9.dagar í Helgina þá hefur lítið bæst í hópinn öllu heldur ekki neitt. Það er engin ástæða til að tapa gleðinni heldur bara halda ótrauð áfram og stefna á botnlausa hamingju. Aumingja þeir sem missa af því. Nóg um slíkt og komum okkur að aðalatriðri vikunnar þ.e. upptalningarskráningarnafnalistanum.

Útiverur

Stebbi Twist
Svenni Sjöþúsundkall
Danni Djús
Haffi Haff
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfða Prinsinn
Eldri Bróðurinn
Blöndudalur
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Huldukonan
Þyrlukonan

Ekki verður ódýrara að fara innúr

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Rétt eins og sjá má er ekkert um nýtt blóð frá síðast en það hlýtur að koma þegar sá allra síðasti verður birtur að viku liðinni. En þanngað til þá hvetur nemdin fólk til að halda áfram undirbúningi og öllu öðru sem tilheyrir

Kv
Undirbúningsnemd Eftirlitsdeildar

þriðjudagur, júní 24, 2008

Sjáðu fjallið þarna? Þarna fórum við upp
Það þarf vart að taka það fram að í núna í kveld var V.Í.N.-ræktin á dagskrá. Nú var það Grínmannsfell sem lá undir fótum vor. Hæfilegt fell það eftir afrek síðustu helgar, flestir sammála um að það mátti alls ekki meira svona eftir atvikum. En hvað um það. Þeir sem hittust í Mosó voru:

Stebbi Twist
Talsmaður Vodafone
Tiltektar-Toggi
Hvergerðingurinn

Allir áttu það sammerkt að vera óðum að jafna sig eftir Jónsmessuhelgina. Mis mikið þó. Allir komumst hæfilega vel frá þessu öllu saman. Myndavélin var að sjálfsögðu með í för og er það sem þaðan kom hér.

Kv
Göngudeildin

E.s Síðdegis í gær skruppu Bogi og Logi í stuttan hjólatúr um úthverfi, kringum golfvelli og nágranna sveitarfélag. Hafi einhver áhuga eru myndir hérna

mánudagur, júní 23, 2008

Fimman þetta áriðNú um síðustu helgi fór göngudeildin í sína fimmtu ferð yfir Fimmvörðuháls um Jónsmessuhelgina. Allt var eftir föstum venjum og farangur og bíll skilin eftir í Básum á fimmtudeginum og síðan gengið yfir hálsinn aðfararnóttlaugardags. Gangan að þessu sinnu tók rétt um 7 klst eða 7:08 hjá undirrituðum. Munar um einhverjar min. til eða frá hjá fólki. Allir komu þó á svipuðum tíma og á góðum tíma. Þeir sem skipuðu þetta ferðalag voru:

Stebbi Twist
Maggi á móti
Gaui
Raven
Danni Djús
Huldukonan
Tiltektar-Toggi

Fínasti hópur það þrátt fyrir að nokkrir fastamenn hafi verið uppteknir við opinberar heimsóknir utan landssteinana. Þar sem engin hefur áhuga að lesa þetta þá er barasta bezt að koma sér að aðal atriðinu og því sem á að segja meira en mörg orð en það eru myndir. Gott væri að fólk tæki sér góðan tíma því þetta er góður slatti að stafrænum minningum. Nálgast má myndir hér.
Að lokum þakkar göngudeildin fyrir sig. Hvort sem fólk lappaði yfir, kom á laugardeginum eða bara hitti okkur innfrá.

Kv
Göngudeildin í samstarfi við jeppadeildina

sunnudagur, júní 22, 2008

GrínmannsfellNú þegar vel heppnari Fimmvörðuhálsgöngu er svona rétt nýlokið er ekki úr vegi að hugsa strax að næstu göngu.
Jamm, V.Í.N.-ræktin heldur áfram þrátt fyrir Fimmvörðuháls og nú á þriðjudaginn er það Grímannsfell eða Grínmannsfell eins og spjátrungarnir orða það. Þar sem fell þetta er staðsett í Mosfellsdalnum, rétt í bakgarðinum hjá Húsi Skáldsins, þá er það málið að hittast á Esso í Mosó. Skilst að slíkt hafi áður verið gjört. Tímasetning? Já, ætli það sé ekki ágætt að vera á staðnum svona klukkan 19:00. Svo er barasta um að gera að ganga sig niður

Kv
Göngudeildin

föstudagur, júní 20, 2008

Jónsmessan 2008Þú er Jónsmessuhelgin rétt að detta inn. Það þarf vart að taka það fram að þá er ætlunin að ganga Fimmvörðuháls. Í því tilefni fóru 4 undanfarar og einn ungliði inní Bása núna fyrr í kveld til að ná tjaldstæði, henda upp nokkrum tjöldum og skilja eftir farangur. Af gefnu tilefni skal taka það fram að þvílíka blíðan var á okkur allan tímann.
Vart þarf að taka það fram að við erum á sama stað og í fyrr. Sem er einmitt nákvæmlega sami blettur og fyrir tveimur árum. Það borgar sig ekki að breyta til.
Hafi einhver áhuga þá má nálagast myndir frá kvöldinu hér

Kv
Undanfarahópur

fimmtudagur, júní 19, 2008

Jón Sigurðsson frá HrafnseyriV.Í.N.-ræktin
hafi ákveðið það með góðum fyrirvara að vera til til fyrirmyndar og skilja bílinn eftir heima á 17.júní. Reyna sitt til að fækka bílastæðavandamálum. En nóg um umhverfisvitund.
Það voru fjórir piltar sem hjólhestuðst eða öllu heldur þrír fóru frá Elliðaárdalnum, sumir komu úr Fossvoginum, og einn hitti okkur niður í bæ. En þetta voru

Stebbi Twist
VJ
Danni Djús
Tiltektar-Toggi (sem hitti okkur niðri í bæ)

Sum sé menn tóku hjólandi þátt í skrúðhlaupinu og skoðuðu svo mannlífið bæði á reiðhjóli sem og á tveimur jafnljótum.
Hafi einhver áhuga að skoða myndir frá þjóðhátíðardagskráninni og nokkrum vinnumyndum er það hægt hér

Kveðja
Hjóladeildin

miðvikudagur, júní 18, 2008

Tugur, tugur, fjórir í skárningu

Nú er bókstaflega allt að gerast og líklega síðasta undirbúnings- og eftirlitsferðin rétt handan við hornið og fara nokkrir undanfarar innúr á morgun. En hvað um það. Flestir bíða nú spikspenntir eftir hinum sívinsæla upptalningar skráningarlista sem engin nennir að lesa. En hverjum er svo sem ekki sama. Hérna kemur gleðin

Bókmenntapersónur

Stebbi Twist
Svenni Sjöþúsundkall
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfða prinsinn
Edri Bróðurinn
Tuddi Tuð
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Huldukonan
((Þyrlukonan))

En hækkar eldsneytið

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Jæja, best að halda áfram undirbúningi fyrir undirbúnings- og eftirlitsferð komandi helgar. Þar sem gönguleiðin verður könnuð. Ef einhver skyldi fá þá firru að ganga fyrstuhelgina.

Kv
Undirbúningnemd eftirlitsdeildar

þriðjudagur, júní 17, 2008

Góðir HálsarÞað þarf vart að taka það fram að núna um komandi helgi þá er það Jónsmessuhelgin og þá er stefnan að ganga Fimmvörðuháls. Rétt eins og í öll hin skiptin sem gengið hefur verið yfir 5vörðuhálsinn þá er ætlunin að fara inn í Bása á fimmtudagskveld til að ná tjaldstæði og fara með dót.
Því eru það vinsamleg tilmæli til þeirra sem hug hafa á því að fara að hafa sig klára á fimmtudag og koma sínum farangri til undirritaðs eða annara sem ætla með á fimmtudeginum.
Ekki er nú kominn nákvæm tímasetning á brottför en reikna má með að það verði um kveldmatarleytið og verði ekkert dót komið eru þeir einstaklingar bara ýkt óheppnir.
Sum sé farangursferð á fimmtudagskveldið og væri ágætt að vera kominn með farangur frá fólki sem það nennir ekki að bera á fimmtudag amk fyrir brottför
Takk fyrir

Kv
Göngu- og jeppadeildin

mánudagur, júní 16, 2008

A Journey to the Center of the EarthÞeir sem hafa fylgst með hér á síðunni vissu sjálfsagt að Brabrasonurinn var búinn að auglýsa og skipuleggja ferð á Snæfellsjökull nú um nýliðna helgi.
Það voru svo 3.sveinar sem boðuðu komu sína og það voru:

Stebbi Twist
Maggi Móses
Yngri Bróðurinn

Já, hvað getur maður sagt, eiginlega skortir manni lýsingarorð yfir þessa silld.
Bezt að hafa sem fæst orð um þetta og leyfa myndum að tala sínu máli. Þær má nálgast hér

sunnudagur, júní 15, 2008

Hæ, hó, jíbbí,jee
Það er farið að styttast í þjóðhátíðardaginn eða fæðingardag Jóns forseta og allir skunda niður í bæ, fá sér risasleikjó og candyfloss. Þar sem 17.júní ber upp á þriðjudag þetta árið og því hefur V.Í.N.-ræktin tekið mið af því.
Það er sum sé stefnan að hjóla niður í bæ og kíkja á Lilla Apa. Hittingur fyrir okkur úthverfaprinsana er við nýju rafstöðina í Elliðaárdalnum og svo áfram niður í miðbæ.
Þar sem þetta ritar er að fara vinna 16:00 um daginn þá ætlar hann að leggja það til hittingur verði kl.13:30. Hafi fólk við það að athuga er því velkomið að tjá sig í kassanum hér að neðan

Kv
Hjóladeildin

föstudagur, júní 13, 2008

Snæfellsjökull .... í kvöld

Já fínt já sæll já fínt já ... sæll veðrið úti það þarf ekkert að ræða það.


Þá styttist í tanaðir í rusl og massaðir í drasl túrinn á Snæfellsjökul. Því enn er séns að drífa sig með.

Þannig drífið ykkur með og frelsið hælinn í silkimjúku sumar slusssshi.

Kveðja
Skíðanemd (með emmi) VÍN

fimmtudagur, júní 12, 2008

Marg tinda ferðÍ síðustu V.Í.N.-rækt var haldið á Hafnarfjall líkt og auglýst var hér. Sex persónur lögðu af stað í leiðangur og voru það eftirfarnandi:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Raven
Gaui
Danni Djús
Huldukonan

En þó toppuðu aðeins 5. En hvað um það. Þegar á toppinn var komið var ákveðið að fara ekki sömu leið niður. Ekki var það kannski alltof gáfuð ákvörðun því það reyndist vera hálfgerð Krísuvíkurleið og með nokkrum auka ,,tindum''. En eftir tæpa 5 tíma göngu skiluðu allir sér aftur að bílunum og það verður að teljast vel heppuð fer.
Fyrir þá sem áhuga hafa er hægt að skoða myndir úr ferðinni hérna

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, júní 11, 2008

Tugur, tugur, þrír í skráningu

Það er betur heldur farið að styttast í Helgina þetta árið.
Rétt að vona svo að fólk hafi hafið undirbúning og að hann sé kominn á fullt. Þá meina ég blindfullt. Bara svona eins og allir ætla sér að vera innfrá fyrstuhelgina.
Ekki nóg með það heldur er líka loka undirbúnings- og eftirlitsferðin rétt handan við hornið. En þá verður einmitt kannað hvort gönguleiðin sé ekki örugglega fær. Ef það skyldi nú gerast að einhverjir væru svo firtir að koma á tveimur jafnljótum. Það er bara fyrir fólk að fylgjast með.
Komum okkur að aðalatriði dagsins þó svo að ekki nokkur kjaftur nenni að lesa þetta.

Fornhetjur

Stebbi Twist
Svenni Sjöþúsundkall
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfða prinsinn
Eldri Bróðurinn
Magnús frá Þverbrekku
Auja
Litli Blöndahl
Raven

Dýr er dropinn

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Já gott fólk ekki mikið að gerast en við látum það ekki bera okkur ofurliði. Höldum ótrauð áfram undirbúningi. Nóg þessa vikuna

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

þriðjudagur, júní 10, 2008

Snæfellsjökull
Jæja eins og staðan er í dag spáir algeru bongó á föstudag/laugardag.

Kviknaði út frá því sú hugmynd að kíkja í miðnæturskíðaferð á Snæfellsjökul núna
á föstudaginn. Eftir skíðaferðina verður tekinn smá lúr á einhverjum gáfulegum stað og haldið svo heim á leið á laugardeginum.

Áhugasamir setji inn comment, eða hafa samband.

Kveðja
Skíðanefnd VÍN

sunnudagur, júní 08, 2008

Undir Hafnarfjalli

Þá er komið að lið vikunnar í V.Í.N.-ræktinni þetta sumarið.
Eins og flestir vita er V.Í.N. félag fornbókmennta og útaf því er ætlunin að vera á slóðum Mr.Skallagrímssonar komandi þriðjudag, í það minnsta horfa yfir Borgarnes og Brákeyjarsund. En nóg um íslendingasögur.
Það er sum sé stefnan að ganga á Hafnarfjall þ.e. fara í utanbæjarför út í sveit. Eins minnst var á hér rétt á undan er þetta úti á landi og það þarf m.a.s. að fara undir eitt stykki fjörð til að komast að fjallinu. Vegna þess að um lengri veg er að fara þá væri kannski ráð að vera í fyrra fallinu og jafnvel þá fyrr en síðustu tvo skipti. Þó svo að tímasetningin sé önnur þá hefur meeting point ekki breyst og hittast skal á N1/Nesti í Mosó kl:18:00 á þriðjudag 10.júní n.k.
Niðurstaðan er því Hafnarfjall á þriðjudag og hittingur kl:18:00 á Esso í Mosfellssveit. Vonandi að sem flestir sjái sér fært um að mæta og þá af báðum kynjum.

Kv
Göngudeildin

laugardagur, júní 07, 2008

Næst hæðsti punktur
Svona rétt eins og glöggir lesendur höfðu sjálfsagt tekið eftir þá stefndi V.Í.N.-ræktin á Hátind Esju síðasta þriðjudagskveld. Það er skemmst frá því að segja að 5 fræknir drengir lögðu land undir fót og valhoppuðu á Hátind. Þeir sem leiðangur þennan skipuðu voru:

Stebbi Twist
Danni Djús
Raven
Maggi á móti
Blöndudalur

Þrátt fyrir að túrinn hafi tekið um 3,5 klst og oft var á brattann að sækja þá skiluðu allir sér þokkalega heilum niður aftur og pulsuðu sig upp í Mosó þegar allt var yfirstaðið. Svo er barasta um að gjöra að fjölmenna næzta þriðjudag.
Ef einhverjir skyldu svo hafa áhuga þá er hægt að skoða myndir hér.

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, júní 05, 2008

1, 2, 3, 4, 5vörðuhálsÞað er víst komið sumar og sólin skín stundum í heiði og lóan syngur hástöfum. Þetta táknar bara eitt að það styttist víst í sumarsólstöður og jafnframt í það að beljurnar tali sem og gamlir kallar velti sér um í dögginni.
Rétt eins og flestir vita þá hefur það tíðast hjá V.Í.N. að tölta Fimmvörðuhálsinn um Jónsmessuhelgina. Ekki er ætlunin að láta verða undantekningu á því þetta árið.
Í dag eru ekki nema tvær vikur í það að undanfarar fari í Bása á Goðalandi til að tjalda og skilja eftir það dót sem fólk ætlar ekki að lappa með yfir.
Fyrst það er betur heldur farið að styttast í þetta þá væri gaman að sjá hverjir hafa hug á því að tölta með göngudeildinni. Ekki væri svo verra að heyra frá þeim sem ætla bara að mæta innúr, en ekki ganga, hvort sem það yrði þá á flöskudeginum eða laugardeginum. Annars fyrir þá sem ætla þá er æfingaferð n.k. þriðjudag sem auglýst verður síðar og allir eru velkomnir með.
Hvað um það. Bara muna Fimmvörðuháls 20.júní nk og haldið til í Básum til 22.júní.
Koma svo og fjölmenna.

Svona til að hita aðeins upp er upplagt að kíkja á eftirfarandi myndir:

Fimmvörðuháls 2002
Fimmvörðuháls 2003
Jónsmessuhelgin 2005
Fimmvörðuháls 2006
Fimmvörðuháls 2007 (Skáldið)
Fimmvörðuháls 2007 (Litli Stebbalingurinn)

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, júní 04, 2008

Tugur, tugur, tveir í skráningu

Þetta er bara nokkuð góð tala. Verður barasta að segjast.
En það er ekki eins góð tala í skráningunum hún er bara óbreytt frá síðast og þar síðast og undan því. En hvað um það. Það má ekkert klikka á smáatriðunum og birta skal vikulegan upptalningar skráningarlista fyrir Fyrstuhelginaíjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2008. Þeir sem ætla að mæta Helgina í ár eru:

Verur tvær og fleiri:

Stebbi Twist
Svenni Sjöþúsundkall
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfða prinsinn
Eldri Bróðurinn
Magnús frá Þverbrekku
Frú Blöndahl
Litli Blöndahl
Raven

Bílar:

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Já, ekki mikið að gerast. Í raun og veru ekki neitt en það er bara rétt rúmlega mánuður í gleðina miklu og svo um að gjöra að láta hendur standa framúr ermum.

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

mánudagur, júní 02, 2008

Geirmundur og félagarHérna var talað um það að skella sér úr bænum um síðustu helgi. Það endaði svo með því að Ripp, Rapp og Rupp fóru um borð í Blondí á flöskudagskveldinu og settu stefnuna norður í land.
Helgin var í stuttu máli að haldið var í Skagafjörðinn og grunnbúðir reistar á Bakkaflöt á föstudeginum. Þar var aðeins bragðað sér á öli en allt fór þó vel fram.
Laugardagur byrjaði með rigningu en þegar stytti upp var skundað á Mælifellshnjúk. Er niður var komið var norðurlandsdeildin mætt á svæðið. Eftir að hafa skolað af sér skítinn var grillað. Síðan hófust aðalfundarstörf með norðurlandsdeildinni fram eftir kveldi.
Messudag var tekið saman, haldið í Grettislaug og rennt við í Kántrýbæ sér til snæðings á heimleiðinni.
Einhver sagði að myndir segðu meira en þúsund orð og látum á það reyna. Hérna er hægt að skoða frá ferðinni.

P.s Sjálfsagt mun svo Skáldið koma sínum myndum á lýðnetið innan tíðar. Fylgist því með

sunnudagur, júní 01, 2008

Hátt upp

Nú er júní runninn upp bjartur og fagur. Líkt og oft áður er ætlunin að ganga yfir Fimmvörðuháls um Jónsmessuhelgina og þá er um að gera að nota tímann til æfa sig í V.Í.N.-ræktinni þanngað til.
Næzta þriðjudag er stefnan að ganga á Hátind Esju, en það vill svo skemmtilega til að Hátindur er einmitt ekki hæsti punktur Esjunnar. Skemmtileg tilviljun það.
Þar sem það má reikna með því að gangan taki örlítið lengri tíma en venjulega þá held að málið sé, rétt eins og síðasta þriðjudag, að hittast í N1/Subway í Mosó og þá kl:18:30 svo að fólk ætti að geta verið komið heim á kristnilegum tíma og náð þriðjudagsdjamminu niðri í bæ.

Að lokum er rétt að birta dagskrána fyrir júnímánuð til að minna fólk á það sem er á dagskrá og svo er hægt að skoða prógramið hér til hægri alla aðra daga.

Júní

3. júní Hátindur Esju
10. júní Hafnarfjall
17. júní Hjólatúr á Brúðubílinn
24. júní Grímannsfell


Kv
Göngudeildin