fimmtudagur, júní 30, 2011

Dýnustelpurnar

Þegar tjaldað er í Þórsmörk er mikilvægt að vanda til verka, svo ekki fari illa. Lítum á dæmi um hvernig á ekki að fara að hlutunum:

miðvikudagur, júní 29, 2011

Tuttugastiogþriðji

Já gott fólk. Nú er nánast komið að því. Helgin er bókstaflega rétt handan við hornið. Það sú 12. í röðinni. Tæpast amalegt það. Ekki er laust við að spenningur sé komin í mannskapinn. Þetta verður rosalegt. Sannkölluð bomba. B-o-b-a, segi ég og skrifa bomba.
Sökum spennings þá er ekki hægt að skrifa meira.

Ofur skemmtilega fólkið:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna
Plástradrottningin
Hvergerðingurinn
Billi
Sunna
Jarlaskáldið
Tóti

Bezti vinur mannsins:

Krúzi

Bílar:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn
Litli Kóreustrákurinn


Þetta eru allir löglegu snillingarnir sem ætla og greinilega ætla ekki fleiri
Því er sagt við þá sem það við á, sjáumst á flöskudaginn og svooo fáááá séééérrrrr

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, júní 28, 2011

Laugardagur

Í kveld verður hið árlega árshátíðarbað í Reykjadalslaug upp á Hellisheiði rétt eins og síðustu ár. Vegna tímaskorts þá er þetta bara stutt í dag en það er hittingur við Gasstöðina kl:1930 í kveld, þriðjudagskveld

Kv
Sunddeildin

fimmtudagur, júní 23, 2011

Bárður SnæfellsásUm síðustu helgi lá leið okkar hjónaleysa á Snæfellsnesið, í enn eitt skiptið, að þessu sinni áttum við að vísu það erindi að skunda í ammæli á Arnarstapa. Ætlar Stebbalingurinn svo sem ekkert að dvelja neitt við það að öðru leyti en því að á leiðinni vestur var stanzað við Hrútaborg og hún sigruð. En allavega á laugardagskveldinu barst okkur heimsókn er Ánastaðahjúin renndu á svæðið. Um kveldið var hefðbundið sötrað bjór og tekinn smágöngutúr.
Messudagur rann upp bjartur og fagur en að sjálfsögðu gat lognið ekki verið kyrrt en við fórum í smá bíltúr með fjallgöngu á Hróa ofan Ólafsvíkur. Síðan var sund á Hótel Eldborg og grillað í útskoti á Mýrum. Hér tala myndir sínu máli

miðvikudagur, júní 22, 2011

Tuttugastiogtveir

Jæja, allt að gerast og klukkan er. Nú er svo sannarlega allt að verða vitlaust. Síðasta undirbúnings-og eftirlitsferðin bara rétt handan við hornið. Þar sem gönguleiðin yfir Fimmvörðuhálsin verður könnuð fyrir þá sem ætla að missa úr eitt kveld í drykkju og koma gangandi yfir hálsin á laugardeginum. En hvað um það nú er málið að koma sér að listanaum góða

Strumparnir:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna
Plástradrottningin
Hvergerðingurinn
Billi
Sunna
Jarlaskáldið
Tóti

Detroit Steel:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn

Bezti vinur mannsins:

Krúzi

Höfum ekki fleiri orðum það og bara sá síðasta birist svo í næztu viku

Kv
Skráningardeildin

sunnudagur, júní 19, 2011

Me, mefjallNú næzta Týsdag er ætlunin að V.Í.N.-ræktin skundi á hól. Rétt eins og flestir vita hefur sú hefð skapast síðasta áratug eða svo að rölta miðnæturferð yfir 5vörðuháls aðfararnótt laugardags um Jónsmessuhelgina. Vonandi verður ekki undantekning þetta árið og sem undirbúning fyrir það er planið að tölta á Lambafell í Þrengslunum á þriðujudaginn. Létt og löðurmannsleg upphitun það.
Hittingur skulum við bara hafa á Gasstöðinni við Rauðavatn kl:19:30 nk Týsdag

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, júní 16, 2011

Undirbúðingur
Loks kom að því á þessu ári að kíkt var inná Goðaland í undirbúnings-og eftirlitsferð. En slíkt var gjört nú um síðustuhelgi þe hvítasunnuhelgina. Fólk var reyndar að týndast á flötina góðu svo gott sem alla helgina. Einhverjir fóru á flöskudagskveldinu, aðrir komu á laugardeginum og svo síðustu eftirlegu kindurnar komu að kveldi messudags. En þarna voru samankomin þegar allir voru mættir:

Stebbi Twist
Krunka
á Rex

Kaffi
Sunna
Krúzi
á Sibba

Eldri Bróðirinn
JarlaskáldiðTóti
á Litla Koreustráknum

Steini
Þórdís
sem röltu Fimmvörðuhálsinn

Eyþór
Bogga
á Landanum

Þegar undirritaður mætti loks á messudagskveldinu var blíða að vanda og fólk í almenni afsleppi og hafði víst ekki mikið verið að stressa sig um daginn. En kíkt var uppá Bólfell á laugardagskveldinu og þangað er fært. En hvað um það. Þetta lítur allt vel út. Vegurinn í þokkalegu standi og árnar ekkert til að stressa sig yfir. Ekkert því til fyrirstöðu að mæta eftir hálfan mánuð og verða sjálfum sér til skammar og öðrum til leiðinda.
Síðan á mánudeginum tók fólk því ekkert alltof snemma, enda engin ástæða til, og hóf bara að undirbúning fyrir brottför í rólegheitum. Sumir ætltuðu bara að dóla heim og renna við í sundi á meðan aðrir tóku stefnuna uppá við og ætluðu á fjall. Þegar allir voru ferðbúnir skildust eiginlega leiðir. Áhafnirnar á Sibba og Litla Kóreustráknum ætluðu að dóla sér heim við viðkomu í sundi á meðan þau sem skipuðu Rex og Landann fóru inní Fljótshlíð áfram í smá auka jeppó að Einhyrningsflötum þar sem tölt var upp á Einhyrning. Á heimleiðinni var grillaður kveldmatur í sjálfum lýðveldislundinum á Tumastöðum.
Fyrir áhugasama má sjá myndir hér

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

miðvikudagur, júní 15, 2011

Tuttugastiogfyrsti

Eins og þegar er orðið klassíkst að segja þegar spennan nálgast þá er klukkan orðin og allt að gjörast. Ekki var það nú að skemma fyrir að síðustu helgi var skundað í Goðaland í undirbúnings-og eftirlitsferð. Sem gekk, eftir því sem ég veit, ágætlega nema hvað að bekkurinn var víst ekki færður né teknar fallprufarnir. En tímarnir svo sem breytast.
Svo styttist nú í Jónsmessuhelgina og þá hefur nú verið til siðs að rölta 5vörðuhálsinn, spurning hvað gerist nú. Síðan er Danni Djús að plana það að hjólheztast inneftir á flöskudeginum sjálfa helgina. Og er það vel. Gaman væri að heyra að því ef fleiri hafi einhverjar slíkar eða aðrar áætlarnir í gangi. T.d hafa Litli Stebbalingurinn og Krunka hug á því að leggja í´ann annað hvort á fimmtudagskveldinu ella flöskudag og ganga á Rjúpnafell á flöskudeginum svona ef vel viðrar.
En hvað um það. Komum okkur að aðalmálinu og því sem máli skiptir á miðvikudögum sem er auðvitað listi hinna viljugu og staðföstu. Hann er hér:

Skemmtilega fólkið:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna
Plástradrottningin
Hvergerðingurinn
Billi
Sunna


Flottu bílarnir:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn


Bezti vinnur mannsins:

Krúzi


Já svo sannarlega allt að gerast enda ekki nema rétt rúmar tvær vikur í Helgina og hver og einn fer að verða síðastur að tilkynna þátttöku í gleðinni.
Þangað til næzt

Kv
Skráningardeildin

mánudagur, júní 13, 2011

Hellisbúi

Nú næzta V.Í.N.-rækt, sem verður á morgun Týsdag, verður ekki alveg með hefðbundnu sniði. Þá er ætlunin að kíkja ofan í jörðina og skella sér í hellaferð í Leiðarenda í Stóru-Bollahrauni. En í fyrra var einu sinni skriðið ofan í jörðina er okkur bauðst óvænt að slagst í hóp með Hvergerðingum í hellaferð ofan í Búra. Það ætti að vera hentugast að hafa hitting í Gaffalabæ og þá barasta á N1 þar. Eigum við ekki bara að segja kl:19:30 og munið eftir hjálm og ljósi

Kv
Helladeildin

laugardagur, júní 11, 2011

Hjólið snýst í hringEftir ansi mikið hringlanda hátt og frestun var loks blásið til V.Í.N.-ræktar s.l fimmtudag. Þá var stigið á sveif og tekinn hjólheztaferð hringinn í kringum Reykjavík í sumarrokinu. Þennan dag var þrímennt í V.Í.N.-ræktina og þar voru:

Stebbi Twist
Krunka
Eldri Bróðirinn

Þetta gekk svona að stærstum hluta nema kannski það að við slepptum því að fara alla leið út á Gróttu og létum bara duga að fara í KR hverfið. En alla vega þá má skoða myndir hérna

Kv
Hjóladeildin

fimmtudagur, júní 09, 2011

Tuttugasti

Ef listi hina viljugu og staðföstu hefði aldur mætti hann núna fara í áfengis-og tóbaksverzlun ríksins og skella sér þar á eins og eina kippu. Spurning hvort Danni Djús fari með eina kippu um Helgina og klári þar 60% af bjórkvóta ársins.
Svo er annað sem er að almannarómur ber að því skóna að um komandi helgi, sem er einhver Jesúhelgi, ætli föngulegur hópur manna og kvenna í fyrstu undirbúnings-og eftirlitsferð í Goðaland fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2011. Og er það vel
En hvað um það komum okkur að málinu:

Kalk og prótein:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna
Plástradrottningin
Hvergerðingurinn
Billi
Sunna

Bezti vinur mannsins:

Krúzi

Framtíðin í samgöngum:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn

Eins glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á þá hefur bæst í hópinn þá bæði mál og málleysingjar. Kannski að nú verði sprening í skráningum. Hvur veit. Við bíðum og sjáum hvað gerist og þangað til hlustum við bara á Hank Williams Jr. og Randy Travis

KV
Skráningardeildin

miðvikudagur, júní 08, 2011

Gálgafrestur

Lítil fugl hefur hvíslað því að einhverjir aðilar hafi óskað eftir því að fresta V.Í.N.-ræktinni þessa vikuna um 24.klst. Í sjálfu sér er ekkert sem mælir á móti því og er því sú tillaga borin upp hér og nú. Ef einhver skyldi nú vilja greiða atkvæði um það má gera það í skilaboðaskjóðunni hér að neðan. Heyrist ekki múkk frá neinum gegn frestun á hjólaheztatúrnum þá frestast hann sjálfkrafa þanngað til á morgun

Kv
Hjóladeildin

mánudagur, júní 06, 2011

Grundi í firðiNú um rétt nýliðna helgi var blásið til fyrstu útilegu sumarins. Þrátt fyrir dræmar viðtökur við þessari hugmynd var engu að síður haldið vestur á Snæfellsnes um sjálfa sjómannadagshelgina. Þau sem enduðu í Grundarfirði voru:

Stebbi Twist
Krunka
Eldri Bróðurinn
Kaffi
Sunna
Krúzi

Síðan á laugardagskveldinu renndu við og tjölduðu

Plástradrottningin
Hvergerðingurinn

Þrátt fyrir leiðindarok, slitin stög og brotna súlu þá var þetta alveg prýðilegasta helgi og fínasta afslöppun og chill. Hef svo sem ekkert meira um það segja og læt bara myndir tala sínu máli hér.

sunnudagur, júní 05, 2011

Ó borg mín borgEftir vel heppnaðan fyrsta lið er komið að öðrum lið í dagskrá V.Í.N.-ræktarinnar á því herrans ári 2011. Nú er annar liðurinn hjólheztaferð um sjálfa höfuðborg lýðveldisins Íslands. Það verður bara þessi sígildi hringur tekinn og ætti ekki að verða neinum ofviða sem á annað borð getur stígið á sveif.
Það verður aðeins brotið af venju og dagskrárliðurinn færður til um einn dag vegna kveldvaktar hjá Litla Stebbalingnum og því hittingur við nýja rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal á MIÐVIKUDAG en ekki þriðjudag, eins og vanalega, endurtek MIÐVIKUDAG. Nú síðast var kvartað yfir því að þetta væri of snemma dags og því verður tekið tillit til þeirra athugasemda og hittingur kl:19:30 annars er fólki óhætt að koma með tillögur að tíma hér í skilaboðaskjóðunni að neðan.
Annars bara n.k. miðvikudagur kl:1930

Kv
Hjóladeildin

fimmtudagur, júní 02, 2011

GeitafjöðurNú síðasta þriðjudag var fyrsti auglýsti dagskrárliðurinn í V.Í.N.-ræktinni þetta árið. Örugglega þarf það ekki að koma neinum á óvart að aðeins tveir einstaklingar fylltu hópinn þann daginn en það voru:

Stebbi Twist
Krunka

Einmitt það bezta við þegar fáir eru saman í hóp er að oftast er auðvelt að breyta plönum sem og var gert þarna. Það var sum sé ákveðið að breyta út af áður auglýstri dagskrá og skunda á Geitahlíð í stað Fíflavallafjalls.
Þrátt fyrir rok og rigningu, að hætti Suðurnesja, þá tókst öllum viðstöddum að toppa. Því til sönnunnar má skoða myndir hérna

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, júní 01, 2011

Nítjándi

Af ýmsum ástæðum ætlum við að hafa þetta stutt í dag. Vegna anna og leti.

Annir og leti:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna
Plástradrottningin
Hvergerðingurinn
Billi


Sparaksturskeppni:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn

Búið í dag meira í næztu viku

Kv
Skráningardeildin