miðvikudagur, apríl 30, 2008

Tugur og sjö í skráningu

Þegar veturinn var rétt við það að enda, kom smá kippur í skráninguna og er það vel. Nú er líka lohan komin og þá má sjálfsagt eiga von á því að fleiri skrái sig sem vorboða ljúfa og skelli sér með í Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2008. En hvað um það ekki er ætlunin að halda fólki við tölvuna nú þegar vor er í lofti. Nú eiga allir að vera úti í sólinni að leika sér.
Vindum okkur í mál málanna:

Homo sapiens sapiens:

Stebbi Twist
Svenni Sjöþúsundkall
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Eldri Bróðurinn
Blöndudalur
Frú Blöndahl
Litli Blöndahl
Raven

Brunavélar

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Jáha, ýmislegt að gerast og spennandi tímar framundan með tilheyrandi sinubruna og öðrum vorboðum og styttist í júróvísíon og allir kátir.
Svo er bara spurning hvenær sumir komast á hrækjur svo hægt sé að skipuleggja næztu undirbúnings- og eftirlitsferð.

Kv
Undirbúiningsnemd eftirlitsdeildar

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Fyrsti liðurinnÞá er fyrsta dagskrárliðnum í V.Í.N.-ræktinni á því herrans ári 2008 nýlokið. Það var rölt á hóll einn, sem kallast Helgafell, og þar tekin lítil hringur.
Ekki er beint hægt að segja að það hafi verið fjölmennt í fyrstu göngunni en engu að síður góðmennt. Þó svo að engar V.Í.N.-konur hafi látið sjá sig. En þeir sem fóru nú í kveld voru:

Mið stúfur
Litli Stúfur
Stóri Stúfur

Þarna sannaðist hið fornkveðna að það er hvasst á toppnum.
Auðvitað var myndavélar ekki langt undan og eru myndir komnar á alnetið amk frá undirrituðum og eru þær hér. Á nú von á því að Skáldið skutli sínum inn innan tíðar (sem það hefur núna gert).

P.s. Eldri Bróðurinn bað mig um að koma þeim skilaboðum áleiðis að þeir Flubbabræður ætla að bjóða gildum limum V.Í.N. afnot að grilli sínu annaðkveld þ.e miðvikudag. Fólki er velkomið að koma með sínar eigin afurðir af einhverju dauðu dýri og skella því á grillið sem er á heimili þeirra bræðra. Matreiðsla hefst kl:18:30 eða bara þegar fólki hentar fljótlega eftir það

sunnudagur, apríl 27, 2008

Fellið hanz HelgaÞá er loks komið að því að V.Í.N-ræktin fyrir sumarið 2008 hefji göngu sína. Líkt og hér kemur fram er dagskrá sumarsins fyrir hina sívinsælu V.Í.N.-rækt, sem tókst með ágætum síðasta sumar, fullmótuð og núna n.k. þriðjudag er komið að fyrsta dagskrárliðnum.
Þar á ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur heldur byrja rólega og fara að engu óðslega. Fyrsta fjallið nú eða hólinn er Helgafell í Mósó og það ætti engum að vera ofviða. Ætli að það sé ekki þokkalegasta tímasetning að hefja göngu kl:19:30. Eða hafi fólk aðra tíma í huga er bara að tjá sig í athugasemdakerfinu hér að neðan.
Svo verður forvitnilegt að fylgjast með því hvort kvennþjóðin verði duglegri að senda sína fulltrúa heldur enn í fyrra. Fyrir utan eina ferð , var frekar fátt um fulltrúa hreingerningardeildar, eiginlega bara ekki neitt. En koma svo stelpur þið getið þetta.
Alla vega þá sjáumst við vonandi sem flest á þriðjudaginn og svo fyrir þá sem vilja rifja upp síðasta sumar í V.Í.N.-ræktinni eða sjá út hvað þetta gengur er það hægt hérna

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, apríl 23, 2008

Tugur og sex í skráningu

Það er allt að gerast og klukkan er. Menn ætla að skunda á Snæfellsjökull og fagna þar sumri. Dagskrá fyrir V.Í.N.-ræktina 2008 er kominn. Já, allt á fullu, nema þegar kemur að skráningu fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2008 þá er allt við hið sama. Greinilegt að fólk þarf að fara að girða sig í brækur eða eitthvað.
En komum að því sem máli skiptir í þessari færslu.

Skírnarnöfn

Stebbi Twist
Svenni Sjöþúsundkall
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Eldri Bróðurinn

Automobiles

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Nú þegar vetur er senn á enda og sumarið rétt handið við hornið og ekkert nema betri tíð framundan með blóm í haga. Trúi því og treysti á að þegar fyrsti skráningarlisti á nýju sumri verður birtur verði ný nöfn þar. Það kemur bara í ljós.
En þar til.
Gleðilegt sumar

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Snæfellsjökull

júhalló

þar sem VÍN er eins og góð hefðarfrú þ.e. gengur illa að losa sig við snobb og "vonda siði" , er nú stefnt á Snæfellsjökul á sömmerdei þö först líkt og mörg undanfarin ár.

Undirritaður og VJ stefna að því að þeysa úr bænum snemma á fimmtudagsmorgun, freista uppgöngu og vera komnir í bæinn fyrir kaffi.....aldeilis metnaðarfullt jáseiseijá

Einhverjir hafa lýst áhuga að kíkja með og því er ekki úr vegi að auglýsa mannfögnuðinn svo að "gay-pride gangan" þetta árið verði sem stærst.

Sumsé: hringja í oss eða tjá sig með kommenti ef einhver hefur áhuga.

alltílagibleeeeeessss

VÍNRÆKTIN 2008Haldinn var hitafundur hjá heilsu- og atferlisráði VÍN í gærkvöld hjá Stefáni að Frostafoldum. Var mæting allgóð og hegðun fundargesta að flestu leyti til sóma, a.m.k. varð ekki vart við alvarleg brot á fundarsköpum. Ákveðið var að halda VÍN-ræktinni áfram á þriðjudögum í sumar og var sett saman dagskrá sem birtist hér fyrir neðan:

Apríl

29. apríl Helgafell í Mosfellsbæ

Maí

6. maí Hjólatúr um höfuðborgina
13. maí Skálafell í Árnessýslu
20. maí Hjólatúr upp á Úlfarsfell
27. maí Móskarðahnjúkar

Júní

3. júní Hátindur Esju
10. júní Hafnarfjall
17. júní Hjólatúr á Brúðubílinn
24. júní Grímannsfell

Júlí

1. júlí Reykjadalslaug
8. júlí Hjólatúr um Heiðmörk
15. júlí Hvalfell
22. júlí Ármannsfell
29. júlí Hjólatúr um Álftanes

Ágúst

5. ágúst Ökutúr á Húsavíkurfjall
12. ágúst Stóri-Meitill
19. ágúst Hjólatúr um Hafravatn
26. ágúst Kerhólakambur

September

2. september Trölladyngja

Svona lítur dagskráin út, fjörið byrjar eftir viku á léttum labbitúr og svo ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi þegar líður á sumarið. Dagskrána má svo alltaf sjá hérna efst hægra megin, fólki til glöggvunar.

Nemdin

sunnudagur, apríl 20, 2008

Helgin er búinÞó svo að ekkert hafi verið skipulagt fyrir þessa helgi, sem senn er liðin, þá var ekki sitið með hendur í skauti. Þvert á móti
Félagarnir Steini og Olli fóru fyrir hönd skíðadeildarinnar í Skálafell á flöskudagskveldið síðasta og renndu sér þar fram eftir kveldi og nýttu þar síðustu opnunar dagana, líkt og sjá má hér.

Í dag, messudag, fór göngudeildin snemma á fætur og í stað þess að mæta til morgunmessu var haldið upp á við og nær almætinu. Fulltrúar göngudeildarinnar voru Litli Stebbalingurinn og Jarlaskáldið. Seinna mér lá síðan Vífilsfell undir fótum þeirra. Sönnun á því að þeir náðu toppinum má sjá hér.
Án efa mun svo Skáldið sjálfsagt setja sínar myndir fljótlega inn á sína myndasíðu.
Góðar stundir

fimmtudagur, apríl 17, 2008

VÍN-ræktin 2008

Sælt veri fólkið.

Heilsu- og atferlisráð VÍN boðar hér með til fundar mánudagskvöldið 21. apríl kl. 20.00, og er fundarstaður í Fold þeirri er Stefán Twist býr. Er ætlunin á fundi þessum að huga að sumri komanda, og jafnvel leggja drög að einhverri dagskrá fyrir það líkt og í fyrra, sem eins og allir muna tókst nokkuð bærilega. Þá má einnig nota tækifærið á fundinum og leggja fram hugmyndir um stærri sem smærri ferðalög, lumi einhver á þeim góðum. Allavega, félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og nýta tillögu- og atkvæðisrétt sinn.

Stjórnin

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Einn og hálfur tugur í skráningu

Nú er aprílmánuður rúmlega hálfnaður og að auki er líka farið að halla niður á móti. Sem er mjög gott. Nú er líka kominn tími á vikuskammt af skráningarupptalningarlistanum góða. Rétt eins og oft hefur verið áður þá er rólegt að gerast í skráningum. En góðir hlutir gerast hægt.

Skráningar:

Stebbi Twist
Svenni sjöþúsund
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn

Eldri Bróðurinn

Ökutæki

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Já, engar fréttir eru góðar fréttir.
Svona eins og flestum ætti að vera ljóst var farið í vel heppnaða undirbúnings-og eftirlitsferð í Bása um síðustu helgi og nú bíða menn spenntir eftir þeirri næztu.

Kv
Undirbúningsmend eftirlitsdeildar

sunnudagur, apríl 13, 2008

Undirbúnings-og eftirlitsferð
Rétt eins og fólk hafði sjálfsagt tekið eftir á áður auglýstri dagskrá var stefnan sett í Bása í Goðalandi þessa helgi sem lið í undirbúningi fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð þetta árið.
M.a könnuðu undirritaður ásamt Djúsinum hvort ekki væri fært fyrir hjólhesta og svo reyndist vera. Öllum helstu etfirlitsskyldum var sinnt af samvizku nema ekki reynist fært að kíkja í (Smá)Strákagil. Þess í stað var bekkurinn í (Blaut)Bolagili aðeins færður úr stað og skiltið djakkað. Allt annað fór annars hefðbundið fram og á siðsamlegum nótum.
Skáldið er svo búið að skutla inn myndum og þær má sjá hér. Sömuleiðis hefur Litli Stebbalingurinn hlaðið sínum afrakstri inn á alnetið og þær eru aðgengilegar hérna.

Góðar stundir
Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

föstudagur, apríl 11, 2008

Banff

Rétt eins og sjá má á síðu Íslenska Apaklúbbsins þá ætlar klúbburinn að vera menningarlegur í næstu viku. Þeir ætla að vera svo rausnarlegir að bjóða upp á kvikmyndasýningar n.k. þriðjudags-og á miðvikudagskveld. Bara að athuga hvort einhver áhugi sé hjá fólki að kíkja í kvikmyndhús annaðhvort kvöldið, nú eða þá bæði.
Til skemmtunnar fylgir dagskráin hér að neðan en hún er fengin að láni hjá Ísalp.

Hin árlega BANFF kvikmyndasýning verður haldin í Háskólabíó 15. og 16. apríl næstkomandi. Hér gefur að líta dagskrá daganna.


Þriðjudagurinn 15. apríl

Trial & Error
People’s Choice Award for Radical Reels
Canada, 2006, 8 minutes
Directed by Bjørn Enga
Focus: Mountain Biking, environment

Mountain biker Ryan Leech sets out to ride an incredibly difficult trail in the coastal mountains of British Columbia. With the valley slated for clearcut logging, Trial & Error combines Ryan’s extraordinary riding with his thoughts about the very special location.


The Endless Knot
USA, 2007, 52 minutes
Directed by Michael
Focus: Culture, Climbing, Human narrative

In 1999, best friends Alex Lowe and Conrad Anker were overcome by an avalanche while climbing in the Tibetan Himalaya. Alex died and Conrad survived and suffered terribly from survivor’s guilt. In comforting one another after the tragedy, Conrad and Alex’s widow Jennifer unexpectedly found love. Now they must see if their love can survive and if Alex’s three boys can accept Conrad as a new father. To honour Alex’s name, Conrad and Jennifer try to find meaning beyond tragedy by supporting a mountaineering safety school for Sherpas.


Hlé- verðlaunaafhending í ljósmyndakeppni Ísalp


Badgered
Best Film on Mountain Environment
UK, 2005, 7 minutes
Directed by Sharon Colman
Focus: Environment/Animation

The tale of a badger who just wants the world to let him sleep.


Yamabushi
Canada, 2006, 13 minutes
Directed and produced by Will Gadd
Focus: Climbing

This film follows Will Gadd and his climbing partners as they put up a new route on “the Yam”, as the massive rock wall in the foothills of the Rocky Mountains is affectionately called. In Will’s words, it is a “sporty sport route”: eight pitches following the big roofs and vastly overhanging sections of the wall that have not been climbed before.


In-Flux
France, 2005, 17 minutes
Directed and produced by David Arnaud
Focus: Kayaking

In-Flux is about the true meaning of paddling: the perpetual need to go and travel the globe with your kayak in search of the magic something you can find only on the river. Shot in Italy, Canada, Norway, and the Reunion islands, the film combines adrenaline-driven action and remarkable natural wonders.Miðvikudagurinn 16. apríl

Climber
Canada, 2007, 2 minutes
Directed by Carlos Villarreal-Kwasek
Focus: Climbing, Animation

A climber attempts an icy route and faces his inner demon in this animated short.


Crossing the Himalaya
Ireland, 2007, 50 minutes
Produced by John Murray
Focus: Culture

Crossing the Himalaya follows a family of Buddhist yak herders on a breathtaking journey across the roof of the world. After wintering high on the Nepalese-Tibetan border, the Dolpo-pa load their yaks with salt and set off over some of the highest mountain passes in the world. After a grueling three-month journey across breathtaking but treacherous terrain, they reach the lowland valleys of southern Nepal. Here they have just a few short weeks to sell their salt and load their beasts with grain before setting off once again for the high peaks of the Himalaya.Hafi fólk áhuga þá er hægt að tjá sig í athugakerfinu hér að neðan

Kv
Menningarnemd
-V.Í.N. menningarborg evrópu 2008

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Á skíðumUndirritaður fór nú í kveld, við þriðja mann, á skíði í Skálusfellus, og það með ágætis árangri. Þrátt fyrir að för oss hafi verið í styttra lagi þá var tíminn notaður til hins ýtrasta í snævi þöktum brekkunum. Því til staðfestingar er hægt að skoða myndir hér.

miðvikudagur, apríl 09, 2008

Tugur og fjórir í skráningu

Þó að það sé að æra óstöðugan þá kemur hér skráningarupptalningarlistinn fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurárshátíðarferð 2008 í enn eitt skiptið.
Ekki að það þurfi að koma neinum á óvart þá er engin nýr kominn fyrir þessa vikuna, enda nennir ekki nokkur kjaftur að lesa þetta bévítans bull. En þrátt fyrir það þá kemur hér vikuskammturinn.

Mannanafnanemd:

Stebbi Twist
Svenson
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Eldri Bróðurinn

Vélknúin ökutæki:

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Þar hafið þið það.
En að lokum vill undirbúningsnemd eftirlitsdeildar minna á að fyrirhuguð er undirbúnings-og eftirlitsferð inn í Bása í Goðalandi núna um komandi helgi.
Ekki meira að þessu sinni

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Mörkin

Nú hafa einhverjir fimm aðilar lýst yfir einlægum vilja til að fara í Mörkina um helgina svo Jarlaskáldið gekk í það mál áðan að panta gistingu í skála fyrir þá fimm í Básum aðfaranótt sunnudags. Einhverjar hugmyndir voru uppi um að fara á föstudeginum en skálinn ku vera fullur þá nótt svo vilji menn gera það er vissara að taka tjald með. Spurning hvort það hafi einhver áhrif á áætlanir.

Annars mun vera vilji til þess að ganga á Rjúpnafell á laugardeginum og er það hið besta mál. Þótt einungis hafi verið pantað fyrir fimm sagði forsvarsmaður Útivistar að enn væri nóg pláss í skálanum svo það er um að gera fyrir áhugasama að bætast í hópinn, veðurspáin er bara bongó eins og venjulega og því engin ástæða til að hanga heima.

Lifi byltingin.

sunnudagur, apríl 06, 2008

Bláfjöll
Bogi og Logi notfærðu sér blíðviðri dagsins og skelltu sér í Bláfjöll. Þar sem þeir stunduðu skíðamennsku af miklu kappi og móð frameftir degi við prýðis aðstæður.
Það var myndavél með í för og ef einhverjir skyldu hafa áhuga þá er hægt að skoða afraksturinn hérna.

Kv
Skíðadeildin

miðvikudagur, apríl 02, 2008

Tugur og þrír í skráningu

Þá er farið að halla í rétta átt og kominn tími á vikuskammtinn af skráningarlistanum. Upptalningin er reyndar aðeins í seinna fallinu þetta kveldið en kemur nú samt. Það dettur sjálfsagt engin úr kjálkaliðnum af undrun yfir því að ekki hefur neinn nýr bæst í hóp góðra manna og kvenna. En hvað um það heldur vindum okkur í aðalmálið.

Nafnalisti:

Stebbi Twist
Svenson
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann

Erfðaprinsinn
Eldri Bróðurinn???

Stálfákar:

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Já, gott fólk þetta er ekki aprílgabb enda er núna 02.apríl svo það er fúlasta alvara á bakvið þetta allt.
Að lokum er rétt að minna á undirbúnings-og eftirlitsferð í Goðaland um þar næstu helgi.

Góðar stundir
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar