mánudagur, desember 24, 2007

Glædelig JulÍ tilefni jólanna langar V.Í.N. til þess að senda félagsmönnum sínum, hvort sem það eru gildir limir eða ógildir, og reyndar landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur.

laugardagur, desember 22, 2007

Ó helga nóttNú þegar hátíðarnar eru að ganga í garð og þar sem allir munu stunda ofát af miklu kappi. Af því tilefni datt göngudeildinni það í hug að sniðugt væri að hugsa sér aðeins til hreyfings núna annan í jólum n.k. Þar sem reikna má fastlega með því að flestir séu úttróðnir af reyktu kjeti og uppstúf þá má telja það góðan kost að skunda á Helgafell ofan Habnarfjarðar. Þar sem það fell er ekkert alltof hátt og má því teljast verðugt markmið í ljósi aðstæðna. Sömuleiðis ætti það vonandi að duga til þess að ná af sér amk sauðlaukunum sem maður er nýbúinn að innbyrgða.
Áhugasamir láti vita af sér í athugasemdakerfinu hér að neðan nú eða með nútíma símtæki.

Svona eins og hér var gjört kunnugt þá hófst ný hefð í dag. Það voru tveir einstaklingar sem hana stunduðu og má segja að þetta hafi bara breyst í ammælisgöngu. Ekkert nema gott um það að segja. Uppgöngu tími var 1.klst og 10.min, sæmilegt það, í annars blíðskaparveðri. Þarna voru:

Stebbi Twist
Maggi á móti (ammælisbarn og til hamingju með daginn)

Jenson sá um að koma okkur fram og til baka.

Fleira var það ekki að sinni

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, desember 19, 2007

Hefðar(frúar)réttur

Rétt eins og flestir vita þá er V.Í.N félag mikila hefða. Nú er kominn tími á byrja á nýrri hefð og það er að fara á Esjuna hvern laugardag fyrir jól. Þar sem næsti laugardagur er einmitt laugardagur fyrir jól og þá er alveg kjörið að byrja þessa hefð þá. Að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að veður sé sómasamlegt og ekki stormviðvörun í gangi.

Ekki varð af hellaferð um síðustu helgi. Ekki var nú verra gjört í staðinn því það var haldið sem leið þá í Bása s.l. laugardag. Þar var kannað hvernig Goðaland er fyrir veturinn, allt í góðu og lítur vel út fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðargoðalandsárshátíðarferð. Þar var grillað, sötrað á öli og kjaftað. Svo fyrir þá sem vantrúaðir eru þá er jólasveininn víst til. Hvar annarsstaðar búa þeir en á Þórsmerkursvæðinu Fyrir áhugasama eru myndir hér.
Þeir sem fóru voru:

Hafliði
Stebbi Twist
Danni Djús
Jarlaskáldið

...og sá Sigurbjörn um samgöngur.

Fínasta ferð og nú er barsta kominn tími á að huga að fyrstu undirbúnings-og eftirlitsferð á nýju ári.

föstudagur, desember 14, 2007

Býrðu í helli?Þó svo að langt sé liðið að helginni er alveg kominn tími á viðra uppi hugmyndir hvað skal gjöra á laugardag. Reyndar eru uppi hugmyndir um utanbæjarför en það kann að skýrast síðar. Kemur í ljós
Djúsinn var búinn að krydda upp á því að skella sér í hellaleiðangur. Tel að það sé líklegast til árangurs ef kauði útlisti það bara nánar hér í athugasemdakerfinu hér að neðan. Annars er allt opið og ef einhver þarna úti langar að tjá sig þá er bara um gjöra að opna sig. Micinn er opinn.

Nú um síðustu helgi var smá útivera stunduð á laugardeginum, eftir nokk góða tónleika á flöskudagkveldinu, að þessu sinni var hvorki rölt né hjólað. Þá kann margur að smyrja sig hvað var gert. Svona fyrir forvitna þá var haldið í Bláfjöll og skíðað þar fríkeypis í Suðurgili. Fínasta byrjun á skíðavetrinum í góðu utanbrautarfæri og þokkalegu veðri. Það voru 4.stk sem gerðu sér ferð uppeftir og það voru:

Stebbi Twist
Þessi Óli
Yngri Bróðurinn
Erna

Að loknu skíðamennsku var haldið í Breiðholtslaug til að ná úr strengunum og síðan á American Style til að næra sig.

fimmtudagur, desember 13, 2007

Agureyrishferð 2008Skv. giska öruggum heimildum mun Telemarkfestival verða haldið norðan heiða helgina 7.-9. mars. Eins og áður hyggjast VÍN-verjar fjölmenna á hátíð þá og verða sjálfum sér og öðrum til skemmtunar. Kvenfélagsarmur VÍN hefur þegar fest leigu á íbúð við Furulundinn góða en líkast til þarf fleiri úrræði í húsnæðismálum svo ekki verði síldartunnustemning nyrðra. Því væri ekki galið ef þeir sem eru áhugasamir um að kíkja með í þessa för og ekki hafa þegar tryggt sér gistingu láti þess getið, t.d. í kommentahala hér fyrir neðan, svo hægt sé að meta húsnæðisþörfina. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og fyrstir koma, fyrstir fá.

Góðar stundir.

miðvikudagur, desember 05, 2007

Nú er potturinn 6-faldur

Það ætti nú tæpast hafi farið framhjá nokkrum manni að jólin eru komin í Ikea og það fyrir þónokkru síðan.
Við það tækifæri fór göngudeildin að hugsa sér til hreyfings, nú er það er farið að halla niður í móti. Það væri jú líka jafnvel hugmynd um að taka jólahjólareiðtúr um borgina nú í miðjum jólaundirbúningnum. Svona ef aðstæður leyfa hjólreiðar.
Hvað um það. Rétt eins og vanalega þá er orðið laust um hvert skal halda og hvort hjólhestahugmyndin fái hljómgrunn eða ekki.

Ekki var neitt fjall klifið um síðustu helgi. Rétt eins og flestum var kunnugt var göngudeildin á námskeiði í aðventukransagerð á Agureyrish um síðustu helgi.
En laugardaginn þar á undan var farið í útsýnistúr og var Lambafell fyrir valinu. Það voru þrjár kempur sem slitu gönguskónum í það skiptið. En það voru

Stebbi Twist
Jarlaskáldið
Danni Djús.

Sá Djúsinn um samgöngur.

Fínasti túr í kulda, ekki nærri eins kalt og á Vífilsfelli þar á undan, en björtu veðri. Skáldið var vopnað myndavél eins og sjá má hér.

Kv
Göngudeildin