sunnudagur, janúar 30, 2011

Púður í Tindastól um næstu helgi.

Þessi mynd var tekin núna um helgina í Tindastól.Heyrst hefur að það verður enn betra um næstu helgi.

Kveðja
Skíðanemdin.

föstudagur, janúar 28, 2011

Sá fjórði

Hér í upphafi vill skráningardeildin biðjast afsökunar á því hve dregist hefur að birta listan góða fyrir þessa vikuna. Skráningardeild er búinn að halda fund og ræða þar málin, afsökn var rædd. En við ætlum að axla ábyrgð að játa hér og nú ásamt því að lofa bót og betrun.
Nóg af afsökunum og hér er vinningur vikunnar:

Alvöru fólkið:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna


Drossíur:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn


Komið nóg í dag og meira næzta miðvikudag

Kv
Skráningardeildin

miðvikudagur, janúar 26, 2011

Varmahlíð

hæhæ.

Í ölæðinu fyrir jól, þá var bókað stærðarinnar hús í Varmahlíð.

HúsiðÞar var stefnan að blanda saman skíðum og mat.

Dagar 4- 6 febrúar 2011

Tindastóll .. skíðasvæði

Er ekki stemmning fyrir þessu.. .. hita aðeins upp fyrir telemark festivalið.

Kveðja

mánudagur, janúar 24, 2011

Auðir og ógreiddir

Enn eru nokkur ógreidd iðgjöld vegna LGB 2010 skv. greiðslueftirlitsnefnd VÍN. Hvet ég eftirfarandi að gera upp hið fyrsta:

Magnús og Elín: 2.884 kr.

Gústi og Oddný: 2.764 kr.

Þorvaldur: 742 kr.

Reynir: 742 kr.

Sem fyrr skal inna greiðslu með millifærslu fjár inn á reikning VÍN nr. 528-14-604066, kt. 3007765079.

Kveðja, VJ

Menntasvið

Bara að velta því fyrir mér og kanna hvort það sé einhver stemmning meðal hópsins að sækja sér meiri þekkingu.
En þannig er mál með ávexti að komandi miðvikudag þann 26. janúar n.k munu 66°Norður og Félag íslenskra fjallalækna bjóða upp á fyrirlestur um háfjallagöngur. Það er enginn annar en Peter Habeler sem mun ausa úr viskuskálum sínum. Habeler er eflaust frægastur fyrir að fara, ásamt Reinhold Messner, á topp Everest án súrefnis, í fyrsta skipti sem það var gert. Það var árið 1978.

Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 í Háskólabíói. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Óþarfi er að skrá sig sérstaklega… bara mæta og vera hress.

Allar nánnari upplýsingar er hér

Amk hefur Litli Stebbalingurinn áhuga og er alvarlega að hugsa um að mæta á svæðið

Kv
Menntasvið

fimmtudagur, janúar 20, 2011

Reynirinn

Þá er komið að annari tilraun á hól einn ekki svo langt í burtu frá Borg óttans. Þetta er auðvitað hluti af litla gæluverkefninu mínu Hér er verið að tala um Reynivallaháls. Það styttist nú í lokadagsetninguna svo ekki gengur að slá slökku við ef þetta á að takast í tíma.
En það er ekki það eina. Það sem verður að teljast eina merkilegast í öllu þessu er að huganlega, kannski, ef til vill, mögulega ætlar enginn annar en sjálfur Stóri Stúfur að láta sjá sig. En af tillitsemi við þann mikla meistara er ætlunin að
fara snemma á laugardagsmorgun eða bara svona um 0800 árdegis og vera komnir til baka fyrir hádegi.
Að vanda eru allir áhugasamir velkomnir með og er bara að kasta inn orðum í skilaboðaskjóðuna hér að neðan.

Kv
Stebbi Twist

(Innskot laugardaginn 22.jan)
Af ,,tæknilegum´´ ástæðum þá var þessari ferð aflýst og bíður bara betri tíma

miðvikudagur, janúar 19, 2011

Sá þriðji

Þá er þriðja helgi ársins rétt rúmlega nýliðin og farið að halla í rétta átt að þeirri næstu. Þegar þeim áfanga er náð á vikunni þá þýðir það bara eitt a.m.k svona fyrri helming ársins.
Jú það er að sjálfsögðu verið að tala um mætingarkladdann fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2011 og ekkert hélvítis væl.
Þetta byrjaði jú vel, þ.e skráningarnar, en aðeins hefur hægst á þeim í þessari viku. En það kemur. Nú skal bara komið sér að málinu

Samkvæmisljón:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna

Íslenzka jeppagengið:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn


Rétt eins og komið var að hér að ofan hefur heldur lítið gjörst síðan síðast en þanngað til næzt munu undur og stórmerki verða að veruleika
Muna svo skál í botn og restina í hárið

Kv
Skráningardeildin

miðvikudagur, janúar 12, 2011

Sá annar

Þá er komið að þeim öðrum í röðinni og heldur betur hefur bæst við listan góða. Greinilega svaka stemning fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2011. Næztum búinn að tvöfalda sig í vikunni. Sem er mjög gott. Ætli það sé ekki bezt að koma sér bara strax að aðalefni þessarar færzlu.

Skemmtilega fólkið:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna

Bifreiðar og landbúnaðarvörur:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn

Sko allt barasta að gjörast. Svo verður tvöföldun fyrir næzta miðvikudag og ekkert bull

Kv
Skráningardeildin

sunnudagur, janúar 09, 2011

Ólafur reið með björgum framÞarf vart að koma neinum á óvart að helgin var nýtt til ýmsa hlutu og þar á meðal til hólarölts. Þar sem það styttist óðum í dead line á 35.tinda verkefninu má ekkert slá þar slökku við. Þrátt fyrir kulda og trekk var haldið í Jósepsdal og nú skyldi eitt fell klárað sem hætt var við um daginn eftir rangan misskilning. Hér er að sjálfsögðu verið að tala um Ólafsskarðshnúk. Eins og svo oft áður var bara tvímennt, enda skyndiákvörðun í þynnkunni og engin látin vita, en þarna voru:

Stebbi Twist
Krunka

Skemmst er frá því að segja að nú varð enginn misskilningur á ferðinni, maður lærði jafnvel af síðustu mistökum, og rétta fjallið toppað. Eftir daginn eru því komnir 30 tindar í safnið og því bara fimm kvikindi eftir. Sjáum til hvernig það á eftir að ganga

Kv
Stebbi Twist

miðvikudagur, janúar 05, 2011

Sá fyrsti

Jáha góðir hálsar. Þá er komið að því sem vel flestir hafa beðið eftir síðan í byrjun júlí. Hér er að sjálfsögðu verið að tala um hinn víðsfræga lista fyrir hina alræmdu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórmerkurferð V.Í.N. Þar sem skemmtilega fólkið er. Óhætt að segja að skráning hafi byrjað með látum þetta árið og er það bara vel. Stefnir sum sé í svakalega fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð þetta árið.
Dveljum ekki lengur við einhverja upptalningu heldur hefjum nafnatalið:

Fólk:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn


Fjórhjóladrifstæki:

Willy
Sigurbjörn

Þá er þetta ekki lengra að sinni en hef fulla, þá meina ég blindfulla, trú á því að þegar við heyrumst næzt þ.e að viku liðinni verði fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurlistinn búinn að tvöfalda sig

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, janúar 04, 2011

Stóri ReyðurJæja þá er fyrsta fell ársins staðreynd og leið það 29 í röðinni. Það var svona skyndiákvörðun að skella sér í úðanum síðasta messudag. Þar sem tíminn var heldur knappur var fellið hvorki hátt né mikið en það var að þessu sinni Reyðarbarmur. Ekki var fjölmennt, frekar en fyrri daginn, en það voru:

Stebbi Twist
Krunka

Toppnum var ná í þoku og tilefni áramóta og þess alls var haldið upp á toppinn með að kveikja á stjörnuljósum. Ekkert merkileg ganga og nenni því ekki að hafa þetta lengra að sinni og minni á að hér eru myndir

Kv
Stebbi Twist

laugardagur, janúar 01, 2011

Skráning 2011
Komið öllsömul sæl og blessuð

Gleðilegt nýtt ár allir þarna úti. Fyrst það er komið nýtt ár þá þýðir það bara að nýr skráningarlisti fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2011 er rétt handan við hornið. Fyrirkomulagið er bara samkvæmt venju og hefðum þ.e fólk skráir nafn sitt niður hér í skilaboðaskjóðunni að neðan. Líka farartæki, hunda sem og annan handfarangur svo skýrslugerðardeildinni leiðist nú ekki á krepputímum. Listinn verður svo birtur hér á lýðnetinu á miðvikudögum
Svo að bregða á með gömlum leik og fyrstu 10 sem koma niður á blað fara í pott, sem verður svo dregið úr, þar sem hinn heppni fær panflautu í vinning (áður ósóttur vinningur). Hvað um það þetta bara smá leikur til að hafa gaman af en aðalmálið er að skráning er hafin.....NÚNA!!!!

Kv
Skráningardeildin