þriðjudagur, júní 26, 2007
4X400 metra hundasund með frjálsri aðferð
Rétt eins og sjá má á áður auglýstri dagskrá og á færslunni hér fyrir neðan þá var farið fyrr í kveld í sundbað í Reykjadal á Hellisheiði. Svona eins og landslýð ætti að vera ljóst er fyrstahelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð núna um komandi helgi. Líkt og þar kemur fram er þetta árshátíðarferð svo ekki gengur að vera skítugur þar því var skundað upp á heiði og skellt sér í bað, ásamt því að keppa í sundgrein þeirri er nefnist 4X400.metra hundasund með frjálsri aðferð.
Það voru samtals 7.manns er fóru í blíðveðrinu og mun það vera fjöldamet í V.Í.N.-rætinni 2007, a.m.k. það sem af er komið. Eftirfarandi einstaklingar eru baðaðir fyrir helgina:
Jarlaskáldið
Stebbi Twist
VJ
Maggi Brabra
og sá Lilli um koma þeim upp til heiða
Þessi Óli
Yngri Bróðurinn
Erna
á Litla Kóreustráknum , sem hitaði upp fyrir Merkurferð um komandi helgi
Það er ekki annað hægt að segja nema að lækurinn hafi verið ljúfur og ef eitthvað var þá var hann í það heitasta. En ljúft var það hjá oss þó svo engin hafi umferð verið í heimsbikarmótinu í Sprellahlaupi. Nauðsynlegt er að enda góða bað/sundferð á Mullersæfingum. Kveldið endaði svo með sameiginlegri kveldmáltíð á Stælnum.
Sjálfsagt hafa glöggir lesendur áttað sig á því að hirðljósmyndarinn var með í för. Að vanda stóð hann sig með prýði takandi fínar myndir ásamt því að vera búinn að koma þeim á síður alnetsins. Þær má skoða hérna
Kv
Göngudeildin
P.s Munnið svo fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð eftir 3.daga.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!