fimmtudagur, júlí 05, 2007

Brúðbúnir Bryggjubúar á Bjarteyjarsandi

Heil og sæl

Eins og alþjóð er kunnugt um hafa Þorvaldur og Dýrleif kosið að ganga í hnapphelduna. Af því tilefni hafa þau ákveðið að bjóða kunningjum sínum og þar á meðal yður í útileguveizlu sér til heiðurs. Mun veizlan fara fram næstkomandi helgi að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Sandur sá mun vera norðanmegin í firðinum, ekki langt frá Ferstiklu.

Ætlunin er að hópurinn komi saman að föstudagskveldi, kveðist á og gangi síðar til svefns. Á laugardegi er gert ráð fyrir gönguferð um Botnsdal að Glymsgljúfrum og sundferð í Ferstiklu. Um kvöldmatarleytið verður grillað og er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi með sér þartilgert ket en mjöður verður hins vegar á boðstólum! Taki himnarnir á það ráð að gráta um getum við leitað skjóls fyrir regni og vindum í nærliggjandi hlöðu.

Vonast bryggjubúar til að sjá sem flesta á sandinum, lifið heil.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!