föstudagur, janúar 27, 2006

NR: 3

Jæja, þar sem nú er farið að halla nokkuð niður að helginni og er vel við hæfi að birta lista nr:3 yfir hina viljugu og staðföstu. Kjaftatjéllingar bæjarinns segja það að allir listar, sem bjóða sig fram fyrir komandi bæjar-og sveitarstjórnakosningar, séu með það kosningaloforð að komast á þennan sívinsæla lista.
Dveljum ekki lengur við það heldur komum okkur að efninu:


Stebbi Twist
VJ
Jarlaskáldið
Haffi
Edda
Adólf
Maggi Brabra
Frú Andrésson
Andrés Þór
Stóri Stúfur
(S)Auður
Svenson

Djúsinn, ef á landinu verður

Jeepi og farartæki


Willy
Hispi
Lilli
Lati-Krúser
Barbí
MonteNegro
Pæja???


Eins og sjá má hafa ekki orðið miklar breytingar frá því að listin birtist síðast.
Þó hefur mannanafnanemd tekið ábendingum umhyggjusamra foreldra og leiðrétt vitleysu í manntali sínu. Er hér með beðist velvirðingar.

Enn eru stúlkur á kjöraldri hvatar til þátttöku í íþróttaleikjum um fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórmerkurferð.

Koma svo og allir að skrá sig!!!

Kv
Undirbúninginsnemd eftirlitsdeildar skipulagssviðs

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Sæl,

Hver man ekki eftir útreikningaleikjunum þegar maður var 10 ára til að finna út hvernig nafn manns sjálfs og þess sem maður var skotinn í passaði saman? Já það er komið aftur fram á sjónarsviðið á netinu og hvet ég alla til að tékka á sér og síns heitt elskaða, hér!!!

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Hinir viljugu og staðföstu:nr.2

Jæja, gott fólk þarna úti á hinum viðáttumiklu sléttum alnetsins. Þá er komið að birta nýjan og uppfærðan lista yfir hina viljugu og staðföstu fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2006 sem farin verður í 141 skiptið.
Það hefur aðeins bæst við á þennan góða og magnaða lista bæði af fólki og farartækjum. Og er ástæða að óska þeim öllum til hamingju með það
Dveljum ekki lengur við og hér birtist listinn góði:

Fólk:

Stebbi Twist
VJ
Jarlaskáldið
Haffi
Edda
Adólf
Maggi Brabra
Frú Andrésson
Andrés litli
Stóri Stúfur
Auður er undarleg svo er nú það
Svenson

Djúsinn, ef á landinu verður


Farartæki:


Willy
Hispi
Lilli
Lati-Krúser
Barbí
MonteNegro
Pæja???

Vel skipaður og sigurstranglegir listi.
Gakk þú í viningsliðið áður en það verður of seint. Því þegar það gerist þá segir maður: Ýkt óheppin(n)

Kv
Undirbúninginsnemd eftirlitsdeildar skipulagssviðs

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Hinir viljugu og staðföstu

Þá er komið að því. Jú, nú skal fyrsti listi birtur yfir hina viljugu og staðföstu er ætla með í Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Hér er á ferðinni listi yfir bæði menn og bíla. Hér kemur sá fyrsti:

Mannskapurinn:

Stebbi Twist
VJ
Jarlaskáldið
Haffi
Edda
Alda

Farartæki:

Willy


Ef þú lesandi góður vilt komast í góðan hóp meðal viljugra og staðfasta þá er það ekki of seint. Það borgar sig að vera snemma á ferðinni.

Kv
Undirbúninginsnemd eftirlitsdeildar skipulagssviðs

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Skíða- og menningaferð

Já það er sko farið að halla í rétta átt, ekki bara að hinni margrómuðu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferð heldur einnig að hinni mögnuðu skíða- og menningaferð Vínverja til Agureyrish. Þetta árið verður haldið norður helgina 16 - 19 mars. Þar sem við viljum ómögulega vera á götunni hef ég gengið frá leigu á einu stykki íbúð. Að vanda er þessi íbúð við Furulund en mikill kostur við þessar íbúðir er hversu létt er að koma sér inn lyklalaus ef menn eru rétt vaxnir.
Þar sem fólk er farið að dreifa sér um allan bæ í þessum ferðum okkar væri ágætt að fá að vita hverjir ætla að fá gistingu í Furulundi svo hægt sé að panta aðra íbúð ef þarf. Því eins og við öll vitum eru þessar ferðir alveg óhemju vinsælar.

Með skíða-(vonandi) og menninga(ójá)kveðjum
Alda

mánudagur, janúar 02, 2006

Þá er loks farið að halla í rétta átt

Já, það styttist í botnlausa, en samt svo stutta, gleðina sem er auðvitað fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Hvað annað
Jebbs, þetta er allt framundan blautbolakeppni, dvergakast og vaselínglíma. Ekki má svo gleyma Bumper Dumper
Það er hafin skráning og ef þú, lesandi góður, ert eitthvað óákveðin þá skaltu lesa þetta (þó pistilinn sé kominn við aldur þá er þetta sígild lesning) og skrá þig svo í athugasemdakefinu. Ekki það undirbúingsnemdin geti skilið að nokkur sé óákveðin. Hvað um það. Gleðin er framundan, allar undirbúnings-og eftirlitsferðirnar já og allt hitt. Takið dagana 30.06-02.07´2006 frá og þið munið ekki sjá eftir því. Farið líka að safna brennivíni því stórbrotin náttúra gerir það bara svo mikið betra og líka áhrfin. Bara eitt:lítill bjór er vondur bjór
Nóg af bulli í billi

Þanngað til næst, góðar stundir

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar.