föstudagur, maí 29, 2009

Mývatnssveitin er æðiRétt eins og flestum ætti að vera orðið löngu ljóst þá hefur stefnan verið tekin á Mývatn um þessa hvítasunnuhelgina. Í tilefni þess hefur nú safndiskurinn Mývatnssveitin er æði komið út. Er hann nú fáanlegur í öllum betri hljómplötuverzlunum landsins einnig í kynlífshjálpartækjarbúðum og helstu þjóðvegasjoppum landsins að ógleymdu rokksafninu á Bíldudal. Diskurinn inniheldur lög eins og:

Bicycle Race- Queen
How do you like Iceland- Baggalútur
All that she wants- Ace of Base
Tour de France- Kraftwerk
Öxnadalsheiði- S/H draumur
Mývatnssveitin er æði- Hljómar frá Reykjanesbæ

...og allnokkra fleiri, ég segi ekki sígilda en þá klassíska, smelli sem allir ættu að geta dillað sér með.
Hafi ferðalangar áhuga að skella sér á eintak má leggja inn pöntun hér í athugasemdakerfinu hér að neðan og verður eintak sent með póstkröfu.

Kv
Tónlistarráð

miðvikudagur, maí 27, 2009

Skráningarlisti nr:20

Jamm og jæja. Nú er komið enn einn miðvikudagur og það þýðir bara eitt. Jú mikið rétt nafnalistinn góði skal nú birtur. Spennandi að sjá hvort eitthvað hafi breyst síðan síðast.

Anda inn og anda út

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Maggi Blöndahl
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Danni Djús
Huldukonan
VJ
Helga T
Krunka
Adólf
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Svenni Sjöþúsund
Gauinn
Toti

Gróðurhúsaáhrifavaldar

Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Blondí
Hulk

Líkt og sjá má hefur ekki einn einasti kjaftur bæst við frá því síðast. En lengi er von á einum og við sjáum til hvað gerist í næztu viku

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

mánudagur, maí 25, 2009

Fyrsti liðurinnLíkt auglýst var hér þá hófst loks V.Í.N.-ræktin þetta árið göngu sína síðasta fimmtudag. Ekki var nú ráðist á garðinn þar sem hann er nú hæðstur heldur var byrjað á Trölladyngju á Reykjanesi og úr varð prýðisganga í góðri vorblíðu. Blíðan var slík að hægt var að vera í stuttbrókum og bol upp á topp. Það var ekki einu sinni mikill hreyfing á logninu í Gaflarabænum sem hlýtur að teljast til merkra tíðinda. En hvað um það.
Ekki var nú mjög fjölmennt en þó góðmennt. Það voru fjórar manneskjur sem mæltu sér mót á N1 í samfylkingarbælinu en það voru:

Stebbi Twist
Hrabbla
VJ
HT

Síðan var dólað sér upp á Trölladyngju í sól og blíðu. Allt gekk svo sem eins og við var að búast og ekki var þetta amaleg byrjun á V.Í.N.-ræktinni þetta árið. Nú er bara vonandi að næstu ferðir verði aðeins fjölmennari. En það hlýtur að koma.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast myndir hér

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, maí 24, 2009

Síðasta fjallið í bókinniÞá er komið að lið nr:2 í V.Í.N.-ræktinni sem að þessu sinni er Þyrill í Hvalfirði. Til gamans má kannski geta að þetta er síðasta fjallið í 151 tindabókinni hanz Ara Hrausta. Ef það tekst að sigra Þyrill þá hafa fyrsta og síðasta fjallið í bókinni verið toppuð í V.Í.N.-ræktinni. Gaman að því.
Svona upp á gamal vana, þar sem ætlunin er að halda í vesturátt, að hittast á N1 í Mósó kl:19:00 MÁNUDAGINN 25.05.09 ath mánudaginn þ.e á morgun ekki þriðjudag.

Munið svo á morgun mánudag en ekki þriðjudag eins og venjan er

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, maí 21, 2009

Sunnan hvítaÞá er sumarið að bresta á í orðsins fyllstu merkingu. Einn sumarboði er náttúrulega Hvítasunnuhelgin með sínum aukadegi sem upplagt er að notfæra sér. Þrátt fyrir að hvítasunnuhelgin í fyrra hafi verið hálf döpur, hvað varðar mætingu en ferðin sjálf var prýðileg, þá er kominn tími til að blása aftur lífi í þessu skemmtilegu sumarbyrjun.
Klassíkst hefur verið hingað til að fara í Skaptafell, eða var það kannski Skaftafell, þar sem ýmislegt er gjört sér til skemmtunar og dægradvalar. En auðvitað með einhverjum undatekningum.
Nú í ár hefur sú hugmynd komið upp að fara á Mývatn og ætla þar einhverjir að hlaupa þar. Sú hugmynd hefur líka komið upp að hjóla Mývatnshringin á meðan keppni er í gangi. Sjálfsagt má finna sér svo ýmislegt annað t.d að skella sér í náttúrulaug á svæðinu.
Það væri gaman að heyra í fólki og sjá hvernig stemningin er og hvort það hafi einhverjar hugmyndir. Um stað eða afþreyingu og er alveg tilvalið að tjá sig í athugasemdakerfinu hér að neðan. Siggi Stormur hefur ekki enn komið með veðurspá og er sjálfsagt að sjá hvað spámenn ríkisins hafa að segja áður endanleg ákvörðun verður tekin um hvurt halda skal.

Kv
Kirkjudaganemd

miðvikudagur, maí 20, 2009

Skráningarlisti nr:19

Já, börnin mín stór og smá þarna úti. Þá er maí rúmlega hálfnaður og allt að gerast og klukkan er. Rétt að vona að fólk sé í fullu, þá meina ég blindfullu, í undirbúning og koma sér í rétt form þó ekki kökuform. En hvað um það. Er ekki bara málið að vinda sér í málið?

Fólk en ekki fyrnindi

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Maggi Blöndahl
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Danni Djús
Huldukonan
VJ
Helga T
Krunka
Adólf
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Svenni Sjöþúsund
Gauinn
Toti

Stimplar og togleðurshringgjarðir

Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Blondí
Hulk

Nú er eins og fyrir fólk að leggjast á skeljarnar og biða þessa blessuðu veðurguði, og kemur Ingó þar hvergi nærri, og reyna semja við þá blessuðu um sól um helgina góðu. Svo fyrir óákveðna þá fer hver að verða síðastur því aðeins verður dregið úr seldum miðum

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

þriðjudagur, maí 19, 2009

Bíódagar II.hluti

Þá er prýðislegu fyrra kveldi á Banff lokið. Sérdeilis prýðileg skemmtun það. Það var ágætis mæting hjá V.Í.N.-verjum þetta kveldið.
Eins og getið var áðan var þetta fyrra kveldið í dag og því er það seinna á morgun (eða í dag sé þetta lesið á miðvikudegi). Kannski væri ekki úr vegi að minna fólk á hvernig dagskráin er og birta hana.
Annars sjáumst við bara sem flest í Mörkinni kl:20:00 miðvikudagskveldið

20. maí:
Play Gravity - Svissnesk, 15 mín. (Paraglide / Snjóbretti)
Crux - Kanadísk, 12 mín. (Hjól)
Cliff Notes - Kanadísk, 12 mín. (Klettastökk)
The Sharp End: Lisa Rands - USA, 6 mín. (Boulder)
Hlé
Silent Snow - Hollensk, 13. mín (Umhverfi / Menning)
The Sharp End: E Europe - USA, 16 mín. (Klifur / Menning)
If You're Not Falling - UK, 8 mín. (Klifur)
Under the Influence - USA, 12 mín. (Skíði)
The Last Frontier: Papua New Guinea - USA, 18 mín. (Kayak)

Nánar um BANFF fjallamyndahátíðina:

Frá árinu 1976 hefur verið haldin kvikmyndahátíð í smábænum Banff í Kanada. Þessi kvikmyndahátíð sker sig úr frá öðrum þar sem myndirnar sem þar eru sýndar og keppa, snúast flestar á einn eða annan hátt um fjöll og jaðarsport. Þar koma saman á einni og sömu hátíðinni myndir sem spanna allt frá háfjallaklifri og skíðamennsku til snæhlébarða og Sherpa. Á hverju ári eru sendar inn ríflega 300 kvikmyndir alls staðar að úr heiminum. Keppa þar á sama vettvangi myndir framhaldsskólanema sem og virtra atvinnumanna frá National Geographic og BBC. Útkoman er oft æði skrautleg.

Á hátíðinni eru veitt verðlaun í nokkrum flokkum og rjóminn af myndunum er síðan sendur af stað í heimsreisu. BANFF-sýningar eru svo haldnar um heim allan á jafn ólíkum stöðum og Austurríki, Argentínu, Indlandi og Íslandi.

Íslenski alpaklúbburinn er stoltur af því að geta boðið upp á BANFF fjallamyndahátíðina á Íslandi. Hversu margar hugmyndir að ferðum og leiðöngrum hafa kviknað eftir þessar sýninga er útilokað að segja til um en víst er að BANFF fjallamyndahátíðin hefur veitt mörgum innblástur.

Kv
Kvikmyndasvið

mánudagur, maí 18, 2009

Bíódagar

Líkt og Lohan er komin þá er líka annar vorboði sem ekki síðri er ljúfur. En það er Banff fjallalvikmyndasýning ÍSALP. Þetta er víst á morgun, þ.e. þriðjudag, og í sal Furðufélagsins í Mörkinni. Held að fjörið hefist kl:20:00. En allavega þá ætlar ritstjórn að gjörast svo djörf að birta dagskrána hér á alnetinu.

19. - 20. maí. :: þriðjudags- og miðvikudagskvöld
BANFF fjallamyndahátíðin
Íslenski alpaklúbburinn kynnir í samstarfi við 66° Norður:

BANFF FJALLAMYNDAHÁTÍÐIN 2009.
19. og 20. maí í sal Ferðafélags Íslands,
Mörkinni 6, Kl. 20:00Dagskrá:

19. maí:
Dosage V: Meltdown - USA, 12 mín. (Klifur)
Elements - A Slackline Adventure - Þýsk, 13 mín. (Slackline)
The Unbearable Lightness of Skiing - Kanadísk, 15 mín. (Fjallaskíði)
The Sharp End: Base Solo - USA, 17 mín. (Klifur / BASE-Jumping)
Hlé: Ljósmyndakeppni ÍSALP - úrslit kynnt
Daily Strips - Frönsk, 6 mín. (Blandað)
Patagonian Winter - UK, 31 mín. (Fjallamennska)
New World Disorder VIII: Smack Down - Svissnesk, 12 mín. (Hjól)

20. maí:
Play Gravity - Svissnesk, 15 mín. (Paraglide / Snjóbretti)
Crux - Kanadísk, 12 mín. (Hjól)
Cliff Notes - Kanadísk, 12 mín. (Klettastökk)
The Sharp End: Lisa Rands - USA, 6 mín. (Boulder)
Hlé
Silent Snow - Hollensk, 13. mín (Umhverfi / Menning)
The Sharp End: E Europe - USA, 16 mín. (Klifur / Menning)
If You're Not Falling - UK, 8 mín. (Klifur)
Under the Influence - USA, 12 mín. (Skíði)
The Last Frontier: Papua New Guinea - USA, 18 mín. (Kayak)

Góðar stundir
Afþreyingarnemd

sunnudagur, maí 17, 2009

Hugað að heilzunniÞá er loksins komið að því að hefja V.Í.N.-ræktina á fulla þetta misserið. Næzt á dagskrá er dyngja ein og það enginn venjuleg dyngja heldur Trölladyngja á Reykjanesi. Ekki amalegt að hefja V.Í.N.-ræktina þetta árið þar sem frá var horfið síðasta haust. En þessum dagskrárlið þurfti að aflýsa vegna anna. En það lítur út fyrir það að það verði ekki þrautalaust að komast á þessu blessuðu Trölladyngju því það stefnir allt í það að flestir verði frekar uppteknir í komandi viku. Það eru ýmis námskeiðahöld framundan sem og kvikmyndahátíð.
Skv upphaflegri dagskrá var ætlunin að fara út á Reykjanesið núna komandi miðvikudag en þá verður seinna kveldið á Bnaff og ef fólk vill fjölmenna þanngað þá er kannski spurning um að slá þessu aftur á frest en nú bara um einn dag. Þe nýta einhvern kirkjufrídag á fimmtudaginn víst einhvern uppstillingardag og rölta þá. Ekki væri amalegt ef áhugasamir sæju sér fært um að losa um hömlurnar í skilaboðaskjóðunni hér að neðan um hvort það vill miðvikudagskveldið eða fimmtudag í létta göngu

Kv
Heilzuráð

fimmtudagur, maí 14, 2009

Top of the WorldÞað var nú um síðustu helgi sem nokkrir síkátir nýliðar heldu sem leið lá austur á boginn nánar í Litla Hérað með það markmið að ganga á hinn 2110 m. Hvannadalshnjúk. Þrátt fyrir rok á leiðinni þá var alveg brakandi blíða og þurrkur þarna og var gengið upp í sól og skinku (leyfi mér að stela frá Blöndudalnum). Allir nema einn stóðu svo á toppnum og að sjálfsögðu var fáninn með í för. Það var loks að undirritaður náði að toppa og það í þriðju tilraun. Já, allt er þegar þrennt er.
Sjálfsögðu var myndavél með í för og fyrir áhugasama er hægt að smella hér og skoða

Fleira var það ekki að sinni

miðvikudagur, maí 06, 2009

Skráningarlisti nr:17

Alltaf og með hverri vikunni styttist biðin endalausa. Nenni ekki a hafa þetta langan pistil í dag og fer því bara beint í listann góða.

Skemmtifíklar

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Maggi Blöndahl
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Danni Djús
Huldukonan
VJ
Helga T
Krunka
Adólf
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Svenni Sjöþúsund
Gauinn
toti

Kaggar

Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Blondí
Hulk

Eins og áður kom fram er ekki nenna til hafa þetta lengra í dag.
Góðar stundir

Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

þriðjudagur, maí 05, 2009

Lýðheilzustofnun – V.Í.N.

Hæ hæ,

Þá er stjórn Lýðheilzustofnunar VÍN búin að skipuleggja 14 þriðjudaga, 1 mánudag og 1miðvikudag í sumar. Þetta er gríðarlega metnaðarfull dagskrá sem allir eiga að geta mætt í.

Maí
12.maí - Hjólatúr, hjóla niður í Sveit (fyrirlestur)
20.maí – Trölladyngja á Reykjanesi
25.maí – Þyrill í Hvalfirði

Júní
2.júní – Hjólatúr hringinn í kringum Reykjavík
9.júní – Hrafnabjörg við Þingvelli
16.júní – Fyllerí í boði þess Yngri
17.júní – Fer eftir líkamlegu ástandi
23.júní – Brekkukambur
30.júní – Reykjadalslaug = Bað

Júlí
7.júlí – Hjólatúr á Bessann = Bjór
14.júlí – Glymsgil = Busl
21.júlí – Hengillinn, Skeggi
28.júlí - Hjólatúr um Heiðmörk

Ágúst
4.ágúst – Laugarferð – Auglýst síðar
11.ágúst – Vífilsfell
18.ágúst – Búrfell í Grímsnesi
25.ágúst – Hjólað á Úlfarsfell og þar niður og á Áslák = Bjór

Sjáumst hress !!!